Tíminn - 18.12.1973, Blaðsíða 40

Tíminn - 18.12.1973, Blaðsíða 40
40 TÍMINN Jólablaö 1973 Helga Þórarins- dóttir skrifar: Gosmökkur úr Kötlu 2. nóvember 1918, séöur yfir Heiöardal. Ljósm. Kjartan Guömundsson. Myndir þessar eru nú í eigu próf. Siguröar Þórarinssonar og birtar meö hans leyfi. KÖTLUGOS og eyðing byggðar af þeirra völdum ,,bað bar til eitt sinn á bykkva- bæjarklaustri, eftir það þar var orðið munkasetur, að ábóti, sem þar var, hélt þar eina matselju, er Katla hét. Hún var forn i skapi og átti þá brók, að hver i hana fór þreyttist ei á hlaupum, er hún brúkaði i viðlögum. Stóð mörgum ótti af skaplyndi hennar og fjöl- kyngi, jafnvel ábóta sjálfum. Sauöamann hélt hann, er Barði hét, mátti hann lika liða harðar ákúrur af Kötlu ef nokkuð vantaði af fénu i kringumferð hans. Eitt sinn fór ábóti um haustið i veizlu og matselja hans með, og átti féð að vera til taks er hún heim kæmi. Fann nú ei smalamaðurinn féð, sem skyldi, tekur það til ráðs, að hann fer i brók Kötlu, hleypur sem aftekur, og finnur alt féð. Heimkomin verður Katla vör við, að drengurinn hefur brúkað brók hennar, tekur hann með leynd og kæfir hann i sýrukeri þvi, er að fornum sið stóð þar i karldyrun- um, og lætur hann þar liggja, vissi enginn, hvað af honum varð. En eftir þvi sem leið á veturinn og sýran tók að þrotna i kerinu, heyrði fólkið þessi orð til hennar: ,,Senn bryddir á Barða”. En þá hún gat nærri, að vonzka hénnar mundi uppkoma og gjöld þau er við lágu, tekur hún brók sina, hleypur út úr klaustrinu og stefnir norðvestur til jökulsins, og steyp- ir sér þar ofan i, að menn héldu, þvi hún sást hvergi framar. Brá svo við, að rétt þar eftir kom hláup úr jöklinum, er helzt stefndi á klaustrið og Alftaverið. Komst þá sá trúnaður á, að fjölkyngi hennar hefði kraftað þessu. Var gjáin þaðan i frá kölluð Kötlugjá, og plássið, sem hlaup það helzt foreyddi, Kötlusandur” (Jón Steingrimsson, S.t.s. tsl. IV). Eldstöðin Katla er i Mýr- dalsjökli austanverðum i 1000 m hæð, þakin 400 m þykkum jökulis. Tilgátur eru uppi um að hún til- heyri Eldgjársprungunni, en nú er almennt talið liklegra að hún sé svonefnd askja (caldera), likt og Grimsvötn i Vatnajökli. Sigurður bórarinsson telur að hún hafi verið virk i meira en 10,000 ár, en á sögulegum tima mun hún hafa gosið tæplega tutt- ugu sinnum. Samtimaheimildir eru til um öll Kötlugos frá 1580, en á þeim tima hafa liðið að meðal- tali 42 ár milli gosa. Hafa skipzt á löng og stutt goshlé, þannig að litlu hefur skeikað frá 60 og 40 ára hléum til skiptis. Kötlugosum fylgja auk kolsvartrar gosösku ógurleg jökulhlaup. Flóðið kemur fram undan jöklinum i upphafi gossins og flæðir yfir Mýrdals- sand. Snemma i sögu tslands- byggðar hafa jökulhlaup einnig flætt yfir Sólheimasand. Vera má að iandslag við eldstöðina hafi breytzt þannig að hlaupin beinist nú i aðra átt, eða að ’nreinlega sé um aðra eldstöð að ræða vestan Kötlu, upp af Sólheimajökli. Gæti brennisteinsfýlan við Fúlalæk (Jökulsá á Sólheimasandi) bent til þess. „Kötlugos og meðfylgj- andi hlaup eru með stórkostleg- ustu náttúruhamförum, sem get- ur að upplifa á þessari plánetu og hafa oft valdið þungum búsifjum og lagt blómlegar byggðir i auðn um lengri eða skemmri tima, jafnvel svo að þær hafa aldrei ris- ið að nýju”. (Sigurður bórarins- son, 1959). „Hingað í sæiunnar reit" 1 landnámstið hefur vafalaust. verið mun byggilegra sunnan jökla en nú er orðið. bessu bera vitni sögusagnir, ritaðar heimild- ir og mannvistarleifar. Á Mýr- dalssandi eyddust snemma t.d. Dynskógahverfi norðan og vestan Gosmökkur úr Kötlu 2. nóv. 1918. Hatta til hægri. Ljósm. Kjartan Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.