Fréttablaðið - 12.12.2004, Page 8

Fréttablaðið - 12.12.2004, Page 8
8 12. desember 2004 SUNNUDAGUR RANA SÍJAM JARÐSUNGIN Palestínsk móðir syrgir þegar sjö ára dóttir hennar, Rana Síjam, var í gær jarðsungin í flóttamannabúðunum Kan Júnis á Gaza- strönd. Stúlkan féll fyrir skoti frá ísraelsk- um hermanni á föstudaginn. Héraðsdómur Reykjaness: 15 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot DÓMSMÁL Maður á þrítugsaldri var dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot, tilraun til fjársvika og fjársvik, þjófnað, hylmingar og vopnalagabrot. Það var Héraðsdómur Reykjaness sem kvað upp dóminn. Maðurinn var dæmdur fyrir fjársvik, fyrir að hafa í sumar svikið út leikjatölvu og heimabíó í verslun. Þá framvísaði hann án heimildar debetkorti starfs- mannafélags Hafrannsóknastofn- unarinnar. Enn fremur var hann dæmdur fyrir að hafa stolið 50.000 krónum af reikningi starfsmannafélags Hafrannsóknastofnunarinnar með því að nota debertkortið í fjórum hraðbönkum. Einnig not- aði hann kortið til bensínkaupa. Maðurinn braut vopnalög þar sem hann átti loftbyssu án tilskil- ins leyfis og hafði í vörslu sinni tvö bitvopn með 15 og 20 sentí- metra blöðum. Þá reyndist hann vera með mikið af munum á heim- ili sínu sem stolið hafði verið í innbrotum í heimahús. Auk fangelsisdómsins var maðurinn dæmdur til að greiða 70.000 króna málsvarnarlaun og 53.000 krónur í bætur til starfs- mannafélags Hafrannsóknastofn- unarinnar. ■ RÁÐHERRA HÆTTIR Ernst Strasser hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra Austurríkis og segist vilja snúa aftur út í atvinnulífið. Strasser hefur sætt harðri gagnrýni mannréttindasam- taka fyrir breytingar á því hvernig tekið er á móti hælis- leitendum, en nýlega lagði hann til að ferðafrelsi hælis- leitenda yrði takmarkað. KOMMÚNISTAR SKOTNIR Tyrk- neskir hermenn skutu tvo her- skáa vinstrimenn til bana. Mennirnir voru grunaðir um að hafa gert tilraun til að ráða tyrkneskan herforingja af dög- um fyrir þremur árum síðan. Mennirnir voru félagar í maóískum kommúnistaflokki. ■ EVRÓPA Jólagjafahandbókin er happdrættismiði! Vinningar dregnir út á hverjum degi. Vinningsnúmerin birtast á forsíðu Fréttablaðsins. 107.897 Akureyringar hafna háhýsi Um 60 prósent Akureyringa eru andvíg áformum um byggingu tólf hæða fjölbýlis- húss á milli Glerártorgs og gamla miðbæjarins samkvæmt viðhorfskönnun. UMHVERFISMÁLVerktakafyrirtækið SS Byggir á Akureyri hyggst reisa tólf hæða fjölbýlishús, með þrjátú og sex íbúðum fyrir aldr- aða, á lóð sem kennd er við húsið Baldurshaga. Tæplega 1.700 Ak- ureyringar hafa undirritað yfir- lýsingu þar sem lýst er yfir and- stöðu við byggingu hússins. Í könnun sem IMG Gallup á Akureyri framkvæmdi að eigin frumkvæði kemur fram að rúm- lega sextíu prósent þeirra sem af- stöðu tóku, á aldrinum 16 til 75 ára, var andvígur byggingar- áformunum. Tæplega 25 prósent voru hlynnt og rúmlega tólf pró- sent sögðust hvorki hlynnt né and- víg. Þegar þeir sem sögðust andvígir byggingunni voru spurðir hvort þeir yrðu minna, meira eða jafn andvígir ef byggingin yrði aðeins fjórar til sjö hæðir sögðust 47 pró- sent þeirra verða minna andvíg en 51 prósent sögðu það ekki breyta af- stöðu sinni. Tæp tvö prósent sögð- ust verða meira andvíg. Logi Már Einarsson, hjá arki- tektastofunni Kollgátu á Akur- eyri, er hönnuður hússins og að hans mati segja niðurstöður könn- unarinnar ekki mikið. „Ég geri ráð fyrir að þessum 38 prósentum sem kjósa að svara ekki standi nokkuð á sama hvort byggingin rísi. Þegar rýnt er nánar í tölurn- ar kemur í ljós að einungis 167 einstaklingar, úr 884 manna úr- taki, eru alfarið andvígir bygging- um við Baldurshaga eða 19 pró- sent. Ég er hins vegar afskaplega sáttur við að umræða um bygg- inguna er komin í gang en ég mun ekki láta þessa könnun eyðileggja fyrir mér jólin,“ sagði Logi Már. Þóra Ákadóttir, forseti bæjar- stjórnar Akureyrar, sagði í sam- tali við Fréttablaðið að líklega yrði fjallað um málið á fundi bæj- arstjórnar næstkomandi þriðju- dag. „Ég geri ráð fyrir að þetta hátt hlutfall þeirra sem andvígir eru hafi áhrif á afstöðu bæjar- stjórnar, án þess að ég vilji þó fullyrða hver niðurstaðan verður. Þetta er það stórt mál að við verð- um að vanda okkur og hlusta á fólkið í bænum,“ sagði Þóra. Könnunin var gerð dagana 21. september til 7. október. Úrtakið var 884 íbúar á Akureyri og svar- hlutfallið 62 prósent. kk@frettabladid.is Framkvæmdastjóri kirkjuráðs þjóðkirkjunnar: Fasteignagjöld yrðu enn ein skerðing á tekjum kirkjunnar SVEITARSTJÓRNARMÁL Verði kirkjum gert að greiða fasteignagjöld kemur það væntanlega í hlut þeirra rúm- lega 280 safnaða að greiða þau, seg- ir Guðmundur Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs þjóð- kirkjunnar. Guðmundur segir að verði af gjaldtökunni sé það sanngirnismál að kirkjur landsins fái hærri fjár- framlög. Kirkjan muni kanna stöðu sína: „Það má ekki gleyma því að ríkið skerti sóknargjöldin varanlega í fyrra um sjö prósent. Það var þung- bær skerðing fyrir marga söfnuði. Komi þetta til viðbótar er það áhyggjuefni og visst áfall, sérstak- lega þar sem kirkjur eru oft stór mannvirki.“ Fasteignagjöld eru greidd eftir verðmati eigna og hefur tekju- stofnanefnd sveitarfélaga og ríkis- ins náð samkomulagi um slíkar greiðslur. Magnús Axelsson, forstöðumað- ur safnaðarráðs Fríkirkjunnar, segir fjárhæð fasteignagjalda sennilega ekki gera söfnuðinn gjaldþrota: „Öll útgjöld sem bætast við safn- aðarstarfið þrengja að öðrum þátt- um. Þá er minna eftir fyrir barna- starf, unglingastarf, starf aldraðra og svo framvegis.“ - gag HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Ákærði var dæmdur til að sæta upptöku og lagði lögreglan hald á nær 12 grömm af kannabisfræjum, loftbyssu og tvö bit- vopn til rannsóknar málsins. DÓMKIRKJAN Í REYKJAVÍK Var lengi eina kirkjan í Reykjavík. Vegna fjölgunar íbúa rúmaði kirkjan ekki söfnuð- inn, sem leiddi af sér stofnun Fríkirkjunnar. AKUREYRINGAR EKKI HRIFNIR AF VÆNTANLEGU HÁHÝSI Andstaða er við byggingaráform á Akureyri. Hlustað verður á vilja íbúanna, segir forseti bæjarstjórnar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.