Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 21

Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 21
20 TÍMINN Sunnudagur 1. desember 1974. Sunnudagur 1. desember 1974. Rætt við Sveinbjörn Björnsson um jarðskjálfta á íslandi NÝLEGA FLUTTI Sveinbjörn Björnsson erindi I Náttúrufræði- félaginu um jaröskjálfta á ís- landi. Og af þvf að við búum nú einu sinni á eldfjallalandi, þar sem jarðskjálftar eru tiöir, þótti ekki illa til fundið að gefa al- menningi nokkurn kost á að kynn- ast þvi sem fræðimenn hafa um þá hluti aö segja. Sveinbjörn var sem sagt sóttur heim og beðinn að leysa frá skjóðunni. Fyrsta spurningin sem fram var borin, kann að virðast óhæfi- lega yfirgripsmikil: Helztu drættir erindisins — Hvert var meginefnið i er- indi þfnu, Sveinbjörn? — Erindiö hét Um stóra skjálfta og smáa, og meginefni þess var að gefa yfirlit um það, hvar stærstu jarðskjálftar veröa hér á landi, hversu stórir þeir hafa verið og hver áhrif þeir hafa haft á b.yggingar i landinu og jafnvel á sjálfa sögu landsins. bá ræddi ég nokkuð um þaö, hvort hugsanlegt væri að við gæt- um séð fyrir, hvar jarðskjalftar verða og jafnvel lika hve stórir þeir geta orðið, og hvort hugsan- legt sé að vara við þeim. Þannig rakti ég nokkra fyrirboða og að- ferðir til þess að sjá skjálfta fyrir. Enn fremur rakti ég hvar á landinu smáir jaröskjálftar veröa, en þaðer aðallega þar sem stóru skjálftarnir verða, auk þess sem þeir fylgja lika gosbeltunum, bæði þvi sem liggur frá Þingvöll- um að Langjökli og eins beltinu frá Mýrdalsjökli um Vatnajökul og Oskju norður á Melrakka- sléttu. Siöan nefndi ég jarðskjálfta, sem verða við upphaf eldgosa og tók sem dæmi skjálftana, sem fóru á undan gosinu i Heimaey. Þar lýsti ég þvi meðal annars, að þessir skjálftar urðu mjög djúpt i jarðskorpunni og á miklu meira dýpi en algengast er. Þess vegna hafa vaknað vonir um að við gæt- um ef til vill greint i sundur venjulega jarðskjálfta og svo hina, sem boöa hættu, til dæmis eldgos. — Getur dýpið, þar sem jarð- skjálftinn á upptök sin, gefið bendingu um þetta? — Já, einmitt. Ef þeir eru djúpt niðri i möttlinum, sem kallaður er, þaö er að segja á svo sem tuttugu til þrjátiu kilómetra dýpi, eru likur til þess að þeir stafi af kvikuhreyfingum, en venjulegir skjálftar hér eru yfirleitt ekki nema á tiu til fimmtán km. dýpi, I mesta lagi, en oft ekki nema á þriggja til fimm km. dýpi, og standa þá sjaldnast i neinu sam- bandi við kvikuhreyfingar. Aö lokum sýndi ég I erindi minu hvað verið er að gera núna, hvernig fylgzt er meö skjálftum á Reykjanesskaganum, og hvernig reynt er að vakta Mýrdalsjökul með stöövum, sem raðað hefur verið umhverfis hann, og hvernig hafðar eru gætur á Vestmanna- eyjasvæðinu. — Nú er lika verið aöfjölga stöðvum á gosbeltunum, og einkum þar sem stór mann- virki eru að risa, eins og til dæmis virkjunin við Sigöldu og enn fremur þar sem hugsanlegt er að virkjanir eigi eftir að koma, eins og til dæmis við Dettifoss og viðar norðan lands. Landsnet skjálftamæla, sem Raunvisindastofnun, Orkustofnun og Veöurstofan eru aö koma upp til þess aö vakta helztu skjálftasvæði og gosbelti landsins. Eldri stöövar Veöurstofunnar eru merktar REY, AKU, EY, og SI. Stöövar 71-74 voru reistar á árunum 1971-1974. Stöðvar 75-77 eru áætlaöar á næstu árum. ÞEGAR JÖRÐIN SKELFUR UNDIR FÓTUM OKKAR Þá gekk mikið á ■ — Þú nefndir áðan litla jarð- skjálfta og stóra. Það væri nú fróðlegt að heyra um nokkra stærstu jarðskjálftana, sem sögur fara af hér á landi. — Stærstu jarðskjálftar, sem hér hafa orðið eru trúlega skjálft- arnir árið 1784. Eysteinn Tryggvason hefur rannsakað stærstu skjálfta, sem vitað er um, og metið stærð þeirra út frá áhrif- unum, sem þeir höfðu og hversu langt frá upptökunum áhrifin náðu. Með þessari aðferð hefur Eysteinn komizt að þeirri niður- stöðu, að jarðskjálftinn 1784 hafi verið um 7,5 til 8 stig á Richter- kvarða, en það er með allra stærstu skjálftum, sem koma á jöröinni. Talið er, að þeir geti varla orðið átta og hálft stig, mælt á þennan kvarða. Þessi jarðskjálfti átti upptök sin nálægt Skálholti. Þar á staðn- um felldi hann öll hús, að kirkj- unni einni undanskilinni, bæir féllu allt austur á Hvolsvöll. Berghlaup féll úr Lómagnúpi og það sást ekki i Akrafjallið fyrir rykmekki, sem þyrlaðist upp vegna skriðufalla þar i fjallinu. Þetta eru ekki nein smáræðis áhrif, þegar tekið er með i reikn- inginn I hverri fjarlægð Lóma- gnúpur og Akrafjall eru frá upp- tökum skjálftans. Tveim dögum eftir fyrsta jarö- skjálftann, kom annar, nokkru vestar. Hann var harðastur i Flóa. Enn varð þriðji skjálftinn fimm árum seinna, en ekki er vist, að hann hafi verið i neinum beinum tengslum við hina tvo. Hann varð haröastur á Hellisheiði og I Selvogi, og á Þingvöllum lækkaði land á völlunum sjálfum, við norðurenda vatnsins, um sex- tiu sentimetra. Vatnið gekk þá upp á vellina, þeir urðu mýrlendi, og hefur það vafalaust átt sinn þátt i þvi að Alþingi var flutt frá Þingvöllum til Reykjavikur. Hliðstæð saga gerðist i Skál- holti. Þar stóð ekki annað hús eft- ir en kirkjan, sem var úr timbri, og fyrir þær sakir varð biskup að flytjast af staðnum fyrir vetur- inn. Upp úr þessu var biskups- stóllinn fluttur frá Skálholti til Reykjavikur. Það má þvi segja, að þessi jarðskjálfti hafi markað spor I sögu lands og þjóðar, þar sem hann átti stóran — ef ekki stærstan — þátt i þvi að hætt var viö þinghald á Þingvöllum og að biskupsstóll lagöist af i Skálholti. Annað dæmi og yngra er jarð- skjálfti sem varð 27. ágúst 1896. Hann átti upptök á Rangárvöllum og Landi. Þessi skjálfti hefur ver- iö metinn af Eysteini Tryggva- syni, og taldi hann stæröina hafa verið 7—7,5. Einum degi siðar kom skjálfti lengra uppi i Lands- sveit, en nlu dögum seinna, eða 5. sept. kom verulega harður jarð- skjálfti sem átti upptök á Skeið- um. Hann felldi marga bæi á Skeiðum og i Flóa, en einum degi siðar kom kippur i ölfusi og geröi þar mikinn usla. Þá hrundu mikil björg úr Ingólfsf jalli, sem vegfar- endur hafa sjálfsagt veitt at- hygli, þau eru nálægt bænum á Tannastöðum. — Hafa menn tölu á þeim bæj- um, sem hrundu i þessum ham- förum? — Það féll hundrað sextiu og einn bær. Og það féllu fleiri bæir I skjálftanum 1896 heldur en 1784. Hins vegar varð mannfall ótrú- lega litið. Árið 1896 fórust aðeins fjórirmenn, og þrir 1784. I siðara skiptið, þ.e. 1896, mátti segja, að ákafir skjálftar stæðu látlaust i hálfan mánuð, svo að fólk varð að liggja I tjöldum, það þorði ekki að hafast við i húsum inni, enda fylgdi þvi mikil áhætta. Og lengi siðan voru sifelldar hræringar, sem gerðu fólk óttaslegið. Prestarnir skráðu þessa atburði — Hvernig stendur á að menn vita þetta svona nákvæmlega, löngu eftir að atburðirnir gerð- ust? — Það eigum við prestunum að þakka. Þeir gerðu nákvæmar skýrslur um tjón, hver i sinu prestakalli, og þeir skiluðu þess- um skýrslum samvizkúsamlega til sinna yfirboðara. Jarðvisinda- menn komu ekki mikið við sögu jarðskjálftans 1784, en hins vegar var Þorvaldur Thoroddsen stadd- ur hér sumarið 1897, ári eftir jaröskjálftana miklu, og hann skrifaði heila bók um þá atburði, þar sem til eru tindar allar athug- anir og skýrslur, sem hann hafði fengið frá ýmsum mönnum, og slöast en ekki sizt skýrslur prest- anna. — Voru nokkur eldsumbrot i tengslum við þessa jarðskjálfta? — Nei, það urðu ekki nein eld- gos, og það er erfitt að gefa nokk- urt hreint svar við þvi, af hverju þessi ósköp stöfuðu. Þó viröist svo sem á Suðurlandsundirlendi safn- ist bergspenna á löngum tima. Þegar svo þessi spenna hefur náð einhverju hámarki, skreppur bergið til og frá þeim hreyfingum berast þessar jarðskjálftabylgj- ur. Það virðist vera nokkur regla fyrir þvi hve þessir jarðskjálftar eru tiðir, og enn fremur hversu stórir þeir verða. Fjöldinn virðist vera svona um það bil þrir jarð- skjálftar á hverri öld, en þessir stóru jaröskjálftar eru sjaldnast I neinum tengslum við eldgos. — En verða ekki jaröskjálftar i sambandi við eldgos? — í flestum tilvikum mun vera um einhverja skjálfta aö ræða, þegar eldgos eru að byrja, en oft- ast eru þeir svo veikir, aö fólk finnur þá ekki. Þó eru Hekla og Katla ekki saklausar af þvi aö senda frá sér sterka skjálfta i sambandi við gos. t átta siðustu Kötlugosum hafa orðiö svo sterk- ir skjálftar við upphaf goss, að fólk hefur fundið þá greinilega og jafnvel flúiö heimili sin. Hekla er aftur á móti frábrugð- in að þvi leyti, að þar hafa sterk- ustu skjálftarnir komið, þegar talsvert var liðið á sjálft gosið. Þess eru þrjú dæmi, að jarð- skjálftar hafi komið á Suðurlandi, þegar svo langt var liðið á Heklu- gos, að engu var llkara en aö hún hefði beinlinis hvatt til skjálftans með gosinu. Þá rifnaði Reykjanesskaginn —Þetta voru þá stóratburðirn- ir, en eru litlu jarðskjálftarnir ekki miklu fleiri? — Jú, þeir eru miklum mun fleiri. Margir þeirra eru svo smá- vægilegir að við skynjum þá alls ekki, þótt þeir finnist á mælitækj- um. Tiðustu smáskjálftar eru á Reykjanesskaganum á svæðinu frá Reykjanestá og austur undir Kleifarvatn. Þessir skjálftar liggja þarna á nokkuð beinni linu, sem tengir saman eldgigana á svæðinu og einnig jarðhita, sem þar er. Þarna einkennist skjálfta- virknin af mörgum hrinum og smáum. Þannig mældust I sept- ember 1972 allt upp I átján þúsund skjálftar á einni viku, en þeir voru yfirleitt innan við þrjú stig, svo að menn urðu þeirra mjög lit- iö varir. Mörgum er I fersku minni mikil hrina i september 1973, þegar snarpur skjálfti kom vestur af Kleifarvatni og litlu sið- ar annar norðaustur af Grinda- vik. Þá flúði fólk úr Krýsuvik vegna tiðra jarðhræringa, og i Grindavik ollu skjálftarnir tals- verðum ótta. 1 þessari hrinu, sem stóð yfir i fjóra eða fimm daga, rifnaði skaginn allt frá Kleifarvatni og vestur á Reykjanes. Við getum búizt við, að orkan i þessum skjálftum hafi samsvarað einum skjálfta af stærðinni sex, en sá var munurinn, að þessi orka leystist ekki úr læðingi i einu stóru höggi, heldur i mörgum smáum, og þess vegna olli hún ekki meiri skaða én þetta. — Þú sagðir, að Reykjanes- skaginn hefði rifnað svo að segja að endilöngu. Var sú rifnun ofan jarðar og sýnileg? — Svo virðist, sem þessir jarð- skjálftar iiggi á þriggja til fimm kflómetra dýpi. Þeir marka nokk- uö beina linu frá Reykjanestá að Kleifarvatni. Hins vegar eru sprungur á yfirborðinu ekki alveg á þessari linu, heldur liggja þær samsiða nokkurn veginn skáhallt á hana. Liklegt er, að þarna niöri á þriggja til fimm kilómetra dýpi, sé brotalöm, sem annað slagið hreyfist til. Þá gliðnar bergið á yfirboröinu, en þó ekki nákvæm- lega eftir linunni, heldur springur það á ýmsan hátt yfir þessu svæði, sem er á hreyfingu. Við getum gert ráð fyrir, að þær sprungur, sem við finnum á yfir- borðinu, séu uppi yfir brotalöm- inni, sem er þarna undir, djúpt i jörðu, þótt þær hafi ekki sömu stefnu og hún. — Eitt er enn, sem vert er að veita athygli: Brotalömin sem ég er hér að tala um, tengir gigana á þessu svæði. Vel má þvi vera, að kvika komi upp um hana. Hún tengir lika saman jarðhitasvæðin þarna. Það er þvi engan veginn ó- liklegt, að vatn, sem kemst þarna djúpt i skorpuna, fari allt niður á fimm kilómetra dýpi og nái fyrir vikið miklum hita, trúlega allt aö fjögur til fimm hundruð gráðum. Enn sem komið er höfum við ekki borað lengra niður en á tveggja kilómetra dýpi, en ef við færum neöar, er liklegt að við gætum fengið mun heitara vatn. Mælistöðvar viðs vegar um landið — Almenningurheyriroft talað um jarðskjálftamæla. Er þeim valinn staður eftir einhverjum á- kveðnum reglum. — Hér hafa lengi verið mælar á vegum Veðurstofunnar, bæði á Akureyri og i Reykjavik. Akur- eyrarstöðin er fullkomnari, enda er hún liður i alþjóðlegu neti jarð- skjálftamælistöðva. Auk þess hefur Veðurstofan haft mæla á Kirkjubæjarklaustri og Egils- stööum. En þessir mælar hafa, ekki verið fullnægjandi til ná- kvæmrar staðarákvörðunar jarö- skjálfta hér innan lands og þess vegna hefur verið vaxandi áhugi á þvi aö fjölga mælum, og hafa forráöamenn Orkústofnunar einkum verið þar áhugasamir, vegna athugana á jarðhita og þvi sambandi sem kann að vera á milli jarðskjálfta og jarðhita. Sama er að segja um athuganir á virkjunarsvæðum vatnsorku- vera, þar sem jarðskjálftar kynnu að reynast mannvirkjum hættulegir. A Raunvisindastofnun hefur verið talsvert unniö að rannsókn á jaröskjálftasvæðum til þess að kynnast þvi hvaða kraftar eru þarna að verki. Siðast en ekki sizt hefur svo verið mikill áhugi á þvi að kanna jarðskjálfta undir eldfjöllum. Ariö 1971 var þvi byrjað að fjölga þessum mælistöðvum með þvi að setja upp sex stöðvar hér á Reykjanesskaganum, sem áttu að fylgjast með skjálftavirkni þar. Ekki var talið óliklegt, að með þvi að kynnast dreifingu skjálftanna á þessu svæði, mætti gera sér grein fyrir þvi, hvernig hagkvæmast væri að bora þar eft- ir jaröhita, ef skjálftarnir opnuðu sprungur fyrir vatnið, þar sem það kemst djúpt niður. Auk alls þessa er svo það, að alltaf má bú- ast við þvi að gos geti komið upp á Reykjanesskaganum, þótt nú sé talsvert langt um liðið siðan það varð siðast. Næst er að telja skjálftastöðv- ar, sem settar voru upp á Heima- ey á meðan gosið stóð þar, og á suðurströndinni næst Eyjum, i þvi skyni að fylgjast með skjálft- um, sem verða kynnu i sambandi við það gos. Þetta svæði hefur sið- an verið vaktað nákvæmlega vegna þess að við gerum okkur vonir um, að jarðhræringar gætu gert aðvart með sólarhrings fyrirvara, eða svo,- ef aftur kynnu aö verða eldsumbrot þarna. Næst er frá þvi að segja, að fjárveiting fékkst til þess að vakta Mýrdalsjökul. Þar voru reistar fimm stöðvar umhverfis hann til þess að fylgjast með skjálftum i honum, einkum þó i námunda við Kötlu, og einnig við Eyjafjallajökul, sem lika getur mæta vel gosið. Auk þessa má svo nefna stöð, sem sett var upp i Siðumúla, þegar jarðskjálftarnir byrjuðu jjar á siðast liðnu vori, ein er á Hveravöllum, önnur á Laugar- vatni, og vel má segja, að þessar stöðvar geti vaktað svæðið um Borgarfjörð og allt að Langjökli. Ein stöð er við Sigöldu. Hún á að fylgjast með skjálftum þar um slóðir, og meðal annars að fylgj- ast með þvi hvort breyting verður á hræringum þar, eftir að lón hef- ur veriö myndað við Sigöldu. í haust voru settar upp þrjár stöövar á Norðurlandi. Þær eru á Húsavik, Skinnastað og Grims- stöðum á Fjöllum. Ætlunin er að halda þessu áfram og setja upp eina stöð i Grimsey, og enn aðrar til þess að fylgjast með skjálftum á Norð-Austurlandi. Úr þessu á að geta orðið eins konar landsn et, með tuttugu og fimm jarðskjálftastöðvum, og reksturinn á þessum stöðvum öll- um verður þá samvinnuverkefni hjá Veðurstofu, Orkustofnun og Raunvisindastofnun, og það er einmitt verið að vinna að sam- komulagi um það, hvernig þeim rekstri veröi bezt fyrir komið og hvernig mælingarnar frá þessu stöðvaneti veröi bezt nýttar til þess að fá þá vitneskju, sem eftir er sótzt. í hagnýtum tilgangi — En hvaö vinnst? Er hægt að sjá jarðskjálfta fyrir með svo mikilli vissu, að hægt sé að gæta sin fyrir þeim? — Tilgangurinn er margvísleg- ur, alveg eins og netið sjálft. Fyrst má nefna það, að jarðfræði tslands og það sem þar gengur á, er álitið vera einn mikilvægasti þátturinn I rannsókn sprungu- kerfis á jöröinni allri, og að óviða séu betri aðstæður til slikra rann- sókna en einmitt hér. 1 annan stað fylgist þetta mælikerfi með þvi sem er að gerast hér I jarðskorp- unni og getur þvi orðið leiðbein- andi fyrir aðra rannsóknaraðila, sem vilja koma hingað snögga ferð og rannsaka einstök fyrir- bæri, en hafa kannski ekki annan tima til þess en sumarleyfið sitt. En ef við sleppum nú öllu þessu og vlkjum nánar aö spurningu þinni: Hvað vinnst? Er hægt að segja fyrir um jarðskjálfta og er hægt að nota þetta kerfi til þess? Þvi er til að svara, að viða um lönd er nú unnið að aðferðum til þess að segja fyrir um jarð- skjálfta, og er mestur áhugi á þeim hlutum I Japan. Enn fremur er áhuginn mikill, bæði i Sovét- rikjunum og Bandarikjunum, sérstaklega i Kaliforniu. Allir þessir aðilar beina nú rannsókn- um sinum mest að einum fyrir- boða, sem þeir hafa veitt athygli. Hann er sá, að nokkru áður en landsskjálftar koma, verða breytingar á hljóöhraða bergsins. Fyrst lækkar hljóðhraðinn, en þegar svo hefur verið um nokkurn tima, hækkar hann aftur, og rétt eftir aö hann hefur komizt aftur i eðlilegt horf, kemur jarðskjálft- inn. Þessi fyrirboði er að þvl leyti Frh. á bls. 35 TÍMINN 21 ficykj anes /S-2‘</. /973 i skjálftahrinunni 15.-24. sept. 1973 rifnaði Reykjanesskaginn allt frá Kleifarvatni vestur á Reykjanes. Ferningar tákna skjálftastöðvar en hringir sýna helztu skjálfta stærri en 3, 4, og 5 stig. Skjálftarnir byrjuðu 15. sept. vestur af Kleifarvatni en færðust á næstu dögum vestur til Grindavlkur og út undir Reykjanes og einnig til austurs að Klcifarvatni. Stærstu skjálftar, sem orðið hafa hér á landi slöan um 1700. Svartir deplar sýna áætluð upptök sjálft- anna, en i hringi er merkt ártal og stærð skjálftanna að mati Eysteins Tryggvasonar. 64°N 20°W Landskjálftar á Suðurlandi haustið 1896. Brotallnur tákna helztu sprungusvæöi en heildregnar linur marka svæði, þar sem hver skjálfti olli mestum spjöllum. t þessum hamförum féll 161 bær I rúst og fjórar manneskjur týndu lífi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.