Tíminn - 18.12.1973, Side 40

Tíminn - 18.12.1973, Side 40
40 TÍMINN Jólablaö 1973 Helga Þórarins- dóttir skrifar: Gosmökkur úr Kötlu 2. nóvember 1918, séöur yfir Heiöardal. Ljósm. Kjartan Guömundsson. Myndir þessar eru nú í eigu próf. Siguröar Þórarinssonar og birtar meö hans leyfi. KÖTLUGOS og eyðing byggðar af þeirra völdum ,,bað bar til eitt sinn á bykkva- bæjarklaustri, eftir það þar var orðið munkasetur, að ábóti, sem þar var, hélt þar eina matselju, er Katla hét. Hún var forn i skapi og átti þá brók, að hver i hana fór þreyttist ei á hlaupum, er hún brúkaði i viðlögum. Stóð mörgum ótti af skaplyndi hennar og fjöl- kyngi, jafnvel ábóta sjálfum. Sauöamann hélt hann, er Barði hét, mátti hann lika liða harðar ákúrur af Kötlu ef nokkuð vantaði af fénu i kringumferð hans. Eitt sinn fór ábóti um haustið i veizlu og matselja hans með, og átti féð að vera til taks er hún heim kæmi. Fann nú ei smalamaðurinn féð, sem skyldi, tekur það til ráðs, að hann fer i brók Kötlu, hleypur sem aftekur, og finnur alt féð. Heimkomin verður Katla vör við, að drengurinn hefur brúkað brók hennar, tekur hann með leynd og kæfir hann i sýrukeri þvi, er að fornum sið stóð þar i karldyrun- um, og lætur hann þar liggja, vissi enginn, hvað af honum varð. En eftir þvi sem leið á veturinn og sýran tók að þrotna i kerinu, heyrði fólkið þessi orð til hennar: ,,Senn bryddir á Barða”. En þá hún gat nærri, að vonzka hénnar mundi uppkoma og gjöld þau er við lágu, tekur hún brók sina, hleypur út úr klaustrinu og stefnir norðvestur til jökulsins, og steyp- ir sér þar ofan i, að menn héldu, þvi hún sást hvergi framar. Brá svo við, að rétt þar eftir kom hláup úr jöklinum, er helzt stefndi á klaustrið og Alftaverið. Komst þá sá trúnaður á, að fjölkyngi hennar hefði kraftað þessu. Var gjáin þaðan i frá kölluð Kötlugjá, og plássið, sem hlaup það helzt foreyddi, Kötlusandur” (Jón Steingrimsson, S.t.s. tsl. IV). Eldstöðin Katla er i Mýr- dalsjökli austanverðum i 1000 m hæð, þakin 400 m þykkum jökulis. Tilgátur eru uppi um að hún til- heyri Eldgjársprungunni, en nú er almennt talið liklegra að hún sé svonefnd askja (caldera), likt og Grimsvötn i Vatnajökli. Sigurður bórarinsson telur að hún hafi verið virk i meira en 10,000 ár, en á sögulegum tima mun hún hafa gosið tæplega tutt- ugu sinnum. Samtimaheimildir eru til um öll Kötlugos frá 1580, en á þeim tima hafa liðið að meðal- tali 42 ár milli gosa. Hafa skipzt á löng og stutt goshlé, þannig að litlu hefur skeikað frá 60 og 40 ára hléum til skiptis. Kötlugosum fylgja auk kolsvartrar gosösku ógurleg jökulhlaup. Flóðið kemur fram undan jöklinum i upphafi gossins og flæðir yfir Mýrdals- sand. Snemma i sögu tslands- byggðar hafa jökulhlaup einnig flætt yfir Sólheimasand. Vera má að iandslag við eldstöðina hafi breytzt þannig að hlaupin beinist nú i aðra átt, eða að ’nreinlega sé um aðra eldstöð að ræða vestan Kötlu, upp af Sólheimajökli. Gæti brennisteinsfýlan við Fúlalæk (Jökulsá á Sólheimasandi) bent til þess. „Kötlugos og meðfylgj- andi hlaup eru með stórkostleg- ustu náttúruhamförum, sem get- ur að upplifa á þessari plánetu og hafa oft valdið þungum búsifjum og lagt blómlegar byggðir i auðn um lengri eða skemmri tima, jafnvel svo að þær hafa aldrei ris- ið að nýju”. (Sigurður bórarins- son, 1959). „Hingað í sæiunnar reit" 1 landnámstið hefur vafalaust. verið mun byggilegra sunnan jökla en nú er orðið. bessu bera vitni sögusagnir, ritaðar heimild- ir og mannvistarleifar. Á Mýr- dalssandi eyddust snemma t.d. Dynskógahverfi norðan og vestan Gosmökkur úr Kötlu 2. nóv. 1918. Hatta til hægri. Ljósm. Kjartan Guðmundsson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.