Fréttablaðið - 12.11.2004, Side 33

Fréttablaðið - 12.11.2004, Side 33
Áfengis- Dós Kippa Kassi magn Bjórar 4-5% Bavaria Crown 4,3% 149 894 3.576 Egils Pilsner 4,5% 153 918 3.672 Viking lager 4,5% 156 936 3.744 Faxe 4,6% 159 954 3.816 Víking Lite 4,4% 161 966 3.864 Premium Bjórar 5%+ Bavaria 5,0% 169 1.014 4.056 Ceres Royal 5,6% 196 1.176 4.704 Egils Gull 5,0% 196 1.176 4.704 Amstel 5,0% 198 1.188 4.752 Löwenbrau 5,2% 199 1.194 4.776 Hið bandaríska víntímarit Enthusiast Magazine hefur heiðrað vínframleiðandann Concha y Toro með titlinum Vínframleiðandi nýja heimsins 2005. Tímaritið segir: „Concha y Toro hefur náð frábærum árangri undanfarið, þar með talið stórkostleg- um gæðum, fyrsta flokks cuveé og haldið áherslu sinni á gott verðlag. Sem slíkt hefur merkið verið óopinber vínsendiherra fyrir Chile.“ Með gæðavín á borð við Marques de Casa Concha, Casillero del Diablo og hið sívinsæla Sunrise hefur Concha y Toro þegar náð mikilli fótfestu hér á landi. Frá Concha y Toro kemur einnig eitt mest selda kassavín Ís- lands, Frontera, sem til er bæði sem hvítvín og rauðvín. Hvítvínið er ávaxtaríkt og fínlegt og í góðu jafn- vægi, enda vinsæll fordrykkur í stór- um veislum. Rauðvínið hefur lang- vinnt berjabragð og góðan endi. Nú hefur Frontera fengið nýtt útlit og fæst bæði í kössum og flöskum. Verð í Vínbúðum 950 kr. í 75 cl flöskum og í kössum á 3.390 kr. Concha y Toro Frontera: Vínframleiðandi nýja heimsins 2005 Vín vikunnar 5FÖSTUDAGUR 12. nóvember 2004 Þrátt fyrir háa skattlagningu hér á landi á áfengi hefur verðþróun undanfarin tvö ár verið í þá átt að verð á bjór hefur lækkað ásamt því að úrval bjórs í Vínbúðum hefur aukist. Það má rekja aðal- lega vegna aukinnar innkomu bjórs sem er í kringum 4,5% að styrkleika og er þar af leiðandi ódýrari vegna lægri áfengis- gjalds sem tekur mið af áfengis- magni. Verð premium-bjóra sem eru yfir 5% hefur einnig breyst til hins góða með innkomu nýrra teg- unda. Á meðfylgjandi töflu getur að líta fimm ódýrustu bjóra í Vín- búðum í 500 ml dós í flokki prem- ium bjóra sem eru 5% og hærri og flokki bjóra 4-5% að styrk- leika. ■ Verðlag í Vínbúðum: Bavaria ódýrasti bjórinn Stærsti ham- borgari í heimi Denny’s Beer Barrel, krá í Clearfield í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum, er heimili stærsta hamborgara í heimi. Þessi risahamborgari er kallaður Ye Olde 96er fyrir þá sem vilja spreyta sig á honum og hann kostar rúmlega 1.600 íslenskar krónur. Borgarinn inniheldur tæplega þrjú kíló af kjöti og rúmlega eitt kíló af meðlæti. Á borgaranum eru tveir tómatar, hálfur kálhaus, tólf sneiðar af amerískum osti, bolli af niðurskorinni papriku og tveir laukar. Fyrir þá sem eru ekki glorsoltnir býður Denny’s einnig upp á smærri borgara sem eru tæplega eitt og tvö kíló. ■ Selaveisla árið 2004 Guðmundur Ragnarsson stendur fyrir selaveislu þann 13. nóvember. Veislan hefur ver- ið haldin í þó nokkur ár og er nú enn og aftur komið að henni. Veislan verður haldin í nýja Haukahúsinu að Ásvöllum í Hafn- arfirði. Húsið verður opnað klukkan 19 en borðhald hefst stundvíslega klukkan 20.30. Boðið verður upp á þægilega hljómlist undir borðum og í lok borðhalds mun Jó- hannes Kristjánsson skemmtikraftur skemmta viðstöddum. Að borðhaldi loknu verður dansleikur til klukkan 3 eftir miðnætti. Miðana þarf að kaupa fyrir fram og eru þeir til sölu á veitingahúsinu Lauga-Ási, Laugarásvegi 1 í Reykjavík. Þeir sem koma utan af landi geta pantað miða hjá Hallbirni Bergmann í síma 555 3461 og 848 6161. Miða- verð er 4.500 krónur á mann. Á matseðlinum er til dæmis grillað selkjöt, saltaður selur, súrsaðir hreifar og létt söltuð uxabringa. ■ Jóhannes Krist- jánsson mun sjá um gamanmál að borðhaldi loknu. Hér heldur stoltur starfsmaður Denny’s á risahamborgaranum. 32-33 (04-05) matur ofl 11.11.2004 15:56 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.