Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
Sunnudagur X. desember 1974.
Samkoma hjá mormónasöfnuO-
inum. Þaö skal tekið fram aö
þennan sunnudag var óvenju fá-
mennt. David Payne, Sara og
Grettle, Þórhildur Ginarsdóttir
og Þorsteinn Jónsson.
Þeir sem reykja eða
drekka fd ekki að
gegna dbyrgðar-
stöðum innan
kirkjunnar
MORMÓNAR
Vísir að söfn-
uði í Reykjavík
Mormónatrú barst
hingað til lands með
handverksmönnum,
sem höfðu verið við nám
i Kaupmannahöfn. Þetta
var á árunum 1849-’51 og
helztu forsvarsmenn
þessara nýju trúar-
bragða hér voru Þórar-
inn Hafliðason snikkari i
Vestmannaeyjum og
Guðmundur Guðmunds-
son gullsmiður i Ártún-
um, einnig Jóhann
Jóhannsson i Keflavik.
Nokkuð margir aðhyllt-
ust mormónatrúna
þ.á.m. Loftur Jónsson
alþingismaður i Þór-
laugargerði i Vest-
mannaeyjum, sem á
ólöglegan hátt var svipt-
ur þingmennsku i
refsingarskyni fyrir trú
sina.
Árið 1853 kom til
landsins danskur maður
að boða mormónatrú og
óx henni þá fylgi. En
margir voru einnig and-
vigir. 1 Vestmannaeyj-
um var safnað undir-
skriftum þessa fólks,
sem andvigt var
Mormónum og þess
krafizt að komið yrði i
veg fyrir að þeir gætu
boðað falstrú sina. 284
skrifuðu undir og einn
heimtaði sérstaklega, að
Mormónarnir yrðu sett-
ir i fangelsi. Þeir, sem
ekki skrifuðu undir
plagg þetta voru einnig
skráðir og hafa ef-
laust átt að meðhöndlast
á viðeigandi hátt. Það
hefur þvi fyrr verið
safnað undirskriftum
hér á landi en nú þessi
siðustu ár.
Á þessum árum hóf
Þórður Diðriksson trú-
boð. Flestir tóku
Mormónum jlla og var
þeim úthýst og neitað
um mat. 1857 flýja is-
lenzku Mormónarnir
land undan þeim ofsókn-
um, en að visu ekki með
öllu ófúsir þvi Utah var
þeirra fyrirheitna land.
Nokkrir þeirra fóru til
Kaupmannahafnar og
þrettán til Englands
áleiðis til Utah i Banda-
rikjunum.
Mormónatrú átti eftir að skjóta
upp kollinum siðar, m.a. boðaði
r^Snjó-hjólbarðar
til sölu í flestum stærðum
góð snjó-mynstur
HAGSTÆTT VERÐ
Sólum flestar
stærðir
ÁBYRGÐ Á SÓLNINGU
Sendum í póstkröfu
SéUiXimKS
Nýbýlaveg 4 * Simi 4-39-88
Kópavogi
Eirikur frá Brúnum hana seint á
öldinni, sem leið. Rétt fyrir alda-
mót komu hingað enn mormóna-
trúboðar, m.a. Jón Johannesson,
sem gaf hér út bókina Köllun til
guðsríkis 1902. Jón kom frá Utah
og fór þangað aftur eftir veruna
hér. Hvort einhverjir íslendingar
snerust til mormónatrúar um
þetta leyti er okkur ókunnugt um,
en þá hafa þeir sennilega flutzt
vestur um haf til sins fyrirheitna
lands.
Fimm íslendingar
eru Mormónar
Á siðari árum hefur verið hljótt
um Mormóna hér á landi. Þó eru
þeir nokkrir til. Fimm Mormónar
játa mormónatrú og nokkrir hafa
áhuga á trúarbrögðunum og eru
að kynna sér þau.
Kinsky-bræður, Orn og Falk, og
móðir þeirra eru þeir
Mormónar, sem hafa verið hér
lengst. Kaldhæðni örlaganna hef-
ur hagað þvi svo að bræðurnir
tveir hafa atvinnu sina af kaffi-
brennslu þó þeim sé það að öllu
leyti ekkiljúft. Sjálfir drekka þeir
aldrei kaffi. Sannir Mormónar
drekka nefnilega hvorki kaffi né
te, áfengi, né nota tóbak. Þá er
ung kona Þórhildur Einarsdóttir
mormónatrúar. Og loks er Þor-
steinn Jónsson, sem lengst af hef-
ur verið sjómaður, en starfar nú i
Sjóbúðinni á Grandagarði. Hann
lét skirast i fyrra suður á Kefla-
vlkurflugvelli.
Nú hefur þessum litla
mormónasöfnuði vaxið ásmegin.
Hér er nú búsett i vetur
Mormónafjölskylda frá Banda-
rikjunum, ung hjón með sjö
mánaða gamla dóttur og undan-
farna tvo mánuði hefur
Mormónasöfnuðurinn i Reykja-
vlk komið saman til guðsþjónustu
á heimili þeirra.
A Keflavikurflugvelli eru um 50
Mormónar og þar er biskup allra
Mormóna á íslandi. Hann heitir
Dr. Charles Broadbend.
Söfnuðurinn i Reykjavik kemur
saman hjá David Payne, konu
hans Grettle og dóttur þeirra
Söru. David kennir þjóðfélags-
fræði við Háskóla íslands i orlofi
sinu frá University of Iowa. Þau
David og Grettle eru bæði af
Mormónum komin. Hún er frá
Cedar Rapids i Iowa og er
tónlistarkennari að mennt. Hann
frá háskólaborginni Provo i Utah.
Þar stundaði hann nám, en lauk
Ph. D. prófi frá háskólanum i
Norður-Carolina.
Það er viðar en á tslandi sem
Morminar hafa orðið að þola of-
sóknir. David Payne segir frá þvi,
þegar Mormónakirkjan var
stofnuð 1830 i New York, en hún
nefnist fullu nafni Kirkja Jesú
Krists af seinni dága heilögum
(Church of Jesus Christ of Latter
Day Saints) Mormónarnir voru
brátt ofsóttir vegna trúar-
skoðana sinna og söfnuðurinn
fluttist tii Ohio. Þar tóku enn við
ofsóknir og Missouri var næsti
áfangastaður. Siðan voru
Mormónarnir i sjö ár I Nauvoo i
Illinois, þar sem ofsóknirnar
uröu meiri en nokkru sinni. Þar
var upphafsmaður mormóna-
trúar Joseph Smith drepinn. Þá
tók Brigham Young við og leiddi
Mormónana til Salt Lake City,
- og nú eru þeir
settir út af sakra-
mentinu fyrir
fjölkvæni, sem
áður fyrr þótti gott
og gilt