Tíminn - 18.12.1973, Qupperneq 11
Jólablað 1973.
TÍMINN
11
Jólasálmur
felldur burt
Nú eru byrjuð blessuð jól, var
sungið. Þessi sálmur var i sálma-
bókinni fram til ársins 1945, er
hann var felldur niður.Liklega
hefur hann ekki haft nægjanlegt
skáldskapargildi fyrir þá fyrir
sunnan. sem réðu þessu.
Mér þótti ailtaf mest til fyrsta
versins koma:
,,t dag eitt blessað barniö er",
en lagið er gamalt kirkjulag frá
14. öld. ,,Nú þraut of þung er eng-
in”, söng fólkið, og þeirri setn-
ingu gleymi ég aldrei. Slik var
jólagleðin i augum skáldsins.
Bærinn helgaður
með guðs orði
Mamma var forsöngvari. Hún
var afskaplega lagviss, og ég
man aldrei eftir að hún byrjaði of
hátt eða of lágt. t þá daga voru
engin hljóðfæri til að styðjast við.
Faðir minn var ágætur lesari,
las rólega og látlaust. Það var
siður hans að lesa ævinlega hús-
lestur áður en farið var til kirkju.
Bæði var það, að hann vildi láta
fólkið, sem heima sat, njóta guðs
blessunar, þvi það gátu ekki allir
farið til kirkju samtimis, og svo
vildi hann helga bæinn með guðs-
orði.
Kirkjuferðir
og útvarpið
— Venjulega var messað upp úr
hádegi á jóladag. Það var yfirleitt
ekki aftansöngur um jólin, en
stundum á gamlárskvöld. Það
þótti raska friðhelgi á bænum, ef
fólkið fór burtu af heimilinu á að-
fangadagskvöld. Það var tveggja
tima gangur til kirkjunnar á
Torfastöðum, svo gangan tók
fjóra klukkutima fram og til
baka, en á sama tima getum við
nú farið til Oslóar og heim aftur —
svona hefur allt breytzt.
Meðan ég bjó, fyrstu tiu árin,
hélt ég sömu siðum og las fyrir
Fagur trjágarður er viö Ibúöarhúsiö á Vatnsleysu. Þessi mynd er tekin
garöinum. Jörð er hvitog nokkurt frost og fegursta veöur, en trjágróöurin
á jólaföstunni af Þorsteini I
n minnir á ianga sumardaga.
fólkið. Ég held að þessir gömlu
siðir hafi varðveitzt alveg þangað
til útvarpið kom. Þá varð mikil
breyting á jólahaldinu. Þá var
farið að hlusta á útvarpsmessur,
og þá lagðist húslesturinn að
mestu leyti niður i sveitinni. Við
fengum útvarpstæki árið 1933, og
Vatnsleysa, teiknuö eftir Ijósmynd frá árinu 1945. Þaö hagar svo til, aö
erfitt er að ná mynd af Vatnsleysu, þar eö bæjarstæöiö stendur hátt yfir
landiö. Þorsteinn telur, að landnámsmenn hafi kunnaö aö meta útsýn-
ið, og bæjarstæöi I Arnes- og Rangárvailasýslum séu gleggst dæmi um
það. Menn lögðu á sig vatnsburö, auk annars, til aö geta séö vltt um
héröð. Orðið Vatnsleysu segir hann merkja Vatnsmýri á nútlma Is-
lenzku. Leysa er fornt orö yfir mýri.
þá kom annar blær á jólahaldið.
Otvarpsmessurnar voru ágætar,
en á jólahaldinu varð ekki eins
persónulegu'r blær og ekki eins
heimilislegur og var, meðan fólk-
ið og húsbændurnir önnuðust
þetta allt sjálf. Það var lesinn
húslestur eftir matinn á aðfanga-
dagskvöld, og börnin horfðu á
ljósin. Menn lásu í bókum og allt
var svo friðsælt. 1 þá daga var
ekkert til að trufla. Núna eru jóla-
gjafirnar í haugum, og börnin
verða æst og ringluð af öllu sam-
an.
— En jólatré. Hvenær komu
þau?
Heimasmiðuð
jólatré
— Það var um aldamótin, held
ég. Svo var mál með vexti, að hér
var ungur maður, sem eignaðist
barn með ráðskonunni i vestur-
bænum. Þau eignuðust telpu, sem
slðar var kona Magnúsar — rit-
stjóra Storms. Þessi maður var
lærður smiður. Hann smiðaði
sjálfur jólatré handa dóttur sinni
til að gleðja hana um jólin. Já, og
þau urðu hjón, ungi smiðurinn og
ráðskonan, ekki má gleyma þvi..
Upp úr þessu fór ég að smiða
jólatré sjálfur, eftir þessari fyrir-
mynd. Ég smiðaði þau ávallt sið-
an, unz farið var að kaupa „ekta”
jólatré. 1 fyrstu voru trén nakin,
með greinum úr tré, en siðar
fundum við upp á þvi að rifa upp
krækiberjalyng og lima á
greinarnar, og þá urðu heima-
smiðuðu trén næstum eins og lif-
andi tré. Svona jólatré höfðum við
lengi frameftir. A kreppuárunum
voru engir peningar til að kaupa
jólatré fyrir, og ég held að börnin
hafi ekki siður verið glöð yfir
þessum trjám en öðrum. Við
skreyttum trén með ljósum, og
allt var svo fint og fagurt.
Jóladagur —
taöa og búfé
Til kirkju var farið á jóladag.
Þó verður að geta þess, að i sveit-
inni varð að vinna um jólin, eins
og aðra daga. Það gildir einnig nú
á timum i sveitunum. Skepnunum
þarf að sinna um jólin, sem aðra
daga. Ég held að skepnunum hjá
okkur hafi verið gefið eins og
venjulega um jólin, kannske eitt-
hvað meira, en sumir höfðu þann
sið að gefa öllum búpeningi töðu á
aðfangadagskvöld. Annars var
allt með eðlilegum hætti. Ég tel,
þvi miður, að velsældin afmái
með einhverjum hætti þessar
dýpstu og helgustu tilfinningar.
Það er ljótt að segja þetta. Ein-
faldleikinn, hið einfalda lif, sem
nú er horfið, varð til þess að jóla-
gleðin margfaldaðist i hjörtum
okkar. ,,Nú þraut of þung er eng-
in,” söng fólkið, og trúði þvi.
— Var munur á jólahaldi á
býlunum tveim á Vatnsleysu?
Ilalldór riki
1 vesturbænum Sat Halldór riki
á Vatnsleysu. Hann var kunnur
að harðfengi við sjálfan sig og
aðra og safnaði peningum og
jörðum, enda hlaut hann viður-
nefnið riki, sem mjög fáum
hlotnast. Faðir minn var hins
vegar alinn upp i fátækt. Hann
hafði mikla löngun til að verða
bjargálna, og það varð hann. En
þótt mikill munur væri á efnahag
þessara tveggja heimila, var svo
til enginn munur á daglegu lifi
manna, eða siðum. Aftur á móti
er ég ekki að tala um l'átæka
bændur, en þeir voru margir og
umkomulausir á allan hátt. Nú er
hins vegar svo fyrir að þakka, að
lifskjör þeirra hal'a batnað svo
mikið, að með ólikindum verður