Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 37

Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 37
Sunnudagur 1. desember 1974. TÍMINN 37 Þorsteinn Antonsson: Blindingsleikur SAM likir ástandi bókmennta á efnahagssviðinu við horfur i landbúnaðarmálum á árunum, þegar teknar voru upp niður- greiðslur á afurðum þeirrar framleiðslugreinar, og fer fram á, að likur háttur verði hafður á, til að bókmenntaiðja leggist ekki niður i landinu — samanber tilsvar hans i bókmenntaþætti i útvarpi 3. nóvember. Um aðra kosti sé ekki að ræða. Eins og i mörgum efnum, og þá land- búnaðarmálum meðal annarra, er með þessu verið að reyna að marka stefnu til viðhalds óbreyttu ástandi. Til eru fleiri leiðir til að efla hag bókmennta en rikisstyrkja þær (svo og bókaútgáfu) — úrræði, sem ekki eru forsvaranleg nema mörkuð sé skýr, pólitisk stefna jafn- framt framkvæmd þess. Útgefendur hafa gert sér sjálfskaparviti með þvi að byggja upp markaðsvenjur, sem svo mynda snögga bletti á þeim sjálfum. Þeir hafa bundið sölu afurða sinna og höfunda við fimm til sex vikur á ári (af fimmtiu og tveimur): þeir hafa þar með opnaö öðrum hags- munahópum leið að liftaug framleiðslunnar, liggja, eins og raun ber vitni, undir verkfalls- hótunum frá prenturum þessar vikur a.m.k. annað hvert ár. í öðru lagi binda markaðs- venjurnar þá við ofboðslegan aukakostnað (lúxus-) við frá- gang bóka, það er kostnað við fjölmiðilinn sjálfan. Það liggur i augum uppi, að útgefendur verða að breyta söluháttum sin- um eins og aðrir seljendur vöru, ef salan ber sig ekki. Bókmenntaiðja leggst ekki niður i landinu, þótt sá háttur komist ekki á sem SAM æskir. Þjóöin lyfti sinu bókmenntalega grettistaki á timabili, þegar framleiðsluverð bókar var a.m.k. hundraðfalt á við það sem nú er. Frumrót bók- menntalegrar iðju er ekki i neinum tengslum við efnahags- legt öryggi og það er kunnara en svo að frá þvi þurfi að segja. Menn skrifa af þörf. Úr aöhaldi hvers konar hagsmunahópa á þessa iðju dregur að sama skapi sem likur á sölu afrakstursins eru minni, tæknileg vinnubrögö ná sér siður á strik. Umdeilan- legt er, hvort þetta tvennt er æskilegt. Eigi samvinnuform að kom- ast á útgáfu bóka, er hægt að: 1. ) Beina opinberu fjármagni til sérstakrar rikisútgáfu i mun meira mæli en nú er gert og marka með þeirri útgáfu stefnu, sem leiði bókaútgefendur, er starfa á eigin vegum, til breyttra útgáfuhátta, útgáfan þarf að vera þaö öflug, að hún brjóti upp hinar fráleitu markaðsvenjur og þá fylgja hinar i fariö og mynda aðrar nýjar. 2. ) Mynda sjóö af söluskatti á bókum og heimila útgefendum afnot af þessum sjóöi (sam- kvæmt kvóta hvers þeirra) til greiðslu fyrir útgáfurétt til höf- unda. 3. ) Samræma allar opinberar úthlutanir til höfunda, þær séu settar undir eina stofnun og hún rekin á þeim forsendum, að um sé að ræða samvinnu milli höf- undar (væntanlegs) og sam- félagsins fyrir milligöngu full- trúa þess, — en hvorki styrki né laun, að æskileg menningarpóli- tfsk þróun sé frá sjónarmiði hvaða flokksbundins manns sem er, að bókmenntir almennt dafni og frá þvi sjónarmiði akk- ur I iðju hins valda höfundar, hvernig svo sem um einstakt verk verði vélt. Til að höfundar bæru ekki skaröan hlut frá borði liggur beint við að nota tækifærið, jafnframt þvi að skýr menn- ingarpólitisk stefna er mörkuð, og kaupa með heiðarlegum hætti útlánsrétt á bókum af höf- undum til notkunar á almenn- ingsbókasöfnum — i stað þess að stela honum. Greiðsla fyrir dreifingu á verki höfundar með þeim hætti fari þá fram með svipuðunihætti og útgefandans, i eitt skipti fyrir öll um það leyti sem eintökin eru keypt af við- komandi aðilum, og svari fyrir titil nokkurn veginn til lág- marksritlauna. Árleg útgjöld hins opinbera, sem af þessari leiðréttingu leiddu, svöruðu til þeirra, sem sami aðili greiðir dagblöðum til stuðnings frjálsri skoðanamyndun, það er af sömu ástæðu og lægi þessu til grund- vallar. Afskipti hins opinbera sam- kvæmt liðum 1-3 flokkuðust undir mannúðarstefnu, að koma bókaútgáfunni úr þeirri úlfa- kreppu sem hún hefur komið sjálfri sér i. En auk þess er hér um að ræða leiðir til aukinnar nýtingar opinbers fjár og til sparnaðar, þegar litið er yfir langt timabil, hvort tveggja einnig meginforsendur við opin- berar framkvæmdir. Það, sem tekur öðru fram að mikilvægi i þessu máli, er, að hiö opinbera sé milligönguaðili um framkvæmd virkrar stjórn- málastefnu, sem eigi sér rætur i skilningi og vilja alls þorra manna, sé mönnum ekki bara úrræöi til að kaupa af sér vanda hverju sinni/ er hann steðjar að og ögrar lifsvenjum þeirra. Bókmenntaiðkandinn verður ekki settur á efnahagslegar hækjur öðru visi en verða far- lama um leið, heilbrigt félagslif verður ekki aðskilið frá lifvæn- legum bókmenntum. Rithöfund- ur skrifar nefnilega þá aðeins gott verk, að hann eygi von um betra mannlif, þótt ófagurt sé i liöandinni, ellegar hið stundlega falli að smekk hans, en gróska bókmennta undir þvi komin að þorri manna liti umheim sinn réttu auga. t hvaða tilgangi er skyldunám lagt á börn, skólakerfi sett á reikning hins almenna skatt- greiðanda — þessi, að þvi er viröist, meiningarlausa vinna, sem kæfir fjölvild barns og gæö- ir það persónuleika roskinnar manneskju eða tviskinnungi sem minnir á jesúita? Hvers vegna er hægt að fá bækur ókeypis lánaðar á bókasöfnum en ekki t.d. loftpressu i rikisrek- inni stofnun til að grafa grunn fyrir húsi? Af hverju eru tækin tekin af mönnum, sem setja saman útvarpsstöð og láta frá sér heyra? Af hverju eru menn settir i fangelsi? Þvi má ekki Jón vörubílstjóri mála hús fyrir Pétur plpulagningamann, kunn- ingja sinn, gegn borgun? Hvers vegna má Stina þvottakona, sem orðin er ólétt eftir forstjór- ann I skrifstofubákninu þar sem hún þvær, ekki losa sig við fóstr- ið, jafn vel þótt forstjórinn bjóð- ist til að ganga i ábyrgð fyrir kostnaðinum? Af hverju þarf þingmaður að flytja innihalds- lausa, málfræðilega merkingar- lausa, ræðu i klukkutima i stað þess að kalla andstæðing sinn fifl, þegar útkoman yrði fyrir- sjáanlega hins sama? Að baki þessara spurninga liggja ákveðnar staðreyndir. Til grundvallar þessum staðreynd- um i islenzku þjóðlifi er menn- ingarpólitik, En á hvers vegum er hún? Þegar fólk sér orðið menning á prenti, dettur þvi i hug listir. Það er heilaþvegið. Hvernig væri að opna umræðu um meginstefnur, sem liggja til grundvallar sambýlisformun- um, i stað þess að einangra hvern málefnisflokk svo kyrfi- lega sem gert er, að i honum þrifst ekkert innihald, aðeins áráttukennt stagl. A sviði efnis- hyggju snúast i þjóðlifinu tveir kólfar hvor um annan. Sjálf- stæðismenn, sem lýsa þvi yfir að meginviðfangsefni þeirra sé að berjast gegn jafnaðarmönn- um (nöfnin minna á ,,1984”), hinir siðarnefndu telja höfuð- viðfangsefni sitt að uppræta ihald, hvorugur gerir svo mikið sem þekkja sjálfan sig i mál- flutningi andstæðingsins. Báðir beita svipuðum aðferðum til að verða sér úti um lifsbjörg i þeirri • veiðistöö, sem þeir þekkja eina, lokaðir inni i leik- grind málfars, sem alvaran hef- ur étizt innan úr, báðir koma sér upp, þegar þeir komast á legg, aukapersónuleik, sjálfstæðis- menn lausbeizluðum og án ábyrgðarkennsla við þann, sem er þeim eiginlegri, og samhæfa hann stéttarvitund, jafnaðar- menn aftur á móti bensluðum, á annan veg viö model, sem þeir kalla þjóðfélag, á hinn með rök- um um ábyrgð við sjálfa sig og með þeim hýða þeir sjálfa sig áfram til að gera úr þessu modeli veruleika. Markmiðin eru ólík: Sjálfstæðismenn leggja megináherzlu á ástriður, jafnaðarmenn á skipulag, en hvort mönnum er eiginlegra að gera fer eftir eðlisgerð þeirra. A þessu sviði hafa menn týnt niður hugmyndafræðilegum ágrein- ingi en deila vegna þess að þeir eru ólikir. — Af hverju er óg meö langt andlit en þú kring- lótt? Rifumst um það. Hið versta við ófrjóar, póli- tiskar þrætur er, að þrætuaðilar hætta að sjá það, sem er, inn- an tiöar, fyrir málefni sinu, þvi, sem á að vera. Þvergirðingur- inn kemur i veg fyrir að menn sjái með nokkru þvi, er kallað yrði raunsæi, það mannfélag, sem þeir hrærast i. Og hin óvirka, pólitiska vitund leiðir af sér magnleysi til að hafa áhrif á eigið lif með stjórnsemd. Á liö- andi stund leiðir blindur blindan i veröld hendinga. Stjórnmála- menn hafa ekki vald yfir al- menningi, né sjálfum sér, al- menningur ekki yfir þeim. Þróunin verður með öðrum hætti en yfirbyggingin segir til um, hún verður fyrir tilstuðlan menntunar og hún verður fyrir tilstilli bókmennta. En i báðum tilvikum óráðskennt, af nauð. (T.d. er hagfræði ekki fræði, heldur hluti af hugmyndafræði (!)). Þessari þjóð er stjórnað af bókstöfum. Ef hægt væri að vekja með fólki skilning á inni- haldi bóka, fjölmiðilsins, leyst- ust efnahagsleg vandkvæði bók- mennta af sjálfu sér, það veröur ekki fyrr en lögð verður af sú sérhlifni sem rikir i viðmóti manna til þeirrar iðju, jafnt höf- unda sem annarra áhugamanna um bókmenntaleg málefni: ekki fyrr en hætt verður að fjalla um þau af tilfinningasemi og tekin upp skynsamleg umræða i stað- I sólbaði allt árið hvernig sem viðrar ' ASTRALUX Orginal Wienna Ljóslampar útfjólubláir og infrarauðir. Fást í raftækjaverzlunum í Reykjavík, víða um land og hjá okkur. ASTRALUX UMBOÐIÐ: RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS HF. Ægisgötu 7 — Sími 17975/76 1. Flókí slgldf þndan tll Ftcn dóttur gtna; <rá frenni var Þaöan sigldi hann úl I haf 'ij þrjó, er hann, haföi blótað I hann iót iausan,>|nn fyrata, f| stafn; annar flo f loft upp og þriÐji fió fram um ataln I þá ótl londlð. (Houksbök Undnámabí « og glfti þor indur t Götu. ieö hrofno þá 'íoregl. Og er i só aftur um aftur tii okipo; er þelr fundu <ar). Veggskildir Einars Hákonarsonar, gerðir i tilefni ellefu alda íslands byggðar. Fallegir listmunir, sem prýða heimilið og öðlast safngildi í senn. Veggskildir Einars Hákonarsonar kosta nú kr. 2.746. Fást i minjagripaverslunum um allt land. 2. Þeir Flókl slgldu vostur yflr Ðreiöafjörö og tóku þar lond, $em hoitir Vatnofjöröur vlð Baröaatrönd. há vor tjöröurlnn fullur af veiði- okap, og góöu þóir oigl fyrlr velöum aö fá heyjonna. og do ailt kvlkfé þoírro um vetur- inn. Vor var heldur kalt. Þé gekk Ftókl upp 6 fjalt oitt hátt og $á norður yfir fjöllin fjörð full- an af haflsum; þvf kölluöu þeir landiö fsland $em þ’aö hefur síöan heltiö. (Sturlubók Landnómobókar). 3. belm mönnum or $íðar kómu út. þóttu hlnir numfð hofo of vfða lond, er fyrri kómu, en á það sætti Haraldur konungur þá hinn hárfogrl, oð engi skyldl viöato noma on hann mættí etdi yfir íera á degí moö sklpverjum stnum. Menn skyldu eld gera þá er sól væri i austri; þar skyldi gera aðra reyki, svo að hvoro saoi fró öðrum; en þelr eldar or gervirivóru þó or sót var i austri, skyldl brenna til naetur; sfðon * skyldu þoir ganga til þess er sól veeri í vostrl, og gora þar aðra elda. (Hauksbók Landnómaþókor). I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.