Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 22
Bankaauðvaldið Kristrún Heimsdóttir settist sem varaþingmaður á Alþingi. Hún situr þar í forföllum Ágústs Ólafs Ágútssonar. Að vísu sat hún sæti lægra á fram- boðslista en Einar Karl Haraldsson en hann var vant við látinn „vegna anna“ eins og þingforseti sagði. Hvaða anna? Var hann að sinna almanna- tengslum fyrir KB banka, eins og hann hefur gert? Kannski á meðan Ásgeir Friðgeirsson, varaþing- maður sama flokks í öðru kjördæmi, var önnum kafinn við að sinna almannatengslum Landsbank- ans? Auðvitað gæti verið forvitnilegt að heyra um- ræður um bankamál á þingflokks- fundi þar sem þessir tveir leid- du saman hesta sína. Arafat, Castro og ég Á fimmtudaginn fór fram fjölmenn alþjóð- leg ráðstefna um Evr- ópumál á Grand Hót- el í Reykjavík sem EFTA stóð fyrir, en Ísland gegnir formennsku í þeim samtökum þetta misserið. Á hátíðarkvöld- verði sem utanríkisráðuneytið bauð ráðstefnu- gestum til flutti Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra ávarp. Í umræðum á ráðstefnunni fyrr um daginn hafði verið talað um samkomuna sem 10 ára afmælisveislu EES-samningsins, en staða hans var aðalefni ráðstefnunnar. Einn ræðu- manna hafði hvatt til þess að skála fyrir hinum liðnu 10 árum EES, en hann vildi ekki skála fyrir því að samningurinn lifði í tíu ár í viðbót. Hall- dór lagði út frá þessu í ávarpi sínu um kvöldið. „Þetta er afmælisveisla, ekki jarðarför,“ sagði hann. Og bætti svo við: „Ég hef verið lengi í stjórnmálum. Þegar ég sat fyrst í ríkisstjórn og gegndi þar hlutverki varaforsætisráð- herra var ég sem slíkur oftast sendur í jarðarfarir. Mér er minnisstæð jarðarför Tsjernenkós Sovétleiðtoga í Moskvu. Þar var ég í félagsskap þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum. Helmut Kohl var þarna, Margaret Thatcher og margir fleiri. En mér varð hugsað til þess núna, að af öllum þeim ráðamönnum sem voru samankomnir í þessari jarðarför væru aðeins þrír enn við völd. Það eru Yasser Arafat, Fídel Castro – og ég!“ Front populaire Meira um Samfylkinguna. Nafn hennar á rætur að rekja til hugmynda Komintern, alþjóðasam- bands kommúnista, á fjórða áratug síðustu ald- ar til að fylkja liði vinstri manna gegn fasisma. Hér á landi var þannig sameiningarflokkur al- þýðu – Sósíalistaflokkurinn – stofnaður í krafti þessarar stefnu. Samfylkingar-hugtakið var sem sé þýðing á því sem heitir á frönsku Front populaire og Popular Front á ensku. Því mætti ætla að þetta væri heiti flokksins á er- lendum tungumálum. Af einhverjum ástæð- um er hins vegar nafn flokksins þýtt Social Democratic Alliance! 22 23. október 2004 LAUGARDAGUR Varaformaður Samfylking- arinnar hefur í þessari viku tekið pólitískt frumkvæði og snúið aftur í stjórnmálin við stjórnvöl framtíðarhópsins. Sá hópur hannar nú stefn- una sem samþykkt verður á sama landsfundi og kýs á milli Ingibjargar og Össurar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingar- innar, átti „pólitískt comeback“ í vikunni þegar hún kynnti áfanga- skýrslu framtíðarhópsins sem hún stýrir. Hún kynnti skýrsluna á flokksstjórnarfundi um síðustu helgi og hefur síðan fylgt því starfi eftir í fjölmiðlum alla vik- una. Stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar hafa haft áhyggjur af því hve erfitt hún hefur átt upp- dráttar sem varaformaður enda hefur hún lækkað úr nærri 35% í 9% í mælingum Fréttablaðsins á trausti almennings til stjórnmála- manna. Á meðan Össur Skarphéð- insson hefur flutt 35 ræður á Al- þingi á 3 vikum eða samtals í 134 mínútur hefur Ingibjörg Sólrún engan vettvang haft fyrr en nú að athyglin beinist að henni sem formanni framtíðarhópsins. Á einni glærunni sem var sýnt dæmi um gamaldags flokk en tró- naði á toppnum „formaður“ en í dæminu um nýja nútímalega flokkinn var komið í staðinn orðið „forysta“. Ingibjörg Sólrún lagði áherslu á að tillögur hópsins væru hvorki endanleg stefna hvað þá hennar eigin áherslur. „Það er náttúrlega ekki meining að þetta verði min stefna heldur á eignarhaldið á þessari stefnu, ef svo má segja, að vera sem víðtækast, að sem flest- ir taki þátt í mótun hennar. Það er svo ekki óeðlilegt að ég verkstýri þessu. Eitthvað verður varafor- maðurinn að gera! „ Varnarmálin hafa verið í sviðs- ljósinu í vikunni en mesta nýmæl- ið í umræðuplöggum framtíðar- hópsins er án vafa áherslan á að- ferðafræði þegar ákveða á hvort rekstur skuli vera í höndum hins opinberra eða einkaaðila. Öðrum þræði er þetta opnun á einkavæð- ingu hvort tveggja í mennta- og heilbrigðismálum, án þess að það sé sagt berum orðum. Ingibjörg talar þó opinskátt um að forðast beri kreddur eins og þær að allt sé betra í höndum ríkisins. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort skipta megi út orðinu aðferðafræði fyrir hugmynda- fræði í glærunum sem Ingibjörg Sólrún notaði óspart við kynningu á málefninu. „Nei, það er tvennt ólíkt í mínum huga.“ Sumt af þessum hlutum eru gamalkunnir úr stefnu breskra jafnaðarmanna undir forystu Tony Blair. Nú er hins vegar Zapatero hinn spænski heitasti „krati“ Evrópu. Ingibjörg Sólrún segist fús til að feta í fótspor hans. „Ég tel að við eigum tvímælalaust að stefna að því að helmingur ráðherra sé konur.“ Hún segist einnig tilbúin til að taka upp fléttulista að hætti spænskra sósíalista. Ummæli Ingibjargar Sólrúnar að Framsókn væri „ömurlegur flokkur“ ollu titringi innan R list- ans. Hún segir að framtíð hans sé í hans eigin höndum ef fólk beri gæfu til að bera upp lista saman; koma sér saman um borgarstjóra- efni og hafa skýran „fókus“. –Hvað með Þórólf Árnason, verður hann ekki að taka skýra pólítíska afstöðu? „Ég held að Þórólfur Árnason þurfi að vera á listanum, tvímæla- laust. Svo má auðvitað velta fyrir sér leiðtogaprófkjöri eins og sjálfstæðismenn ætluðu að gera. Þá fengi hann skýrt umboð í gegn- um það.“ a.snaevarr@frettabladid.is stjornmal@frettabladid.is Úr bakherberginu... Ingibjörg Sólrún aftur í sviðsljósið nánar á visir.is Ég verð að viðurkenna að mér var brugðið þegar ég komst að því við greinarskrif þegar Halldór Ásgríms- son varð forsætisráðherra að hann væri jafnaldri Davids Bowie. Hall- dór Ásgrímsson var kosinn á þing sama ár og ég settist í tólf ára bekk með Karli Blöndal, aðstoðarrit- stjóra Morgunblaðsins (f. 1961). Halldór Ágrímson er nefnilega – og haldið ykkur fast – fulltrúi ‘68-kyn- slóðarinnar. Vissulega sér maður hann ekki fyrir sér með blóm í hári frekar en blaðamanninn Blöndal með sikkerhetsnælu í kinn. Heldur ekki að taka undir með Pétri heitn- um Kristjánssyni og Pops í Wild Thing á áramótaballi ´68-kynslóð- arinnar. Staðreyndirnar tala sínu máli og þessari kynslóð tilheyra hann og Davíð Oddsson (f. 1948) sem gætu aldurs síns vegna dillað sér þar með blómabörnum á svip- uðum aldri eins og varaformönn- unum Guðna Ágústssyni (f. 1949) og Geir H. Haarde (f. 1951). „Hope I die before I get old“ sungu the Who en lagahöfundurinn Pete Townshend er reyndar orðinn heyrnarlaus. Eins og Halldór og Davíð kynnu andstæðingar þeirra að segja. En seint verður sagt að kyn- slóðaskipti yrðu þótt skipt yrði um stjórn. Össur Skarphéðinsson (f. 1953) og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir (f. 1954) eru líka ‘68-kyn- slóðin – að minnsta kosti að þvi gefnu að í gamla daga komu allar tískusveiflur nokkrum árum sein- na til Íslands. Og jafnvel enn sein- na í Þistilfjörðinn þar sem Stein- grímur J. Sigfússon (f.1955) ól garðinn. Um leið og ég set þessar línur á prent sé ég útundan mér á rit- stjórninni fréttaritstjórann Sig- mund Erni Rúnarsson (f. 1961) á meðan Illugi Jökulsson, DV rit- stjóri (f. 1960) fer hjá hröðum skrefum á rauðum skóm. Og þá hringir síminn og getið hver er á línu 2? Egill Helgason, Silfri Egils (f. 1960), spyr almæltra tíðinda af Elínu Hirst (f. 1960) fréttastjóra. Og ef ég gef dauð og djöful í Gunnar Smára Egilsson (f. 1961) útgefenda og ég (f. 1962) verð rekinn frá fyrirtækinu í aðaleigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar (f.1968), fengi ég ekki bara vinnu hjá einhverju blaði sem Björgólfur Thor Björgólfsson (f. 1967) hlýtur einhvern tímann að eignast? UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR „Íslenska kýrin keppir ekki við það að geta sofið út á sunnudögum.“ Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, Alþingi 21. október 2004. ,, „Út í hafsauga með þennan málflutning og þessi frammíköll þingmanna Samfylk- ingarinnar sem hér hafa ævinlega ekkert fram að færa nema frammíköll, öskur, skvaldur og fliss.“ Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, Alþingi 18. október 2004. VIKA Í PÓLITÍK ÁRNI SNÆVARR SKRIFAR SÓLRÚN Á SIGLINGU Ingibjörg hefur nýtt sér starf framtíðarhópsins til að baða sig í sviðsljósi fjölmiðla. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R DAVÍÐ, EGILL OG BJÖRGÓLFUR Pólitík, penni og peningar. Pólitík, pennar og peningar Glæsilegir ítalskir leðurhornsófar Sprengitilboð 70.000,- kr. afsláttur Model IS 26. Hornsófi 2 sæti+horn+2 sæti Verð áður 239.000,- stgr. Sprengitilboð aðeins 169.000,- Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-17 gæða húsgögn Bæjarhrauni 12, Hf., sími 565-1234 22-23 stjórnmál 22.10.2004 18:58 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.