Fréttablaðið - 12.12.2004, Side 64

Fréttablaðið - 12.12.2004, Side 64
■ TÓNLEIKAR  14.00 Harmonikkutónleikar verða haldnir í tónleikasal Ráðhúss Reykjavíkur.  16.00 Hin árlega jólastund KaSa hópsins verður í Salnum, Kópa- vogi.  16.00 Laufey Sigurðardóttir fiðlu- leikari og Richard Talkowsky sellóleikari flytja tvíleiksverk eftir Nardini, Boccherini, Villa-Lobos og Jón Nordal á hinum árvissu tón- leikum á jólaföstu í Listasafni Ein- ars Jónssonar.  16.00 Aðventutónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands verða í Akureyrarkirkju.  17.00 Kirkjukór Grensáskirkju heldur aðventutónleika í Gresnás- kirkju. Stjórnandi er Árni Arin- bjarnarson.  17.00 Chroma tríóið, skipað þeim Magneu Árnadóttur flautuleikara, Herdísi Önnu Jónsdóttur víólu- leikara og Bryndísi Björgvins- dóttur sellóleikara flytur hugljúfa tónlist á aðventutónleikum í Ás- kirkju. Með þeim leikur Kári Þormar á orgel.  17.00 Verk eftir Handel, Mozart, Scarlatti og Hildigunni Rúnars- dóttur verða flutt á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar áhuga- manna í Seltjarnarneskirkju.  17.00 Jólaóratóría Johanns Sebastians Bachs verður flutt í Hallgrímskirkju í flutningi alþjóð- legrar barokkhljómsveitar frá Hollandi, ásamt kammerkórnum Schola cantorum og ungum ís- lenskum einsöngvurum undir stjórn Harðar Áskelssonar.  20.00 Tríóið Guitar Islancio og tenórinn Jóhann Friðgeir Valdi- marsson verða í kirkjulegri jóla- sveiflu í Bústaðakirkju ásamt Kór Bústaðakirkju og Bjarna Þór Jónatanssyni píanóleikara. Stjórn- andi er Guðmundur Sigurðsson.  20.00 Aðventustund verður í Seljakirkju þar sem orgel kirkjunn- ar verður tekið í notkun eftir gagngera viðgerð. Jón Bjarnason organisti flytur átta orgelforspil eftir Jóhann Sebastian Bach. Kirkjukór Seljakirkju syngur.  21.00 Súkkat og Þórir á Grand Rokk ásamt leynigesti.  21.00 Tenderfoot verður með tón- leika á Hótel Borg í tilefni af út- komu fyrstu plötu hljómsveitar- innar, sem ber heitið “Without gravity”. ■ SAMKOMUR  15.30 Perlujól, jólahátíð fatlaðra, verða haldin í Gullhömrum, nýju félagsheimili í Grafarholti. ■ MESSUR  20.00 Regnbogamessa verður haldin í Langholtskirkju. Þar sam- einast söfnuðirnir þrír umhverfis Laugardalinn, - Langholts-, Ás- og Laugarnessöfnuður - í almennri kvöldmessu á jólaföstu og kalla samkynhneigða og fjölskyldur þeirra sérstaklega til þessa samfé- lags. ■ SÝNINGAR  15.00 Sýningin „Rafmagn í 100 ár” verður opnuð í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafn- arfjarðar. ■ BÆKUR  15.30 Gerður Kristný, Bragi Ólafs- son, Einar Már Guðmundsson og Kristín Ómarsdóttir lesa úr nýjum bókum sínum á Gljúfra- steini. 48 12. desember 2004 SUNNUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 9 10 11 12 13 14 15 Sunnudagur DESEMBER Mið. 29. des. kl. 20 Mán. 27. des. kl. 20 eftir Hlín Agnarsdóttur Sun.12. des. kl. 20.00 frumsýning Þri. 14. des. kl. 20 Mið. 15. des. kl. 16.00 og 20.00 Fös. 17. des. kl. 12.00 Lau. 18. des kl. 14.00 Sun. 19. des. kl. 18.00 og 20.00 Mán. 20. des. kl. 16.00 Þri. 21. des. kl. 14.00 og 20.00 Mið. 22. des. kl. 16.00 Fim. 23. des. kl. 14.00 og 20.00 Jólin syngja Mið. 22. des. Tónleikar: Ragnheiður Gröndal með hljómsveit Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. SÍÐUSTU SÝNINGAR sun. 12. des kl. 14 – sun. 19. des kl. 14 – sun. 26. des kl. 14 Gjafakort á Toscu - Upplögð gjöf fyrir tónelska vini, ættingja, starfsmenn og viðskiptavini Miðaverð við allra hæfi: Frá kr. 1.000 upp í kr. 6.500 – og allt þar á milli. - 20% afsláttur af völdum útgáfum af óperunni Tosca í verslun Skífunnar á Laugavegi 26 gegn framvísun gjafakorts. Gjafakort seld í miðasölu. Miðasala á netinu: www.opera.is LAUGARDAGUR 11/12 KRAMHÚSIÐ - JÓLAGLEÐI Nemendasýning - tónlist - dans. kl. 20.30 - Aðgangur kr. 1.500,- Lifandi tónlist og ball í forsal SUNNUDAGUR 12/12 BELGÍSKA KONGÓ eftir BRAGA ÓLAFSSON Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki - kl 20 Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík Miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is Miðasala, sími 568 8000 GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ - GILDIR ENDALAUST Gjafakort fyrir einn kr. 2.700 - gjafakort fyrir tvo kr. 5.400 Gjafakort á Línu Langsokk fyrir einn kr. 2.000, fyrir tvo kr. 4.000 VIÐ SENDUM GJAFAKORTIN HEIM ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU - pantið í síma 568 8000 eða á midasala@borgarleikhus.is Fim. 30.12 20.00 Uppselt Aukasýning mið. 29.12 kl. 20 ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Miðasalan er opin frá 14-18, lokað á sunnudögum SMIÐUR JÓLASVEINANNA eftir Pétur Eggerz Fös. 10. des. kl. 9:30 og 14 uppselt Sun.12. des. kl. 16:00 laus sæti Miðaverð kr. 1.200 www.moguleikhusid.is Sími miðasölu 562 5060 Tvær sinfóníuhljómsveitir ætla að frumflytja sama tón- verkið í dag á tónleikum í Akureyrarkirkju og Sel- tjarnarneskirkju. „Við vitum ekki til þess að þetta hafi gerst áður, a.m.k. ekki hér á Íslandi, að sama tónverkið sé frumflutt á tveimur stöðum nán- ast á sama tíma,“ segir Hildigunn- ur Rúnarsdóttir, sem hefur samið tónverk við jólasögu eftir Jón Guðmundsson. Verkið verður frumflutt í dag, fyrst í Akureyrarkirkju á aðventu- tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem hefjast klukkan 16, síðan í Seltjarnarneskirkju á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem hefjast klukkan 17. „Sagan fjallar um lítinn strák sem fær kartöflu í skóinn af því hann er svo óþekkur. Hann veltir því mikið fyrir sér af hverju hann fær bara kartöflur í skóinn.“ Hildigunnur segir formið á verkinu svipa svolítið til Péturs og úlfsins. Textinn er lesinn á milli kafla í verkinu, og svo fær hver persóna sitt stef. „Strákurinn fær sitt óþekktar- stef, svo er jólasveinastef og stjörnustef og líka engill sem fær sitt stef.“ Sjálf stjórnar Hildigunnur flutningnum í Seltjarnarnes- kirkju, og það sem meira er – tólf ára dóttir hennar leikur í fyrsta sinn á þessum tónleikum á fiðlu með Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna. Á tónleikunum syngja Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Ólafur Einar Rúnarsson tenór einsöng með hljómsveitinni, en þau eru systkini Hildigunnar. „Þetta verða miklir frænd- garðstónleikar,“ segir Hildigunn- ur, og bætir því við að Jón Guð- mundsson, höfundur jólasögunn- ar, leiki ennfremur á flautu með sömu hljómsveitinni. Hann mun þó ekki vera skyldur þeim. Fyrir utan jólaverk Hildigunn- ar ætlar Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands að flytja konsert fyrir horn og hljómsveit eftir Rossetti. Einnig flytja 40 nemendur úr gít- ar- og blásaradeild Tónlistarskól- ans á Akureyri jólalög með hljóm- sveitinni. Einleikari verður ung- verski hornleikarinn László Czenek, en stjórnandi er Guð- mundur Óli Gunnarsson. Í Seltjarnarneskirkju flytur Sinfóníuhljómsveit áhugamanna verk eftir Händel, Scarlatti og Mozart, auk jólasögu Hildigunnar. „Þetta verk mitt er síðast á dag- skrá tónleikanna á Akureyri, en fyrst á dagskránni hjá okkur þannig að við gætum byrjað um það leyti sem þeir eru að ljúka,“ segir Hildigunnur. ■ TÓNLISTARNEMAR Á AKUREYRI Nemendur úr gítar- og blásaradeild tónlistarskólans á Akureyri taka þátt í tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í dag í Akureyrarkirkju. Á tónleikunum verður frumflutt jólaverk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, sem ætlar að stjórna flutningi Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna á þessu sama verki í Seltjarnarneskirkju í dag. Kartöflur í skóinn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.