Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 8
8 23. október 2004 LAUGARDAGUR Borgaryfirvöld reyna að fá undanþágu fyrir öll fötluð börn: Fötluðum börnum mismunað UNDANÞÁGUR Reykjavíkurborg mis- munar fötluðum börnum með því að greiða einungis úr neyð ein- hverfra barna í verkfalli kennara, segir Ingibjörg Gyða Guðrúnar- dóttir. Dóttir Ingibjargar, Ylfa, er átta ára stúlka með hreyfi- og þroska- hömlun sem gengur í almennan grunnskóla: „Skólastjóri Ylfu hefur sótt um undanþágu frá byrjun verk- falls. Fyrst fyrir tvo kennara, síðan fyrir alla sem koma að hennar námi. Undanþága hefur ekki fengist.“ Ingibjörg segir það skólastjóra að meta hvort neyðarástand ríki. Með því að Reykjavíkurborg greiði eingöngu götu einhverfra líti þeir fram hjá mati fagaðila á neyðará- standi. Stefán Jón Hafstein formaður fræðsluráðs Reykjavíkur segir mikla vinnu lagða í að leysa mál allra fatlaðra barna. Fyrst hafi verið reynt að leysa vanda ein- hverfra en ekki tekist sem skyldi. Það hafi komið á óvart: „Við bíðum með krosslagðar fingur. Allt okkar besta fólk vinnur í málum fatlaðra um þessar mundir.“ - gag Málflutningur vegna Spangarinnar gagnrýndur: Fráleitt að skipulag valdi fjárhagslegu tjóni BORGARMÁL Það er fráleitt að halda því fram að ákvörðun um að virða gildandi skipulagsskilmála í Graf- arvogi valdi lóðarhöfum við Fossaleyni fjárhagslegu tjóni. Þetta segir í minnisblaði frá Jónasi Þór Þorvaldssyni, fram- kvæmdastjóra Stoða hf., sem er lóðarhafi í Spönginni. Í Grafarvogi fylgja þær kvaðir skipulaginu að einungis er heimilt að reka matvöruverslun í Spöng- inni. Eigandi verslunarinnar Heimilisvörur, sem er á athafna- svæðinu við Fossaleyni, hyggst fara í mál við borgaryfirvöld vegna þessa. Júlíus Vífill Ingvars- son, lögmaður Heimilsvara og fyrrverandi borgarfulltrúi, telur tími sé kominn til að heimila öðr- um að opna og reka matvöruversl- anir í samkeppni við verslanirnar í Spönginni. Í minnisblaði Stoða segir að réttur lóðarhafa til þess að njóta eignar sinnar sé verndaður í stjórnarskránni. „Málflutningur lögfræðings, sem hefur auk þess reynslu af sveitarstjórnarmálum, um að víkja megi frá þessum rétti þegar uppbygging hverfis hefur farið fram er dæmalaus,“ segir í minn- isblaðinu. - th Fötluð börn eystra: Fá enga undanþágu VERKFALL Þroskaþjálfar við Nesskóla í Neskaupstað og Grunnskólann á Reyðarfirði fá ekki heimild til að aðstoða tvö fötluð börn í bæjarfélögunum, þar sem hætta er talin á að þeir gangi inn á verksvið kennara. Beiðni um undanþágu vegna annars barnsins hefur verið hafnað í undanþágunefnd en af- greiðslu hins málsins var frestað á síðasta fundi nefndarinnar. Verkfallsstjórn kennara vildi ekki að þroskaþjálfarar gengju í verk sérkennara og umsjónar- kennara og því var beiðninni hafnað. ■ Áfengisneysla: Umtalsverð aukning HEILBRIGÐISMÁL Áfengisneysla á Íslandi hefur aukist umtalsvert. Þetta kom fram í umræðum utan dagskrár á Alþingi. Jón Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráð- herra, sagði að áfengisneysla á Íslandi hefði aukist á liðnum árum verulega umfram það sem gerst hefur annars stað- ar á Norðurlönd- um. Var ráðherra hér að vísa til þess að á sama tíma og áfengisneysla talin í alkóhóllítrum hefur aukist um 37% á Íslandi varð aukningin 11% í Svíþjóð og 23% í Noregi. Tilefni umræðnanna var fyrir- spurnir til ráðherra frá Merði Árna- syni, Samfylkingunni, um afstöðu ráðherra til áfengisauglýsinga. - jss Áfengi og tóbak: Danir flytja minna inn DANMÖRK, AP Danir flytja mun minna tóbak og áfengi með sér þegar þeir koma heim frá útlöndum enáður.Breytingin fylgir í kjölfar þess að dönsk stjórnvöld lækkuðu skatta á áfengi og tóbak til að sporna við ferðum Dana til Þýska- lands til að birgja sig upp af þessum vörum. Samkvæmt yfirliti danskra skattayfirvalda kaupa Danir fimm prósentum minna af tóbaki og áfengi erlendis en áður. Svíar og Norðmenn hins vegar meira og hefur útflutningur Dana af þeim sökum aukist um eitt prósent. ■ HÖFNUÐU DAUÐAREFSINGU Litlu munaði að pólskir þingmenn sam- þykktu að taka dauðarefsingu upp á nýjan leik en tillaga þess efnis var felld með 198 atkvæð- um gegn 194. Pólverjar felldu dauðarefsingu niður fyrir sjö árum vegna aðildarumsóknar sinnar að Evrópusambandinu, sem bannar dauðarefsingar. LÚXUSHÓTEL RÝMT Rýma þurfti eitt fínasta hótel Amsterdam í Hollandi, Amstel Hotel, eftir að veiran sem veldur hermanna- veiki greindist í vatni við eftirlit heilbrigðisyfirvalda. Enginn gesta hótelsins hefur greinst með sjúkdóminn en óljóst er þó hvenær það verður opnað aftur. FJÖLDAMORÐINGI LÍFLÁTINN Þrítugur maður var tekinn af lífi í Norður-Karólínu fyrir morð á sex einstaklingum, þeirra á með- al fimm manna fjölskyldu. Hann bannaði lögmönnum sínum að áfrýja málinu og neitaði að gang- ast undir geðrannsókn en niður- stöður úr henni hefðu getað orðið til að lífi hans yrði þyrmt. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ EVRÓPA ■ BANDARÍKIN SVONA ERUM VIÐ TÓBAKSSALA SÍÐASTA ÁRA- TUGINN: Ár Milljónir króna 1994 4.289 1995 4.151 1996 4.194 1997 4.592 1998 4.496 1999 4.659 2000 4.569 2001 4.367 2002 4.200 2003 3.943 Heimild: Hagstofa Ísland INGIBJÖRG MEÐ BÖRNUM SÍNUM Ylfa, dóttir Ingibjargar, gengur í Víkurskóla í Grafarvogi. Hún er með hreyfi- og þroska- hömlun en kennarar hennar hafa ekki feng- ið undanþágu úr verkfalli til að kenna henni. Móðirin vill sjá borgaryfirvöld beita sér. HEILBRIGÐIS- RÁÐHERRA Aukning í alkó- hóllítrum 37 pró- sent. SPÖNGIN Framkvæmdastjóri Stoða furðar sig á því að Júlíus Vífill skuli halda því fram að verslunareigendur í Spönginni hafi einok- unaraðstöðu. Ríkisstjórnin kallar deilendur á sinn fund Forsætisráðherra segir að „full ástæða“ hafi verið til að vona að deilan væri að leysast á fimmtudag. Deilendur þurfi að skýra á fundi á mánudag hvað hafi valdið því að slitnað hafi upp úr viðræðum. STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að boða deilendur í kennaradeilunni á sinn fund á mánudag. Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra segir að það hafi verið mikil vonbrigði þegar slitnaði upp úr viðræðum á fimmtudagskvöld. „Það var full ástæða til að ætla að deilan væri að leysast. Ríkissáttasemjari var kominn með hugmynd að miðlun- artillögu sem ég veit ekki betur en aðilar hafi tekið þokkalega í. Síðan gerist það að upp úr slitnar og mér finnst að deiluaðilar þurfi að skýra það betur hvers vegna það gerðist þegar málið virtist komið á rekspöl.“ Halldór vísaði því á bug að rík- ið greiddi fyrir lausn deilunnar með fjárframlagi til sveitarfé- laga, enda hefðu þau ekki farið fram á það. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra tekur í sama streng. Aðspurð hvort lagasetning kæmi til greina sagði hún: „Eins og staðan er nú er engin ástæða til að tala á þessum nótum.“ Halldór Ásgrímsson var spurð- ur hvort það væru ekki máttlítil viðbrögð að bjóða deilendum til fundar í fimmtu viku verkfalls sagði Halldór: „Við höfum fylgst með deilunni og verið í sambandi við ríkissáttasemjara. Það hefur verið okkar mat að blanda okkur ekki í málið en nú er deilan komin á stig að það er skylda okkar að gera okkur betur grein fyrir hvað er að gerast.“ Verða það skilaboð til kennara að semji þeir ekki verði sett lög? „Nei, það verða engin slík skila- boð á mánudaginn.“ Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, sagðist fagna því að ríkisstjórnin hætti að leita sér að „fjarvistarsönnun“ í kennaradeilunni. „Það er vonum seinna að ríkisstjórnin rankar við sér. Það hefur lengi verið ljóst að þessi deila væri ekkert einkamál kennara og sveitarfélaga.“ Björg- vin G. Sigurðsson, Samfylkingu, segir: „Vonandi er ríkisstjórnin að koma úr felum. Þessi feluleikur sem hún hefur verið í er henni til skammar.“ a.snaevarr@frettabladid.is RANNSÓKNAR- OG NÝSKÖPUNARHÚS Fjölmargar stofnanir á Akureyri verða fluttar í nýtt sjö hæða hús á Sólborg. Akureyri: Nýtt og stórt stofnanahús BYGGINGAR Nýtt rannsóknar- og ný- sköpunarhús var tekið í notkun á Akureyri í gær. Húsið er 5.500 fer- metrar að stærð og á sjö hæðum. Margar stofnanir koma til með að hafa aðstöðu í húsinu. Þar á meðal Atvinnuþróunarfélag Eyja- fjarðar, Hafrannsóknastofnunin, Veðurstofa Íslands og Rannsóknar- stofnun og aðalskrifstofa Háskól- ans á Akureyri. Íslenskir aðalverktakar byggðu húsið en Landsafl er eignaraðili þess. ISS mun reka húsið fyrir leigjendur þess næsta aldarfjórð- unginn. Fyrsta skóflustunga að húsinu var tekin fyrir um einu og hálfu ári. ■ ÖLVAÐUR OG ÓK OF HRATT Mað- ur var stöðvaður fyrir að aka á 120 kílómetra hraða á Suðurlands- vegi á móts við Þjóðólfshaga í Rangárvallasýslu. Maðurinn er grunaður um að hafa ekið ölvaður. Hann var með kerru aftan í bíln- um sem þýðir að hann mátti að- eins aka á 80 kílómetra hraða. TONY BLAIR Harður gagnrýnandi Blair segir hann hafa boðist til að hætta fyrir lok kjörtímabilsins ef Blair tryggði að Bretar tækju upp evr- una. Short um Blair: Bauð Brown stólinn BRETLAND, AP Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, bauð Gordon Brown fjármálaráðherra forsætis- ráðherrastólinn ef hann tryggði að Bretar tækju upp evruna. Þessu heldur Clare Short, fyrrum ráð- herra í stjórn Blair, fram í nýjum endurminningum sínum, An Honorable Deception sem þýða mætti sem Heiðvirða blekkingu á íslensku. Short segir að Blair hafi tvisvar beðið sig um að koma þessum boð- um á framfæri við Brown, í bæði skiptin hafi Brown sagt hagsmuni Bretlands vega þyngra en eigin metnað. Short barðist gegn innrásinni í Írak og gagnrýndi Blair harka- lega. ■ MENNTAMÁLARÁÐHERRA Ríkisstjórnin segir deilendur þurfa að skýra hvers vegna upp úr slitnaði þegar málið virtist komið „á rekspöl“. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI 08-09 22.10.2004 22:04 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.