Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 23.10.2004, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 23. október 2004 33 PRÓTEINRÍKUROG FITULAUS Í september markaðssetti Mjólkursamsalan skyr.is- drykk í þremur bragðtegundum sem neytendur hafa tekið frábærlega. Viðtökur hafa verið slíkar að ekki hefur enn tekist að anna eftirspurn sem er langt umfram áætlanir. Umbúðir eru um það bil að klárast en eru væntanlegar næstu daga. Því gæti komið til þess að vöruna vanti í verslanir. Mjólkursamsalan vill þakka neytendum og söluaðilum biðlund, en innan fárra daga verður hægt að anna þessari miklu eftirspurn. Uppistaðan í skyr.is-drykknum er hið einstaka próteinríka skyr.is, en ekkert af næringarefnunum fer forgörðum þegar því er breytt í svalandi drykk. Útkoman er bragð- góður og fitulaus hollustudrykkur. Um nokkurt skeið hefur MS markaðssett nýja kynslóð mjólkurdrykkja í umbúðum sem auðvelt er að grípa til og drekka úr í amstri dagsins. Þörfin var greinilega fyrir hendi því viðtökurnar hafa verið einstaklega góðar. Skyr.is-drykkurinn er enn einn valkosturinn af þessari tegund mjólkurdrykkja. Skyr.is-drykkurinn er próteinríkur drykkur í dós með opnunarflipa á loki sem fljótlegt er að drekka úr. Þökkum frábærar viðtökur við skyr.is-drykknum! Hjartaáfall Travis og upprisa Stuttu eftir tónleika Travis á Ís- landi fyrir tveimur árum síðan lenti trommarinn Neil Primrose í alvarlegu slysi. Á tímabili var ótt- ast að hann yrði lamaður að hluta, eftir að hann braut á sér hálsinn í slysi á sundlaugarbakka, og því kraftaverki líkast að maðurinn skuli vera kominn aftur á bak við trommusettið. Í nýju myndbandi sveitarinnar, við lagið Walking in the Sun, sést hvar Fran Healy söngvari lendir ítrekað í lífsháska. Hefði Neil kannski ekki átt að leika aðalhlut- verkið? „Ég held að hann sé búinn með sinn skammt,“ segir Fran og hlær. „Okkur finnst öllum ennþá ótrú- legt að hann hafi náð fullum bata. Það fáránlega við þetta allt saman var að nokkrum dögum áður en hann lenti í þessu hræðilega slysi vorum við á Íslandi á snjósleðum og hestbaki. Við fórum líka niður hættulegar ár í gúmmíbátum. Svo nokkrum dögum síðar hoppar hann ofan í sundlaug og brýtur á sér hálsinn! Þetta var mjög undar- legt. Ég held að allt gerist af ein- hverjum ástæðum. Á þessum tíma vorum við allir að velta fyrir okkur hvernig lífið yrði án hljóm- sveitarinnar. Eftir The Invisible Band plötuna áttum við eiginlega ekkert einkalíf. Okkur sárlangaði í frí, og suma jafnvel eitthvað meira. Slysið olli því að við feng- um það. Þetta væri eins og Guð væri að ákveða að nú tæki hann hljómsveitina í burtu frá okkur um tíma. Eftir að það gerðist átt- uðum við okkur á því að við vild- um vera í sveitinni áfram. Ég trúi ekki svo mikið á Guð, en ég trúi því að það sé eitthvað til sem sé stærra en við sjálfir.“ Hafði þetta mikil áhrif á sam- skipti ykkar á milli eða viðhorfi ykkar til fjölskyldunnar? „Nei, kannski mest fyrir Neil. Í átta mánuði þurfti hann að hugsa mikið. Hann hefur breyst örlítið, en ekki svo mikið. Þetta var eins og Travis hefði fengið hjartaáfall og væri liggjandi á jörðinni, svo hefði elding skotist niður í sveit- ina og lífgað hana aftur við. Við gerðum okkur grein fyrir því hversu mikilvægt það væri að vera í hljómsveit. Við áttuðum okkur á því að það eru mikilvæg- ari hlutir í lífinu en að selja plötur. Við höfðum gleymt því að fyrir utan stórkostlegar sölutölur áttum við ótrúlegri velgengni að fagna. Við elskuðum allir hvor annan og við eyddum alltaf löngum tíma saman. Við áttuðum okkur á því að við vorum í hljómsveit af öllu réttu ástæðunum. Þegar maður byrjar að selja milljónir platna þá er svo auðvelt að láta það fara að skipta mestu máli. Við þurftum bara að fá jarðtengingu aftur. Mér er illa við að segja þetta, en í dag er ég ótrúlega glaður að þetta gerðist.“ „Dópisti ræðst á söngvara Travis með notaðri sprautunál.“ Síðustu vikurnar hafa Travis spil- að á níu tónleikum um Bretland til að minna á sig. Þeir tóku einnig upp á því að spila á götunni, fyrir vegfarendur borganna sem þeir voru staddir í hverju sinni. „Við fórum út á götu í Newcastle, Cambrigde, Glasgow, Sheffield og London. Tókum lagið og söfnuðum peningum.“ Þekkti fólk ykkur? „Já, þetta var virkilega skemmtilegt. Við græddum slatta af peningum, sem var frábært. Við gáfum þá til blaða sem styrkja heimilislausa. Við græddum 180 pund í Glasgow, 240 pund í Sheffi- eld og 485 pund í London. Betlar- arnir voru virkilega þakklátir. Þetta var frábær leið til þess að komast í samband við fólk aftur.“ Þegar Badly Drawn Boy gerði það sama í London náði hann bara inn mjög smáum upphæðum. Að- allega vegna þess að það þekkti hann enginn í sjón. „Já, ég veit. Við erum heppnir í Bretlandi því það þekkja svo marg- ir lögin okkar. Það er hægt að sjá myndbandsupptökur af þessu á Travis heimasíðunni. Á einni upp- tökunni ryðst maður að okkur með sprautunál. Blöðin skrifuðu að „dópisti hefði ráðist á mig með not- aðri sprautunál“. Þetta var ekkert þannig. Hann var bara utan við sig, hélt á nálinni og benti stöðugt á höndina á sér. Hann bað mig um peninga fyrir heróíni, ég hélt bara áfram að syngja.“ Peningar og sköpunargáfa Saknið þið þess að spila á minni stöðum þar sem þið sjáið framan í fólkið? „Já, ég trúi því að það sé ekkert til sem heitir risa-rokksveit. Við erum bara klúbbasveit að spila á stórum stöðum, alveg eins og U2. Það er skemmtilegast að spila fyrir framan 2.000 manna hóp. Það er leiðinlegt þegar það þarf risakerfi til þess að koma tónlist- inni til skila til allra.“ Í talanda virkar Fran Healy eins og manneskja sem skoðar sjálfa sig reglulega innanfrá. Passar þannig upp á að tapa ekki söguþræði síns eigin lífs. „Já, það er alveg satt. Það getur stundum verið mjög óþol- andi fyrir kærustuna mína,“ segir hann og hlær. „Maður verður að hafa sitt á hreinu. Ég fór frá því að eiga enga peninga, til þess að eiga bunka af seðlum á ótrúlega stuttum tíma. Ég áttaði mig á því að þegar maður á enga peninga þá veltir maður því fyrir sér hvernig það væri að eiga miklu meira. Svo þegar það gerist áttar maður sig á því að þessir hlutir skipta ekki öllu máli. Ég ætla ekki að segja að þessir hlutir séu ekki góðir en á sama tíma áttar maður sig á því á lífið og sambönd við annað fólk skiptir miklu meira máli. Maður þarf að græða slatta af peningum til þess að átta sig á því að þeir gera mann hvorki hamingjusam- ari né óhamingjusamari. Sumir segja að ef maður eigi meira af peningum, verði vandræðin meiri. Það er ekki satt. Þeir sem segja svoleiðis munu líklegast bara alltaf vera óhamingjusamir, sama hvernig fjárhagsstaðan þeirra er.“ Ertu þá að segja peningar hjálpi ekkert til með að vera skap- andi? „Ef maður á peninga getur mað- ur farið og keypt nýjan gítar og hljóðfærið ýtir við einhverju inni í manni sem verður svo að nýju lagi. En þegar ég átti enga peninga þá sleit ég kannski streng, og átti ekki pening fyrir nýjum. Svo þegar ég var að semja bara með fimm strengi í gítarnum, þá réð sú stað- reynd að það vantaði einn, því hvernig lagið varð á endanum. Ef þú ert með haus sem hættir aldrei að hugsa um að skapa og leysa vandamál hafa peningar ekki nein áhrif á það.“ Ok. Þá geta íslenskir tónlistar- menn bara haldið áfram að semja góða tónlist á kúpunni, án þess að varða sig frekar um lífsgæði. 44-45 (32-33) Jóhann/Á vegi 22.10.2004 19:41 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.