Tíminn - 18.12.1973, Síða 25
Jólablaö 1973
TÍMINN
25
önnur erindi hans. Á konungr að
gefa Danakonungi sannarlegt
skuldarskjal, svo að hans hátign
nái aptur tálmalaust landi sinu
með öllum réttindum og kvöðum
óskertum og heilum, þegar féð er
endurborgað honum eða erfingj-
um hans, Englandskonungum, á
áreiðanlegum stað i Amsterdam
eða Antwerpen, og bréf það, er
hann hefur ,,upp á landið”, skal
leggja fram þar og skila Dana-
konungi aptur. Ef Englakonungr
vill eignast landið, skal hann
borga drottni (konungi) minum
féð á áreiðanlegum stað i Ant-
werpen eða Amsterdam, og þar
mun konungr hafa til taks slik
skýrteini, er nægja.”
„Hans Holm
Vorið 1518 fór Holm til Hollands
og gekki illa að koma út lslandi.
Auðséð, er að Kristján vildi
heldur selja hollenzkum borgum
tsland en Englakonungi, enda var
hægra að ná þvi aptur frá þeim.
Vildi hann þvi láta þær fá það
fyrir minna verð en England.
Holm hélt áfram til Englands, en
samkvæmt brjefi frá Frantsis
Cobel til Kristjáns annars, dags. i
Haag 25. ágúst 1519 (Fasc. Chr.
secundi, Rigsarkivet), hefr hann
samið við borgirnar við Oberysel,
auk fyrnefndra bæja, um Islands-
kaupin. Fór Cobel til Hafnar að
sem ja við konung fyrir hönd þess-
ara bæja. Segir hann að bæir
þessir vilji fegnir standa við það,
sem hefr samizt með þeim i Höfn,
og ljúka málinu, konungi til gagns
og heiðurs. En Kristján var þá
allr i Svium. Svo virðist sem
sendiherra Dana við Niðurlands-
hirðina, Jörgen Scotborgh hafi
tekið við málinu af Hans Holm.
Hann ritar i bréfi til Kr. 2. frá
Amsterdam 27. júli 1519: ,,Um Is-
land hef jeg engu framgengt
fengið, þvi hér er ekkert samlyndi
milli borganna. Amsterdams-
borgarar vilja fegnir, en skortir
efni til þess”. Aptur ritar hann
frá Antwerpen 13. sept. 1519 til
Kristjáns annars: „Viðvikjandi
boðum yðar hátignar um tsland
hef jeg lagt mig i lima og fram-
króka að megni, bæði i Amster-
dam og hér. Johan Benninck hefr
hjálpað mér og verið við. Hef jeg
þó engu á leið komið. Amster-
damborgarar berja við fátækt
sinni og vilja þó fegnir, með
öðrum borgum. en geta ekki
komið sér saman um það, eins um
það, eins og áður er ritað. Hér
vilja borgarar heldur ekki ganga
að'þvi. Mundi jeg nú fara til Hol-
lands aptur að semja við þá, en
má ekki fara úr Brabant, og veit
Jens hvað þvi veldur. Hef jeg
ritað Jóhanni Benninck ýtarlega
um málið, hvernig bezt fer á að
semja við þá enn á ný. Hann mun
efalaust gera það, sem unnt er að
gera i þvi máli.”
Johan Benninck var ráðherra i
Haag, merkiskaupmaður, sem
Niðurlandsstjórn opt leitaði til i
peningaefnum. Amsterdam var
eini bærinn á Hollandi, sem hafði
snefil af verzlun á íslandi 1518,
svo ekki var von að Antwerpen
vildi eiga við kaupin, en minni
bæirnir voru hræddir um, að
Amsterdam bolaði þá út, þó þeir
væru með i kaupunum. Ráða má
af bréfunum, hve fast Kristján
sótti kaupin.
Nú vfkur sögunni til Englands.
Erindisbréf Kristjáns til Hinriks
áttunda, sem Holm hefr með-
ferðis, er dagsett 4. marz 1518.
Segir i þvi að hann eigi að semja
viðvikjandi spellvirkjum Eng-
lendinga á Islandi. Auk þess hafði
hann skjal meðferðis, og eru þar
nefnd mál þau er hann, „vor
elskaði Johannes Holm”, á að
semja um á Englandi. Eng-
lendingar hafi farið með ránum á
Island i langan tima. „bað er
alkunnugt að Englendingar, með
fyrirlitningu fyrir tign vorri, hafa
valið sér stað á landi voru Islandi
(Iszlandia) og viggirt hann móti
vilja vorum til þess þeir ættu
hægra með að kúga þegna vora og
skorast undan vorum konunglegu
sköttum og skyldum.” Atti Holm
að heimta 10,000 pund i skaðabæt-
ur fyrir dráp Sveins skrifara og
ýmsar gripdeildir. Kristján
kveðst mundu láta rannsaka
gagnkærur Englendinga. Skjalið
er oflangt til að setja það hér, en
ekki er minnst á Islandskaupin i
þvi. Á það er ritað með annarri
hendi: non sortiebantur effectum
(hlotnaðist eigi fram að ganga).
Það er auðséð, að Islandskaupin
áttu að fara leynt, þvi þau eru að
eins nefnd i „próvat” minnisbréfi
Holms.
En það er að segja frá Hinrik,
að hann dró allt á langinn mánuð-
um saman. Wolsey kardináli var
að semja við Frakka, og átti að
biða þess að þeim samningum
lyki. I bréfi dagsettu i Greenwich
6. nóv. 1518 ritar Hinrik Kristjáni
með mestu vinsemd og alúð.
Minnist hann á, að Holm hafi auk
erinda sinna þýðingarmikið mál
(gravioris momenti), sem hann,
Hinrik, hafi ráðgast um við ráð-
gjafa sina. Hafi hann gefið Holm
sum svör skrifleg, en beðið hann
að segja Kristjáni munnlega i
trúnaði frá öðru. Hann ritar á
huldu, en að hann meini tslands-
kaupin, má sjá af nafnlausu bréfi
i Rigsarkivet, i skjölum Holm, er
hljóðar svo:
„Vér Hinrik etc. lýsum yfir
með bréfi þessu, að vér höfum
með samþykki ráðgjafa vorra
lofað bandamanni vorum
Kristjáni etc. og lofum og skuld-
bindum oss með skjali þessu
gagnvarthonum og eptirmönnum
hans, Noregskonungum, að
þegar hann eða eptirmenn hans,
rikjandi i Noregi, vilja kaupa apt-
ur eyna Island, sem er seld oss i
hendur að veði fyrir ákveðinni
upphæð i gulli, silfri og fé, þá
skulum vér og erfingjar vorir
jafnskjótt og þessi upphæð er út-
borguð oss og goldin að fullu,
sleppa viljugir og skila aptur
áðurnefndri ey, Islandi, konungi
eða eptirmönnum hans, án nokk-
urrar tafar,tálma eða hindrunar,
með öllum réttindum og eignum.
Lofum vér með vorri tign að vér
og erfingjar vorir munum eigi
rjúfa þetta né brigða, og skulu öll
svik og undirferli vera fjarri mál-
inu”.
Það komst ekki svo langt, að
Hinrik setti nafn sitt undir þetta
skjal, þvi hann varð að þiggja Is-
land, áður en hann gat gefið
skuldbindingu um að skila þvi
aptur. Hefði Hinrik ritað undir,
þá hefði farið um tsland, eins og
um Hjaltland og Orkneyjar. Þeim
hefur ekki verið skilað aptur enn i
dag.
Hinrik sá, að Danmörk var að
liðast sundur, að Sviar voru að
ganga undan Dönum, og hefur
vist haldið, að hann mundi eign-
ast Island ókeypis. Hann hafði
lika ástæðu til að halda það, sem
nú skal greint.
Týli (Þulr) Pétursson hét
maðr. Hann var lénsmaðr á
norðr- og austrlandi 1518-21, en
Hannes Eggertsson á vestr.- og
suðrlandi (Espólin, Hist-Eccles.).
Þeir deildu og fór Týli til Dan-
merkur að verja mál sitt. Skrifar
hann Kristjáni frá Flensborg 27.
mars 1591,2 að hann hafi heyrt að
Sigbrit hafi gefið „Fúsa” Er-
lendssyni, lögmanni, bréf „upp
á” Island, og hann hafi fest það 4
Hamborgurum, sem hafi gert út 4
fógeta til tslands að stýra landinu
með Fúsa, sinn i hverjum fjórð-
ung, Fúsi sé gamall og veikr, og
biðr hann konung að rita Ham-
borgarráðherrum að lofa ekki
*
Henrik VIII. Efter Maleri af
Hans Holbein d. Y.
Hinrik VIII (1491-1547) rikti yfir Englandi 1509-1547. Var frægur lær-
dómsmaður, en hefur einkum orðið frægur fyrir fimm, misheppnuð
hjónabönd. Hann ætti þó að vera frægari á islandi fyrir margt annað,
þvi að á rikisstjórnarárum hans óöu Englendingar hér uppi og stund-
uðu ólöglegar veiðar og kaupskap. Honum var boðið iandið til kaups, en
liann hafnaði, að þvi er talið er fyrst og fremst vegna þess, að hann
taldi sig ekki geta haidið landinu vegna fjarlægðar — og að hann gæti
allt eins vel fengið það ókeypis.