Fréttablaðið - 12.11.2004, Page 64

Fréttablaðið - 12.11.2004, Page 64
12. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR Þrír djasstónlistarmenn, tveir hollenskir og einn íslenskur, verða með tónleika á Póstbarnum í kvöld í tilefni af útgáfu geisla- disks sem ber nafnið „It Was a Very Good Year“. Hollendingarnir eru þeir Bob Wijnen orgelleikari og Rene Wint- er trommuleikari, en Íslendingur- inn er gítarleikarinn Andrés Þór Rögnvaldsson. Tríó sitt nefna þeir einfaldlega Wejnen, Winter & Thor, sem hljómar kannski ekkert sérlega skáldlega á íslensku, en öðru máli gegnir um hollenskuna. „Wejnen þýðir á hollensku „vín“ í fleirtölu, þannig að útkoman er mjög skáldlegt nafn,“ segir Andrés Þór. Nafn tríósins má því útleggja sem „Vín, vetur og þrumur“, því Þór er vitaskuld þrumuguðinn sjálfur. „Þetta er semsat þrumustuð,“ segir Andrés. Þeir þremenningarnir voru saman í námi úti í Hollandi, þar sem fjölmargir Íslendingar hafa lagt stund á djassfræði á síðustu árum. Þeir hafa haldið hópinn og spilað saman eins oft og þeir geta. Síðast voru þeir hér á landi haust- ið 2003 þegar þeir léku á djass- hátíð Reykjavíkur. Wijnen leikur á Hammond- orgel, sem nú um stundir virðist komið í tísku hjá djassleikurum. Hér á landi er starfandi annað orgeltríó, og þessi samsetning hljóðfæra þykir líka spennandi úti í hinum stóra heimi. Hvernig skyldi standa á því? „Það er bara svo skemmtilegur hljómur í Hammond-orgelinu. Í gamla daga lögðu menn ekkert alltaf út í þetta því þessi orgel voru svo stórar mublur, en nú eru komnar miklu minni græjur. En þetta er rosalega skemmtileg upp- setning. Þetta er allt öðru vísi en að vera að spila með bassa og trommum.“ Andrés segir áherslur þeirra kannski svolítið frábrugðnar öðr- um orgeltríóum vegna þess hve hrifnir þeir eru af fönktónlist. „Alveg ósjálfrátt fer þetta ein- hvern veginn hjá okkur meira út í grúvið.“ Þeir félagar hafa haldið nokkra tónleika víða um land undanfarna viku, en eru nú komnir í höfuð- staðinn og hefja leik sinn á Póst- barnum klukkan tíu í kvöld. ■ Þrír djassarar í þrumustuði HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 9 10 11 12 13 14 15 Föstudagur NÓVEMBER ■ TÓNLEIKAR Sun. 14. nóv. kl. 16 Síðustu sýningar FÖSTUDAGUR 12/11 ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN: SCREENSAVER eftir Rami Be’er kl 20 - Blá kort SVIK eftir Harold Pinter FRUMSÝNING kl 20 - UPPSELT LAUGARDAGUR 13/11 15:15 TÓNLEIKAR - NÝ ENDURREISN MÁLÞING CHICAGO eftir Kender, Ebb og Fosse kl 20 - Tvær sýningar eftir SUNNUDAGUR 14/11 LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren kl 14 HÉRI HÉRASON eftir Coline Serreau kl 20 GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA? eftir Edward Albee kl 20 SVIK eftir Harold Pinter kl 20 Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík Miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is Miðasala, sími 568 8000 LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI - Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingar að eigin vali Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Rakarinn morðóði Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Miðasala á Netinu: www.opera.is Fös. 12. nóv. kl. 20 örfá sæti laus Sun. 14. nóv. kl. 20 Allra síðustu sýningar. Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst. Litla stúlkan með eldspýturnar lau. 13. nóv. kl. 14 - sun. 14. nóv. kl. 14 - lau. 20. nóv. kl. 14 sun. 21. nóv. kl. 14 - lau. 27. nóv. kl. 14 - sun. 28. nóv. kl.14 Misstu ekki af SWEENEY TODD! Einhver magnaðasta sýning sem sést hefur á íslensku leiksviði Aðeins TVÆR sýningar eftir! Lau. 13.11 20.00 Örfá sæti Fös. 19.11 20.00 Nokkur sæti Fös. 26.11 20.00 Nokkur sæti Lau. 27.11 20.00 Laus sæti SÝNINGUM LÝKUR Í DESEMBER ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Alda Ingibergsdóttir söng- kona og Antonia Hevesi flytja veislutónlist í Hafnarborg, Hafnar- firði.  16.30 Brynhildur Guðjónsdóttir ætlar að syngja nokkur lög í Bókabúð Máls og menningar í til- efni af nýútkomnum diski með lögum úr leiksýningunni Edith Piaf.  17.00 Plötusnúðarnir Dj Galdur og Dj Be-Ruff heyja plötuskanks- WEJNEN, WINTER OG THOR Hollensk-íslenska orgeltríóið Wijnen, Winter & Thor heldur útgáfutónleika á Póstbarnum í kvöld. 64-65 (48-49) slanga 11.11.2004 18:47 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.