Fréttablaðið - 12.12.2004, Side 72

Fréttablaðið - 12.12.2004, Side 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 2 0 4 ÉG ELSKAÐI HANA KONUNGUR ÞJÓFANNA, MOLLY MOON STÖÐVAR HEIMINN OG LJÓNADRENGURINN - EFTIRFÖRIN Bókin er æsispennandi ævintýrabók sem heldur lesandanum föngnum frá fyrstu síðu. ... Það er gaman að lesa spennandi bók sem er laus við hræðilegar verur sem kynnu að leynast undir rúminu að lestri loknum. Ævintýri sem er svo raunverulegt að lesandinn getur auðveldlega lifað sig inn í það. – Hildur Heimisdóttir, DV Ég elskaði hana, rétt eins og hina fyrri og finnst hún vera algjör skyldulesning fyrir krakka á öllum aldri. – Þrúður Guðmundsdóttir, kistan.is Ljónadrengurinn er mjög spennandi og skemmtileg lesning. Höfundar bókarinna ... flétta listilega vel saman gagnrýni á samfélag nútímans og spennandi ævintýri í framtíðinni. – Hildur Heimisdóttir, DV Bókin er skemmtilega og vel skrifuð, lifandi og kímin. Persónulýsingar eru sterkar og margar ansi skemmti- legar persónur koma til sögunnar... Aðdáendur Mollyar Moon nýir sem gamlir eiga eftir að spæna þessa bók í sig enda skemmtileg og hryllilega spennandi, sérstaklega í lokin. – Hildur Loftsdóttir, Morgunblaðið Stríðið um steikina Orrustur eru tíðar hjá fólki viðupphaf sambúðar, þegar aðilar eru að leggja drög að samkomulagi um helstu atriði. Semja þarf hvorum megin í rúminu aðilar ætla að sofa, hvaða muni (hann) má koma með í búið að heiman og hver fær að halda á fjarstýringunni á kvöldin. ALLT ERU ÞETTA tiltölulega ein- föld atriði. Önnur flóknari bíða þó handan við hornið. Hver fer með framkvæmdavald í fjármálum, hvernig á að haga þrifum og hvaða mál halda áfram að vera aðskilin? GRUNDVALLARATRIÐI er að ljúka samningum um húsverk hið fyrsta. Annað framkallar gróðrarstíu átaka. Margar konur hafa hins vegar samið herfilega af sér á þessu sviði. Lærðar rannsóknir benda til að að- eins 8% karlmanna sinni þvottum, en sjái þess í stað um bílinn, sem er verk sem huga þarf að nokkrum sinnum á ári. Þessar konur geta þó verið stoltar af kænsku sinna karla. AÐRIR HAFA LEYST hluta vand- ans með því að kaupa besta mögulega hjálpartæki ástarlífsins, uppþvotta- vélina. Sumir samningar geta litið vel út en fela þó í sér snöggan dauða sambands. Sjónvarp og áskriftir eru hættusvæði og margar konur hafa samið sambandið af sér með því að samþykkja Sýn. ÁTÖKIN HARÐNA YFIRLEITT þegar barn er komið í spilið. Sniðugar mæður ná fram fínum samningum, hafi þær vit á því að semja strax „á sæng“. Sanngjörn skipti gætu verið þannig að kona taki meðgöngu, fæð- ingu og jafnvel, við bestu samnings- aðstæður, gyllinæð. Ólaskaður faðir- inn tekur þá í staðinn kúkableiur, gubb, andvökunætur og frekjuköst. ALLAR ÞESSAR upphafsorrustur eru þó nauðaómerkilegar og nánast hjákátlegar í samanburði við móður- bardagann. Litlu daglegu pústrarnir leggja aðeins línurnar fyrir Stóra stríðið, sem snýst auðvitað um jólasteikina. Þyngsti slagur hverrar sambúðar. Hér gildir að leggja allt í sölurnar. Vígstöðvarnar eru tvær og jafnmikilvægar: Hvað á að borða og hvar á jólamáltíðin að fara fram? SIGURINN er sá mikilvægasti í sambúðinni. Að ári er nefnilega hægt að vísa í hefðina, sem er aldrei sterk- ari en einmitt yfir jólin. BAKÞANKAR ÞORBJARGAR S. GUNNLAUGSDÓTTUR » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á MÁNUDÖGUM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.