Fréttablaðið - 12.11.2004, Qupperneq 50
34 12. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR
Við hrósum …
… Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir að ganga fram fyrir skjöldu og gera félög ábyrg
fyrir umgjörð í kringum heimaleiki sína. Fjölnismenn voru með leikklukkuna í ólagi hjá sér,
unnu leik vegna þess og guldu fyrir það með því að úrslit leiksins voru ógild og leikurinn
verður spilaður á nýjan leik. Fjölnismenn hafa sett upp nýja klukku enda vilja þeir
ógjarnan lenda í þessu aftur.
Við skömmum …
… forráðamenn ÍSÍ fyrir að kynna til sögunnar með pompi og
prakt forritið Heilsufélagann sem ætlað er til að hjálpa fólki til að
halda dagbók um heilsuna. Það er hins vegar ekki nokkur leið að
skrá sig til leiks og fer það algjörlega með heilsuna að reyna það
til lengdar.sport@frettabladid.is
LEIKIR GÆRDAGSINS
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
9 10 11 12 13 14 15
Föstudagur
NÓVEMBER
FÓTBOLTI Það eru takmarkaðar líkur
á því að Viktor Bjarki Arnarsson
spili áfram með 1. deildarliði Vík-
inga. Hann hefur sett stefnuna á
að komast í atvinnumennsku en ef
það gengur ekki eftir vill hann
spila í Landsbankadeildinni hér
heima. Tvö félög í Landsbanka-
deildinni eru búin að gera Viktori
Bjarka tilboð og svo eru talsverð-
ar líkur á því að hann fari fljót-
lega til reynslu hjá rússnesku úr-
valsdeildarliði.
„Maður er enn að skoða sín mál
en ég er kominn með tilboð frá Val
og Fylki sem ég er að skoða,“
sagði Viktor Bjarki við Frétta-
blaðið í gær en hann er ekki búinn
að gefa Víking upp á bátinn þótt
hann vilji ekki leika með liðinu á
næstu leiktíð.
Ætla að vera í úrvalsdeild
„Ég ætla að vera í úrvalsdeild
næstu ár en ég hef tjáð Víkingum
að ef þeir lána mig í ár þá mun ég
framlengja samning minn við þá
um eitt ár. Ég er til í að vera trúr
mínu félagi,“ sagði Viktor en hann
á eitt ár eftir af samningi sínum
við Víking.
Viktor Bjarki mun ekki svara
Val og Fylki á næstunni því hugs-
anlega á hann möguleika á að
komast til Rússlands og það dæmi
vill hann skoða í þaula áður en
hann bindur sig á Íslandi.
Fer til Rússlands til reynslu
„Ég fer væntanlega til Rússlands
á næstunni til reynslu en ég get
ekki sagt hvaða lið um ræðir eins
og stendur. Það er ljóst að ég mun
sjá hvað kemur út úr því dæmi
áður en ég skrifa undir við ís-
lenskt félag,“ sagði Viktor nokkuð
spenntur enda ekki á hverjum
degi sem slíkt boð kemur. „Þetta
er lið í úrvalsdeildinni og það
ræðst væntanlega í næstu viku
hvort ég fari út. Þetta er verulega
spennandi því ég hef ekki áður
komið til Rússlands og það verður
gaman að sjá hvernig bolti er spil-
aður þarna því maður hefur lítið
fylgst með honum,“ sagði Viktor
Bjarki Arnarsson.
henry@frettabladid.is
Á LEIÐ TIL RÚSSLANDS Viktor Bjarki stendur hér í ströngu gegn gamla brýninu Gesti
Gylfasyni, leikmanni Grindavíkur. Hann er hugsanlega á leið til Rússlands fljótlega.
Rússland mjög spennandi
Víkingurinn Viktor Bjarki Arnarsson veit af áhuga rússnesks
úrvalsdeildarliðs en auk þess vilja Valur og Fylkir fá hann í sínar raðir.■ ■ LEIKIR
19.15 Grindavík og Tindastóll
mætast í Grindavík í Intersport-
deild karla í körfubolta.
19.15 KR og Keflavík mætast í
DHL-Höllinni í Intersportdeild
karla í körfubolta.
19.15 Stjarnan og ÍBV mætast í
Ásgarði í suðurriðli 1. deildar karla
í handbolta.
19.15 KA og Fram mætast í KA-
heimilinu í norðurriðli 1. deildar
karla í handbolta.
19.15 Víkingur og Valur mætast í
Víkinni í suðurriðli 1. deildar karla
í handbolta.
20.00 FH og HK mætast í
Kaplakrika í norðurriðli 1. deildar
karla í handbolta.
20.00 Selfoss og ÍR mætast á
Selfossi í suðurriðli 1. deildar
karla í handbolta.
20.00 Afturelding og Þór Ak.
mætast á Varmá í norðurriðli 1.
deildar karla í handbolta.
Gamla kempan Dennis Rodmanskrifaði undir samning við Or-
ange County Crush í bandarísku
ABA-deildinni í
körfuknattleik. Rod-
man, sem vann frá-
kastatitil NBA sjö
sinnum, segist vera í
ágætis formi og
fagnar því að hafa
fundið vettvang til
að sýna hvað í hon-
um býr. „Það eru enn nokkur lið í
NBA sem hafa sýnt mér áhuga en
mér líst mjög vel á það tækifæri sem
ég hef fengið hjá Orange County
Crush,“ sagði Rodman, sem vann
ABA-titilinn í fyrra með liði Long
Beach Jam en spilaði þó aðeins þrjá
leiki með liðinu vegna meiðsla sem
hann hlaut í bifhjólaslysi.
Réttarhöld yfir morðingja YetundePrice, hálfsystur tenniskvenn-
anna Serena og Venus Williams,
standa nú yfir í Los Angeles í Banda-
ríkjunum. Price var
skotin til bana í
Compton-hverfinu
í Los Angeles, þar
sem systurnar
ólust upp og hófu
ferilinn, en Price
var ávallt systrun-
um til aðstoðar.
Aaron Michael Hammer, meðlimur
í klíkunni Southside Crips, er ákærð-
ur fyrir að hafa skotið sex skotum að
bifreið sem Price var í. Að sögn Ser-
enu er málið búið að hvíla eins og
skuggi yfir systrunum. „Við vonumst
til að góð niðurstaða náist í málinu,“
sagði Serena.
Bruce Grobbelaar, markmaðurinnskrautlegi sem gerði garðinn
frægan með Liverpool á níunda ára-
tugnum, var fljótur að ná sér í nýtt fé-
lag til þjálfunar eftir að suður-afríska
félagið Manning Rangers lét kapp-
ann fara. Grobbelaar réð sig í gær til
Umtata Bush Bucks sem hefur að-
eins unnið einn af 10 leikjum í
suður-afrísku deildinni í vetur. Bucks
er fimmta félagið í Suður-Afríku sem
Grobbelaar tekur að sér en hann var
einnig landsliðsþjálfari Simbabve á
sínum tíma.
Adrian Mutu, sem rekinn var fráChelsea eftir að enska knatt-
spyrnusambandið dæmdi hann í sjö
mánaða keppnisbann vegna kóka-
ínneyslu, er sagður hafa átt fund við
stórlið Juventus á mið-
vikudaginn. Talsmenn
félagsins vildu þó ekk-
ert staðfesta nánar
hvað þeim fór á
milli. „Hann
fylgdist með
leik Juventus
og Fiorentina
og hitti svo
mikilvæga ein-
staklinga í félag-
inu,“ sagði tals-
maður Juventus.
ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM
Intersportdeildin
ÍR–HAUKAR 83–75
Stig ÍR:Theo Dixon 26 (10 frák.), Grant Davis (18
(11 frák.), Eiríkur Önundarson 11.
Stíg Hauka: John Waller 18 (7 frák.),Mirko
Virejivic 16 (6 frák.), Sævar Ingi Haraldsson 11,
Kristinn Jónasson 13.
HAMAR/SELFOSS–FJÖLNIR 104–98
Stig Hamars/Selfoss: Damon Bailey 23 (11 frák.),
Chris Woods 21 (14 frák., 5 stoðs.), Pétur
Ingvarsson 17.
Stig: Fjölnis: Jeb Ivey 41 (7 stoðs., 8 þriggja stiga
körfur), Nemanja Sovic 23 (8 frák.), Darrel Flake
10 (12 frák.).
SKALLAGRÍMUR–NJARÐVÍK 91–92
Stig Skallagríms:Jovan Zdravevski 29, Clifton Cook
20 (9 frák., 5 stoðs.), Ragnar Steinsson 16, Nick
Anderson 16 (4 stoðs.)
Stig: Njarðvíkur: Friðrik Stefánsson 24 (8 frák.),
Brenton Bimingham 18 (8 frák.), Matt Sayman 15
(8 stoðs., 7 frák., 5 stoln.), Jóhann Ól.afsson 14.
SNÆFELL–KFÍ 115–68
Stig Snæfells: Pierre Green 29 (7 stoðs.),
Desmond Peoples 22 (7 frák.), Sigurður
Þorvaldsson 18, Magni Hafsteinsson 18 (4 stoln.),
Pálmi Sigurgeirsson 10 (4 stoðs.)
Stig: KFÍ: Joshua Helm 35 (9 frák.), Pétur
Sigurðsson 16.
1. deild kvenna
HAUKAR–NJARÐVÍK 65–54
Stig Hauka: Helena Sverrisdóttir 16 (19 frák. 6
stoð. 5 stoln.), Ragnheiður Theodórsdóttir 15 (7
stoð.), Kristrún Sigurjónsdóttir 13 (5 stoð.), Ösp
Jónasdóttir 7.
Stíg Njarðvíkur: Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 25,
Jaime Woudstra 18 (10 frák. 7 stoð.), Helga
Jónasdóttir 7 (14 frák.)
Staðan var 62-35 fyrir Hauka eftir þriðja leikhluta.
Njarðvík vann lokafjórðunginn 19-3.
KKÍ dæmdi að leikur Fjölnis og Hauka í Intersportdeildinni skyldi endurtekinn:
Sanngjarnast að spila leikinn aftur
KÖRFUBOLTI „Við höfum þegar áfrýj-
að dómnum enda nokkur atriði
sem við gerum athugasemdir við
en ég get fallist á að sanngjarnast
væri fyrir bæði lið að spila leikinn
aftur,“ segir Benedikt Guðmunds-
son, þjálfari Fjölnismanna í Inter-
sportdeildinni. Dómstóll Körfu-
knattleikssambands Íslands úr-
skurðaði að úrslit í leik Fjölnis og
Hauka 7. október væru ógild og
leika bæri leikinn að nýju.
Mikil uppþot áttu sér stað strax
að leik loknum þar sem lið Hauka
komst yfir í leiknum á lokasek-
úndunum en dómarar leiksins
dæmdu körfuna ógilda þar sem
leikklukkan hafði ekki farið í
gang á réttu augnabliki eftir leik-
hlé.
Var það mat dómara að karfan
hefði komið eftir að leiktíminn
rann út og því hrósuðu Fjölnis-
menn sigri í leiknum. Voru Hauk-
ar afar ósáttir við niðurstöðu
leiksins og lögðu fram kæru strax
að leik loknum.
Benedikt segir að þetta hafi
verið ólán hið mesta en segir að
það jákvæða sé að þetta hafi ýtt á
eftir því að ný leikklukka hafi
verið sett upp í íþróttahúsi Fjöln-
is. „Ég hef þegar spurt mína leik-
menn og þeir eru jákvæðir fyrir
því að spila þennan leik aftur. Það
sem kannski er merkilegast er að
það er að ég held einsdæmi að úr-
skurða með þessum hætti. Þessi
úrskurður á eftir að hafa talsverð-
ar afleiðingar ef hann stendur.“
Þjálfari Hauka, Reynir Krist-
jánsson, var öllu ánægðari með
úrskurðinn.
„Auðvitað er þetta sigur fyrir
okkur en ég á nú von á að Fjölnis-
menn eigi eftir að áfrýja þessum
dómi þannig að við spyrjum að
leikslokum. Best væri að fá annan
leik og við það yrðum við fyllilega
sáttir.“ ■
ÞJÁLFARI FJÖLNIS ÞUNGT HUGSI
Dómstóll KKÍ dæmdi Haukum í hag í
kærumáli þeirra gegn Fjölni vegna leiks
liðanna í október.
Úrtökumót fyrir evrópsku mótaröðina í golfi:
Birgir Leifur í 61. sæti
GOLF Kylfingurinn Birgir Leifur
Hafþórsson endaði í 61. sæti eftir
fyrsta keppnisdag á úrtökumóti
fyrir evrópsku mótaröðina í golfi.
Spilaði hann hringinn á þremur
yfir pari en efstu menn voru sex
höggum á undan með þrjá undir
pari.
Um lokastig úrtökumótsins er
að ræða en 35 efstu öðlast þátt-
tökurétt á mótaröðinni í Evrópu
2005 .
Aðeins er um fyrsta dag að
ræða og því ekki öll nótt úti enn
fyrir Birgi Leif. Hann verður þó
að standa sig betur ætli hann sér
að eiga möguleika en hann fékk
alls sex skolla á fyrsta hringnum
og fór aðeins þrjár holur undir
pari. ■
BIRGIR LEIFUR Náði sér ekki vel á strik
fyrsta keppnisdag úrtökumótsins fyrir evr-
ópsku mótaröðina og er í 61. sæti.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
50-51 (34-35) SPORT 11.11.2004 22:10 Page 2