Tíminn - 18.12.1973, Page 63
Jolablað 1973
TÍMINN
63
augu hans yfir vasaklútnum,
þegar þeir voru aö misþyrma
mér,"
En enginn gaf mikinn gaum að
þessu. Hugsuðu með sér að dauði
Aarons hefði gert hana sturlaða.
En þótt ótrúlegt megi virðast, þá
hafði Zenóbia rétt fyrir sér
Mánuði seinna kom kona til lög-
reglunnar i héraðinu, og
lióstraði upp um lögreglu-
stjórann. Hún var eiginkona eins
hinna stigamannanna, og þegar
maður hennar yfirgaf hana með
annarri konu á sagði hún alla
söguna. Þá varð ljóst, hvers-
vegna ræningjarnir létueiá sér
kræla þær nætur, sem lögreglu-
stjórinn var úti með flokk lög-
regluþjóna. Það var ein þessara
sagna, sem urðu að munnmælum
i landamærahéraði. Lögreglu-
stjórinn hafði á sinn hátt
raunverulega drepið Aaron, þvi
ef flokkurinn hafði ekki komið i
kofa Zenóbiu til þess að mis-
þyrma henni, þá hefði enginn lás
verið á dyrunum og engin byssa,
og Aaron hefði getað gengið inn,
eins og hann ætlaði sér.
Þeir jörðuðu Aaron i gamla
kirkjugarðinum upp á hæðinni,
þvi það var ósk Zenóbiu, og eftir
jarðarförina, höfðuðu þeir
mál á hendur Zenóbiu. Það varð
aldrei nema réttarhald, þvi
enginn trúöi þvi, að hún hefði
myrt Aaron af ráðnum hug. Hún
hafði engan lögfræðing til þess aö
verja málstað sinn, en sagði bara
sjálf sina eigin sögu mjög rólega,
og i öllum réttinum var ekki einn
einasti maður, sem trúði henni
ekki, jafnvel ákærandinn sjálfur.
Hún gekk út úr réttarsalnum og
fór akandi i eineykisvagni Ed
Berry upp til Ferguson-staðarins,
hátt uppi yfir skóginum i nálægð
himinsins, með útsýni yfir þrjú
héruð, og þar bjó hún til dauða-
dags.
En upp frá þessu lifði hún alls
ekki i þessum heimi, heldur i
imynduðum heimi, nálægri
trjánum og vatninu, regninu,
snjónum og fuglunum og skepn-
unum, heldur en nokkru öðru á
þessari jörð.
Hún var sextiu og fimm ára,
þegar ég sá hana fyrst, daginn,
sempabbi fór með mig i gegnum
grænu göngin i skóginum ,,upp
Ferguson-veginn”. Eftir það sá
ég hana margsinnis, stundum á
strætum borgarinnar, gangandi
um með sinum einkennandi
virðuleika og glæsileik i gula
silkiléreftskjólnum með svarta
myndskreytta hattinn og svörtu
knipplingahanzkana. Ég sá hana
tvisvar i kofanum ,,upp Fergu-
son-veginn”, þegar pabbi fór um
héraðiðað vinna rafmagnsvinnu,
en i hvorugt skiptið náði ég aftur
þeim einkennilegu áhrifum við
það að fara út þessum heimi inn i
annan, þar sem tré og lækir höfðu
vissa merkingu og þar sem dýrin
voru ekki dýr, þegjandaleg og
feimin, en félagar með tungumál,
sem maður skildi. Ef til vill var
það vegna þess, að eftir þvi sem
ég eltist, þá hvarf ég út úr þessum
barnalega einfaldleik, sem gerði
meV svo auðvelt að komast yfir
múrinn. sem skildi hinn undur-
samlega heim Zenóbiu uppi á
fáförnu hæðinni frá heimi leiðin
legra hugsana, og erþað, sem við
köllum þótt undarlegt sé og rangt
„raunveruleika”. Ég held að
Zenóbia hafi skynjað þetta, vegna
þess að hún birtist ekki aftur i
hinum óræktarlega skógivaxna
garði i fallega fjólubláa kjólnum,
til þess að taka á móti mér inn i
sinn heim, vegna þess aö ég var
„skritinn”.
Upp frá þeim degi sem Aaron
dó, þá drap Zenóbia aldrei
nokkurn skapaðan hlut, ekki einu
sinni flugu, og hún myndi ekki
hafa leyft einni einustu veru að
koma upp á hæðina, sem væri
liklegur til þess að drepa eða
skaða þar nokkura lifandi veru.
Veiðimenn i héraðinu vissu, að
hún gæti tekið upp á þvi aö drepa
mann. Þeir mundu eftir Aaron.
Þegar hún birtist vopnuö byssu,
deildu þeir ekki við hana. Einu
sinni árla morguns, þegar ekki'
var orðið bjart, þá gerði hún tvo
drengi skelfingu lostna, sem
höfðu rekið björn upp i tré á
landareign hannar. Hún kom að-
vifandi út úr runnanum i karl-
mannsfötunum sinum með riffil
undir hendinni, og við það að sjá
hið villta svarta hár hennar og
villt augun, þá fleygðu þeir frá
sér ljóskerunum, skildu eftir
veiðihundana og hlupu i burtu.
Eftir skamman tima kom aldrei
veiöimaður nálægt Ferguson-
staönum. Zenóbia og dýrin
hennar voru látin i friði.
Ég sá hana i siðasta skiptið,
þegar ég var um það bil sautján
ára. Þá fór ég burt úr héraðinu,
og kom ekki aftur fyrr en tuttugu
árum siðar. Allan þenna tima
lif&i ég tvær styrjaldir, og sá flest
lönd jarðar, en ég gleymdi Zenó-
biu aldrei til fulls. Ég hugsaði um
hana á hinum undarlegustu
stöðum og timum. Mig dreymdi
hana að minnsta kosti þrisvar eöa
fjórum sinnum og sá hana ávallt
i fjólubláa kjólnum meö ikornann
á öxlinni, þar sem hún stóö við
vatnsþróna. Þaö var engin
ástæða fyrir þessari varðveizlu á
sambandi okkar, þar sem hún
hafði uppgötvað og sagt viö
ikornann, að ég væri skritinn.
Ég hef aldrei veriö veiðimaður.
Ég hefi aldrei skotið kaninu eða
hænu, né neina smáa lifandi veru.
Samt hef ég drepið ljón, tigrisdýr
og pardusdýr. Ég gerði það aldrei
af neinni ánægju, aðeins fyrir
kurteisissakir við þann, sem ég
átti heimboð hjá. Það þurfti vilja-
þrek til þess að neyða sjálfan mig
til þess að drepa fyrsta pardus-
dýrið, sem ég hafði nokkurn tima
séð, frussandi og urrandi að mér
inn i háu grasi nálægt tjaldinu.
Mér fannst ég verða veikur, þeg-
ar ég skaut fyrsta tigrisdýrið,
vegna þess að þar var eins og
eyða sjálfri fegurðinni og mikil-
leikanum. Einu sinni gerði ég
veiðifélaga minn bálreiðan,
þegar hann var að þvi kominn að
drepa glæsilegan indverskan uxa,
sem faldi sig i bambusreyrnum
og tekkviðarskóginum. Þá kallaði
ég, „Þú getur ekki drepiö neitt
svo glæsilegt sem þetta!”
Ég er meira að segja lélegur
veiðimaður, þegar að þvi kemur
að geyma fiskinn. Enda þótt mér
þyki mjög gaman að veiðinni, þá
hefi ég ávallt tilhneigingu til að
kasta fiskinum tilbaka. Ég býst
við, að það sé þetta, sem Zenóbia
meinti, þegar hún sagði að ég
væri „skritinn”. Aö minnsta kost,
þá veit ég það, að eina nóttina,
þegar ég drap tigrisdýr i hinu
fjarlægja Indlandi, þá dreymdi
mig Zenóbiu, þar sem hún stóð
við uppsprettuna i fjólubláa
kjólnum.
Þegar ég kom aftur til héraðs-
ins, bá var það til þess að
kaupa land og setjast þar að til
æviloka. Zenóbia var þá dáin, en
hið undarlega var, að eini
ákjósanlegi landshlutinn, var
bær Ed Berry, og þegar þetta
skeði, þá var bærinn handan
skógarins og upp við himininn
orðin að hluta af landareign Ed
Berry. Það varð að seljast sam-
an, og þannig varð ég eigandi
Ferguson-landsins.
Ekkja Ed Berry sagði, að
staðurinn hefði ekki breytzt
mikið, nema það, að kofi Zenóbiu
hefði brunnið til grunna.
„Það var ekki mikill skaði, og
hann var ekki nothæfur til neins,
eftir að Zenóbia dó. Hún varð fá-
tækari og fátækari.og og gat ekki
borgaö skattana, en enginn gerði
neitt veður út af þvi. Endurskoð-
andinn — það skiptir ekki máli
hvort hann var demókrati eða
repúblikani — lét þáð bara lönd
og leið. Aölokum varð hún gömul
og óstyrk, en hún neitaði að yfir-
gefa staðinn. Við reyndum að fá
hana til þess að fara á Fátækra-
heimili héraðsins, en hún sagðist
ekki geta þaö. Hún var furðu
spræk.oggathugsað um sig sjálf
allt til dánardægurs. Sumir
okkar, nábúa hennar, gerðum
þaö að venju, að baka og útbúa
nokkra potta af bökuðum
baunum, og fara með það upp-
eftir til hennar einu sinni i viku.
Hún átti gamla kú og tókst að
halda i sér lifinu. Hún virtist
ávallt vera ánægð, en þegar hún
var orðin mjög gömul, þá virtist
hún alls ekki tilheyra þessum
heimi. Hún virtist ekki hafa
mikinn áhuga á þvi, sem við
höfðum að segja, en hún talaði
við fuglana og dýrin rétt eins og
þau væri menn. Það var ég sem
fann hana dána — ég fór uppeftir
með kökur og nýtt kjöt, og kom
að opnum dyrunum — þú skilur —
hún lokaði aldrei dyrunum eftir
að þetta skeði með Aaron — og
þarna lá hún i rúminu látin, hún
var uppáklædd i fjólubláum kjól,
með alla sina skartgripi og smá-
glingur á sér, og hár hennar var
vel snyrt, rétt eins og hún hafi
vitað að hún væri að deyja, og
hefði undirbúið sig undir það.
Kannski var það eitthvað, sem
hún hafði lært af fuglunum og
dýrunum. Það var mjög skýtið....
herbergið var fullt af öllum teg-
undum fugla, Þeir flugu út um
dyrnar, þegar ég kom inn”.
„Nei,” hélt ekkjan áfram,
„Staðurinn hefur ekki breytzt
mikiö, nema húsið er farið. Ein-
hverjir umrenningar hljóta að
hafa náttað þar og kveikt siðan i
þvi. Það er heldur óhiröulegt þar,
og gamli aldingaröurinn er ekki
mikill að sjá lengur. Viö notum
allan staðinn einungis til beitar
fyrir nautgripi. Það er ekki
lengur hægt að aka upp veginn —
hann er svo skemmdur. Þú
veröur að fara fótgangandi, eða á
hestbaki”.
„Hvar jarðaöirðu hana?”
spurði ég.
„A staðnum, i aldingarðinum,
við hlið Aarons. Það var aö
nokkru ólöglegt, en enginn
hreyföi mótmælum. Héraðið
haföi vanizt henni. Ég býst við að
flest fólkið hafi verið dálitið
hreykið af henni. Ed átti hug-
myndina af þvi aö jarða hana
þarna uppfrá. Hann sagði, að hún
myndi ekki hvila i friði neins-
staðar annars staðar” Hún and-
varpaði. „Ed datt margt gott i
hug eins og þetta”.
Þaö var einn bjartan morgun
snemma i mai, sem ég fór „upp
Ferguson-veginn 'i fyrsta skipti
eftir meira en tuttugu og fimm
ár, ég fór riöandi á Tex, stórri
Kentucky hryssu, þvi eins og
ekkja Ed sagði, þá var ekki
mögulegt að komast _ þrönga
akveginn i bil, né heldur i eineyk-
isvagni.
Skógargróðurinn beggja
vegna vegarins var litið breyttur,
það bjargaði þvi að komast áfram
veginn, að greipviöur óx i
þykkum flækjum nærri honum og
lokaði honum næstum hér og þar.
Hvitu blómin á blóðrótinni voru
næstum horfin, en báðar hliðar
vegarins voru bjartleitar af
anemónum og gulum fjólum.
Einnig voru þar guldoppóttar
kanadiskar liljur og þriggja laufa
liljur. A meöal blómanna, skutu
burknarnir fram sinum fyrstu
nýgrónu laufum, og sums staðar
glitti ég i hvitar sléttur þar sem
greipviðarflækjurnar opnuöust.
Þær voru á dvergviði, sem lá
neöan viö grænt og bleikt lauf-
skrúö eikartrjánna, hlynarins og
beykitr jánna. Sægur hvitu
blómanna virtist gefa frá sér ljós
og skógurinn var allur lifandi,
af hljóðum villtra fuglum.
Hinn rikulegi skógargróður
liktist mjög frjósemi hitabeltis-
ins.
Ég hugsaði Yneð mér, „Kannski
er eitthvaö sérstakt viö þennan
stað. Kannski vegna þess að
gróður Zenóbiu óx svo rikulega
hér”. Siöan lagði ég hugmyndina
til hliöar sem fásinnu.
Upp i á efstu brún vegarins komst
ég skyndilega út úr skóginum
aftur, inn á þessa opnu hæö, sem
þandi sig upp i himininn i byrjun
mai, og á meðan ég var að klifra
upp þá lá opið fyrir mér útsýni
yfir fjögur héruð einu sinni enn,
en l þetta sinn voru þeir ekki
hinir djarflitu rauöu, gulu og
fjólubláu litir októbermánaðar,
heldur hin mjúku litbrigði græns
litar, ásamt smátjörnum, vötnum
og hinni djúpu viöáttu Honey
Creek, sem endurspeglaðist i
bláma himinsins.
Ég komst eftst upp á hæðina,.
þar sem nautgripir Berry voru
enn á beit, og þá sá ég i hinni af-
girtu kvos nálægt stóru uppspr-
ettunni, það sem eítir var af
Ferguson-staðnum.
Húsiö var farið, aöeins kvos
eftir, þar sem hunangsblóm
greru. Það var þar, sem kjall-
arinn hafði verið, en gamla
bjálkahúsið, þar sem Zenóbia
hafði haft kúna hundana og hvita
hestinn, stóð enn uppi. Hinn
óræktarlegi garður haföi breitt úr
sér, og sáð sér út niður brekkuna.
Gömlu norsku grenitrén stóðu
enn við hliðið á girðingunni. Trjá-
bolirnir höfðu skemmzt af hitan-
um frá eldinum, sem haföi brennt
kofann til ösku, en voru grónir
aftur. Upp um annan þeirra vafði
sig Cerópia-vinviður.
Ég batt hryssuna við gamla
taumastaurinn, og gekk I gegnum
hliðið. Jörðin var öll gul af nars-
issu, og upp yfir blómstruðu
gömlu stóru orkideurnar og
hvitar liljur. Stærsta japanska
aldinið, sem ég hefi séð,
virtist sem logandi runni. Vatns-
þróin var enn þarna, algerlega
hulin af yfirgrónum vinvið og
hriskjarri, og fyrir utan hana var
litla uppsprettulindin. Einn bakki
hennar var þakinn hinum smá
vöxnu kyrrlátu, ljósgrænu
blómum Betlehemsstjörnunnar.
Ég drakk vatnið úr lófa minum,
þar sem það gusaöist út úr klett-
inum, og lagðist niöur á bakkann
nærri tjörninni. Þá fann ég fara
um mig undarlega tilfinningu
hamingju og friöar. Það var ekki
einungis dásamlegt að vera
lifandi, þaö var dásamlegt að
vera lifandi á þessum sérstaka
stað á yfirborði jarðar. Og smátt
og smátt fór ég að finna áhrifin,
semég haföi fundið sem litill
drengur, þau, aö komast upp út úr
dalnum inn i aðra einkennilega
veröld, sem einhvern veginn var
til á allt öðru stigi en allt annaö
mannlegt lif. Ég sofnaöi ekki,
samt hafði ég þá tilfinningu, að
vera milli svefns og vöku, þegar
allt verður svo undursamlega
skýrt og skyn manns gagnvart
hlutum er vakandi, sem maður
annars ekki sér, og er hvergi
skrásett. Ég var aftur kominn
mjög nærri trjánum, blómunum,
berginu og vatninu, sem gusaðist
út úr þvi. Það var næstum eins og
ég gæti skilið, hvað fuglanir sögðu
þegar þeir kvökuöu og sungu i
rústum gamla garðsins.
Þá skeði þaö skyndilega, að
mér fannst vera horft á mig af ei-
hverjum eöa einhverju, nákvæm-
lega sama tilfinningin og ég hafði
fengið þennan októberdag sem
smádrengur, þegar Zenóbia
birtist skyndilega innan um runn-
ana við hliðina á vatnsþrónni i
fjólubláa kjólnum. Ég sneri mér
við, og heyrði sjálfan mig segja
„Zenóbia”. Það var undarlegasta
NECCHI-saumavélarnar eru heimskunnar fyrir gæði.
NECCHI hefur til að bera allar helztu nýjungarnar, svo sem
sjdlfvirk teygjuspor og „overlock", dsamt öllum öðrum
venjulegum sporum og skrautlegum mynstursporum,
sem fdst með
einfaldri stillingu á vélunum.
NECCHI er samt ótrúlega ódýr,
eða aðeins kr. 17.600,00. . Q
Simi 8-46-70
NECCHI fæst með afborgunum. Suðurlandsbraut 8
FÁLKINN
Umboðsmenn úti á landi:
Einar Guðfinnsson, Bolungarvik
Elis Guðnason, Eskifirði
Fróði hf, Blönduósi
G.Á. Böðvarsson h/f, Selfossi
Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki
Kaupfélag V. Húnvetninga, Hvammstanga
Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi
Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi
Mosfell, Hellu, Rang.
Neisti hf, ísafirði
Óðinn, Akranesi
Rafbær, Siglufirði
Rafmagnsverkstæði Suðurlands, Hveragerði
Sport- og hljóðfæraverslun, Akureyri
Vélsmiðjan Stál, Seyðisfirði
Vesturljós, Patreksfirði
Bókaverzlun Þ. Stefánssonar, Húsavik