Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 14
14 23. október 2004 LAUGARDAGUR Skúli byrjaði sextán ára tilsjós. Það þætti kornungt ídag en ekki í gamla daga enda dugði þá ekkert elsku mamma. Starfsferilinn hóf hann hins vegar í landi, hjá frænda sínum Jóhannesi Jósefssyni á Borg. „Það var gott að vinna hjá Jóhannesi en maður lagði nú ekki í að boxa við hann,“ segir Skúli sem fyrst var pikkaló en síðar kjallaravörður og enn síðar í eld- húsinu. Svo tók sjórinn við og það af hreinni ævintýraþrá. Skúli var á margs konar skipum um ævina, flutningaskipum, togurum og hvalskipum. „Ég var á Dettifossi en var í fríi í landi þegar skipið var skotið niður.“ Það var undir lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Fimmtán fórust, þar á meðal nokkrir af bestu félögum Skúla. Kennderí í erlendum höfnum Sjómenn lentu gjarnan í ævintýr- um á siglingum sínum um heims- höfin. Heimsóknir í fjarlægar hafnir urðu oft ansi skrautlegar en Skúli vill sem minnst um það tala. „Ég var nú einnar konu maður en það voru svo sem ekki allir. Það var óskaplega mikið kennderí á mönnum í erlendum höfnum. Sérstaklega á togurun- um, sem auðvitað var von, menn búnir að vera á fiskiríi í kannski vitlausum veðrum og eðlilegt að þeir slettu úr klaufunum. Fyrsta hugsun manna var þó alltaf að kaupa gjafir handa sínum nán- ustu og eitt og annað til heimilis- ins. Svo var dottið í það.“ Skúli var ekki alltaf einn síns liðs á sjónum, konan hans, Inga Guðrún Ingimarsdótir, sigldi stundum með honum. „Við fórum víða saman, til dæmis til allra Norðurlandanna, Þýska- lands, Grænlands, Rússlands og Nígeríu.“ Inga Guðrún lést fyrir tveimur árum eftir erfiða baráttu við krabbamein. „Hún háði stríð- ið heima og ég hugsaði um hana sjálfur. Fékk svo stúlku til að- stoða mig og svo fengum við heimahlynningu.“ Saman áttu þau sjö börn og í ár var hálf öld liðin frá því þau giftust. NÁTTÚRAN Holtasóley er þjóðar- blóm Íslendinga. Þetta fagra blóm hlaut fáum atkvæðum fleiri en gleym-mér-ey og blóðberg. Í næstu sætum voru blágresi, hrafnafífa og lambagras en geld- ingahnappur rak lestina. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, kunngjörði niðurstöðurnar síð- degis í gær en áður höfðu þær verið kynntar ríkisstjórn lands- ins. Þjóðarblóminu er ætlað að hafa táknrænt gildi og vera sam- einingartákn. Þá er það hugsað til kynningar- og fræðslustarfs, inn- anlands og utan. - bþs Nagladekkin: Óþarfur ófögnuður SAMGÖNGUR Margir ökumenn brugðust skjótt við í kuldakastinu sem gerði í vikunni og létu setja vetrardekk undir bíla sína. Lögum samkvæmt má ekki aka á negldum dekkjum fyrr en eftir 1. nóvember en lögreglan segist ekki munu bregðast við naglaglamri þótt hálka í höfuðborginni sé á bak og burt. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, fettir lögreglan ekki fingur út í negld dekk hafi aðstæður boðið upp á slíkt. Hins vegar telur hann nagla- dekk óþörf í vetrarumferðinni í höfuðborginni þar sem að sjaldan verði veruleg ófærð. Geir Jón ekur sjálfur um á heilsársdekkjum. - shg Þjóðarblómið fundið: Holtasóley hafði það ÞJÓÐARBLÓM ÍSLENDINGA Holtasóleyin vex víða. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /J Ó H AN N Ó LI H IL M AR SS O N MENNTAMÁL Átján nemar útskrif- uðust úr Jarðhitaskóla Sameinuðu Þjóðanna í gær. Skólinn er á Íslandi og hafa alls 318 nemendur frá 39 löndum lokið námi við hann síðan skólinn tók til starfa 1979. Nemendurnir átján koma frá átta ríkjum; Erítreu, Eþíópíu, Indónesíu, Íran, Keníu, Kína, Mongólíu og Rússlandi. Ingvar Birgir Friðleifsson, forstöðu- maður skólans, segir nemana hafa staðið sig vel. Þeir bjuggu saman í leiguíbúðum í Reykjavík meðan á námi stóð og gerðu sér saman glaðan dag þegar stund gafst milli stríða. - bþs Útskrift úr Háskóla SÞ: Jarðhitafræði um allan heim ÚTSKRIFTARNEMAR Í JARÐHITASKÓLANUM Nemarnir átján komu frá átta ríkjum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI 78 ára í framboði Skúli Einarsson verður líklega næsti formaður Matsveinafélagsins. Hann lofar að láta ferska vinda blása um félagið verði hann kjörinn. SKÚLI EINARSSON MATSVEINN Hann átti pulsuvagninn Ilúks á Lækjartorgi um skeið en hafið togaði fastar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI 14-15 (24klst) 22.10.2004 19:21 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.