Fréttablaðið - 12.12.2004, Side 48

Fréttablaðið - 12.12.2004, Side 48
32 12. desember 2004 SUNNUDAGUR Ungu skáldin stíg Mikil gróska virðist vera í ljóðagerð meðal ungra skálda um þessar mundir. Núna í jólabókaf skáld sem eru að stíga fram með sínar fyrstu ljóðabækur. Fréttablaðið heyrði í þ Gott að vera ungt skáld Kjötbærinn er fyrsta ljóðabók Kristínar Eiríksdóttur, sem bar sigur úr býtum í ljóðasamkeppni Fréttablaðsins og Eddu útgáfu fyrr á árinu. Hún átti ljóð í bókinni Ljóð ungra skálda sem Mál og menning gaf út árið 2001 og hefur einnig birt ljóð í tímaritum. Kristín hefur stundað myndlistarnám við Listaháskóla Íslands og segir hún myndlistina og skriftirnar fléttast saman með ýmsum hætti. „Mér finnst myndlistin hjálpa mér með að skrifa, og síð- an öfugt. Þetta tvennt fer mjög vel saman.“ Þótt Kjötbærinn sé ljóðabók segir Kristín hana eiga það sameiginlegt með skáldsögum að í henni er fjallað um per- sónur og atburði, þótt bókin hafi jafnframt sterk einkenni ljóðabókar. Kristín er reyndar með skáldsögu í smíðum og langar til að einbeita sér að henni eftir að hún útskrifast úr Listaháskólanum í vor. Hún segir þessa miklu grósku sem nú er í ljóðagerð ungra skálda vera mjög skemmtilega. „Það er mjög gott að vera ungt skáld núna og mikið að gerast.“ ■ (Úr Kjötbænum) Í myrkrinu er herbergið stærra. Þegar ég ligg einsömul á gólfinu og keðjureyki í myrkrinu er það gríðarlega stórt. Að undanskildum mér og plötuspilaranum, plötunum, útvarpinu, leiðslunum, stólunum, borðinu og öllu hinu draslinu er það galtómur geimur þar sem ekkert gerist. Ég drep í loka augunum sé svart. Hún birtist mér eiturnaðran sem bítur í skottið á sér, skjannahvít og hlykjast um loftið, perlufestin. Þegar hún slitnar og hennar hundrað perlur sundrast er ég sjálf í hverri þeirra og sársaukinn. Menn eru svolít- ið að fóta sig „Ég hef haft mjög skýrar hugmyndir um það lengi hvers lags bók mig langaði til að skrifa, en það tók mig langan tíma að ná tökum á þeim stíl sem ég vildi hafa á henni,“ seg- ir Haukur Ingvarsson. Bók hans heitir „Niðurfall og þættir af hinum dularfulla Manga“. Hún er í þremur köflum sem hver um sig hefur einkennandi stíl. „Fyrsti kaflinn er um samhengið í íslenskum bókmennt- um og þar er mikið af víruðum vísunum í íslenskar bók- menntir frá ýmsum tímum. Miðkaflinn er svo alveg strípað- ur með hreinum ljóðmyndum. Þriðji kaflinn er loks tilraun til að takast á við nútímann. Þar er meira um rokktónlist og bíómyndir, minningarnar og tímann sem líður og maður hefur engin áhrif á.“ Inni á milli ljóðanna eru síðan prósatextar, hálfgerðar smásögur og frásagnir af Manga nokkrum, sem kemur með ýmsar athugasemdir um innihald bókarinnar og hjálpar kannski lesendum við lesturinn. Haukur er að ljúka meistaranámi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands og fjallar í lokaritgerð sinni um risann mikla Halldór Laxness. Hann segir fátt hafa verið að gerast í ljóðagerð meðal ungs fólks þegar hann var að byrja í Háskólanum, en nú sé orðin mikil breyting þar á. „Núna er mikill samgangur milli skálda og þó við séum rosalega ólík innbyrðis er maður samt í samfélagi með fólki sem er að skrifa. Samtíminn er líka einhvern veginn þannig að maður þarf að bregðast við honum. Menn eru svolítið að reyna að fóta sig. Ætli ljóðið sé ekki bara það form sem tím- inn kallar á núna.“ ■ I heilabrot Ég hef aldrei blekkt sjálfan mig og sagt: “Ég er góður maður!“ Mun nær mér væri að segja: “Ég er vondur!“ því þannig firri ég mig ábyrgð á gerðum mínum en gef mig út fyrir að vera sannsögull og heiðarleg- ur. Þetta eru játníngar mínar vélrænar en persónulegar. Ég er í einum sá góði sá vondi og sá ljóti Þessu þrennu neita ég ekki Ungskáldin eru öll á einu máli um að vettvangur fyrir ung ljóðskáld sé orðinn gjörbreyttur frá því sem var fyrir aðeins örfáum árum. Mikil gróska sé í þessum geira bókmenntanna. Flest þeirra telja engan vafa leika á því að netið hafi átt þar stóran hlut að máli. Á netinu tíðkast það að fólk tjái sig hispurslaust, meðal annars á bloggsíðum. Þar er einnig að finna vefsetrið Ljóð.is þar sem hundruð skálda hafa kvatt sér hljóðs á síðustu misserum. Félagsskapurinn Nýhil hefur einnig átt verulegan þátt í því að breyta afstöðu ungs fólks til ljóða og ljóð- skálda. Nýhil hefur meðal annars staðið fyrir kröftug- um upplestrarkvöldum sem gjarnan hafa verið nefndar ljóðaorgíur, þar sem allur hátíðleiki hefur verið víðs fjarri. KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR Kjötbærinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. HAUKUR INGVARSSON Mál og menning gefur út Niðurfall og þætti af hinum dularfulla Manga. Bók sem breytt- ist í leiksýningu „Ég hef verið að skrifa frá því ég var pínulítil,“ segir Þór- dís Björnsdóttir. „Það eru til sögur frá því ég var átta ára.“ Hún sendi nýverið frá sér ljóðabókina Ást og appelsínur, þar sem hún segir nokkuð heildstæða sögu af býsna tilfinn- ingaríku ástarsambandi sem tekur óvænta stefnu í nánast hverju ljóði. Fyrir skömmu tók Þórdís þátt í sviðsuppfærslu á bókinni á Akureyri þar sem hún las hana upp í heild sinni á leik- sviði, sem teljast verður býsna óvenjulegt. „Þetta var nánast eins og leiksýning eða kannski frekar fjöllistasýning, mjög karnivalískt allt saman með þremur fimleikastelpum og atvinnutrúði. Svo var þarna líka leik- listarfólk og tónlistarfólk. Eiginlega var þetta bara eins og ljóðaupplestur með þessari sérstæðu umgjörð.“ Það var Örn Ingi Gíslason, listamaður á Akureyri, sem hafði samband við Þórdísi eftir að hafa lesið viðtal við hana í Birtu. Hann hugðist fyrst nota eitt ljóða hennar í sýningu sína, en það endaði með því að öll sýningin var helguð þess- ari fyrstu ljóðabók hennar. Þórdís er að læra bókmenntafræði við Háskóla Íslands og er að spá í að skrifa lokaritgerð sína um spænska skáld- ið Federico Garcia Lorca. ■ Myndin Þú sagðist vilja mála af mér mynd og ég lagðist í sófann og lokaði augunum svo fallega nakin sykruð og súkkulaðisæt. En nokkru síðar horfði ég á sjálfa mig með afskorið brjóst og eitthvað ógeð lekandi úr munnvikinu augun starandiog steindauð. Af hverju gerðirðu þetta af hverju gerðirðu þetta? spurði ég spurði en þú svaraðir mér finnst hún bara flottari svona. ÞÓRDÍS BJÖRNSDÓTTIR Ást og appelsínur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.