Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 24

Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 1. desetnber 1974. trjánum i eplagörðunum niðri i þorpinu og sá greinarnar svigna undan þunga girnilegra ávaxtanna. Hún hafði oft horft girndaraugum á hinn forboðna ávöxt, líkt og Eva i Paradís. Stundum hafði hún fengið fáein epli hjá ein- hverri bóndakonunni, en svo álitleg sem þau höfðu verið, var það þó enn meira freistandi að gleðja börnin með þeim. Þess vegna hafði hún ávallt stungið þeim í pilsvas- ann og sjaldan svo mikið sem bragðað lostætið sjálf. Síðsumarmorgun nokkurn, er Katrín kom til Eriksson til þess að þreskja korn, — það var áður en Elvíra giftist, — hafði húsbóndinn sagt: „Komdu, Katrín. Við skulum tína eplin, sem dottið hafa af trjánum í nótt, áður en skjórarnir rífa þau sundur". Katrín fylgdi honum eftir út í eplagarðinn. Þetta var mjög árla morguns, klukkan var varla meira en fimm, og fólkið var ekki komið í fötin—sem það notaði við þreskinguna. Það var skuggsýnt og hljótt úti. Katrín og Elvíra spígsporuðu berfættar i döggvotu grasinu milli eplatrjánna og leituðu ávaxtanna. Það var rétt um dög- un og mjög erf itt að greina eplin frá jörðinni. Þær tíndu þau í svuntur sínar. Það var kalt í dögginni, og þær tók i iljarnar, eins og þær gengju á glóð. En þær settu ekki slíkt fyrir sig, þær gátu yljað sér á hlýju láfagólfinu. AAeðan Katrin reikaði um garðinn og las eplín, ómaði henni sífellt fyrir eyrum orð, er hún heyrði endur fyrir löngu heima í sveit sinni — orðin, sem tældu hana til þess að kveðja bernskuheimili sitt og hverfa brott til ókunn- ugs staðar: „Þú getur farið út á hverjum morgni og tínt epli í döggvotu grasinu". Nú gerði hún það, — nú tindi hún epli í döggvotu gras- inu. En hversu ólíkt var þetta því, sem hún hafði gert sér í hugarlund, hugsaði hún döpur í bragði, og svo brosti hún beisklega og bætti við í huganum: Ég hef þó að minnsta kosti einu sinni tínt epli í döggvotu grasinu. En þrátt fyrir beiskjuna hafði það samt verið undurljúft að reika um garðinn, og henni þótti alltaf gaman að hugsa um þennan morgun og ímynda sér, að hún hefði í raun og veru verið stutta stund í hinum paradíska aldingarði. Nú ætlaði hún sjálf að eignast aldingarð. Hún vissi til þess, að ung skipstjórafrú, sem bjó niðri í ásbrekkunni, hafði komið sér upp litlum fallegum aldingarði, þar sem áður var gróðurlaus klöpp. Og telpurnar hennar Betu höfðu meira að segja borið heim mold og búið til blóma- beð fyrir framan húsið þeirra. Nú ætlaði hún að þekja klöppina hvimleiðu með gróðursælli mold og gróðursetja þar lifandi jurtir. Hún hafði lengi haldið til haga öllu sorpi og ösku úr hlóðunum og stráð þvi yfir grjótin sunn an undir húsinu. Hún hafði jafnvel sáð þar blómf ræi. En jarðlagið var alltof þunnt til þess, að runnar eða tré gætu fest þar rætur. En þetta sumar gerði hún hvort tveggja að stækka blettinn allverulega og bæta mold ofan á gamla lagið. Norðkvist hafði látið grafa afrennslisskurð mikinn gegnum akra sína og beitilönd. Hann leyfði Katrínu að hagnýta sér nokkuð af moldinni, sem kom upp úr skurðinum úti í bithaganum, þar sem jarðvegurinn var grýttur og rætinn. En það var langt að sækja moldina þangað og þungt að bera hana alla leið heim að Klifinu, jafnvel þótt sæmilega myldin runnamold væri. En Katrín setti það ekki f yrir sig. Á kvöldin, þegar hún kom heim f rá erf iðri útivinnu, lagði hún af stað út í bithagann að sækja mold, og þær ferðir urðu ærið margar áður en lauk. Hún var moldina í stóru trogi og fór jafnan bein- ustu leið yf ir akra og beitilendur og síðan gegnum kjörr- in handan við ásinn AAargar girðingar voru á vegi henn ar, og þar eð engin hlið voru á þeim, varð hún að klöngra- st yfir þær með moldartrogið Seinna fékk hún lánaðar hjólbörur hjá Viktor Blom. Það var miklu léttara að aka moldinni í þeim. En þá varð hún líka að þræða vegina. Katrín hafði fyrst hugsað sér að þekja alla klöppina, sem tilheyrði húsi hennar. En svo sá hún f ram á, að það var vonlaust verk. Hún gat ekki borið heim svo mikla mold, að hún fengi nógu þykkt jarðlag á alla klöppina. Það var kaldranalegt norðan við húsið og ólíklegt, að þar myndi nokkurn tíma þrífast nytjajurtir, og af sléttri, brattri klöppinni vestan við það sópaðist öll mold jaf nóð- um í vorleysingunum. Þess vegna ákvað hún að láta alla moldina sunnan undir húsið. Fólkið í þorpinu henti gaman að þessu tiltæki Katrínar og spurði hana jafnan, er það mætti henni með hjól- börurnar, hvenær hún ætlaði að fara að sá í kartöflu- qarðinn. „Innan skamms", sagði Katrín. Hana dreymdi þó stóra drauma um garðinn sinn, en hún talaði ekki um það við nokkurn mann, því að fók hef ði aðeins hlegið að henni, það vissi hún. I pjátursdós á gluggakistunni uxu fáeinar litlar en grózkumiklar plönt- ur. Það voru eplatré, sem hún hafði sáð þar til. Þegar þessar plöntur höfðu náð nægum þroska og garður henn- ar var orðinn moldarmeiri, ætlaði hún að flytja þær út. Auðvitað myndi fólk hæða hana, en hún skyldi þá sýna því, hverju hún gat áorkað! Hvers vegna skyldi líka ekki að minnsta kosti eitt eplatré geta vaxið og dafnað í sól- Sunnudagur 1. desember Fullveldisdagur íslands. 8.00 Morgunandakt. Séra Sigurður Pálsson vigslubiskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. Útvarpshljómsveitin i Berlin leikur danssýningarlög: Ferenc Fricsay stj. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. 11.00 Guðsþjónusta i kapellu háskólans á vegum guðfræði- nema.Skirnir Garðarson stud. theol. prédikar. Séra Þórir Stephensen þjónar fyrir altari. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 A ártið Hallgrims Péturssonaróskar Halldórsson lektor flytur þriðja erindið i flokki hádegiserinda, og fjallar það um Passiusálmana. 14.00 Fuliveidissamkoma stúdenta: Útvarp frá Háskóla- biói. 16.00 Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 A bókamarkaðinum.Andrés Björnsson útvarpsstjóri sér um þáttinn. Dóra Ingvadóttir kynnir. 17.25 Trompetkonsert I Es-dúr eftir Haydn 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Hjalti kemur heim” eftir Stefán ’jónsson Gisli Hall- dorsson leikari les (16). 18.00 Stundarkorn með austurrlsku söngkonunni Ritu Streich. Tilkynningar, 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 ,(Þekkirðu land?” Jónas Jónasson stjórnar spurninga- þætti um lönd og lýöi. 19.50 „Fagrar heyrði ég raddirnar” Dr. Einar Ólafur Sveinsson les þjóðkvæði og stef. 20.00 Háskólakantata eftir Pál Isólfsson fyrir einsöng, kór og hljómsveit við ljóð eftir Þor- stein Gislason. 20.30 „Fagurt er I Fjörðum” Samfelld dagskrá úr Islenzkum bókmenntum (flutt á sögu- sýningunni á Kjarvalsstöðum 10. nóv.). Óskar Halldórsson tók saman. 21.25 Lúðrasveit Hafnarf jarðar leikur Hans Ploder Franzson stjórnar. 21.35 Spurt og svarað Svala Valdimarsdóttir leitar svara viö spurningum hlustenda. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Heiðar Astvaldsson dans- kennari velur lögin. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. Mánudagur 2. desemberi 1974 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar 2Q.40 Onedin skipafélagið Bresk framhaldsmynd. 9. þáttur. Ef skip mitt kemur að landi Þýðandi Óskar Ingimarsson. Efni 8. þáttar: Þegar Jamess kemur heim til konu sinnar eftir Amerikuferðina, hittir hann þar fyrir fornvin hennar, Michael Adams, sem kominn er I óvænta heimsókn eftir fjögurra ára vist i útlöndum, James fyllist afbrýðisemi, en reynir þó að láta á engu bera. Þegar liður að næstu sjóferð, falast Adams eftir skipsrúmi, og brátt kemur i ljós, að hann er ekki eins vanur sjómennsku og hann vill vera láta. Anne, sem er þreytt á einverunni heima, kemur einnig með i ferðina. A leiðinni kemur i ljós, að Adams hefur fyrir fjórum árum verið sakaður um, að hafa orðið yfirmanni sinum að bana i fyrstu sjóferð sinni. Hann er að visu sak- laus, en hefur þó verið i felum alla tið siðan. Hinn raunverulegi banamaður stýrimannsins er einnig á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.