Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 40

Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 40
Sunnudagur 1. desember 1974. Ttminner peningar Auglýsnd' iTbnanum sis-iomit SUNDAHÖFN ■c?- GSÐI fyrirgóóan mat $ KJÖTIÐNAOARSTÖÐ SAMBANDSINS Viltu taka að þér nauðsfatt bam í fjarlægu landi? FB—Reykjavik. 1 auglýsingu i bandarisku blaði er fólki boðið að taka að sér barn einhvers staðar úti I hinum stóra heimi, barn, sem liður skort annað hvort vegna þess að foreldrar þess hafa ekki nægilega mikið tii að bita og brenna og geta ekki séð þvi far- borða, eða einfaldlega vegna þess að barnið hefur misst foreldra sina, og getur ekki séð fyrir sér sjálft. Auglýsingin, sem við erum hér að tala um er frá Christian Children’s Fund, Inc. i i Rich- mond i Virginiu i Bandarikjun- um. t auglýsingunni segir, að með aðeins 15 dollara framlagi á mán- uði geti hver sem óskar tekið að sér barn og séð þvi fyrir flestu, sem það þarfnast i heimalandi þess. Það eina, sem fólk þarf að gera er að fylla út i eyðurnar i auglýsingunni. Vil það taka að sér dreng eða stúlku, — i hvaða landi, — hversu mikið fé vill það láta af höndum rakna mánaðarlega? Og hvað fær fólkið svo fyrir peningana sína? Eftir um það bil tvær vikur frá þvi peningarnir hafa verið sendir af stað, fær sendandinn möppu með mynd og ýmsum upplýsing- um um barnið, sem það hefur nú tekið að sér, og einnig er skýrt frá þvi, með hvaða hætti barninu verði hjálpað framvegis. Nokkru siðar á svo að berast bréf, frá hjálparstöðinni, þar sem barnið er, og siðan fara að berast upplýsingar um framfarirnar, sem barnið væntanlega á eftir að taka. Jólakort sendir barnið vel- gjörðarmönnum sinum, og einnig má búast við að það geti þegar fram liða stundir skrifað bréf. Fær þá fólkið frumbréfið frá barninu, og siðan þýðingu á þvi, sem gerð er i hjálparstöðinni. Þörfin á hjálp er viða mikil, en i þessari auglýsingu er sérstaklega talað um, að börn i Brasiliu, Ind- landi, Guatemala og i Indónesiu séu hjálpar þurfi og fólk er hvatt til þess að velja sér börn frá þess- um löndum. Timinn sneri sér til Inga Jó- hannessonar framkvæmdastjóra Hjálparstofnunar kirkjunnar hér á landi, og spurði hann, hvort hér væri mögulegt að taka að sér barn á svipaðan hátt og sagt er HORNA ÁIVIILLI Þjóðaratkvæðagreiðsla umframtíð konungdæmis í Grikklandi: Konungssinnar sigurvissir — en þeir eiga erfiða kosningabardttu fyrir höndum NTB-Aþenu. Þann 8. des. n.k. fer fram þjóðarat- kvæðagreiðsla um framtfð konungdæmis I Grikkiandi. Herforingjastjórnin, sem hrifsaði til sin vöidin I landinu i byltingu fyrir sjö árum, af- nam að visu konungdæmið i fyrra, en lýðræöislega kjörin stjórn Konsta ntins Karamanlis hefur nú ákveðið, að griska þjóðin skeri úr um framtið konungdæmisins I frjálsri þjóða ra tkvæða- greiðslu. Fréttaskýrendur eru flestir þeirrar skoðunar, að meiri hluti Grikkja sé andvigur konungdæmi, enda hefur reynsla af stjórnmálaaf- skiptum Grikkjakonunga fyrr á árum veriö fremur slæm. (Konungur hefur verið mun valdameiri en konungar þeir, er rikja I nágrannalöndum okkar Islendinga, svo að varla hefur verið hægt að skilgreina stjórnarform Grikklands sem þingbundna konungsstjórn). Engu að siður eru konungs- sinnar öflugir I Grikklandi. Konstantin konungur, er flýði land f herforingjabyltingunni og dvelst nú i útlegð I Bret- landi, er tiltölulega vinsæll — liklega einkum fyrir eindregna andstöðu sina við byltingaráform herforingjanna. Samtök konungssinna opnuðu i vikunni aðalstöðvar sinar I Aþenu með „pompi og pragt.” Biskupinn af Kornintu blessaði Konstantin konung og lýsti honum sem tákni um forna frægð grisku þjóöarinnar. Róðurinn verður þungur fyrir konungssinna: Stjórnar- andstöðuflokkarnir, sem hlutu rúm 40% atkvæða i þing- kosningunum fyrr i haust, eru andvigir konungdæmi og vilja koma á lýðveldis- stjórnarformi i Grikklandi. Karamanlis forsætisráðherra, en flokkur hans hlaut 54% i þingkosningunum, hefur ekki tekið afstöðu i væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðlsu, en talið er vist, að hann sé per- sónulega andvigur konung- dæmi. Konungssinnar eru þó kokhraustir. Talsmaður þeirra lét svo um mælt I vikunni, að kosningabaráttan hefði farið vel af stað. Konstantin konungur hélt tiu minútna ræðu i stjónvarp, og sagöi talsmaðurinn að flestir, sem á horfðu, hefðu brostið i grát af geðshræringu.” Konungur sagði i ræðu sinni, að hann óttaðist ekki dóm þjóðarinnar. Hann lýsti muninum á konungdæmi og lýðveldi þannig, að konungur — öfugt við forseta —- væri fulltrúi allrar þjóðarinnar, bæði meiri og minni hlutans.” AAaðurinn í öndvegi! NTB-Osló. „Karlmaðurinn I öndvegi” verður kjörorð ráðstefnu, sem hefst eftir heigi og haldin verður á vegum Jafnréttisráðsins f Noregi. A ráðstefnunni verða nefni- lega ekki aðeins tekin til umræðu mál, er snerta mis- rétti kvenna heldur einnig þau, er varða misrétti karla i samfélaginu. Per Sundby heldur fyrirlest- ur um það heilsutap, er karl- menn verða að greiöa fyrir forretttindi á ýmsum sviðum, t.d. I atvinnulifinu. Þá ber eitt umræðuefnið yfirskriftina: „Hinn glataði faðir — fer hann á mis við eitthvað?” Og hring- borðsumræður fjalla um efnið: „Veitir staða karl- mannsins i kynlifinu honum forréttindi eða leggur á hann byröar, sem hann ris ekki undir?” Fleiri nýstárleg umræðuefni mætti nefna, en hér verður látið staðar numið. Hcre’s How \buCan Sponsor AChlld frá I auglýsingunni. Ingi sagði, að það væri ekki hægt enn sem kom- ið væri. Hins vegar sagðist hann hafa kynnt sér þessi mál svolitið á ferð, sem hann fór til Sviþjóðar i haust. Þar ræddi hann við starfs- menn sænsku stofnunarinnar, sem er hliðstæð Hjálparstofnun kirkjunnar hér á landi. Sænska stofnunin er með sérstaka deild, sem annast mál af þvi tagi, sem nefnt hefur ve'rið hér, og sagði Ingi, að þetta væri mjög athyglis- verðstarfsemi. Hann sagðist hafa hugsað sér að taka þetta mál fyrir á fundi framkvæmdanefndar Hjálparstofnunar kirkjunnar á næsta ári, en að sjálfsögðu ekki geta sagt fyrir um það nú, hvaða afgreiðslu málið hlyti þar. Ingi Jóhannesson sagði, að það væri mjög venjulegt i Sviþjóð, að tvær fjölskyldur til dæmis tækju að sér eitt barn sameiginlega. Færi það eftir fjárhag fjölskyldn anna og eftir ástæðum viðkom- andi barna, en þessi starfsemi hjá Svium væri fyrst og fremst i tengslum við Vietnam. Ingi sagðist helzt hafa hugsað Framhald á bls. 29. Here’sWhat You Do • FilJ out your name and addrcss on the coupon. • Indicate your preference of boy or girl, and country. Or . .. • Chcck thc box marked “Choose any chíid who needs my help,” allowing us to assign you a chiíd from our emergency list. • EncJose your first'monthly check. The cost is only SJ 5 each month to help a child who needs you. Here’s WhatYou Will Receive • Jn about two weeks you’il rcccive a Personal Sponsor Folder wíth photo- graph and ínformalion on the child you sponsor and a description of the project where the child receives help. • later on ... a “wclcome letter” from the overseas field office. • Progress reports on the chiid when you rcquest them. • A Christmas greettng from the child. Here’s WhatVbur Sponsored Child Receives • The opportunity to write directly to the chíld. You wili be given the mailtng address and detailed instructions oirmail to your chíld’s country. • Letters from the chíld answcring your correspondcnce. You receive the chtld’s originai letter and an English transiation from an overseas office. • And the satisfaction that comes from hclping a dcscrving child. • Inchildren’shomesrsupplementaryfood, ciothíng, medical care, and dedicated housemothers. • In Family HeJper Projects: schooJ sup~ pltcs and clothing, mcdicai assistance, emergency food and shelter, and family guidancc from a trained chifd care worker. • SpeciaJ aíd depending on the country and the íype of project. • Psychological support becausc the child knows you care. Sponsors are urgendy œeded for chtidrea ín: Brazil, Indía, Guatemala and Indonesia. Write today: Verent i, Mtlls CHRISTIAN CHILDREN’S FUND, Inc. i wish to sponsor a Q boy Q girl tn Natne_______ (Country)_______________________ □ Choose any chtld who needs my belp. I wtil pay $15 a month. I enclose first paymcnt of S______Send me child’s namc, story, address and picture. I cannot sponsor a chíld but want to gíve S_______ Box 2tS5ll, Ríchmond, V*. 23261 Addrt City- Zip Reg,i«cre4 (VFA-MG) with rhe U.S, Govcmment’s Advöory . . . .. Commutee on Volunury Forti«i AkJ. Gift* are tax -Jc L.j rkase send me more mformation. Uucnbte. CamuJian*: Wríie 1407 Ywec, Toronto 7. Auglýsingin úr bandarlska blaðinu, þar sem skýrt er fyrir fólki, hvern- ig það geti tekið að sér fátækt og þurfandi barn I einhverju illa stæðu iandi. Blaðburðarfólk óskast: í KÓPAVOGI: Reynihvamm og Birkihvamm Upplýsingar í sima 4-20-73 í REYKJAVÍK: Laufósveg, Stigahlíð, Hraunteig, Sundlaugaveg Upplýsingar í síma 1-23-23 Á SELTJARNARNESI: Skólabraut og AAelabraut - Upplýsingar í síma 1-23-23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.