Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 20
„Af hverju heldurðu það, Ungi litli?“ „Ég sá það með augunum og heyrði það með eyrunum, og brot úr honum datt á stélið á mér“. Þá sagði lágfóta: „Við skulum hlaupa, við skulum hlaupa, inn í grenið mitt, og ég skal segja kónginum það“. Þau hlupu inn í grenið hennar lágfótu, gráfótu, en þau komu aldrei út aftur. Kennarar kunna góðu heilli sög- una af Unga litla og standa þétt saman í baráttu fyrir bættum kjör- um. Samninganefnd sveitarfélaga mætir þéttum vegg samherja sem ekki þekkist heimboð lágfótu. Að leggja niður vinnu er þungbær ákvörðun. Verkfall er neyðarréttur þeirra sem verkkaupi misbýður. Samtök launafólks urðu til vegna biturrar reynslu réttlauss verka- fólks og vanmáttar einstaklinga við að verjast yfirgangi „vinnu- veitenda“ – yfirstéttar karlasam- stöðunnar sem vill geta skammtað sjálfri sér laun en öðrum skít úr hnefa. Verkföll reyna á. En hvað skal gera þegar hvorki er hlustað, hvað þá svarað mánuðum saman? Grunnskólakennarar eru að stærstum hluta kvennastétt, illa haldin í launum. Almennt eru laun kvenna á Íslandi úti í hafsauga og það þótt þær beri uppi uppeldi, menntun, atvinnulíf og heimilis- rekstur þjóðarinnar. Okkur konur vantar samstöðuanda kennslu- kvenna. Verkfall kennara er farið að taka á taugar. Uppvakningar hús- bóndavaldsins eru því upp risnir úr öllum áttum. Sjálfir sitja þeir í hægu sæti á margföldum launum kennslukvenna – láta aðra draga vagninn eða stunda sjálftöku launa og slá fram lausnum lágfótu. Full- trúar eiginhagsmuna – lágfótur allra tíma éta minnimáttar. Þeim fjölgar sem hafa gleymt harðsótt- um rétti einyrkjans gagnvart hús- bóndavaldinu. Þeim fjölgar sem hafa sjálfir öðlast húsbóndavald í krafti nýfrjálshyggju sem sundrar samtakamætti fólks. Þeim fjölgar sem hafa aldrei kynnst bágum kjörum einyrkjans og þeirra sem minna mega sín. Þessir spámenn jafna nú sam- tökum kennara við valdakerfi hinna harðsnúnu vinnuveitenda og slást í lið með þeim sem vilja veikja eða slá af samtök launafólks – taka verkfallsrétt af kennurum – setja þá undir Kjaradóm. Himinninn er að hrynja yfir marga kennara en þið skuluð ekki þekkjast heimboð lágfótu – þá verðið þið étin með húð og hári. Standið keik, allt sanngjarnt fólk styður ykkur. ■ 23. október 2004 LAUGARDAGUR20 Himinninn er að hrynja, hæna mamma MAÐUR VIKUNNAR Ásmundi Stefánssyni ríkissáttasemjara tókst ekki aðleiða kennaradeiluna til lykta á fimmtudaginn. Það verður þó ekki skrifað á hans persónulega reikning því mikið gap var á milli deilenda. Þeir sem til þekkja segja að formleg sáttatillaga hefði ekkert gagn gert. Hins vegar lagði Ásmundur óformlega hugmynd á borð samningsaðila en hún náði ekki fram að ganga. Ásmundur er enginn nýgræðingur við samninga- borðið. Fáir menn hafa meiri reynslu en hann af því að fást við vinnudeilur og líklega hefur eng- inn komið að deilum á vinnumarkaði úr jafn ólíkum áttum og hann. Hann er fyrrver- andi verkalýðsforingi, fyrrverandi samn- ingamaður atvinnurekenda og nú sátta- semjari ríkisins. Hann hefur ekki að- eins setið beggja vegna borðsins heldur líka við borðsendann! Ásmundur, sem verður sextugur á næsta ári, stundaði hagfræðinám í Kaupmannahöfn eftir stúdentspróf frá MR 1965. Lauk hann prófi 1972 og kom þá heim og starfaði fyrir ráðgjafarfyr- irtækið Hagvang næstu tvö árin. Árið 1974 var hann ráðinn hagfræðingur Al- þýðusambandsins. Fram að því höfðu verkalýðssamtökin ekki haft neinn fast- an ráðgjafa um efnahagsmál. Sam- starf verkalýðshreyfingarinnar við efnahagsráðgjafa stjórn- valda hafði verið stirt og upp- lýsingum um efnahagsmál frá atvinnurekendum og ríkisstjórn oft tekið með tortryggni. Það styrkti stöðu launþega að hafa í sínum röðum mann með sérþekk- ingu á þessu sviði og átti síðar eftir að greiða götu skynsamlegra kjarasamninga á vinnumarkaði. Fimm árum seinna var Ásmundur ráð- inn framkvæmdastjóri ASÍ og árið 1980 var hann kos- inn forseti sambandsins. Á níunda áratugnum hafði Ásmundur forystu fyrir þeim öflum í verkalýðshreyf- ingunni sem vildu komast út úr vítahring verðbólgu- samninga og ná samningum við atvinnurekendur sem sköpuðu jafnvægi í efnahagslífinu. Hann vildi semja um hækkandi kaupmátt frekar en kauphækkanir sem eyddust á verðbólgubálinu. Þessi stefna leiddi til átaka við ýmsa vígreifa baráttumenn í hreyfingunni en var borin fram til sigurs í hinum sögulegu þjóðarsáttar- samningum í febrúar 1990. Var Ásmundur einn af helstu arkitektum þeirra. Ásmundur hætti sem forseti ASÍ haustið 1992 og fór þá til starfa hjá Íslandsbanka og varð einn af framkvæmdastjórum bankans. Var hann yfirmaður rekstrarsviðs bankans á árunum 1995 til 2001. Þar lenti hann í þeirri stöðu að annast samninga við bankamenn sem fulltrúi atvinnurekenda. Segja menn að honum hafi farist það vel. Í kjölfar breytinga hjá Íslandsbanka árið 2001 var hann ráðinn framkvæmdastjóri Eignarhalds- félags Alþýðubankans og gegndi því starfi þar til hann varð sáttasemjari. Ásmundur hafði um skeið metnað til frama í stjórnmálum en vildi ekki blanda saman verkalýðsmálum og flokkapólitík. Hann var í Alþýðubandalaginu og fór í fram- boð fyrir flokkinn en náði aðeins inn á þing sem varamaður. Hann lenti í úti- stöðum við arm Ólafs Ragnars Gríms- sonar í flokknum og var löngum kalt á milli þeirra. Það skapaði ákveðinn stirðleika í samskiptum Alþýðusam- bandsins og ríkisstjórnarinnar þegar Ólafur var fjármálaráðherra í tíð vinstristjórnarinnar 1988 til 1991. Ásmundur komst í sviðsljósið fyrir nokkrum misserum þegar hann ákvað að grenna sig eftir formúlu Atkins-kúrsins. Náði hann góðum árangri og svo hug- leikið varð honum efnið að hann gaf út bók um aðferðina í samvinnu við Guðmund Björnsson lækni. Seldist bókin upp en næringar- fræðingar voru ekki á eitt sáttir um heilnæmi kúrsins. Stuðningur úr óvæntri átt, frá Davíð Oddssyni þáverandi for- sætisráðherra, kom sér þá vel en ráðherrann kvaðst hafa grennst með því að fylgja heilræðum Atkins. Þegar rætt var um það í fyrrahaust að Ásmundur yrði næsti sáttasemjari ríkisins heyrðust efasemd- araddir meðal nokkurra forystumanna úr röðum opin- berra starfsmanna. Þeir höfðu ekki alltaf verið sam- mála hugmyndum og vinnubrögðum Ásmundar meðan hann var forseti ASÍ. Hefð er fyrir því að sáttasemjari sé ekki ráðinn nema full samstaða sé um hann meðal allra samtaka vinnumarkaðarins. Þegar á reyndi varð ekkert úr andstöðunni og ekki er annað að sjá og heyra en að allir þeir sem eiga samskipti við Ásmund í hlut- verki ríkissáttasemjara séu sáttir við hann og telji hann réttan mann á réttum stað. ■ Vanur samningamaður ÁSMUNDUR STEFÁNSSON RÍKISSÁTTASEMJARI Nú eru 10 dagar eftir af blóðugustu og dýrustu kosningabaráttu seinni tíma hér í Bandaríkjunum. Banda- ríkjamenn hafa eytt 100 milljörðum króna í kosningabaráttuna og biðja nú til almættisins að talninga- vélarnar í Florída bili ekki 2. nóvem- ber. Bush hefur naumt forskot í skoðanakönnunum en það er ákveðin undiralda að myndast gegn forsetan- um sem gæti svipt hann embættinu eftir tíu daga. Kerry er að styrkja stöðu sína í nokkrum lykilríkjum. Fylgi hans eykst meðal kvenna, ungs fólks og kaþólikka. Þá bendir könnun Zogby til þess að hann hafi 14% for- skot meðal nýskráðra kjósenda. Það er einmitt hópurinn sem getur ráðið úrslitum í kosningum. Andstaða ungs fólks við Íraksstríðið hefur magnast síðastliðinn mánuð. Hlutfall þeirra sem telja Bush hafa staðið sig vel í baráttunni við hryðjuverk hefur lækkað um fjórðung á sama tíma. Meirihluti kjósenda telur Bush nú hafa staðið sig illa í efnahagsmálum og Írak. Í þessari viku birtust þrjár kann- anir þar sem einungis 44-45% kjós- enda eru ánægð með frammistöðu forsetans. Bush þarf að ná um eða yfir 50% til að sigra. Athyglisvert er að óákveðnir kjósendur eru sérstak- lega óánægðir með frammistöðu Bush í embætti. Það rennir stoðum undir þá kenningu að Kerry muni tryggja sér atkvæði tveggja af hverj- um þremur í þessum hópi. Kerry gerði mistök með því að nefna lesbíska dóttur Cheneys vara- forseta í síðustu kappræðunum og það virtist draga úr uppsveiflu hans í byrjun vikunnar en síðan hefur honum tekist að reka Bush í vörn í umræðunni um skort á bóluefni við inflúensu. Kerry gagnrýndi Bush harðlega fyrir aðgerðaleysi og hefur hljómgrunn einkum meðal eldri borg- ara sem hafa miklar áhyggjur af því að fá ekki bólusetningu í vetur. Kerry hefur notað flensumálið sem innlegg í þá gagnrýni á Bush-stjórnina að hún láti sig hag almennings litlu skipta, en sé upptekin af stríðinu í Írak og þjónkun við þá sem betur mega sín. Spákonur, stjörnuspekingar og veðbankar fitna þessa dagana og kristalskúlur eru víðast uppseldar. Sjónvarpsstöðin Nickelodeon birti á miðvikudag könnun um afstöðu 400.000 barna og unglinga til fram- bjóðendanna. Kerry fékk 57% fylgi og Bush 43%. Í síðustu fernum kosn- ingum hefur sá hlutskarpari í þessari könnun alltaf unnið kosningarnar sjálfar. Zogby, sem komst einna næst því að spá rétt fyrir um úrslit kosning- anna fyrir fjórum árum, telur sig hafa fundið hina einu sönnu forspá um úrslit kosninganna. Árið 2000 lagði fyrirtækið spurningu fyrir kjós- endur: „Þú býrð í ævintýralandinu Oz og þarft að velja á milli tveggja fram- bjóðanda. Annar er Tinmaðurinn, með stóran heila en ekkert hjarta, hinn er fuglahræðan, með stórt hjarta en engan heila. „Frambjóðend- urnir“ voru hnífjafnir í þessari könn- un. Zogby ályktaði sem svo að mjög mjótt yrði á mununum milli Bush og Al Gore, sem kom á daginn þó flestar aðrar kannanir gæfu til kynna örugg- an sigur Bush. Nú á dögunum endur- tók Zogby leikinn og þá brá svo við að Tinmaðurinn sigraði með 9 prósenta mun. Zogby dregur nú þá ályktun að John Kerry hinn stirði stríðsmaður muni fara með sigur af hólmi en fuglahræðan frá Texas fari aftur heim á búgarðinn. ■ Tinmaðurinn í Hvíta húsið? Ameríkubréf SKÚLI HELGASON ELÍN G. ÓLAFSDÓTTIR UMRÆÐAN KENNARAVERK- FALLIÐ 20-21 umræða 22.10.2004 18:04 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.