Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 44
Ínæstu viku gefur hljómsveit-in Travis út safnplötu þarsem safnað er saman öllum smáskífulögum sveitarinnar frá upphafi. Maður þarf nú ekki ann- að en að segja nafn sveitarinnar upphátt til þess að fá flugur eins og Why Does it Always Rain on Me, Sing, Flowers in the Window, Re-Offender og nú síðast Beauti- ful Occupation. Á nýju safnplötunni eru svo tvö ný lög og er annað þeirra, Walking in the Sun, gott efni í slagarasúpu þeirra. Með nýja laginu stígur sveitin út úr alvar- lega skugganum sem einkenndi síðustu plötu, 12 Memories, aftur yfir í sólina. Þeir eru aftur komnir í hina hispurslausu popp- smíð sem sveitin er þekktust fyrir. Fran er líka búinn að klippa á sér hárið. „Já, loksins,“ segir Fran Hea- ly, söngvari Travis, og hlær. „Þetta var fínt í smá tíma. Þegar við gáfum út 12 Memories lenti ég í deilu vegna síða hársins og skeggsins sem ég hafði safnað. Ég leit út eins og einhver úr Biblí- unni. Ég var byrjaður að líkjast Abraham ansi mikið. Ég rakaði mig en hélt síðu lokkunum.“ Hverjir voru að kvarta, hinir í hljómsveitinni, plötufyrirtækið þitt eða kærastan? Aðallega umboðsmaðurinn okkar, sem er eiginlega eins og fósturpabbi okkar. Hann er miklu meira en umbi. Hann sagði mér mjög kurteisislega að skeggið væri kannski aðeins of mikið. Hann sagði að ég liti út eins og Móses. Skeggið leit vel út, en þegar ég pæli í þessu núna þá mun það líklegast líta betur út þegar við förum í gegnum trúar- tímabilið okkar seinna.“ Það er því hægt að segja að Fran hafi verið hlutverki spá- manns á síðustu plötu, og að hann hafi safnað síðu lokkunum til þess að komast betur í hlutverkið. Ættarmót Travis Travis eru búnir að gefa út fjórar breiðskífur. Þeir slógu í gegn í heimalandi sínu strax með sinni fyrstu breiðskífu, Good Feeling, árið 1997. Restina af heiminum sigruðu þeir svo með annarri plötu sinni The Man Who árið 1999. Þá voru þeir orðnir uppá- haldssveit Noel Gallagher úr Oasis, sem þá var stærsta sveit Bretlands. Sveitin viðhélt svo vinsældum sínum með sinni þriðju og bestu breiðskífu, The Invisible Band, árið 2001. Í fyrra kom svo út platan 12 Memories. „Við gefum alltaf út margar smáskífur af hverri plötu. Þetta eru orðnar 17 eða 18 smáskífur. Rúmlega 100 b-hliðarlög og fjórar plötur. Það er slatti af lögum. Í hvert skipti sem við gáfum út smá- skífu komu kannski tvær útgáfur með mismunandi aukalögum. Þannig að það er til fullt af lögum þarna úti. Með þessari útgáfu finnst okkur vera að loka hurðinni á fyrsta hluta ferils okkar.“ Ertu enn þá stoltur af öllu, þegar þú hlustar yfir safnplötuna? „Já, þetta er eins og ættamót. Öll börnin að koma saman í fyrs- ta skiptið í langan tíma. Sum þekkja ekki einu sinni systkinin sín. Það er ótrúlega gaman að sjá lög af mismunandi plötum standa saman, hlið við hlið. Fullt af meló- díum, við erum mjög melódískir.“ Það er þó ekki eins og Travis séu hættir að vera skapandi því þessa dagana vinna þeir að nýrri breiðskífu með upptökustjórun- um Mike Hedges, sem gerði The Man Who, og goðsögnunum Nigel Godrich og Brian Eno. Travis hafa alltaf verðlaunað aðdáendur sína mjög mikið. Leyft þeim að fylgjast náið með gerð platna sinna í hljóðverinu í gegn- um heimasíðu þeirra. Þeir hafa einnig verið þekktir fyrir að eyða töluverðum tíma í að spjalla við aðdáendur á spjallrásinni. „Það gleyma því rosalega margir að við erum fyrstu aðdá- endur Travis,“ segir Fran lúmsk- ur. „Þetta er algjörlega sjálfselskulegt, allt saman.“ Eyðir þú ennþá miklum tíma á vefsvæðinu? „Ég fer þangað á hverjum ein- asta degi.“ Fyrstu aðdáendur Travis TRAVIS - TRAVIS - TRAVIS MEÐLIMIR FRAN HEALY söngvari ANDREW DUNLAP gítar DOUGLAS PAYNE bassi NEIL PRIMROS trommur GOOD FEELING (1997) Fyrsta plata Travis hefur ekki að geyma marga smelli en er engu að síður ákaflega vel heppnuð. THE MAN WHO (1999) Travis sló í gegn með annarri plötu sinni. Þar er að finna lög á borð við Why Does It Always Rain On Me? og Driftwood. THE INVISIBLE BAND (2001) Sveitin festi sig í sessi með næstu plötu sem kom út aðeins ári á eftir The Man Who. Lagið Sing naut þar mestra vinsælda. 12 MEMORIES (2003) Síðasta plata sveitar- innar fékk misjafnar viðtökur. Engu að síður fínn gripur með lögum eins og Re-Offender og Beatiful Offender. Í byrjun næstu viku kemur út safnplata frá hljómsveitinni Travis með þeirra vinsælustu lögum. Fran Healy söngvari ræddi við Birgi Örn Steinarsson um feril sveitarinnar, notaðar sprautunálar, kraftaverk, peninga og sköpunargáfu. 32 23. október 2004 LAUGARDAGUR 44-45 (32-33) Jóhann/Á vegi 22.10.2004 19:40 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.