Fréttablaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 8
8 20. desember 2004 MÁNUDAGUR VILJA EKKI TYRKI Þjóðernissinnar á Ítalíu mótmætlu í gær fyrirhugaðri inngöngu Tyrkja í Evrópusam- bandið. Barni rænt úr móðurkviði: Montaði sig af barninu BANDARÍKIN Lisa Montgomery var á föstudag kærð fyrir að hafa kyrkt konu til bana og rænt barni hennar úr móðurkviði. Barnið er við góða heilsu. Montgomery og maður hennar gengu um með barnið á veit- ingastað og montuðu sig af því nokkrum tímum áður en þau voru handtekin. Upp komst um Montgomery þegar farið var í gegnum skila- boðasendingar hinnar látnu, Bobbi Jo Stinnett, en Mont- gomery hafði komið á heimili hennar í Kansas undir því yfir- skini að ætla að kaupa hund af henni. Þær höfðu skipst á skila- boðum á netinu áður. Mont- gomery játaði á sig glæpinn undir yfirheyrslu. Hún á tvö börn á menntaskólaaldri og hafði sagt fólki áður að hún væri ólétt og gengi með tvíbura. Þegar hún sýndi barn Stinnett kvaðst hún hafa misst annan tví- burann við fæðinguna. Morð á óléttum konum eru algengari en margir halda, Sam- kvæmt Washington Post hafa 1.367 óléttar konur verið myrtar í Bandaríkjunum frá árinu 1990. Kannanir sýna að meiri líkur eru á að ólétt kona sé myrt en að hún deyi af náttúrulegum orsök- um. ■ Jólagjöf til þín Það er sælla að gefa en þiggja, þess vegna höfum við hjá Ömmubakstri ákveðið að bæta við einni flatköku í pakkana hjá okkur yfir jólin, þannig að þegar þú opnar flatkökupakka næst, þá færðu fimm flatkökur í staðinn fyrir fjórar. Svo viljum við óska öllum landsmönnum nær og fjær, gleðilegra jóla og farsælls komandi árs. Starfsfólk Ömmubaksturs S kó la vö rð us tí g 2 • S ím i 5 5 2 1 7 0 0 Bæjarstjórn skortir kjark til að hagræða Andrés Sigmundsson, sem er í minnihluta bæjarstjórnar Vestmannaeyja, segir meirihlutann skorta pólitískan kjark til að hagræða. Gert er ráð fyrir að eigið fé bæjarsjóðs Vestmannaeyja verði neikvætt um rúmar 185 milljónir í lok árs 2005. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR HLJÓP UNDAN LÖGREGLU Bíll valt á Garðveginum utan við Keflavík rétt fyrir hádegi á sunnudag. Öku- maður var mikið ölvaður og hljóp í burt en náðist á flótta. Maðurinn var færður í fangageymslur. VESTMANNAEYJAR Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir að róðurinn verði þungur á næsta ári, líkt og hjá öðrum sambærilegum bæjum. SVEITARSTJÓRNARMÁL Reiknað er með að rekstur bæjarsjóðs Vest- mannaeyjabæjar verði neikvæð- ur um 52 milljónir á árinu 2005 samkvæmt fjárhagsáætlun Vest- manneyjabæjar sem lagður var fyrir bæjarstjórn á fimmtudag. Taka á ný langtímalán upp á rúm- ar 127 milljónir, en greiða um 94 milljónir af eldri lánum. Lang- tímalán bæjarsjóðs munu því aukast um rúmar 33 milljónir. Samkvæmt áætluninni verður eigið fé bæjarsjóðs neikvætt um rúmar 185 milljónir í lok árs 2005. Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að rekstur Vestmannaeyja- bæjar, líkt og sambærilegra bæja, verði þungur á næsta ári. „Launahækkanir og kostnaðar- auki vegna ógerðra kjarasamn- inga vega þungt. Þessu gerum við ráð fyrir en erum ekki að reyna að fegra þetta með tölum.“ Andrés Sigmundsson, sem sit- ur í minnihluta bæjarstjórnar, segir ljóst að pólitískan kjark vanti til að ná fram þeirri hag- ræðingu sem nauðsynleg er. „Það vantar hagræðingu. Það er verið að reyna að skera niður og mark- ið sett á fimm prósent. Það er ljóst að þeir ná þessu ekki. SS- flokkarnir hafa ekki dug í sér til að ná þessu fram, heldur halda áfram að safna skuldum. Þeir eru að velta vandanum á undan sér.“ Bergur segir að bæjarsjóður hafi safnað skuldum frá 1991. Á móti komi nauðsynlegar fram- kvæmdir. Á næsta ári verði til dæmis farið í hafnarfram- kvæmdir sem séu nauðsynlegar því höfnin sé lífæð Vestmanna- eyinga. Eignir í lok árs 2005 eiga að vera rúmir þrír milljarðar króna. Þar af eru kröfur á eigin fyrir- tæki rúmur 1,5 milljarður. Bergur segir að meirihluti þess sé vegna leigugreiðslna stofnana og fyrir- tækja bæjarins, eftir að eignir voru seldar fasteignafélagi fyrr á þessu ári, til að greiða niður óhag- stæðar skuldir. Skuldir, án lífeyr- isskuldbindinga, verða rúmir 2 milljarðar. Þar af eru skuldir við eigin fyrirtæki rúmar 960 millj- ónir. svanborg@frettabladid.is LISA MONTGOMERY Hefur verið kærð fyrir að kyrkja konu til bana og ræna barni hennar úr móðurkviði. Fórnarlamb ruslpósts: Fær millj- arða bætur IOWA, AP Dómstóll í Iowa hefur dæmt þrjú fyrirtæki til þess að greiða netþjónustufyrirtæki 63 milljarða króna í skaðabætur fyrir ruslpóst sem þau sendu. Netþjónustan fær að meðaltali 10 milljón ruslpósta á dag frá fyrir- tækjunum. „Þetta er sigur fyrir okkur öll sem fáum gríðarlegt magn af ruslpósti inn á tölvuna okk- ar daglega,“ sagði Robert Kramer, eigandi netþjónustunnar. Talið er að þetta sé stærsti dómur sem hef- ur fallið í máli af þessum toga. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.