Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 23. október 2004 Geta vísindin spáð eldgosum? HVERJIR RANNSAKA ELDGOS? SVAR: Eldfjallafræði er þverfag- leg fræðigrein þar sem vísinda- menn með margvíslegan bakgrunn leggjast á eitt við rannsóknir á eld- virkni. Jarðvísindamenn eru stærsti hópurinn og þeir fást við rannsóknir á öllum hliðum eldgosa. Aðrir sem koma að rannsóknum eldgosa eru til dæmis líffræðingar, sagnfræðingar og læknar sem rannsaka meðal annars áhrif eld- gosa á líf og samfélag. Jarðeðlisfræðingar mæla jarð- skjálfta og jarðskorpuhreyfingar samfara gosum til að meta með hvaða hætti kvikuhreyfingar eiga sér stað neðanjarðar. Ef eldgos kemur upp undir jökli rannsaka jökla- og vatnafræðingar bráðnun og viðbrögð jökulsins við gosinu, og hugsanleg jökulhlaup tengd þeim. Gosmökkurinn er rann- sóknarefni veðurfræðinga, sem nota líkanreikninga til að skilja hegðun gosmakka og reyna þannig að meta hvar líkur eru á öskufalli og hvar þarf að bægja frá flug- umferð. Hegð- un eldgosa og gosefni, það er hraun og gjós- ka, eiginleikar þeirra og út- breiðsla eru rannsökuð af jarðfræðing- um, sem til dæmis kort- leggja dreif- ingu gosefna og rannsaka efnasamsetn- ingu þeirra. S a m s t a r f breiðs hóps vísindamanna við rannsóknir á eldgosum er líklegast til að skila mestum árangri og auknum skilningi á eðli eldgosa. Á Íslandi eru rannsóknir á eldgos- um og afleiðingum þeirra meðal annars stundaðar á Jarðvísinda- stofnun Háskólans, Veðurstofu Ís- lands, hjá Íslenskum orkurann- sóknum, Vatnamælingum Orku- stofnunar og Náttúrufræðistofn- un. Má segja fyrir um eldgos? Reynsla hér á landi og erlendis sýnir að í mörgum tilfellum má segja til um eldgos. Oft er tals- verður aðdragandi að gosum. Fyrirboðar eldgosa geta verið margvíslegir og mikilvægt er að leggja mat á sem flesta þeirra. Al- gengustu fyrirboðarnir eru aukin jarðskjálftavirkni, landris á eld- fjöllum, aukin jarðhitavirkni og breytingar í gasútstreymi og efnainnihaldi vatns. Allir tengjast þessir fyrirboðar því að kviku- hreyfingar eiga sér stað í eldfjöll- um áður en til eldgoss kemur. Oft og tíðum safnast bráðin berg- kvika fyrir á um 3-7 km dýpi í kvikuhólfum undir eldfjöllum áður en brotmörkum er náð og eldgos hefst. Þegar hætta á eldgosum er metin þarf að skilja hegðun eld- stöðva í tengslum við eldsumbrot. Þekking á uppbyggingu eldstöðv- ar og sögu hennar er nauðsynleg- ur grunnur að byggja á. Rann- sóknir á hraunum og öskulögum í nágrenni eldstöðva geta upplýst hversu oft eldstöðvar gjósa og hvernig gos verða. Hægt er að greina á milli hvort eldstöð sé í hópi virkustu eldstöðva Íslands eins og til dæmis Katla sem gýs að meðalatali tvisvar á öld, eða hvort árþúsundir líða milli gosa, eins og til dæmis í Snæfellsjökli. Á grunni jarðfræðilegra rann- sókna má þannig fá tölfræðilegt mat á líkum á eldgosi, en slíkt mat hefur þó aðeins takmarkað gildi til að segja fyrir um eldgos. Forboðar eldgosa Til að segja fyrir um eldgos þarf að leggja mat á hugsanlega for- boða. Þeim má skipta í langtíma- og skammtímaforboða. Langtímafor- boðarnir tengjast oft og tíðum kvikusöfnun grunnt í jarðskorp- unni, sem leiðir til jarðskjálfta, landriss, aukins jarðhita og breyt- inga á efnainnihaldi vatns. Lang- tímaforboðar sýna að eldfjall sé líklegt til að gjósa á næstu árum en erfitt getur verið að segja til um ná- k v æ m l e g a hvenær það verður. Af ís- lenskum eld- fjöllum hafa bæði Grímsvötn og Katla sýnt hegðun sem túlka má sem l a n g t í m a f o r - boða eldgosa og því verður að hafa vara á vegna hugsan- legra eldgosa þar. S k a m m - t ímaforboðar eru hins vegar þegar kvika byrjar að brjóta sér leið til yfir- borðs með krafti. Að- færsluæð kviku síðustu kíló- metrana í átt að yfirborði verður til og kvika streymir upp, oft hálfum til nokkrum klukkutímum áður en til goss kemur. Tíðir smáir jarð- skjálftar verða og síritandi mæli- tæki geta numið skyndilegar jarð- skorpuhreyfingar ef slík tæki eru til staðar. Ef þessir fyrirboðar eru greindir rétt nógu snemma má gefa út viðvörun um yfirvofandi eldgos. Spá um eldgos í kvöldfréttum Þetta var til dæmis raunin í síð- asta Heklugosi árið 2000. Þá grein- du Páll Einarsson á Raunvísinda- stofnun Háskólans og jarðskjálfta- fræðingar Veðurstofunnar merki þess að kvika hefði byrjað að brjó- ta sér leið til yfirborðs og út frá því var metið að eldgos væri yfirvof- andi. Almannavörnum ríkisins var gert viðvart og almenningur heyrði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að eldgos yrði í Heklu innan hálftíma. Mælanlegur aðdragandi gossins árið 2000 var 79 mínútur. Von jarð- vísindamanna er sú að hægt verði að gefa út aðvaranir um yfirvof- andi eldgos á sama hátt í framtíð- inni. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Norræna eldfjallasetrinu, Jarðvísindastofnun Háskólans. VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Meðal spurninga sem þar hefur verið glímt við undanfarið eru til dæmis: Hvar í heiminum er mannkynið upprunnið, hvað er vesturnílarvírus, af hverju heitir D-Day þessu nafni og hvað merkir orðið sálufélagi? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjöl- mörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is. GOS Í HEKLU ÁRIÐ 2000 Í síðasta Heklu- gosi var Almannavörnum ríkisins gert viðvart og almenningur heyrði í kvöldfréttum Ríkis- útvarpsins að eldgos yrði í Heklu innan hálf- tíma. 46-47 (34-35) varaforse/Vísinda 22.10.2004 18:08 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.