Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 39

Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 39
Sunnudagur 1. desember 1974. TÍMINN 39 /i Pramhaldssaga & o FYRIR BÖRN Mark Twain: Tumi gerist leyni- lögregla dagskvöld — og þvi kvöldi gleymi ég aldrei. Þið skuluð rétt strax fá að heyra ástæðuna til þess. SJÖTTI KAFLI Við þrömmuðum á eftir þeim Jim og Lem, þar til við kom- um að húsinu þar sem Jim gamli hafði verið hafður i haldi, er við frelsuðum hann. Nú komu hundarnir þjót- andi á móti okkur til þess að heilsa okkur, og nú sáum við lika ljós i gluggunum og þá vorum við ekki lengur hræddir. Við ætluðum einmitt að fara að klifra yfir garðþrepið, þegar Tumi sagði: ,,Biddu við. Seztu niður snöggvast. Og gegndu þvi”. ,,Hvað er um að vera?” spurði ég. „Ekkert smáræði”, svaraði Tumi. ,,Hafð- ir þú ekki hugsað þér, að við skyldum verða fyrstir til að segja þeim þarna inni hver það er, sem búið er að myrða úti i lundinum frá þorpurunum tveim, sem gerðu það, og frá gimsteinunum, sem þeir rændu af lik- inu? Hafðir þú ekki hugsað þér, að við skyldum gefa áhrifa- rika lýsingu af þessu öllu og hljóta heiður- inn af þvi að vita æði- mikið meira um þessi mál en allir aðrir?” ,,Jú, auðvitað. Þú værir ekki likur sjálf- um þér, ef þú létir annað eins tækifæri o Steingervingur Afriku, Norður- og Suður- Ameriku Neðri mörk daniens eru bezt þekkt i Sevns Klint, þar sem það hvilir á kritariögum. Kritin (skrifkritin) er hvit á lit, finkorn- ótt og venjulega nokkuð laus i sér. Allt að þvi 95% af henni er mynd- að úr svonefndum kokkólitum, sem eru örsmáar kalkplötur svif- vera (Mastingophora) á tak- mörkum dýra og plantna. Göt- ungar (fóraminiferar) eiga hins vegar miklu minni þátt i myndun kritarinnar en talið hafði verið. Varðmönnum þetta fljótlega ljóst þegar betri tæki komu til þess að rannsaka smásæjar lifverur, en kokkólitar eru einkum rannsak- aðir 1 rafeindasmásjám. Kritin undir danienlögunum i Stevns Klint er talin mynduð i lok kritartimabilsins, á maastrichtientima. Allmikið er af tinnu i kritinni og liggur hún i greinilegum lögum. t Danmörku, eins og viða annars staðar, má sjá glögg merki um afflæði (regression) i lok maastriehtien. í Stevns Klint fjölgar mosadýr- um mjög efst i kritinni og er það einnig talið benda til minnkandi sjávardýpis. Yfirborð kritarinnar er öldótt, með allt að 50 sm djúp- um lægðum. I lægðum þessum finnast allt að 20 sm þykkt lag af leir, sem gengur undir nafninu fiskileir, og er leirinn talinn marka upphaf daniens i Stevns Klint. Fiskileirinn er myndaður úr aðeins einni leirsteintegund, sem nefnist montmórillónit, en er nokkuð blandaður kvarzi og kalsiti. Er álitið að hér sé um um- myndaða eldfjallaösku að ræða. Ofan á fiskileirnum kemur siðan kalklag, er gengur undir nafninu Cerithium-kalk eftir snigla ætt- kvislinni Cerithium, sem er al- geng i tertierlögum viða um heim. Engin mosadýr hafa fund- izt I Cerithium-kalkinu. Eftir myndun þessa kalklags hefur átt sér stað rof, sem hefur fjarlægt hluta af laginu og jafnvel kritinni, þar sem hún nær hæst á milli fiskileirslægðanna. Síðan átti sér stað hörðnun á sjávarbotninum. Náði hún allt að þvi 50 sm niður i lögin, bæði Cerithium-kalkið og kritina. Harða lagið („hard- ground”) er gegnumgrafið af botndýrum, einkum kröbbum og óreglulegum igulkerum. Ofan á harða laginu taka siðan við þykk lög af mosadýrakalki með bog- lægum, samanhangandi tinnulög- um. Virðist sem hér sé upphaf- lega um mörg smárif að ræða, sem teygja sig hvert inn á annað. Efst I Stevns Klint er svo lag af jökulruðningi, en undir honum má hér og þar sjá linsur af kalk- brotabergi. Jarðlögin i Stevns Klint má rekja um 12 km leið i 20—41 m hárri opnu. Mikið hefur fundizt af stein- gervingum i danienlögunum, en fánan er frábrugðin þeirri, sem finnst i kritarlögunum. Meðal svifvera eru mörkin mjög skörp. t þvi sambandi má t.d. nefna, að hjá götungaættinni Globigerin- idae komu fram 3 nýjar og merki- legar ættkvislir á danien: Glo- bigerina, Subbotina og Globo- conusa. Globoconusa daubjerg- enis er einn af einkennisstein- gervingum danians. Hjá lindýrum eru mörkin greinilegust. Meðal snigla og samloka hurfu margar gamal- kunnar ættkvislir, en nýjar komu i staðinn. Hjá samlokum t.d. hvarf hin áberandi ættkvisl Inoceramus,en stærsta samloku- tegund, sem ennþá er vitað um, tilheyrði þessari ættkvisl. Ino- SKIPAUTGCRÐ RÍKISINS M/s Baldur fer frá Reykjavík fimmtudaginn 5. desember til Breiða- f jarðarhafna. Vörum.: Vörumóttaka: til hádegis á fimmtu- dag. ceramus-skeí, sem fannst fyrir nokkrum árum á Nugssuaq- skaga á Vestur-Grænlandi, i.lög- um frá kritartimabilinu, mældist þannig tæpir 2 m á lengd! Hjá nátilum (kolkrabbaættbálkur) dóu út 5 ættkvislir, en nýjar komu i staðinn, t.d. Hercoglossa og er H. danica einn af einkennisstein- gervingum daniens. Ennþá mikil vægara er þó, að ammónitar og belemnitar dóu algerlega út við mörkin milli maastrichtien og danien og ná alls ekki upp i danien. Sömu sögu er að segja um dinósára. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru varðandi breytingar i dýra- rikinu við mörkin milli maastrichtien og danien. Það hefði mátt tina til ýmsa fleiri dýrahópa til þess að undirstrika mismuninn enn frekar. Þess er þó varla þörf. Steingervingafræði- lega séð eru þessi mörk ein þau greinilegustu i jarðsögunni, miklu greinilegri en efri mörk daniens. Eins og áður hefur verið minnst á, átti sér stað afflæði á mörkum maastrichtien og danien. Þá var þess einnig getið, að fiskileirinn I Stevns Klint sé talinn ummynduð eldfjallaaska. Þess má og geta i þessu sambandi, að i lögum frá neðra-danien á Vestur-Grænlandi eru tvö allþykk túfflög. Virðist þvi sem eldvirkni fari að gæta bæði i Danmörku og Vestur-Grænlandi þegar á neðradanien. Það er óneitanlega margt, sem mælir með þvi að nota hin greini- legu mörk milli maastrichtien og danien til þess að aðskilja krit og tertier og þá um leið miðlifsöld og nýlifsöld. Danien telst þá til tertiers og er fyrsta skeið á paleósentima. o Svikasæði Factor, hefði verið orsök kalda striðsins. Frá þessari svikamyllu stafaöi aftur á móti sá grimmdar legi skepnuskapur, sem það var iþætt. Ráðabrugg Dullesar og undirferli tortimdi sérhverri von um samhyggð valdamanna i Austur-Evrópu og almennra þegna I ríkjum þeirra, og þetta tiltæki eitraði lika sambúð Sovét- rikjanna við önnur Austur- Evrópulönd. Hvernig sem á það er litið, dró það á eftir langan hala böls og nauða. Stewart Steven hefur verið mörg ár að skrifa þessa bók. Helztu heimildir sinar hefur hann jöfnum höndum frá fólki, sem áður starfaði i þágu bandarisku leyniþjónustunnar, og mönnum, sem gegndu hliðstæðum störfum fyrir Austur-Evrópulönd. En af skiljanlegum ástæðum getur hann ekki nafngreint þetta fólk, þvi að enn kynni hönd hefndar- innar að vera á lofti. iiiiiiilii QWnTTTTTTfTmi i InlVliilLLiillLLL ma ~\ Reykjanes- kjördæmi Kjördæmisþing framsóknarmanna I Reykjaneskjördæmi verður háð I félagsheimilinu Stapa Ytri-Njarðvik sunnudaginn 8. desember næst komandi kl. 10. fyrir hádegi. Avörp flytja Olafur Jóhannesson dóms- og viðskiptaráðherra og Eggert Jóhannesson formaður SUF. Stjórn KFR. Árnessýsla — Framsóknarvist Siöasta spilakvöldið I þriggja kvölda keppninni verður að Arnesi föstudaginn 6. desember kl. 21. Heildarverðlaun eru fyrir tvo til Mallorca með ferðaskrifstofunni Sunnu. Einnig eru kvöldverð- laun. Halldór Asgrimsson alþingismaður flytur ávarp. Að lokum verður stiginn dans. Fundur um stóriðjumól Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna i Reykjavík efnir til fundar um stóriðjumálin með sérstöku tilliti til fyrirhugaðrar málm- blendiverksmiðju. Fundurinn verður haldinn að Hótel Esju þriðjudaginn 3. desember kl. 20:30. Framsögumaður verður Steingrlmur Hermannsson alþingismaður. Allt framsóknarfólk velkomið. Kópavogur Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna i Kópavogi heldur fram- haldsaðalfund fyrir árið 1973 og aðalfund 1974 þann 10. desember, næstkomandi i Félagsheimilinu neðri sal. Fundurinn hefst kl. 20:30. Dagskrá : Venjuleg aðalfundarstörf, félagsmál önnur mál. Stjórnin. Ást og öngþveiti í íslendingasögum VAFALAUST er það eitt merki- legast ævintýrið i allri menn- ingarsögu veraldar, að þjóö, sem taldi aðeins fáa tugi þúsunda og hafði alls ekki fyrir löngu tekið sér fólfestu á „takmörkum hins byggilega heims”, eins og nú er stundum kveðið að orði, skuli á einu myrkasta skeiði ger- manskrar sögu hafa látið eftir sig bókmenntaleg afrek, sem enn i dag, átta öldum siðar, eru viðs vegar um lönd mikið og hugstætt viðfangsefni ýmissa hinna gáf- uðustu fræðimanna og æ fleiri menntastofnanir láta sig skipta. Sennilega lýsir það samt bezt lífs- mætti þessara fornu bókmennta, að svo að segja hver og einn hinna mætu manna, sem lagt hafa stund á þær, virðast hafa leitt i ljós niðurstöður sem ýmist frá list- rænu eða sagnfræðilegu sjónar- miði varpa á þær nýju ljósi eða gefa átyllu til nýrra skoðana- skipta. Til slikra rita telst tvi- mælalaust bókin Ast og öngþveiti i Islendingasögum, sem Almenna bókafélagið hefur nú gefið út I þýðingu Bjarna Sigurðssonar. Höfundur þessarar bókar, er danskur rithöfundur og fræði- maður, Thomas Bredsdorff, fæddur 1937. Hann varð cand. mag. i dönsku og ensku 1965 og sama ár ráðinn að Politiken til aö skrifa um bókmenntir og önnur menningarmál. Arið eftir hlaut hann styrk til tveggja ára fram- haldsnáms, og gerðist að þvi loknu kennari I norrænum bók- menntum við Hafnarháskóla. Hann hefur ritað nokkrar bækur, sem hafa aflað honum virðingar og álits. Arið 1969 gaf hann út Tvær tslendingasögur, og hin siðari ár hafa Islenzkar fornbók- menntir orðið honum æ áleitnari viðfangsefni. Ast og öngþveiti hefur að geyma rannsóknir á lífsmynd íslendingasagna, en er þó um- fram annað skilgreining á nokkr- um frægustu fornsögum vorum, svo sem Egils sögu, Gisla sögu Súrssonar, Njáls sögu, Grettis sögu og Laxdæla sögu. Höfundur kemst i bók sinni að ýmsum ný- stárlegum niðurstöðum. Það hefur að sönnu aldrei verið keppikefli Almenna bókafélgsins að sjá félagsmönnum sinum og öðrum viðskiptavinum fyrir þeirri tegund lesefnis, sem talið hefur verið til svonefndra „reyfara” og miðast við dægra- styttingu eina saman. Þó verður þvi ekki neitað, að á timum mikillar óvissu og taugastreitu hafa afþreyingarbókmenntir mjög eðlilegu hlutverki að gegna. En einnig þá skiptir það vissulega máli, að ekki gæti handahófs um val slikra bóka fremur en annarra. Georges Simenon, höfundur þeirra tveggja bóka, sem nú verða samferða á markaöinn, er upprunninn I Belgiu, en hefur alið lengstan aldur I Frakklandi. Hann hefur um áratuga skeið verið talinn einn hinn snjallasti höfundur leynilögreglusagna, en einnig hefur hann skrifað aörar skáldsögur, þar sem hann lætur bókmenntalegt gildi sitja I fyrir- rúmi. Aður hefur AB gefið út eftir hann tvær sögur, og fjölluðu þær um afrek og ævintýri Maigrets, hins fræga ieynilögreglufulltrúa sem fyrir löngu er orðinn les- endum Simenons víðs vegar um heim, jafnraunverulegur og væri hann málkunningi þeirra úr næsta- húsi. Vegamót i myrkri nefnist hin sagan. Þar beitir Simenon þeirri frásagnaraðferð aö leiða lesendur ^trax i upphafi á vettvang þeirr- ar voveiflegu atburðarásar, sem upp frá þvi heldur athygli manna örugglega fastri, unz yfir lýkur og allar gátur hafa verið ráðnar — þótt það verði kannski ekki alveg með þeim hætti, sem helzt mátti gera ráð fyrir. Hulda Valtýsdóttir þýddi báðar bækurnar, Auglýsid i Tímanum A

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.