Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 62
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Rúmar 300 milljónir króna. Íuppsveitum Biskupstungna. 95 þúsund krónur 50 23. október 2004 LAUGARDAGUR Morten Harket, söngvari norsku hljómsveitarinnar A-ha, hefur undanfarið verið staddur hér á landi við vinnslu á nýjum lögum. Ekki er ljóst hvort um er að ræða lög fyrir hugsanlega sólóplötu hans eða hvort hljómsveitin A-ha sé að hugsa sig til hreyfings. Lögin eru enn á frumstigi og því enn óvíst hvað verður um þau. En við upptökur hefur upptökustjórinn Valgeir Sigurðsson veitt honum dygga aðstoð. Að sögn umboðsmanns Mortens Harket sem býr úti í Noregi, heimsækir Harket Í sland af og til, en þessa dagana er hann staddur í heimalandi sínu. Oft hefur hann þó sést hér á landi og heimsækir hann Gunnlaug Briem trommuleikara reglulega, þegar Gunnlaugur er hér á landi en hann hefur verið búsettur í Bretlandi. „Þetta er bara á frumstigi hjá þeim. Morten og Valgeir eru að leika sér að ákveðnum hug- myndum,“ sagði hann í spjalli við Fréttablaðið. „Þeir eru að snúa lögum fram og til baka og reyna að finna rétta formið. Þetta eru ekki beint upptökur í þeim skilningi ennþá. Þeir eru meira að gera tilraunir.“ Harket hefur líka verið að taka upp lög í Noregi þar sem hann er með sitt eigið hljóðver. Ekki er víst hvenær hann kemur aftur hingað til lands, enda er mikið að gerast hjá A-ha um þessar mundir. Sveitin gerði ný- verið þriggja platna samning við útgáfurisann Universal og verið er að skipuleggja næsta ár í framhaldi af því. Einnig kom stór og mikil bók um sögu A-ha út í Noregi fyrir fáeinum dögum sem kallast The Swing of Things. Með henni fylgja 12 áður óútgefin lög með sveitinni. Bókin hefur verið prentuð á ensku og þýsku og lík- legt er talið að hún eigi eftir að koma út hér á landi innan skamms. Vikan hefur svo sann- arlega tíðindamikill fyrir A-ha því meðlimir sveitarinnar fengu einnig heiðursverðlaun á Nordic Music Award fyrir framlag sitt til tónlistarheimsins á undan- förnum árum. Svíar, Norðmenn og Danir standa að þeirri verð- launahátíð. Blómatími A-ha var á níunda áratugnum þegar sveitin sendi frá sér hvern smellinn á fætur öðrum. Má þar nefna lög á borð við Take on Me, Cry Wolf, Hunt- ing High and Low og The Living Daylights, úr samnefndri Bond- mynd. Síðasta plata sveitarinn- ar, Lifelines, kom út fyrir tveim- ur árum en í fyrra kom út tón- leikaplatan How Can I Sleep With Your Voice in My Head. Skemmst er að minnast sam- starfs Harkets og Gunnlaugs Briem trommuleikara á plötu þess síðarnefnda, Earth Affair, sem kom út á síðasta ári. Söng Harket þá fyrir Gulla í laginu Gildas Prayer, sem naut tölu- verðra vinsælda hér á landi. freyr@frettabladid.is Klofningur varð innan rokksveitar- innar Singapore Sling meðan hljóm- sveitin var á tónleikaferðalagi í New York á dögunum. Þeir Þorgeir Guð- mundsson bassaleikari og Bjarni Jó- hannsson trommuleikari sögðu sig úr sveitinni áður en hún lagði af stað í ferðalagið en Helgi Örn Pétursson gítarleikari í miðri ferð. Sveitin kláraði þó tónleikaferðina. Henrik Björnsson, aðalsprauta og lagahöfundur sveitarinnar, vildi ekki tjá sig um málið þegar Frétta- blaðið ræddi við hann í gær. Hann staðfesti þó að sveitin muni spila á Gauki á Stöng í kvöld vegna Airwa- ves tónlistarhátíðarinnar. Sam- kvæmt heimildum blaðsins hafa aðrir tónlistarmenn verið fengnir til að fylla skarðið á tónleikunum í kvöld, þar á meðal Örvar úr múm. Samkvæmt heimildum blaðsins stefna eftirlifandi meðlimir, þeir Henrik og Einar Sónik, að fara í tón- leikaferðalag til Bandaríkjanna í janúar og munu fá nýja menn til liðs við sig. ■ Klofningur í Singapore Sling SINGAPORE SLING Sveitin er klofin en hyggur þó á tónleika í kvöld og tónleikaferðalag í janúar. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 ...fær Grim fyrir að skapa Hallgrím Helgason. HRÓSIÐ MORTEN HARKET Morten Harket hefur verið tíður gestur hér á landi undanfarin ár og því sannkallaður Íslandsvinur. Lárétt: 2 svall, 6 tónn, 8 spil, 9 lín, 11 sam- hljóðar, 12 brotsjór, 14 ótuktarleg, 16 svik, 17 hræðsla, 18 tunna, 20 goð, 21 fjör. Lóðrétt: 1 toppárangurs, 3 bardagi, 4 fjörugt, 5 tíndi, 7 varðar við lög, 10 sérhljóðar, 13 skordýr, 15 hávaði, 16 loka, 19 tvíhljóði. Lausn: Lárétt: 2rall, 6es, 8tía, 9tau, 11fs, 12 skafl, 14náleg, 16læ, 17ógn, 18áma, 20tý, 21stuð. Lóðrétt: 1mets, 3at, 4líflegt, 5las, 7 saknæmt, 10uaá, 13fló, 15gnýr, 16lás, 19au. MORTEN HARKET SÖNGVARI A-HA: TEKUR UPP NÝ LÖG. Tilraunastarfsemi í íslensku hljóðveri Björk Jakobsdóttir: Ein regla. Aldrei fyrrver- andi og núverandi sam- an til borðs nema ef um háborð sé að ræða. Það er sérlega erfið röðun ef um blönduð hjónabönd er að ræða. Þá þarf að grauta öllum saman, núverandi og fyrrverandi. Raða skal feðrum og mæðrum eftir tímaröð. Núverandi næst brúði og svo koll af kolli. Svo er bara að lauma róandi í kampavínið, hafa veisluna ekki lengri en virkni lyfsins og vona hið besta... Edda Björgvinsdóttir: Ég myndi setja gestina á einhvern góð- an stað, held ég. Einhvers staðar nálægt mér eða Evu móðursystur – hún er svoddan stuðbolti. Svo myndi ég bara hafa svolít- ið huggulegt borðtöj. Ef einhver vildi lána mér gott stell... Guðrún Ásmundsdóttir: Fyrir mér er það ekki vandamál að raða til borð, heldur að velja saman rétta gesti og ekki að fara að bjóða einhverjum sem maður skuldar heimboð, heldur að bjóða fólki sem getur skemmt sér sam- an og einhvern nýjan til að kynnast. Ekki bara einhverja sem þekkjast vel. Þá kemur að því að raða þessu úr- valsliði til borðs og þá ber bara að var- ast að hafa ekki hjón saman, því það gæti verið umræðuþurrð hjá þeim. Unnur Ösp Stefánsdóttir: Alltaf spennandi að sprengja upp pör og hjón og hvetja þar með fólk til daðurs. Eins er skemmti- legt að raða fólki úr mjög ólíkum samfélagskimum saman til að sporna við þröngsýni og vanafestu. Það er svo gaman að kynnast fólki sem er að gera eitthvað allt annað en maður sjálfur. Svo bara passa að klikka ekki á því að vera með fullt af sætum strákum! Guðlaug Elísabet Ólafs- dóttir: Þegar ég raða gestum til borðs gæti ég þess sér- staklega að hafa leiðinlegu og nöldrandi hjónin sam- an við þann enda borðsins sem ég sit ekki. Fallegu og skemmti- legu mennirnir sitja hinsvegar mér á hægri og vinstri hönd. Það reynist alltaf ákaflega lystaukandi. | 5STELPUR SPURÐAR | Hvernig skal raða til borðs í veislum? SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » 62-63 (50-51) aftasta 22.10.2004 21:04 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.