Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 12

Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur X. desember 1974. Umsjón: Hjálmar W. Hannesson Jón Sigurðsson Breytingar eru tímabærar á kjördæmaskipaninni Fáir halda þvi fram að núver- andi kosningakerfi og kiördæma- skipan á lslandi hafi ekki ýmsa kosti lýöræðislegs stjórnkerfis. Það hefur hins vegar smám saman komið i ljós, allt frá þvi er þessari skipan var komið á 1959, að kerfiö er að mörgu leyti stór- gallað og er um það af mörgu að taka. 1 fyrsta iagier kosningastarf og framboö mjög kostnaðarsamt við rikjandi kerfi, og veröur ekki komizt hjá þrautskipulögöu og fjársterku flokksbákni ef starfaö skal til frambúðar um land allt. Kerfiö gerir i öðru lagi ekki ráö fyrir beinni, milliliðalausri og persónulegri ábyrgð þingmanna, en um leiö valda hin stóru kjör- dæmi þvi aðsamband þingmanns og kjósenda veröur torveldara en ella væri. Þingmenn eru ekki kjörnir sem einstaklingar, sjálfir ábyrgir gerða sinna hver og einn, kjörnir vegna eigin skoðana eöa mannkosta. A sama hátt er kjós- endum skotið undan þeirri ábyrgð að velja fulltrúa sina hvern og einn. 1 reynd er mikill meirihluti þingmanna skipaður af fámenn- um nefndum — hin svonefndu „öruggu sæti” — en þjóöin kýs aðeins um litinn hluta þingheims. Til að skorða þetta enn frekar hafa áhrif útstrikana verið rýrð að mun. t þriðja lagi er núverandi skip- an ósveigjanleg og tekur ekki til- lit til þeirra búferla sem orðið hafa I landinu á siðustu árum. Nú búa t.d. ibúar Kjalarnesþings utan Reykjavikur við mjög skert- an hlut. A hinn bóginn vill brenna við að fámennar byggðir á jöörum kjördæma verði út undan, jafnframt þvi sem alið er á hér- aðarig þar eö heilbrigöur metnaður og sjálfstæðiskennd byggðanna rekst á viö kerfið. Þar sem svo hagar hafa byggðarlög, sem að einhverju leyti hafa sér- stöðu, t.d. landfræðilega, mjög takmarkaöa aðstöðu til að láta réttilega aö sér kveða. Samkv_. núverandi skipan er hún i fjórða lagi ekki einu sinni jafnað rétt innihlutans, en það er þó talinn meginkostur hlutfalls- kosninga. Þannig kemur 12. minnihluti manni að I fjölmenni Reykjavikur, en aðeins 5. minni- hluti utan við borgina, og væri þvi t.d. réttlátara að skipta Reykja- vik i tvö sexmenniskjördæmi. Að vlsu hefur uppbótakerfið gegnt mikilvægu hlutverki, en þó er það furðulegur samsetningur. Það jafnar ekki milli kjördæma eða frambjóðenda heldur fyrst og fremst milli flokka, og kjósendur vita nánast ekkert hvern þeir kunna aö senda á þing. 1 einstökum atvikum hefur þetta gjarnan leitt til fáránlegustu úr- slita. Þá býður það heim eilifum hrossakaupum og elur á áróðrin- um um „umframatkvæðin”. frægu, en sá áróður er ekkert annað en siðlaus verzlun með at- kvæði. Loks, I fimmta lagi, hefur reynslan sýnt að stór fleirmennis- kjördæmi með hlutfallskjöri gera ýmsum skyndilegum upphlaups- öflum óeðlilega létt um vik og geta aukiö á sundrung eða jafnvel valdið stjórnleysi, eins og erlend dæmi eru um. Nokkur grundvallarat- riði 1 ljósi reynslunnar er samt sem áður ástæðulaust að fordæma kosningakerfið frá 1959 meö öllu, en þau atriði sem hér hafa verið nefnd eru þó fyllilega næg rök fyrir þvi að það er timabært aö vinna að breytingum á þvi. 1 þvi sambandi er rétt aö hafa i huga að landshlutasamtökin, sem vax- iö hafa upp I samræmi við kerfið, geta fullvel staðizt og dafnað þótt þvi verði breytt. Allir munu á einu máli um að stjórnkerfið á að vera einfalt, réttlátt og lýðræðislegt. Þá á i senn að endurspegla straumana I þjóölifinu og móta þau meginöfl sem veitt geta þjóðinni einbeitta og samstæða forystu. Viö islenzk- ar aðstæður er hægt að gera sér grein fyrir nokkrum grundvallar- atriðum sem taka ber tillit til. Kosningakerfið verður að vera sveigjanlegt og fylgja búferlum i landinu um leið og það tryggir hverjum landshluta ákveðna lágmarkstölu fulltrúa — Sér- hver þingmaður verður að vera kjörinn persónubundinni kosningu, vera bundinn beinum og milliliðalausum tengslum og ábyrgð við kjósendur, en þeir um leið aö hafa raunverulegt valfrelsi um menn. — Kerfið verður við skiptingu þingsæta að jafna þá óliku og ójöfnu aðstöðu sem þegnarnir búa við, þar sem helztu stjórnar-, mennta-, heil- brigðis-, þjónustu- og fjármála- stofnanir þyrpast i höfuðborginni og þeir sem búa úti um land eiga að mörgu leyti óhægt um vik að reka réttar sins. — Skipanin verður að taka nægilegt tillit til landfræðilegrar og annarrar sér- stöðu einstakra byggða, en um það verður að dæma i hverju til- viki. — Tryggja veröur a.m.k. sambærilegan rétt minnihlutans hvar sem er, en þetta merkir að kjördæmi hafi mjög svipaöa fulltrúatölu hvert ööru. Valkostirnir Lágmarksbreytingar á núver- andi kerfi til að fullnægja þessum sjónarmiðum eru þessar: 1. Allar kosningar tilþingis verði persónubundnar, hvort sem hlutfallskjör helzt eða meiri- hlutakjör I einhverri mynd er tek- ið upp. 2. Kjördæmin hafi svipaðan þingmannafjölda hvert öðru, og kerfið verði sveigjanlegt að einhverju leyti eftir ibúafjölda I hverjum landshluta. 3. Þessi atriði hvila beinlinis á þeirri forsendu að kjördæmin verði eitthvað fleiri en nú er. Vitanlega er ekki til nein alls- herjarlausn I þessum efnum og sá kostur mun seint fundinn sem uppfyllir allar óskir. Hins vegar er verulegra umbóta þörf, og þar er um nokkra valkosti að ræða. Mesta gerbreytingin væri fólgin i þvi að taka upp algert einmenniskjördæmakerfi, en Is- lendingar hafa enga reynslu af þvi i ómengaðri mynd siöan á siðustu öld. Slikt kerfi getur verið með ýmsum mismunandi hætti, en það verður að vera sveigjan- legt, annaðhvort með einfaldri lagasetningu eða dómi hverju sinni. 1 öðru lagi koma til greina tiltölulega litil fleirmenniskjör- dæmi, t.d. þrimenniskjördæmi, með hlutfallskjöri þar sem kjós- endur velja um einstaka fram- bjóðendur, jafnvel af fleiri en einum lista eftir vild með þvi að merkja með tölustöfum. Þetta kerfi verður einnig að vera sveigjanlegt að einhverju leyti. Loks er um mismunandi blönduð kerfi aö velja. Slikt kosningakerfi gæti t.d. verið með þessum hætti: — a Landinu öllu er skipt i einmenniskjördæmi og þar er kjörinn helmingur eða meirihluti Alþingis — b. Landinu er einnig skipt I fá og stór kjördæmi, t.d. fimm: Reykjavik og fjórðungana, og þar er kosið allt aö helmingi þingsins. Þessi kjördæmi hafa hvert um sig breytilega full- trúatölu, sem úthlutað er eftir ibúafjölda, en þingsætum skipt til jöfnunar milli flokka, eftir að úrslit eru kunn i einmennins- kjördæmunum. Flokkarnir bjóða einnig fram lista I stórkjördæm- unum og kjósendur geta gert breytingar á þeim, en frambjóð- andi sem kjörinn er I einmennis- kjördæmi fellur brott af listanum, hafi hann einnig verið borinn fram þar. Framsóknarmenn eiga að taka frumkvæði Framsóknarmenn bera ekki stjórnarfarsábyrgð á þvi kosn- ingakerfi sem hér hefur rikt siðan 1959 enda var þaö sett þeim til höfuðs I einhverjum tortryggileg- ustu hrossakaupum Islenzkrar stjórnm álasögu. Andstaöa Framsóknarmanna gegn breytingunum 1959 helgaöist af hag hinna dreifðu byggða, og raunar hafa ibúar þeirra löngum treyst Framsóknarmönnum bezt. En það er hlutverk og skylda Framsóknarflokksins I þessum efnum sem öðrum að hrinda málum I réttlætis- og framfara- átt. Eins og nú standa sakir ber Framsóknarmönnum að taka frumkvæöiö um nauðsynlegar umbætur á kosningalögum landsins. JS UMRÆÐUHÓPARNIR ÁHUGAVERÐIR Sp.: Nú sazt þú flokksþing Framsóknarflokksins i fyrsta sinn. Hefur þú starfaö mikið að stjórnmálum fram að þessu? Sv.: Nei. Þaö fer nú litið fyrir þvi. Að visu hef ég alla tiö veriö þrælpólitiskur, en ég hef ekki veriö félagi I stjórn- málaflokki fyrr en ég gekk I Framsóknarflokkinn fyrir rúmu ári. Sp.: Þú varst kjörinn á flokksþingið af FUF I Reykja- vik. Hvert er þitt áiit á núver- andi skiptingu innan Fram- sóknarflokksins I ungfélög (aö 35 ára aldri) og eldri félög? Sv.: Ég tel aldursskipting- una óeðlilega og tel æskilegt að lækka mörkin. Maður kom- inn yfir þritugt hefur án efa náð fullum pólitiskum þroska og á frekar samleið með fertugum manni en öörum undir tvitugu. Sp.: Kom þessi skipting nokkuð fram á flokksþinginu? Sv.: Nei, að minnsta kosti ekki málefnalega. Sp.: Hefur ungt fólk nægjan- leg áhrif við núverandi að- stæður? Sv.: Ef litið er á hlutfall milli eldri og yngri manna I ábyrgöarstöðum innan flokks- ins, kemur I ljós að eldri- mennirnir eru mun fleiri. Þetta er eðlilegt aö vissu marki, en ég held, aö hlutfalliö ætti að vera ungum mönn- um mun hagstæðara en nú er. Sp.: Hvert á hlutverk flokksþinga að vera, og hvern- ig náði þetta flokksþing til- gangi sinum? Sv.: Hlutverk flokksþinga á að vera aö efla samstööu flokksmanna, fræða þá um flokksstarfiö, setja flokknum lög, og siðast en ekki sizt að ákveða stefnu flokksins. Þetta flokksþing var vel heppnaö. A þvi voru sam- þykktar margar góðar álykt- anir. Flokksmenn skiptust á skoðunum og kynntust innbyröis, en svona þingi eru vissar skorður settar. A þvi koma saman u.þ.b. 500 manns vlösvegar af landinu og eiga að semja ályktanir, sem jafngilda stefnuskrá flokksins næstu fjögur árin. Þaö gefur auga leið, að þessi fjöldi getur ekki allur veriö virkur i starfi þingsins. Auk þess veröa ályktanir samdar I slikum flýti ekki eins markvissar og ákveðnar og þær, sem samdar voru á löngum tima. Ég teldi þvi æskilegt aö stofnaðir yrðu umræðuhópar eða nefndir, sem störfuöu á milli flokksþinga, og gæfu siðan nefndunum á þinginu skýrslur um hin ýmsu mál. Sp.:Hvaða málaflokki hafðir þú einkum áhuga á? Sv.: Ég sat i menntamála- nefnd á þessu þingi og fylgdist þvi bezt með ályktunum hennar. Annars haföi ég eig- inlega jafnmikinn áhuga á flestum þeim málum, sem þetta þing fjallaöi um. Auk nefndanna störfuöu umræðuhópar á þinginu, en þeir fjölluðu um ýmis mál, svo sem úrslit siöustu kosninga, Timann o.s.frv. í þeim fóru fram uppbyggjandi og skemmtilegar umræður. Starf þessara umræöuhópa var aö minu mati eitt áhugaveröasta verkefni þingsins. Ég heföi helzt vijaö taka þátt i öllum umræðuhópunum, en þvi mið- ur er maður of takmarkaöur til að geta skipt sér þannig niöur, þar sem hóparnir störf- uðu allir á sama tima. Ég sat i umræðuhóp, sem fjallaöi um samvinnuhreyfinguna og tengsl hennar viö Framsókn- arflokkinn. H.W.H. Pétur Orri Jóns- son er einn þeirra i'jölmörgu ungu manna, s e m undanfarin m i s s e ri hafa gengið til liös við Framsóknarílokk- inn. Pétur lýkur stúdentspróí'i fra Menntaskólanum i Iteykjavik nú i vor Hann hefur o látið félagsmál nemenda þess skóla töluvert til sin taka og á nú m.a. sæti i skóla- stjórn, annað árið i röð. I tilefni af nýafstöðnu flokks- þingi Framsókna r- flokksins, en Pétur Orri sat þingiö var þetta viðtal tekið við hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.