Tíminn - 18.12.1973, Side 32

Tíminn - 18.12.1973, Side 32
32 TÍMINN Jólablaö 1973 vandað Póstsendum nus Asmundsson ura- og skartgripaverzlun Ingólfsstræti 3 Sími 1-78-84 lega hollenzkir sjómenn af skútum frá Bookles — bræðrum, sem komu i Hafnarfjörð. Sama ár brá ég mér vestur á tsafjörð og setti þar upp rakara- stofu. Ég hlýt að hafa verið fæddur rakari, þvi að ég lærði ekki neitt, heldur bara byrjaði að raka og hefi gert það ávallt siðan. Á tsafirði var ég eitt ár. Svo fór ég að Látrum i Aðalvik og var þar i kaupamennsku i eitt sumar en fór siðan til Reykjavikur og tók til við rakaraiðnina. Rakari í Reykjavik Þegar ég kom suður, fékk ég vinnu hjá Árna Böðvarssyni, rakara i Bankastræti 9, siðar húsi Arna og Bjarna, þar sem nú er verzlunin Casanova. betta var stór og ve! búin rakarastofa. Hana keypti siðar Mortensen rakari. Eftir það fór ég að vinna hjá Sigurði Ölafssyni rakara og Kjartani Ólafssyni, en þeir höfðu stofu i Hótel Alexandria i Hafnarstræti, þar sem núna er held ég kaffistofa og blóma- verziun. Eimskipafélagið var þá uppi á loftinu i þvi húsi. Þarna var ég til ársins 1923, er ég setti upp sjálfstæða rakarastofu i Bar.kastræti 12 þar sem ég er enn. Ég hef þvi i haust verið hálfa öld á þessum sama stað. Bankastræti 12 er byggt um aldamót. Hornhúsið rétt fyrir aldamótin, en viðbyggingin, sem ég er i mun hafa verið byggð siðar, eða rétt eftir aldamót. Hann hét Magnús, sem byggði húsið, en fyrstu árin leigði ég af Halldóru Ólafs, systur Björns Ólafs, skipstjóra i Mýrarhúsum. Var leigan 200 krónur fyrst, en lækkaði siðan niður i 150 krónur á mánuði, en siðan hefur þetta hækkað eins og annað. Fyrir all- mörgum árum keyptu Silli og Valdi þetta hús og leigði ég eítir það af þeim og er mjög ánægður með þau viðskipti. Viðskiptavinir — Hverjir eru helztu viðskipta- vinirnir. — Allir, sem koma inn og fá af- greiðslu, eru viðskiptavinir. Fyrsti kúnninn var Hjálmar Bjarnason, i Útvegsbankanum og hann kemur enn og eins bræður hans lika. Þetta hefur veri úrvals hópur, en maður kynnist þeim mis mikið. Suma þekkir maður og ræðir við, en veit svoekki hvað þeirheita, eða neitt Bankastræti 12. Þarna opnaði Eyjólfur rakarastofu árið 1923, en hann byrjaði að reka rakarastofu árið 1914, en þá opnaði hann stofu á llótel Hafnarfiröi. um þá að öðru leyti. Aðra þekkir maður i sjón og veit hvað þeir heita, en kynnist þeim ekki neitt. St jórnmá la menn og Skáld Það komu stjórnmálamenn úr öllum ílokkum, Kristinn E. Andrésson og Einar Olgeirsson, Bjarni Benediktsson og margir aðrir. Tómas skáld og Guð- mundur heitinn Kamban. Já, og Einar Benediktsson. Einu sinni fór ég heim til hans i brúðvang einu sinni á dag i heila viku til að raka hann, þegar hann var veikur. Einar var oft til i að LAN DAN H FOBU R B óskar viðskiptavinum sinum, svo og landsniönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þakkar góð viðskipti og ánægjulegt samstarf á liðnum órum spjalla. En það er fyrst og fremst hinn ókunni, nafnlausi maður af strætinu, sem er undirstaða iðninnar og sumir hafa komið ár eftirár og ég veit ekki einu sinni nöfn þeirra. Ólæröur rakari í 60 ár — Nú iærðir þú ekkert, en varöst samt rakari. — Já og hefi útskrifað nokkra nemendur. Auðv. hefur maður lært fagið i starfinu, alls hefi ég útskrifað sex nemendur i faginu, þarámeðal Aron Guðbrandsson i Kauphöllinni, en hann var rakari áður. Aron var prýðilegur vinnu- maður. Alveg afbragð. Hann var hér frá 1923-1930 og fékk full rétt- indi, en veiktist þá og fór á sjúkrahús i Danmörku og tók svo upp önnur störf. — Þú er spiritisti. — Ekki vil ég nú segja það bein- linis. Ég hefi hins vegar tals- verðan áhuga á dulrænum efnum. Ég hefi umtalsverða reynslu i þeim efnum, og get nefnt dæmi um það, sum mjög gömul, en sem umfram allt hafa haldið manni að efninu, ef svo má segja, — að dul- ræn fyrirbrigði og óskýranleg séu staðreynd. Glimt við draug i fjósi Einu sinni endur fyrir lörtgu er ég var á Bæ i Króksfirði, þá dreymdi mig, að ég væri að fljúgast á við draug i fjósinu. Það var nú kannski ekki svo undar- legt, þvi að þá var þjóðtrúin gamla i sinu fulla gildi með aftur- göngum og þeirri myrkfælni, er henni fylgdi. Nú ég hafði drauginn undir i svefninum og bar hann út úr fjósinu og fleygði honum á jörðina og er að hugsa um að brenna hann þar. Skömmu siðar fyrirfer maður i sveitinni sér og ég kem að, þar sem þeir eru að stumra yfir likinu og liggur það þá á nákvæmlega sama staðnum og draugurinn hafði legið eftir að ég var búinn að yfirkoma hann i áflogunum i fjósinu. Þetta þótti mér undarl. og hefur án efa, ásamt öðru þvi- liku orðið til að beina huga minum á þau svið. er spiritistar vinna á. En að kaila mig spiritista er alltof mikið. ' Einn af elztu rökurum Reykjavíkur 1942 iA'ngra varð samtal okkar ekki, þvi að Eyjólfur var að fara brúðkaupsveizlu og ham. hla aði mikið til. Fyrir framan mig á borðinu er gulnað dagblað, Visir frá i marz árið 1942. Heimsstyrjöldin er i al- gieymingi og Japanir hafa ráðizt á Java. Allir biskupar Noregs hafa sagt af sér, þvi Quisling hefur tekið ákvörðun um að knýja æskulýð Noregs inn i nazista- hreyfinguna og það eru miklar loftárásir á Möltu. Útsiður blaðsins eru fullar af hroðalegum fregnum og tiðindum úr heiminum. Inni i blaðinu er friðsamlegra. Þar stendur meðal annars þetta fyrir þrem áratugum og einum betur þó: ,,Eyjólfur E. Jóhannsson rakarameistari er fimmtugur i dag. Hann er bæjarbúum kunnur, þvi hann er einn af elztu rökurum þessa bæjar, þeirra er enn stunda rakaraiðn”. Við þetta er aðeins að bæta, að enn þann dag i dag, gengur Eyjóliur E. Jóhannsson til vinnu sinnar i rakarastofunni i Banka- stræti 12 dag hvern. Eyjólfur er kvæntur Þórunni Jónsdóttur, frá Miðhúsum i Álfta- neshreppi á Mýrum. bau búa á Sólvallagötu 20. JG FOB U R LAN B DAN H Grandavegi 42, Reykjavík — Sími 24360.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.