Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 48
36 23. október 2004 LAUGARDAGUR „Brilljant Leikshús!“ Valgeir Skagfjörð / Fréttablaðið „Stefán Jónsson hefur, ásamt Berki Jónssyni og hinum, í stuttu máli sagt, gert farsann að listrænum viðburði. Geri aðrir betur.“ María Kristjánsdóttir / Morgunblaðið „Það er mikill uppgangur í Borgar- leikhúsinu þessa daga og sýningin á Héra Hérasyni er dæmi um hve leikhópurinn í húsinu mætir gríðarlega sterkur til leiks.“ Valgeir Skagfjörð / Fréttablaðið „Ég hef sjaldan séð Hönnu Maríu gera betur.“ María Kristjánsdóttir / Morgunblaðið „..sýningin var ekki bara skemmtileg og glettilega sett saman heldur komst grafalvarlegur boðskapur hennar mjög vel til skila.“ Elísabet Brekkan / DV Turner-verðlaunin eru einþekktustu myndlistarverð-laun Breta, þau eru veitt ár- lega breskum myndlistarmanni undir fimmtugu. Fyrr í vikunni opnaði sýning í Tate-safninu í London á verkum þeirra fimm sem tilnefndir eru þetta árið, 20 árum eftir að fyrstu verðlaunin voru veitt. Reyndar eru tveir sem starfa saman, þannig að tilnefningarnar eru fjórar. Pólitískar tengingar eru mjög ráðandi þetta árið og hafa verkin ekki valdið jafn miklum deilum um hvað er list, eins og gerst hefur áður. Verk þriggja til- nefndra listamanna, þeirra Dellers og Langlands og Bells fjalla sér- staklega um pólitísk deilumál í samtímanum. Verk Atamans og Shonibare fjalla frekar um menn- ingarleg stjórnmál og pólitíska mótun sjálfsmyndarinnar. Kultug Ataman fæddist í Istanbúl í Tyrklandi árið 1961, en býr meðal annars í London. Verk hans eru sögð vera á milli þess að vera heimildarmyndir og skáldskapur. Hann notar frásagnarlist til að kanna hversu brothætt sjálfs- mynd einstaklinga er. Fólkið í verkum hans eru einstaklingar sem passa ekki lengur í hefbundn- ar félagslega flokka og finna því þörf til að endurgera sjálfa sig. Í nýju verki Atamans, Twelve 2004, er fjallað um sex einstak- linga sem segja frá reynslu sinni af endurholdgun. Myndin var tekin í suð-austurhluta Tyrklands, nærri landamærum Sýrlands, í samfélagi araba sem reyna að takast á við mikinn missi. Það er talin staðreynd að allir hafi endur- fæðst, en einungis þeir sem hafa dáið í miklum átökum eða fallið frá of snemma muni fyrri líf sín. Í verkinu er hann að skoða takmörk tungumálsins. Þegar sögumenn eru að segja frá núverandi og fyrrverandi lífum flakka þeir á milli „þá“ og „núna“ og saga þeirra verður ruglandi. Þegar tungumálið verður ófullnægjandi, breytist hugmynd okkar um veru- leikann og hann skiptir jafnvel ekki máli lengur. Ataman var til- nefndur fyrir verk sín á Istanbul- tvíæringnum 2003 og sýningum víða um Evrópu 2003-4. Jeremy Deller fæddist í London 1966. Samstarf og þátttaka er meginstefið í verkum Dellers. Eins og hann segir sjálfur; „Gott samstarf er eins og að fara í langt ferðalag án korts, án þess að vita alveg hvar maður endar.“ Síðustu verk hans hafa rannsakað menn- ingarlandslag ákveðinna staða, eins og í San Sebastian. Mynd hans, Memory Bucket 2003, notar tækni heimildarmynda til að skoða Texas. Sérstaklega eru skoðaðir tveir staðir sem tengjast stjórnmálum; þar sem setið var um David Koresh og fylgjendur í Waco og heimabæ Bush í Craw- ford. Fréttamyndir eru blandaðar við viðtöl og reynt að sýna fram á mismuninn á milli opinberra heimilda og persónulegra frá- sagna. Deller var tilnefndur fyrir Memory Bucket sem sýnt var í ArtPace, San Antonio. Ben Langlands og Nikki Bell fæddust báðir í London. Lang- lands fæddist 1955 en Bell árið 1959. Þeir voru báðir í listnámi við Middlesex Polytechinc og hafa starfað saman frá 1978. Þeir hafa lagt áherslu á að kanna hvernig fólk og arkitektúr tengjast og skoðað hringrásir og skipti. Þeir hafa unnið með skúlptúra, fjöl- miðlunarverkefni og arkitektúr. Verk þeirra „The House of Osama Bin Laden“ hefur vakið mikla eftirtekt. Í október 2002 heimsóttu þeir Afganistan í tvær vikur og skoðuðu hvað gerist í kjölfar stríðs á 21. öldinni. Það hefur vakið eftirtekt að engir af- ganskir hermenn eru í verkinu, þess í stað er lögð áhersla á hvað gerist þegar alþjóðlegar herdeild- ir og fjölmiðlar heimsins komast á skrið. Í verkinu er fylgst með ferð þeirra að einangruðu húsi þar sem Bin Laden dvaldi seint á 10. ára- tugnum. Hluti verka þeirra félaga hefur verið fjarlægður af sýning- unni, þar mátti sjá afganskan stríðsherra í réttarsal í Kabúl. Hann bíður nú réttarhalda í London og því töldu lögmenn Tate-safnsins óhæft að sýna þetta vídeóverk. Langlands og Bell voru tilnefndir fyrir The House of Osama bin Laden, sem fyrst var sýnt í Imperial War Museum í London. Yinka Shonibare fæddist í London árið 1962 en fluttist til Lagos, höf- uðborg Nígeríu, þegar hann var þriggja ára. Hann telur sig tví- menningarsinnaðan og reynir að varpa fram spurningum um fé- lags-, menningar- og stjórnmál sem skapa söguna og móta sjálfs- mynd okkar. Í verkum sínum þykir hann á léttúðlegan hátt blan- da saman það sem telst vera „há- menning“ í vestrænum samfélög- um og afríkanskri list. Þetta má meðal annars sjá í verki hans „The Swing,“ þar sem hann endurtúlkar 18. aldar málverk eftir Jean- Honoré Fragonard af ungri stúlku sem sparkar fætinum léttúðlega upp í loft á meðan hún rólar sér. Shonibare var tilnefndur fyrir sýningu sína Double Dutch á Boijmans Van Beuningen safninu í Rotterdam og einkasýningu sína í Stephen Friedman Gallery í London. TWELVE Með því að rifja upp fyrra líf ásamt því að tala um nútím- ann telur Ataman að hægt sé að komast að takmörkunum tungu- málsins. MEMORY BUCKET Deller sýnir heimildarmynd um fréttnæma staði í Texas. THE HOUSE OF OSAMA BIN LADEN Langlands og Bell ferðuðust til Afganistans til að fylgjast með afleiðingum stríðs. THE SWING Með því að setja konuna í afrískan kjól, hafa fæturna hvíta og hendurnar dökkar vill Shonibare ögra áhorfendum og hug- myndum þeirra um vestræna og afríska list. Stjórnmál og menning en lítil hneykslun 48-49 (36-37) turner 22.10.2004 19:42 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.