Tíminn - 18.12.1973, Síða 5

Tíminn - 18.12.1973, Síða 5
Jólablað 1973. TÍMINN 5 Séra Páll Pálsson Á JÓLANÓTT JÓLAGUÐSPJALLIÐ: ,,En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Agústus keisara um að skrá- setja skyldi alla heimsbyggöina. betta var fyrsta skrá- setningin, er gjörð var, þá er Kýrenius var landstjóri á Sýrlandi. Og fóru þá allir til að láta skrásetja sig, hver til sinnar borgar. Fór þá einnig Jósef úr Galileu frá borginni Nazaret upp til Júdeu, til borgar Daviðs, sem heitir Betlhem, þvi að hann var af húsi og kynþætti Daviðs, til þess að láta skrásetja sig, ásamt Mariu heitkonu sinni, sem þá var þunguð. En á meðan þau dvöldust þar, kom að þvi, að hún skyldi verða léttari. Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann i jötu, af þvi að það var eigi rúm fyrir þau i gistihúsinu. Og i þeirri byggð voru fjárhirðar úti i haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. Og engill Drottins stóð hjá þeim og dýrð Drottins ljómaði i kringum þá, og urðu þeir mjög hræddir. Og engillinn sagði við þá: Verið ó- hræddir, þvi sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, þvi að yður er i dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, i borg Daviðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifaö og liggjandi i jötu. Og i sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuöu Guö og sögðu: Dýrð sé Guði i upphæðum og friður á jörðu meö þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á”. Lk. 2,1-14. ,,En það bar til”. Það er margt, sem ber til. Þannig hefur það ver- ið, og þannig er það enn. Nú er miklu annriki lokið hjá flestum. Fólk hefur verið i óða önn að búa sig undir jólin, en það er regin- munur á jólum og heilögum jól- um. Jólagjafir verða viða gefnar i kvöld. En ætlum við að taka á móti sjálfri jólagjöfinni, sem er orsök þess, að við viljum nú enn einu sinni halda kristin jól? Undir þvi er hamingja heimilanna á Is- landi komin, já, hamingja hvers einstaklings. Það eru ekki allir, sem taka boðskapnum um fæðingu Frels- arans eins. Honum er oft mætt með kulda og afskiptaleysi, spurningamerkjum, efasemdum og jafnvel harðsnúinni mót- spyrnu. Sumum finnst þetta allt vera ómögulegt. Hvaða vit er i þvi, að Jesús fæddist i jötu? Er vfst að hann hafi fæðzt á jólun- um? Hvernig getur þetta Jesú- barn fært mannkyninu huggun? Þannig er oft spurt. Ég undrast ekki svo mjög slikar spurningar, en ég undrast hitt, sem á bak við þær felst. Þurfa menn endilega að vera óhressir yfir þvi, hvað Guð er góður? Og er það ekki hans mál, hvernig hann fer að? Þarf almáttugur Guð endilega að haga sér eins og einhverjum skamm- sýnum mönnum finnst, að hann heföi áttað haga sér? Það get ég ekki séð. En hitt kem ég auga á, að þörf mannanna fyrir Frelsara var algjör. Hann kom og var sett- ur inn i okkar eigin kjör til þess að við gætum skilið þennan atburð og þyrftum ekki að segja, aö þetta væri framkvæmt á allt of háfleyg- an hátt fyrir okkur. ,,Sjá ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast öllum lýðnum”. Það er greinilegt, að hér er ekki um að ræða ein- hverja aðgerð fyrir vissa einka- aðila, heldur er þetta fyrir alla. Kirkjan ómar öll. Það fæddist barn, sem bjó með oss, fullt náðar og sannleika. Það er þetta, sem veldur þvi, að við komumst i samband við upphaf okkar. Hjartað þráir Guð, og hann er kominn. Frægur maöur kvað einu sinni upp úr með það, að hann hefði tileinkað sér þessi sannindi. Hann var þá spurður, hvort hann hefði þar með skipt um skoðun á lifinu. En hann svaraði: ,,Nei, en ég hef hins vegar þvegið glugg- ana og sé nú miklu betur út en áð- ur”. Það leið ekki langur timi frá fæðingu Jesú, unz öfund og hatur, svik og lygi, ræfildómur og lítil- mennska leiddu dauðann yfir hann.-En á sinni stuttu jarðnesku ævi varð hann helgastur hinna voldugu og voldugastur þeirra heilögu. Og hann hóf heimsveldi af hjörunum, veitti straumi ald- anna i nýjan og áður óþekktan farveg og rikir enn og að eilifu. Myrkur grúfði yfir mannheimi. Um það var að ræða, hvort syndin og dauðinn ættu að vera allsráð- andi. En þrátt fyrir það, að Guð hafði skapað lifið og sett þvi hin ýmsu lögmál, þá greip hann inn i sköpunarverkið og sendi mann- kyninu það ljós, sem er hin eina björgun þess og fyllir nú hjörtu okkar af þeirri heilögu gleði, er ein megnar að lyfta lifi okkar upp á það svið, sem skynibornum ver- um er sæmandi, það er að taka á móti Guðssyni. Þetta er það, sem Guð vill færa okkur með heilögum jólum og orðunum tveimur: „Verið óhræddir”. Það hefur margt verið gert og miklu afrekað, en alltaf er grund- vallarmunur á þvi, hvort verkin eru Guðs eða mannanna. Napó- leon Bónaparte lét eitt sinn þessi orð falla: „Við Alexander mikli, Cæsar og Karlamagnús grund- völluðum allir heimsveldi. En á hverju reistum við þessa snilli- sköpun okkar? A valdi. Jesús Kristur er sá eini, sem reisti heimsveldi sitt á kærleika, og enn eru milljónir manna fúsar aö ganga i dauðann fyrir hann”. Það er ekki sama, hvernig lifað er hér á jörð. Það reka menn sig oftlega á. Eins og þér sáiö, munuð þér og uppskera. Sáningin er margvisleg og uppskeran er lfka mismunandi. Sagt hefur verið: „Við sáum hugsunum og upp- skerum orð. Viö sáum oröum og uppskerum verk. Við sáum verk- um og uppskerum venjur. Viö sá- um venjum og uppskerum skap- gerð. Og við sáum skapgerð og uppskerum örlög”! Margir stynja undan lifsbarátt- unni, og mjög oft eru hinir einsk- isverðu og ómerkilegustu hlutir gerðir að stærstu atriðunum. Þannig fer ævinlega, þegar ein- blint er á heiminn, en horft fram- hjá Drottni. En mér er ekki kunn- ugt um, að hann hafi gleymt okk- ur. Það sannar jólagjöfin hans. Hins vegar sjáum við oft, hvað hégómaskapur, tildur og fordild og stórhættulegur misskilningur leiðir marga frá jötunni. Eða hvaö um manninn, sem sagði: ,,Nú get ég ekki keypt mér skó, af þvi að áfengiö hækkaði”?! Hvað ég vildi óska, að þetta hugarfar og ekkert þvilikt kæmist aldrei inn á heimilin til þess að eyði- leggja þau og jólin!... Jólin, sem eru hátið friðarins, barnanna og ljósanna, eiga alltaf að minna okkur á góðsemina og þakklætið. Við höfum mikið að þakka, og við getum mörgum gert gott. Skáldið Ivan Turgenjew hefur m.a. ritað þetta: ,,Einu sinni bauð Guð öll- um dyggðunum til veizlu. Þá hitt- ist svo á, að tvær þeirra, sem voru algjörlega ókunnar hvor annarri, settust hlið við hlið. Þær höfðu aldrei rekizt hvor á aðra niðri á jörðunni. Guð kynnti þær því hvor annarri. Þetta voru velgjörðin og þakklátssemin”. Ég nefndi áður heimilin. Það er búið að fegra þau og prýða viðast hvar, til þess að þar sé hægt að halda góð jól. En við skulum ekki hugsa eöa tala um heimilin eins og þau væru einhver opinber fyrirtæki. Þau eru annað og miklu meira. Þau eru og eiga að vera helgidómur hvers einstaklings. Við vitum, að á mörgum heimil- um rikja sorg og söknuður, á- hyggjur og sár kviði. Þar er oft háð sú harða barátta, sem ekki er til sýnis á almannafæri. Já, þar hniga tárin, sem viö sjáum ekki alltaf, en Guð sér. Og viöa um heim eru kvöl og hungur, klæö- leysi og margvislegir sjúkdómar. Þúsundir heimila eru i sárum og jafnvel rústum. Mannslifið er ekki alltaf meira metiö en þetta, að þaö er fótum traðkað og þvi er oft útrýmt. Ekkert tekur mig sár- ar, en þegar slikar fréttir dynja á manni daglega. Einnig eru heim- ili viðs vegar i kringum okkur að leysast upp. Ögæfan er mörg, og það er fleira en sprengjur, sem splundrar heimilum. Og oftast er endirinn sá, að þeir, sem saklaus- astir eru, börnin, liða venjulega mest. Það fæddist barn, og það var lagt í jötu. Við rækjum báða helgi- dómana i kvöld, kirkjuna og heimiliö. Við viljum vera með ástvinum okkar i friði og fögnuði, ástriki og samlyndi. Og heimilið á að geta sýnt, að við höfum Guði mikið að þakka. Þar er sá unaðs- reitur, sem ómetanlegur er. Og i kvöld fáum við enn einu sinni aö finna orðin rætast: „Hvert fátækt hreysi höll nú er / þvi Guð er sjálfur gestur hér”. Það fæddist umkomulitill drengur: „Hann var i jötu lagður lágt, / en rikir þó á himnum hátt”. Leyndardómur og himneskur kraftur hinnar helgu nætur er miklu meiri en þig kann að gruna. Þar er á feröinni það góða afl, sem þú skalt ekki hika við að gefa þig á vald. Hátið hátiðanna er gengin i garð, og hún á aö vera haldin heima hjá þér og heima hjá mér. Þar þarf ekki allt að vera bundið við ytri aðbúnað, heldur er hitt aðalatriðið, að þú og ég, að við skynjum öll kraftinn af hæðum, sem opinberast meö sérstökum hætti i nótt. „Hljóöa nótt, heilaga nótt”. Allt til morguns, og raunar lengur munu messurnar hljóma um heim§byggðina, þar sem á ó- tal tungum er flutt þessi himn- eska kveðja: „Yður er i dag Frelsari fæddur* . Og alls stað- ar, þar sem hún er boðuð i sann- leika, ómar lofsöngurinn: „Dýrð sé Guði i upphæðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á”. Og það er vfðar en á jörðunni, sem gleðin yfir þessum atburði heyrist, þvi að það er i nótt, sem himinninn og jörðin sameinast i þvi að syngja Skaparanum lof. Kirkjurnar okk- ar óma núna, en vita skulum við hitt, að það gerir hin himneska kirkja lika, og það má vera okkur mikil gleði að vita af ástvinum okkar, sem héðan hafa verið burt kallaðir, taka núna þátt i þessari allsher jarlofgjörð heimanna: „Vér undir tökum englasöng/og nú finnst oss ei nóttin löng”. Þannig erum við öll undir áhrifa- valdi eiliföarinnar. Jatan i Betle- hem hefur fengiö margan kon- unginn til þess að krjúpa I lotn- ingu og taka ofan kórónu sina. Heimsveldi risa og falla. Svo- kallaöar „valdablokkir” myndast og hrynja. En Drottinn er hinn sami i dag og i gær og að eilifu. Þegar viö höfum runnið okkar skeiö og jarölifið er að baki, en himnesk eilifðin framundan, finn- um við bezt smæð okkar og mikil- leik Drottins. En við finnum lika annað og fleira; það, sem Frels- arinn var meðal annars sendur til að boða okkur og kenna okkur: Aö eins og hinn smæsti bergmoli hef- ur kvarnazt út úr stór.u fjalli, þannig erum við hið litla brot af sjálfum alheimskærleikanum og eigum að lifa og deyja i samræmi við það. Barnið i jötunni er bróöir okkar, vegurinn, sannleikurinn og lifiö, sem leiða skyldi okkur heim til Guös. Frá honum erum við öll komin. Til hans á leið okk- ar allra að liggja. Við erum eins og dropi af hinni óstöðvandi lifs- móöu eilifðarinnar. Dauðinn er ekkert annað en óhjákvæmileg breyting frá lifi til lifs. Glaöir skunduðu fjárhirðarnir á Betlehemsvöllum til þess að sjá þann mikla atburö, sem orðinn var. Við skulum fara aö fordæmi þeirra og ljá þessu máli rúm i hjörtum okkar, af þvi að: „Heims um ból, helg eru jól”. Guð gefi ykkur öllum sanna, bjarta og friðsæla jólahátið. Gleöileg jól!

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.