Tíminn - 18.12.1973, Blaðsíða 21
Jolablað 1973
TÍMINN
21
Soffía Pálma I búftinni aö Laugavegi 12. Allar mögulegar geröir af höttum biöa eftir aö feröast út í mannlffiö.
Kvenhattar eru notaöirviö öll möguleg tækifæri, I gleöi og sorg og i hvcrsdagsleikans mikla amstri.
um var mismunað eftir tign, að
fara i manngreinarálit, er þetta
vist kallað. Helgi var hins vegar
laus við allt svoleiðis, i hans
augum voru allir jafnir. •
Hann lifir enn og er enn að
hjálpa og hjúkra fólki.
Nám i hattasaumi
og verzlun með hatta
Þegar ég var laus af hælinu, fór
ég að læra hattasaum hjá frú
Onnu Asmundsdóttur. Það tók
mig þrjú ár, en svo setti ég upp
mina eigin hattabúð, sem ég rek
enn þann dag i dag. Ég opnaði 4.
april 1936, hér á þessum sama
stað, Laugvegi 12.
Þegar ég opnaði þessa verzlun
á krepputimum, héldu allir, að ég
væri orðin vitlaus — að láta mér
detta þetta i hug. 1 raun og veru
var nokkuð til i þessu, þvi ég
byrjaði með tvær hendur tómar,
fjárvana og með tvö ár á Vifils-
stöðum að baki.
Ég fékk lánaðar 490 krónur hjá
fólki til starfseminnar, og ég náði
fljótlega tökum á hattagerðinni
og verzluninni, og þetta gekk
eiginlega prýðilega. Þó var einu
sinni reynt aö stöðva mig, vegna
tilmæla frá öðrum hattagerðum,
þar eð mér hafði láöst að kaupa
meistarabréf, en það gerði ég
ekki einfaldlega vegna vankunn-
áttu. Þetta fór samt allt vel, og ég
fékk meistarabréf hjá lög-
reglustjóranum i Reykjavik, en
um tima leit út fyrir, að það yrði
lokað hjá mér.
Mitt mikla lán
Siðan hefur þetta allt gengið
þolanlega. Mitt mikla lán var að
fá hýsnæði á leigu hjá þessum
yndislega og ábyggilega manni,
Helga Hafberg, og siðan leigi ég
hjá börnum hans, Aslaugu og
Ingólfi, sem eiga þetta hús núna.
Ég hef aldrei þurft að gera neinn
leigusamning eða svoleiðis, og
þetta fólk hefur verið mér alveg
sérstaklega gott.
Hattasaumur — dauð
iöngrein
Þegar ég opnaði hattabúð, voru
allir hattar saumaðir hér heima.
Hjá mér unnu 6-7 stúlkur við
hattasaum, að meðtöldum
lærlingum. Þetta var sérl'ag, sem
kraföist iðnréttinda. Slúlkurnar
voru misjafnar, eins og gengur,
en þarna verður að blandast
saman faglegl handbragð og
smekkvisi, og það þarf hug-
mvndaflug og formskynjun til að
gera margar frambærilegar
gerðir af kvenhöttum. Afköstin
voru samt ekki nema 2-3 hattar á
dag hjá stúlkunum.
Ilattaframleiðsla var örugg
iðngrein hér allt til ársins 1945, en
þá hól'st innl'lutningur kvenhatta
frá Bandarikjunum. Amerisku
hattarnir voru ódýrari og úrvalið
mikið, og þetta varð til þess, að
iðnin er nú dauð, og enginn er
lengur með lærlinga. Kinn og einn
hattur mun samt vera saumaður
ennþá i landinu.
Það er auðvitað margt, sem
þessu veldur. Hattagerð er ekki
lengur persónuleg iðn, heldur
verksmiðjuframleiðsla. Okkar
markaður fyrir halta er alltof
smár, til þess að unnt sé að beita
sömu Iramleiðsluaðferðum og i
stóru löndunum, þar sem millj.
kaupenda eru að höltum. Þvi fór
sem fór. Núna koma hattarnir hjá
mér frá Ameriku, en flutt er inn
Irá Kvrópulöndum lika, aðallega
Brellandi, Danmörku og Þýzka-
landi.
— Nú svona hefur þetta gengið
hægt og bitandi, án umtalsverðra
breytinga.
Fékk ekki að halda
manninum lengi
Arið 1949, á aðlangadag.gifti ég
mig, og maðurinn minn hét
Albert iMainoli og var frá New
York. Ég fékk saml ekki að halda
honum lengi, þvi hann dó i bilslysi
6 júli árið 1953.
Albert settist að á íslandi,
þegar við giftum okkur, en
annars vorum við alltaf með
annan lótinn vestur i Bandarikj-
unum.
Við i búðinni flytjum inn allar
okkar vörur sjálf. Þetta eru hatt-
ar og skrautvörur. Hjá mér starfa
nú tvær stúlkur, Maria
Sigurðardóttir, sem sér um bók-
hald og skrifstofustörf. Hún er
búin aö vera hér i 30 ár, eða mest-
an hluta ævi sinnar, og hefur
verið mér betri en engin, og Halla
Jónatansdóttir, sem afgreiðir i
búðinni. Hún er yndisleg
manneskja. Það er afskaplega
mikilsvert fyrir mig að hafa
svona góða starfskrafta, þvi
heilsan hefur verið slæm. í raun
og veru man ég ekki eftir þvi að
hafa verið heilbrigð,frá þvi aö ég
ar 20 ára gömul, en þá varð ég
fyrst veik.
Hvað verzlunina áhrærir, þá
eru þetta sömu gömlu viðskipta-
vinirnir, sem hingað koma. Sumir
hafa komið hér allt frá byrjun, en
svo hverfa þeir einn af öðrum og
nýir hópar bætast i skörðin, eins
og alls staöar, segir Soffia Pálma
að lokum. — J.G.
fe
AAissti
heilsuna
tvítug, en
hefur samt
S? verzlað
i nær
fjóra óratugi
i
II
§