Fréttablaðið - 12.11.2004, Síða 6

Fréttablaðið - 12.11.2004, Síða 6
6 12. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR Forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands: 100 prósenta lán notuð til að endurfjármagna ÍBÚÐALÁN Líklegt er að fólk sem er mjög skuldsett og hafði hugsað sér að taka 80 prósenta íbúðalán til að endurfjármagna hætti nú við það og ákveði einfaldlega að selja íbúðir sínar, að sögn Tryggva Þórs Herbertssonar, for- stöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Tryggvi Þór segir að tilkoma 100 prósenta íbúðalánanna opni fyrir nýjan möguleika hjá fólki til að endurfjármagna skuldir sínar. Lánin séu aðeins veitt til íbúða- kaupa og því sé vel hugsanlegt að einhverjir ákveði að selja íbúðir sínar og gera þannig upp skuldir sínar. Þeir muni síðan notfæra sér 100 prósenta lánin til að kaupa nýja íbúð. Þannig losni þeir við óhagstæð lán en veðsetji nýju eignina upp í topp með 4,2 prós- enta láni. Aðspurður hvers vegna bank- arnir bjóði bara 100 prósenta lán til íbúðakaupa en ekki til endur- fjármögnunar segir Tryggvi Þór: „Ætli þeir séu ekki að gera það til þess að standa eitthvað á móti þessum straumi að fólk sé að auka neyslu með þessum lánum. Það eru kannski margir sem ekki eru tilbúnir að selja húsnæðið sitt en væru tilbúnir að taka 100 prós- enta lán á íbúðina sem þeir eiga ef þeim byðist það.“ ■ Greiddu fyrir vegtyllurnar Framsóknarmenn sem fengu störf í gegnum flokkinn létu hluta launa sinna renna til flokksins til að greiða skuldir í fjögur ár á tíma- bilinu 1992 til 2000. Engu máli skipti hvers konar störf það voru. STJÓRNMÁL Unnur Stefánsdóttir, gjaldkeri Framsóknarflokksins árin 1992 til 2000, setti sig í sam- band við alla framsóknarmenn sem beint eða óbeint voru í starfi á vegum flokksins og óskaði eftir því að þeir greiddu ákveðna upp- hæð mánaðarlega. Venjulega var miðað við 5.000 krónur á mánuði en greiðslurnar gátu farið allt nið- ur í 400 krónur, sérstaklega ef um stöður með lægri launum var að ræða. Þetta var gert með sam- þykki og í samstarfi við formann- inn Halldór Ásgrímsson. Unnur segir að innheimtan hafi verið erfið, jafnvel hjá hörðustu fram- sóknarmönnum, og margir þeirra hafi ekki viljað greiða þennan skatt. „Það er eitthvað sem ég þekki ekki,“ segir Steingrímur Her- mannsson, fyrrverandi forsætis- ráðherra og seðlabankastjóri. „Ég held að þetta hafi aðallega tíðkast í sveitarstjórnum og launuðum nefndum sem menn voru skipaðir í á vegum flokksins. Ég held að þannig sé þetta t.d. í Garðabæ en ég hef aldrei heyrt að menn hafi látið tíund renna til flokksins af launuðum störfum sínum. Ég er mjög undrandi að heyra það því að flokkurinn skipar að sjálfsögðu ekki í slíkar stöður.“ Steingrímur hefur aldrei látið tíund renna af sínum laun- um til flokksins, hvorki sem seðlabankastjóri né ráðherra, og hann man ekki til þess að hafa verið í launuðu nefndastarfi fyr- ir flokkinn síðustu áratugina. Hvað þá að þessi spurning hafi komið upp. Hann segist hins vegar alltaf hafa keypt happ- drættismiða hjá flokknum. „Ég tel ekki rétt að skylda mann sem hefur menntun og fær starf, t.d. í kennslu eða skólastjórn, til að borga í flokkssjóð. Ég tel mjög óeðlilegt að hann borgi reglu- lega af launum sínum til flokks- ins nema náttúrlega að hann geri það af fúsum og frjálsum vilja,“ segir hann. ghs@frettabladid.is Stjórnarskrá ESB: Fyrst staðfest í Litháen LITHÁEN, AP Litháar urðu fyrstir aðildarþjóða Evrópusambandsins til að staðfesta stjórnarskrá sam- bandsins sem forystumenn aðildar- ríkjanna 25 undirrituðu í Róm undir lok síðasta mánaðar. Stjórnarskráin var samþykkt með atkvæðum 84 þingmanna á Seimas, þingi Litháens. Fjórir þing- menn greiddu atkvæði gegn stjórn- arskránni og þrír sátu hjá en fimm- tíu þingmenn voru fjarstaddir þegar atkvæði voru greidd. Stjórnarskráin á að taka gildi 2007. Öll aðildarríki verða að stað- festa hana fyrir þann tíma til að hún taki gildi. ■ Sigurður Geirdal: Borgar þegar illa stendur á STJÓRNMÁL Sigurður Geirdal, bæjar- stjóri í Kópavogi, greiðir árgjald til Framsóknarflokksfélagsins í Kópa- vogi og grípur svo stöku reikninga og greiðir úr eigin vasa þegar illa stendur á hjá flokknum. Bæjarfull- trúar og fulltrúar flokksins í nefnd- um hafa aldrei greitt ákveðinn hlurta af launum sínum til flokks- ins. Sigurður segir að það hafi kom- ið til umræðu en aldrei til fram- kvæmda. „Félagsmenn borga árgjald og það eru ekki stórir peningar. Það er helst fyrir kosningar að félags- mönnum er skrifað og þeir beðnir um að leggja í kosningasjóð,“ segir Sigurður. „Þegar kemur að kosning- um er auglýst að öll framlög séu vel þegin og við fáum styrk frá ótelj- andi aðilum. Við gefum líka út blað og menn eru þá sprækari að auglýsa þannig að blaðið er gefið út með hagnaði. En hjá smáfuglunum gerir margt smátt eitt stórt. Við björgum okkur á því.“ - ghs ■ LÖGREGLUFRÉTTIR VEISTU SVARIÐ? 1Hver er forsprakki rappsveitarinnarHæsta hendin? 2Fyrir hverjum tapaði íslenska kvenna-landsliðið í knattspyrnu í fyrradag 7-2? 3Hver var gjaldkeri Framsóknarflokks-ins 1992-2000? Svörin eru á bls. 54 HÖFUÐSTÖÐVARNAR Framsóknarflokkurinn gefur engar upp- lýsingar um styrki. Framsóknarflokkurinn: Gefur ekki upplýsingar STJÓRNMÁL „Framsóknarflokkur- inn safnar fé til flokksstarfsins á meðal einstaklinga og fyrirtækja. Flokkurinn gefur hins vegar ekki upp hverjir styrkja hann, né upp- hæðir einstakra framlaga. Þess má jafnframt geta að hvorki þing- menn né ráðherrar flokksins hafa þær upplýsingar heldur, aðeins fjáröflunarnefnd flokksins og framkvæmdastjóri. Upplýsingar um greiðslur einstakra tegunda fyrirtækja svo sem olíufélaga eru heldur ekki gefnar upp eða heildargreiðslur fyrirtækja til flokksins.“ Þannig hljómar svar Sigurðar Eyþórssonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, við fyrir- spurn Fréttablaðsins um styrki olíufélaganna til flokksins síðustu tíu ár. - ghs Framsóknarflokkurinn: Framlög halda flokksstarfinu uppi STJÓRNMÁL Allir sem eru í bæjar- ráði, bæjarstjórn eða nefnda- störfum á vegum Framsóknar- flokksins í Garðabæ og Mosfells- bæ láta hluta af launum sínum renna til flokksfélagsins í bæn- um og svo hefur verið lengi. Þröstur Karlsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Mosfells- bæ, segir að þetta fyrirkomulag hafi verið tekið upp 1994. Fólki gefist alltaf kostur á að neita að greiða tíundina en hingað til hafi enginn notfært sér þann rétt. Einar Sveinbjörnsson, bæjar- fulltrúi Framsóknarflokksins í Garðabæ, segir að framlagið standi undir rekstri flokksstarfs- ins í bænum. „Þetta er ekki um- deilt. Menn skilja að þetta er mikilvægt fyrir heildina. Í pólitík eru fæstir að hugsa um eigin vasa. Menn eru í góðum störfum fyrir bæjarfélagið og vilja að flokksfélagið líði ekki peninga- legan skort. Allt stjórnmálastarf þarf að hafa tekjur og tómt mál að tala um það ef félögin eru peningalega svelt.“ - ghs FLUTTUR Á SLYSADEILD Einn slas- aðist minniháttar og var fluttur á slysadeild á Akureyri eftir bíl- veltu neðst í Botnastaðabrekku sunnan við Húnaver í fyrradag. Ökumaður bílsins slapp með skrámur en hann missti stjórn á bílnum vegna ísingar þannig að bíllinn endaði á toppnum utan vegar. TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON Nýju 100 prósenta lánin opna fyrir nýjan möguleika hjá fólki til að endurfjármagna skuldir sínar. Olís vegna Irving-olíu: Engin hótun OLÍUFÉLÖGIN Fráleitt er að halda því fram að Olís hafi hótað að setja Olgeir Jóhannesson, fyrrverandi eiganda smurverkstæðisins Smurs og dekks á Höfn í Hornafirði, á hausinn ef hann myndi kaupa smur- olíur af umboðsmanni Irving á Ís- landi. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá Jóni Ólafi Halldórssyni, framkvæmdastjóra markaðssviðs stórnotenda hjá Olís. „Olgeiri var gerð grein fyrir því af hálfu Olís að ef hann kysi að slíta samstarfi við Olís vegna Irving olíu þá myndi Olís finna sér annan sam- starfsaðila á Höfn,“ segir í tilkynn- ingunni. „Það er algjörlega fráleitt að halda því fram að um hótun hafi verið að ræða, en ljóst að Olís yrði að finna sér annan samstarfsaðila ef Olgeir kysi að vinna með öðrum.“ ■ EINAR SVEINBJÖRNSSON „Menn eru í góðum störfum fyrir bæjarfélagið og vilja að flokksfélagið líði ekki peninga- legan skort,“ segir Einar Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Garðabæ. STEINGRÍMUR HERMANNSSON „Ég tel ekki rétt að skylda mann sem hefur menntun og fær starf, t.d. í kennslu eða skóla- stjórn, til að borga í flokkssjóð. Ég tel mjög óeðlilegt að hann borgi reglulega af launum sínum til flokksins nema náttúrlega að hann geri það af fúsum og frjálsum vilja.“ 06-07 11.11.2004 20:19 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.