Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 19

Tíminn - 01.12.1974, Blaðsíða 19
Sunnudagur 1. desember 1974. TÍMINN 19 r tJtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur f Aðaistræti 7, sfmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasími 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Stækkun áburðar- verksmiðjunnar Páll Pétursson hefur nýlega lagt fram i sam- einuðu þingi tillögu til þingsályktunar um að Alþingi ályktaði að fela rikisstjórninni að láta nú þegar gera könnun á þvi hvort ekki sé timabært að hefjast þegar handa um stækkun Áburðar- verksmiðju rikisins i Gufunesi, þannig að hún geti sem allra fyrst fullnægt þörf landsmanna fyrir framleiðsluvörur verksmiðjunnar. Enn fremur verði gerð könnun á þvi, hvort ekki komi til greina stækkun verksmiðjunnar með útflutn- ing áburðar fyrir augum. Ef könnun þessi leiðir það i ljós, að stækkun verksmiðjunnar sé þjóð- hagslega hagkvæm, felur Alþingi rikisstjórn að láta semja og leggja fram á Alþingi frumvarp um stækkun verksmiðjunnar. Könnun þessari verði hraðað svo sem frekast er kostur, þannig að niðurstöður hennar liggi fyrir áður en þeirri raf- orku, sem tiltæk verður i landinu i nánustu framtið, er ráðstafað til annarra greina orku- freks iðnaðar. í greinargerð fyrir tillögunni segir á þessa leið: ,,Það er alkunna hversu áburðarverð i veröld- inni hefur hækkað stórkostlega undanfarið. Sam- kvæmt upplýsingum Áburðarverksmiðju rikisins mun áburðarverð til bænda a.m.k. tvöfaldast á næsta vori. Bændur hafa af þvi miklar áhyggjur hvernig þeir geti mætt þessari stórfelldu hækkun. Það er augljóst, að allra leiða verður að leita til þess að halda niðri áburðarverðinu, enda hefur það áhrif á afkomu landsmanna allra. Fyrirsjáanlegt er að notkun áburðar ætti að stóraukast i landinu á næstu árum, m.a. vegna þess, að ákveðið hefur verið að gera mikið átak i landgræðslu. Nú mun Áburðarverksmiðjan framleiða um 2/3 af árlegri áburðarþörf landsmanna, og það er fyrst og fremst hið háa kaupverð á þeim þriðjungi, sem við flytjum inn, en gætum að mestu leyti framleitt sjálfir, sem sprengir upp áburðarverðið svo mjög sem raun ber vitni. Þar sem framleiðsla áburðar i Gufunesi byggist að langmestu leyti á raforku úr fallvötnum, en ekki á oliu, eins og viðast er erlendis, hafa forsendur eldri áætlana breytzt islenzkri framleiðslu i hag. Flutningsmaður leggur áherzlu á það, að eðli- legra sé að verja þeirri raforku, sem tiltæk verð- ur i landinu i næstu framtið.til áburðarframleiðslu fremur en til annarra greina orkufreks iðnaðar. Reynsla og verkkunnátta íslendinga við áburðar- framleiðslu er fyrir hendi, þörfin á auknu fram- leiðslumagni er brýn, framleiðslan veldur ekki náttúruspjöllum heldur hið gagnstæða, verkefnið ekki stærra en svo, að það er viðráðanlegt fyrir Islendinga, og eðlilegra að islenzk fallvötn mali fremur þessari þjóð gull en útlendingum”. Hér er tvimælalaust á ferðinni eitt mesta stór- mál þingsins. Hersjónvarpið Atkvæðagreiðslan um tillögu Alberts Guð- mundssonar sýnir vel hver þingviljinn er varð- andi sjónvarpsstöð varnarliðsins. Áreiðanlega er sá þingvilji i samræmi við þjóðarviljann. Vafa- laust fæst engin lausn á þessu máli fyrr en varnarliðið hefur komið upp alveg lokuðu kerfi fyrir sjónvarpssendingar sinar. Þetta mál verður alltaf til óþurftar fyrir sambúð íslands og Bandarikjanna meðan sjónvarpið sést einhvers- staðar utan hins afmarkaða svæðis, sem varnar- liðinu er ætlað. Þ.Þ. Charles W. Yost, fyrrv. sendiherra: Bandaríkineiga enn góða forustumenn AAikilhæfir forsetar á árunum 1932—'63 Eisenhower var ef til vill ekki mikilhæfur forseti, en hann gat stjórnaö mönnum og vakiö traust og glætt kjark. UM þessar mundir getur að lesa mörg og löng skrif um hryggilegan skort á hæfri for- ustu, bæði i Bandarikjunum og heiminum yfirleitt. Á þvi leik- ur naumast efi, að þessar kvartanir hafa við nokkur gild rök að styðjast. Vist er um það, að sú for- usta, sem álpaðist út i Viet- namófæruna og var svo rúm fjögur ár að koma þvi i kring að hverfa þaðan eftir að búið var að taka ákvörðun um það, getur naumast vænzt þess, að sæta vægilegri meðferð i sög- unni. Núverandi forusta, hvort heldur er i Hvitahúsinu eða á þingi, er varla til þess fallin að stæla kjark og efla traust bandarisku þjóðarinnar i efnahagsþrengingum þeim, sem að steðja. Eigi að siður væri bæði rangt og óheppilegt að draga af þessum mistökum i náinni fortið þá ályktun, að banda- riska þjóðin sé eins og sakir standa ófær um að ala og þroska þá afburða forustu, sem hefir sett svip sinn á sögu okkar á liðinni tið. Raunin er og allt önnur þegar betur er að gáð. ÉG var minntur á þessa staðreynd um daginn, þegar ég var viðstaddur minningar- athöfn um Paul Hoffman. Hann byrjáði með tvær hend- ur tómar og hófst hratt til for- ustu i stórfyrirtæki. Þegar hann var hátt á sextugsaldri hóf hann nýjan feril i opinberri þjónustu sem yfirmaður Marshall-áætlunarinnar. Þar með varð hann yfirsmiður endurreisnar Evrópu. Hátt á sjötugs aldri tók hann aftur við nýju hlutverki, og þá sem stjórnandi þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna. Þar átti hann viðlika hlut að framför- um þriðja heimsins og hann hafði áður átt að endurreisn Evrópu. Þarna var óneitan- lega á ferð Bandarikjamaður á heimsmælikvarða, sem lagði sitt af mörkum þegar til hans var leitað og ávallt var reiðubúinn til forustu þegar nauðsyn krafði. Meðal þeirra, sem til máls tóku við minningarathöfnina um PaulHoffman, var Averell Harriman, annar risi af okkar kynslóð. Hann var einnig við- skiptajöfur, sem hóf opinbera þjónustu á miðjum aldri. Hann gerðist fyrst sérstakur fulltrúi Roosevelts forseta i London á fyrri hluta heims- styrjaldarinnar siðari og siðar sendiherra i Moskvu. Svo varð hann ráðherra i ráðuneyti Trumans, farandsendiherra, yfirmapur öryggismála, fylk- isstjóri i New York og vara- utanrikisráðherra á stjórnar- árum Kennedys forseta. Nú er hann orðinn áttræður, en er eigi að siður i forustu Demokrataflokksins. SATT að segja er forusta Bandarikjamanna alveg ein- stök áratugina þrjá milli 1933 og 1963. Erfitt mun að finna jafn glæsta og trausta forustu, jafnvel á gullöldinni fyrst eftir stofnun lýðveldisins. Franklin Roosevelt var einn af okkar atkvæðamestu for- setum þrátt fyrir ýmsa galla. Hann kom til valda þegar á okkur dundi erfiðasta efna- hagskreppa, sem við höfðum nokkurn tima komizt i kynni við. En honum lánaðist að endurvekja trú þjóðarinnar á sjálfa sig og framtiðina á hundrað dögum, og forðaði okkur úr klóm lýðskrumara bæði til hægri og vinstri, en á- stæða var til að óttast, að þeirra timi væri einmitt upp runninn. Roosevelt átti i höggi við harða einangrunarstefnu al- mennings, en þorði eigi að sið- ur að láta Bretum i té þá að- stoð, sem þeir þurftu á að halda til þess að standast raunina. Siðan hélt hann áfram og var i forustu þeirrar miklu samvinnu, sem hrósaði einmitt sigri i þann mund, sem hann féll frá. EFTIRMAÐUR Roosevelts var óráðinn og reynslulitill maskinupólitikus frá mið- vestur fylkjunum. En hann tók ótrauður við stjórnartaumun- um og lét sér hvergi bregða þegar taka þurfti öðru sinni úrslitaákvörðun. Þegar sam- tök styrjaldaráranna sundruðust efndi hann um- svifalaust til nýrra samtaka, sem voru samræmdari og varnarlegri en hin höfðu verið. Truman hefir tvimælalaust unnið til sætis meðal hæfustu forustumanna Bandarikj- anna. Þessa forseta brast heldur ekki mikilhæfa undirmenn eins og Harriman og Hoffman, fremur en ágæta arftaka. George Marshall, flekklaus hermaður, höfundur og stjórn- andi sigurvinninga á vigvelli, utanrikisráðherra og varna- málaráðherra, — var einn þessarra fágætu aðsópsmanna I opinberri þjónustu. Hann var svo hreinn og beinn. aö heita mátti að um hann léki geisla- baugur eindrægninnar, hvar sem hann lagði leið sina. Dwight Eisenhower var ef til vill enginn afburða hershöfð- ingi og ef til vill ekki mikilhæf- ur forseti, en hann bjó eigi að siöur yfir þeim eiginleika, að geta stjórnað mönnum og vakið traust og glætt kjark. Hann hélt bandamönnum saman meðan á styrjöldinni stóð. og bandarisku þjóðinni þegar friður var kominn á. TVEGGJA máttugra og mikil- hæfra utanrikisráðherra verð- ur að minnast, en þeir voru Dean Acheson, sem var fær i allan sjó, og Foster Dulles, sem hæfði einmitt sinum sam- tlma. Einnig verður að minn- ast Adlai Stevensons, sem gat komið eldlegum orðum aö hugsjónum og vonum heillar kynslóðar. Og auðvitað má eicki gleyma Jack Kennedy. hinni ungu uppáhaldshetju allra, en myndir af honum getur enn að lita á einka- heimilum og i opinberum söl- um hvarvetna um heim. Hann hefði einnig orðið að ofur- menni ef honum hefði enzt aldur. Þegar við getum litið yfir þessa fylkingu forustusnill- inga úr næstú fortið er tilhæfu- iaust með öllu að fullyrða, að samtið okkar sé ekki fær um að leggja til jafn góð for- ingjaefni og fortiðin. Við bjuggum við afburða góða uppskeru i þessu efni fulla þrjá áratugi, en höfum nú verið óheppnir i fáein ár, ef til vill einkum fyrir eigið and- varaleysi. VIÐ getum ekki efast um i al- vöru, að hér I Washington, höfuðborg fylkjanna fimmtiu, háskólunum, fundarsölunum, verksmiðjunum og búgörðun- um eru margir menn, sem gæddir eru hinum guðlega neista. Forðumst fyrir alla muni að óvirða þá með þvi að rlfa einkalif þeirra og opinber- an feril i tætlur frammi fyrir alþjóð, og það vegna þess eins, að við höfum verið sviknir einu sinni eða tvisvar. Og að lokum örfá orð til þessara manna, væntanlegra leiðtoga okkar næsta manns- aldur. Þeir þurfa að hugleiða af gaumgæfni feril þeirra, sem forustuna höfðu á hendi undangengin ár. Ef þeir gera það svikalaust munu þeir komast að raun um, að eigin- hagsmunastefna er ekki happadrjúg stefna þegar til lengdar lætur, og óbreytt við- skipti eru ekki hagkvæm við- skipti þegar illa árar og að þrengir. Sumar dyggðir úreld- ast aldrei. Hugrekki og mannúð eru i þeim hópi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.