Fréttablaðið - 12.12.2004, Page 10

Fréttablaðið - 12.12.2004, Page 10
10 Ríkisstjórnin hefur ákveðið að kaupa teikn- ingar Sigmunds sem birst hafa í Morgun- blaðinu um áratuga skeið. Guðmundur Oddur Magnússon er myndlistarrýnir Fréttablaðsins. Hvernig líst þér á kaupin? Það er eitt sem menn gera alltaf, þeir kaupa sjálfan sig. Það er hins vegar alveg rétt, burtséð frá þeim sem er að kaupa, að þá segja teikningarnar okkur hinum ýmis- legt um spegil þjóðarinnar. Er hann nauðsynlegur? Já, hann er það. Hins vegar verður að segj- ast eins og er að þó að Sigmund sé skemmtilegur teiknari og hafi sannarlega sinn eigin stíl, þá er hann eins og svo margir íslenskir listamenn heimóttarlegur, kauðslegur og langt í frá að vera eins og al- vöru teiknari í stórblöðum úti í heimi. Hver er munurinn? Þó að stíllinn sé persónulegur þá er hann skör lægra en allir almennilegir skopteikn- arar. En það á líka við um íslenska bygg- ingarlist og myndlist. Er það þá þess virði að kaupa verkin? Já, en það hefði verið sniðugra ef aðrir hefðu tekið þessa ákvörðun en viðfangs- efnin sjálf. GUÐMUNDUR ODDUR MAGNÚSSON Heimóttarlegar og kauðslegar SKOPTEIKNINGAR SJÓNARHÓLL „Við náðum samkomulagi og þar með lendingu sem ég held ég megi segi að allir hafi sætt sig ágætlega við. Það hafa verið rólegheit í þessum málum síðan,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formað- ur Sjúkraliðafélags Íslands, um deilurnar sem risu um bílagreiðslur starfsfólks í heimahjúkrun í Reykjavík síðasta vor. Harðar deilur risu þegar stjórnendur Heilsugæslunnar í Reykjavík sögðu upp aksturssamningum starfsfólks sem ók á eigin bílum í vinnunni og hugðust sjá þeim fyrir bílum í staðinn. Hluti starfs- fólksins leit á þetta sem uppsögn og lét af störfum meðan sátta var leitað. „Það var mikil harka í þessu. Í raun og verum náðum við þó því sem við telj- um hafa bjargað málunum þannig að fólk hélt áfram að vinna þarna,“ segir Kristín. „Heimahjúkrun getur unnið í dag á fullum afköstum að ég tel og þar hefur sannast að verkalýðshreyfingin getur kannski hjálpað til í svona mál- um.“ Ýmsir tóku þá ákvörðun að vera áfram á sínum bílum meðan þetta sólarlag rynni út og aðrir færðu sig yfir. Vissu- lega var þetta skerðing á kjörum fyrir marga. Kristín á ekki von á að deilurnar í vor sitji í fólki næst þegar gengið verður til samninga. „Ég held að fólk setjist nú bara niður og hendi svona aftur fyrir sig. Þegar niðurstaða er komin í mál á ann- að að vera grafið og gleymt. Þess vegna kom þetta gjafabréf okkur á óvart,“ segir Kristín og vísar til þess að þeir starfsmenn sem héldu áfram störfum fengu gjafabréf að baráttunni lokinni en ekki þeir sem lögðu niður störf. Rólegheit eftir að samkomulag náðist EFTIRMÁL: BÍLASTYRKIR TIL HEIMAHJÚKRUNAR 12. desember 2004 SUNNUDAGUR Flest fólk er ekki eins og fólk er flest Gísli Einarsson er landsmönnum að góðu kunnur fyrir sjónvarpsþættina vinsælu Út og suður þar sem hann spjallar við fólk um lífið og tilveruna. Flest er það áhugavert og hefur frá ýmsu að segja, líkt og Gísli sjálfur sem er einlægur stuðningsmaður knattspyrnuliðsins Hailfax og hóf að lesa fornsögurnar tíu ára gamall. „Hver ætli verði hjá honum næst?“ er spurning sem brunnið hefur á vörum landsmanna síðustu tvö sumur og er vitaskuld átt við hver verði næsti viðmælandi Gísla Einarssonar í þáttaröðinni Út og suður sem vakti þjóðarathygli frá fyrsta þætti. Gísli hefur flakkað um landið þvert og endilangt í leit að viðmælendum og jafnan fundið skemmtilegt og áhugavert fólk sem ekki hefur bundið bagga sína sömu hnútum og aðrir. Sjálfur fer hann ekki alltaf troðnar slóðir og gerir til dæmis meira grín að sjálf- um sér en flestir aðrir landsmenn. Gísli er úr Lundarreykjadaln- um og í framvarðasveit stuðnings- manna landbúnaðar og fornra hátta. Um leið er hann einlægur knattspyrnuaðdáandi og allseng- inn sporgöngumaður þegar kemur að vali á liði til að halda með. Hali- fax er hans félag. Þættirnir Út og suður hafa ver- ið á dagskrá Sjónvarpsins síðustu tvö ár og nú er úrval úr þeim fáan- legt á myndbandi og geisladiski. Gísli rifjar upp hvernig þættirnir urðu að veruleika. „Þetta var mín hugmynd þó ekki sé þetta nýlunda á nokkurn hátt. Ég var ekki að finna upp hjólið. Ég hef unnið fyrir Ríkisútvarpið í fimm til sex ár og hef smám saman verið að færa mig upp á skaftið. Kynningar- myndband sem ég gerði fyrir Safnahúsið á Görðum og svo Kast- ljóssþáttur um Háskólann á Bif- röst voru kveikjan. Ég sá að hægt var að gera þokkalega brúklegt sjónvarpsefni með einföldum hætti, eða í það minnsta taldi ég sjálfum mér trú um það.“ En það var ekki eina ástæðan fyrir því að Gísli fór af stað. „Svo fannst mér, eins og kannski mörg- um öðrum á landsbyggðinni, sem það vantaði meira efni utan af landi í sjónvarpið. Án þess að ég ætli að hnýta í þá menn sem stjórna spjallþáttum sjónvarps- stöðvanna þá finnst mér þetta oft vera sama fólkið sem þar eru gest- ir. Það eru þessir tuttugu frægu Ís- lendingar.“ Furðufuglar og frægt fólk Gísla var vel tekið þegar hann stakk hugmyndinni að stjórnend- um Sjónvarpsins og viðbrögð þeirra komu honum raunar á óvart. „Menn voru strax opnir fyr- ir hugmyndinni og tilbúnir að leyfa sveitalúðanum að spreyta sig,“ segir Gísli, nánast enn undr- andi yfir að fá að stýra þáttunum. „Það er oft talað um að Ríkis- útvarpið sé stöðnuð stofnun en það er ekki mín reynsla og ég er þakk- látur fyrir þau tækifæri sem ég hef fengið.“ Gísli er fréttaritari Útvarps og Sjónvarps á Vesturlandi og eins og góðum fréttaritara sæmir er hann ávallt viðbúinn þegar eitthvað kemur upp sem á erindi út fyrir hérað. Að auki tekur hann vakt ogjólagjöf Hugmynd að fyrir börnin Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is Mikið úrval af húfum og vettlingum. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 66 32 12 /2 00 4 ÓLÖF DAVÍÐSDÓTTIR Rætt er við hana í þáttunum um lífið og tilveruna. GÍSLI EINARSSON „Vissulega hef ég talað við einn og einn sérvitring en mér finnst sérviska ekki vera verri en hver önnur viska.“ FUNDUR STARFSFÓLKS Mikill hiti var um tíma í deilu starfsfólks í heimahjúkrun og Heilsugæslunnar í Reykjavík. Samkomulag náðist þó á endanu.m

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.