Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 52
40 23. október 2004 LAUGARDAGUR „Snæfelli er mismunað hjá dómurum og það þarf ekki fara lengra aftur en í úrslitaeinvígið gegn Kefla- vík í fyrra til að sjá að þar rændu dómararnir titlinum af okkur.“ Gissur Tryggvason, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, telur öfl innan körfuboltahreyfingarinnar vinna gegn hans mönnum úr Hólminum. sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 20 21 22 23 24 25 26 Laugardagur OKTÓBER KÖRFUBOLTI Magni Hafsteinsson, leikmaður Snæfells, gæti verið í vondum málum eftir að hann var rekinn út úr húsi í leik Hamars/Selfoss og Snæfells í Intersportdeildinni á fimmtu- dagskvöldið. Georg Andersen, annar dóm- ara leiksins, hefur kært Magna til aganefndar KKÍ fyrir að hafa reynt að slá til sín eftir að honum var vísað úr húsinu og sagðist Georg í samtali við Fréttablaðið í gær standa við allt í kærunni en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið, sagði það reglu meðal dóm- ara að ræða sem minnst um ákveðin atvik í leikjum. Hann sagði þó að athyglisvert væri að fylgjast með því hvernig aga- nefndin tæki á málinu. Annað hljóð er í strokki Snæ- fells. Þar á bæ skilja menn hvorki upp né niður í viðbrögðum Georgs og sagði Bárður Eyþórsson, þjálf- ari liðsins, að hann væri með myndbandsupptöku af leiknum þar sem sæist svart á hvítu að Magni hefði ekki reynt að slá til Georgs. „Við munum senda aga- nefndinni þessa upptöku og ef satt skal segja þá hef ég ekki minnstu áhyggjur af þessu. Ég sef rólegur enda veit ég að réttlætið mun sigra,“ sagði Bárður. Magni, hinn meinti brota- maður, kom af fjöllum þegar Fréttablaðið bar undir hann kæru Georgs. „Ég skil ekki hvað hann er að fara með þessu. Ég viðurkenni það að ég var mjög reiður þegar hann vísaði mér út úr húsi fyrir tvær saklausar tæknivillur að mín mati en það er langur vegur frá því að ég hafi reynt að slá hann. Ég ætlaði ekki að láta hnefana tala enda þekktur sem friðarins maður að eðlisfari,“ sagði Magni sem hafði ekki trú á því að hann yrði dæmdur í lengra bann en sem nemur eins leiks sjálfkrafa banns fyrir að vera vísað út úr húsi. Að- spurður hvort eitthvað illt væri milli hans og Georgs sagði Magni ekki svo vera. „Ég hef alltaf kunn- að vel við Gogga [Georg] og fund- ist hann vera góður dómari. Ég var hins vegar ekki sammála honum á fimmtudaginn,“ sagði Magni. Gissur Tryggvason, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, sagði að dómgæslan í þessum leik hefði hallað mjög á Snæfell. „Þeir fengu að spila mjög gróft á meðan það var alltaf dæmt á okkur. Snæfelli er mismunað hjá dómur- um og það þarf ekki fara lengra aftur en í úrslitaeinvígið gegn Keflavík í fyrra til að sjá að þar rændu dómararnir titlinum af okkur,“ sagði Gissur. Málið verður væntanlega tekið fyrir af aganefnd KSÍ á þriðju- daginn. oskar@frettabladid.is MAGNI HAFSTEINSSON Sést hér í leik með KR í fyrra. Hann spilar nú með Snæfelli og gæti átt yfir höfði sér nokkurra leikja bann ef hann verður fundinn sekur um að hafa reynt að slá til Georgs Andersen, dómara leiks Hamars/Selfoss og Snæfells á fimmtudaginn. Fréttablaðið/Vilhelm Kærður án þess að vita af hverju Magni Hafsteinsson, leikmaður Snæfells, hefur ekki hugmynd af hverju Georg Andersen, dómari leiks Hamars/Selfoss og Snæfells, ákvað að kæra hann fyrir að reyna að slá til hans. ■ ■ LEIKIR  14.00 Haukar og Savehof eigast við Á Ásvöllum í meistaradeild Evrópu í handbolta.  16.50 ÍR og Valur eigast við í Austurbergi í handknattleik karla. ■ ■ SJÓNVARP  11.10 Upphitun á Skjá einum.  11.40 Norwich - Everton á Skjá einum. Bein útsending.  13.40 Á vellinum með Snorra Má á Skjá einum.  13.45 Meistaradeildin í handbol- ta á Sýn. Bein útsending frá leik Hauka og IK Savehot.  14.00 Chelsea - Blackburn á Skjá einum. Bein útsending.  15.30 UEFA Champions League á Sýn. Útsending frá leik AC Milan og Barcelona.  15.30 Handboltakvöld á RÚV.  15.50 Formúla 1 á RÚV. Tímatakan í Brasilíu.  16.10 Liverpool - Charlton á Skjá einum. Bein útsending.  17.00 Íslandsmótið í handbolta á RÚV. Beint frá leik ÍR og Vals.  17.15 Meistaramörk á Sýn.  17.50 All Strength Fitness Challenge á Sýn. Sýnt frá alþjóðlegu móti á Aruba þar sem íslenskar fitness-konur voru á meðal keppenda.  18.20 Motorworld á Sýn. Allt það nýjasta úr heimi akstursíþrótta.  19.00 Kylfingur í Kuala Lumpur á Sýn. Björgvin Sigurbergsson var meðal keppenda í Malasíu.  19.50 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Real Madrid og Valencia.  00.30 Hnefaleikar á Sýn. Meðal þeirra sem mættust voru James Toney og Rydell Booker. Fáðu vasabox fyrir nicorette lyfjatyggigúmmí ® Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reyk- ingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: Verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsing- ar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar auka- verkanir og aðrar upplýsingar. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeining- um í fylgiseðli. Það er ekki heiglum hent að stýra íslenska landsliðinu í knattspyrnu og ljóst að þeir félagar Ásgeir Sigurvins- son og Logi Ólafsson eru ekki öf- undsverðir af hlutskiptum sínum. Starfið er krefjandi, gífurlegt andlegt álag sem fylgir því að stýra liði sem er með óþolandi miklar væntingar á bakinu og það er ekki laust við að maður spyrji sig: „Hver vill þetta starf eiginlega?“ Mikið álag, langir vinnudagar og launin engan veginn í samræmi við álagið enda þurfa landsliðsþjálfarnir að vinna með til að hafa í sig og á. Hér áður fyrr var þetta ekki svona. Þá var engin krafa um árangur og heldur ekki að spilamennska liðsins væri í þokkalegu lagi. Þá skipti mestu máli að vinna tæklingar og hverri tæklingu sem Ólafur Þórðar- son, Sigurður Jónsson og Atli Eð- valdsson unnu var fagnað eins og um mark var að ræða. Þá var þetta ljúft starf enda gerðu menn sér grein fyrir því að Ísland er smáþjóð sem getur aldrei gert kröfu um að vinna einn einasta leik eða standa í bestu liðum Evrópu. En hvað breyttist? Af hverju höf- um við barið okkur á brjóst fyrir þrjár síðustu undankeppnir og ætlað að komast á HM eða EM? Af hverju hafa kröfurnar aukist svona mikið? Það er ljóst að þetta er bara einum manni að kenna og sá maður er Guðjón Þórðarson. Guðjón kom íslenska landsliðinu á kortið, gerði það að afli í knattspyrnusamfélagi þjóðanna og þótt það hafi oft á tíð- um verið álíka skemmtilegt að horfa á liðið og að horfa á málningu þorna þá fann Guðjón kjarna íslensku þjóðarsálarinnar. Hann spilaði þann harðsvíraðasta varnarleik sem sést hafði í knatt- spyrnuheiminum og treysti síðan á guð og lukkuna þegar kom að sókn- arleiknum. En það virkaði. Hann náði til leikmannanna á þann hátt að þeir voru tilbúnir til að gera allt fyrir hann. Ekkert pláss fyrir kónga eða prinsa, aðeins ellefu íslenskir verkamenn með uppbrettar ermar, tilbúnir til að deyja fyrir mál- staðinn. Galdur Guðjóns fólst líka í því að honum tókst að stýra um- ræðunni um landsliðið. Aldrei voru byggðar upp of miklar væntingar og allt það góða sem gerðist í kringum liðið kristallaðist í snilld Guðjóns. Þegar Guðjón hætti var íslenska liðið með sjálfstraustið í toppi og menn höfðu á orði að Atli Eðvaldsson tæki við fyrirtaksbúi. Það var hins vegar ljóst að það var ekki hverjum sem er gefið að fara í frakkann hans Guðjóns og því fékk Atli blessaður að kynnast. Strax byggðust upp væntingar því Guðjón hafði búið til svo gott lið og að lokum fór það svo að Atli greyið hrökklaðist úr starfi vegna væntinga sem keyrðu úr hófi fram og áreiti sem jaðraði við einelti frá fjölmiðl- um að mati forystu KSÍ og Atla. Hann var saklaust fórnarlamb árangursins sem Guðjón náði en gat ekki fylgt eftir. Á meðan öllu þessu stóð beið Ásgeir Sigurvinsson á kantinum og eftir að hafa fylgst með liðinu í sjö ár sem ráðgjafi tók hann við. Hann vissi galdrauppskrift Guðjóns og hafði horft á ris og fall Atla Eð- valdssonar. Hann rétti landsliðsskút- una af tímabundið en eins og stað- an er í dag er skútan á hliðinni og nær því að sökkva en að rétta sig af. Á þessum síðustu og verstu tímum er gott að geta kennt einhverjum um. Forysta sambandsins hefur ekki verið þekkt fyrir það í gegnum tíðina að líta í eigin barm og fer varla að gera það nú. Guðjón er fyrir lif- andis löngu kom- inn af jóla- kortalistanum hjá samband- inu og því blóraböggull af bestu gerð. Skellum skuldinni á Guðjón Þórðarson ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON ÍÞRÓTTAFRÉTTAMAÐUR UTAN VALLAR ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ Í KNATTSPYRNU – ÞRIÐJI HLUTI AF FJÓRUM Hannes Sigurðsson: Með eins árs samning á borðinu FÓTBOLTI Framherjinn sterki Hannes Sigurðsson, sem hefur skorað sex mörk með U-21 árs landsliði Íslands, mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan eins árs samning við norska liðið Vik- ing í næstu viku. Forráðamenn Viking hafa lagt samninginn á borðið og sagði Hannes að hann væri mjög sáttur við samninginn. „Þeir gengu að öllum mínum kröfum og ég er að sjálfsögðu mjög sáttur við það. Ég skrifa væntanlega undir samning- inn í næstu viku ef ekkert kemur upp á,“ sagði Hannes í samtali við Fréttablaðið í gær. Hannes, sem hefur byrjað inn á í einum leik hjá Viking í norsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en komið sautján sinnum inn á sem varamaður, sagði að það væri góður kostur fyrir hann að vera áfram hjá Viking, sérstaklega á meðan þjálfari eins og Roy Hodg- son væri hjá félaginu. „Hann er frábær þjálfari sem hefur kennt mér mikið síðan hann kom til liðs- ins. Ég trúði því eiginlega ekki þegar það var tilkynnt að hann væri að fara að taka við liðinu. Hann er með gífurlega reynslu og hefur stýrt stórliði eins og Inter Milan og það væsir svo sannar- lega ekki um mann hjá honum,“ sagði Hannes. Hollenska félagið Feyenoord hafði áhuga á Hannesi en ekkert varð úr því því Viking fór fram á 15 milljóna króna uppeldisbætur fyrir Hannes. Hann sagði að það þýddi ekkert að væla yfir því, reglur væru bara reglur og það væri lítið sem hann gæti gert. „Ég er mjög sáttur hér, tel að ég geti bætt mig sem knattspyrnumaður og vonandi fæ ég að spila meira en ég hef g e r t h i n g a ð til – það er auðvit- að lykill- inn að öllu sam- an,“ sagði Hannes. ■ HANNES SIGURÐSSON Sést hér fagna marki með Viking. 52-53 (40-41) sport 22.10.2004 19:44 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.