Fréttablaðið - 12.11.2004, Page 72

Fréttablaðið - 12.11.2004, Page 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 FER‹ALEIKURINN ER Á VISIR.IS – TAKTU fiÁTT! Þú gætir unnið ferð til Kaupmannahafnar eða London! Nýi borgar- stjórinn Jæja, þá erum við búin að fá nýjanborgarstjóra, eða stýru, og hinn geðugi Þórólfur hefur ákveðið að vera svo frumlegur að taka ábyrgð á gerðum sínum. Það er að vísu hund- leiðinlegt að vinsæll borgarstjóri skuli láta af embætti vegna afglapa sem hann framdi áður en Ingibjörg Sólrún gerði hann að sínum erfða- prinsi, en það er óneitanlega mann- borulega gert hjá Þórólfi að axla sína ábyrgð og fagurt fordæmi. „STARFIÐ er auðvitað mjög stórt og mun stærra en ég sjálf sem ein- staklingur. Þegar maður er í stjórn- málum og fær spurningu um það hvort maður vilji taka að sér eitt valdamesta embætti landsins, þá verður maður að svara játandi,“ sagði nýráðinn borgarstjóri Reykja- víkur, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, í blaðaviðtali. Hún bætti því við að hún væri full auðmýktar gagnvart starfinu. AÐ VÍSU rennur manni kalt vatn milli skinns og hörunds þegar nýi borgarstjórinn segir að starfið sé mun stærra en hún sjálf sem ein- staklingur og þetta sé eitt valda- mesta embætti landsins. Í einhverj- um heimspekilegum skilningi er starf borgarstjórans í Reykjavík ef til vill á einhvern hátt stærra en sá einstaklingur sem gegnir því. En slíkar vangaveltur geta leitt mann út á þá braut að halda að embættinu fylgi kröfur um ofurmennsku og ofurvisku og áður en varir er emb- ættismaðurinn farinn að halda að hann/hún hljóti að vera ofurmann- eskja að hafa verið falið þetta starf. ÞÆR KRÖFUR sem Reykvíkingar gera til borgarstjóra síns eru miklar, en á engan hátt ofvaxnar mannlegri getu að rísa undir. Við viljum að borgarstjórinn okkar sé vinnusöm, ráðdeildarsöm og umfram allt heið- arleg manneskja, hreinskilin og hreinskiptin. Auðmýkt felst í að manneskjan sé laus við að gera sér háar hugmyndir um mikilvægi emb- ættis síns, alþýðleg og laus við tild- ur, sýndarmennsku og bruðl og hroka. Við viljum borgarstjóra sem vill leggja sig fram í okkar þágu og virðir vilja borgaranna umfram sinn vilja. Kannski er Steinunn Valdís akkúrat svoleiðis manneskja. Það kemur í ljós. Henni fylgja allar góð- ar óskir nú þegar hún tekur við þessu starfi. ■ BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR 72 (56) Bak 11.11.2004 18:23 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.