Fréttablaðið - 20.01.2005, Side 4
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
62,00 62,30
116,49 117,05
81,08 1,54
10,90 10,96
9,95 10,01
8,99 9,04
0,60 0,61
94,44 95,00
GENGI GJALDMIÐLA 19.01.2005
GENGIÐ
Heimild: Seðlabanki Íslands
SALA
111,53 -0,30%
4 20. janúar 2005 FIMMTUDAGUR
Prestadeila í Garðabæ:
Nauðugur einn kostur
KIRKJAN Sr. Hans Markús Haf-
steinsson, sóknarprestur í Garða-
sókn, hefur vísað ágreiningi sín-
um við formann og varaformann
sóknarnefndar, auk sóknarprests
og djákna, til úrskurðarnefndar
þjóðkirkjunnar.
Að sögn sr. Hans Markúsar er
ástæðan sú að eftir ágreining í
sókninni, boðaði biskup sættir í
málinu 14. júli og auk boðs um
handleiðslu, úrskurðaði að ekki
væri tilefni til breytingar á ráðn-
ingu sr. Hans Markúsar. Þessu
höfnuðu fjórmenningarnir og
skrifuðu greinargerðir til biskups
þar að lútandi.
Sr. Hans Markús segir að þar
af leiðandi hafi honum verið nauð-
ugur kostur einn að leita til úr-
skurðarnefndar þjóðkirkjunnar
þar sem málið er nú í löglegum
farvegi, en harmar þann ágrein-
ing sem upp er kominn.
Þá hefur einn sóknarnefndar-
manna í Garðabæ, Sigmundur
Hermundsson, lýst yfir að hann
sé ósáttur við vinnubrögð for-
manns og varaformanns sóknar-
nefndar og segist vita um fleiri
sóknarnefndarmenn sem séu
sama sinnis. Í yfirlýsingunni
kemur fram að ákvörðunin um að
hafna úrskurði biskups hafi ekki
verið gert með samráði eða vit-
und sóknarnefndar. - ss
Breytir engu um
vald ráðherra
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist ekki taka þátt í því sem hann kallar „leik“ sem skipti engu
máli. Fulltrúum stjórnarandstöðu og Framsóknarflokksins í utanríkismálanefnd ber saman um að
ákvörðunin um stuðninginn við innrásina í Írak hafi aldrei verið rædd í utanríkismálanefnd.
ÍRAKSMÁLIÐ „Það er algjörlega á
hreinu að þótt staðan í Írak hafi
verið rædd var stuðningur okkar
við innrásina og vera okkar á list-
anum aldrei rætt í utanríkismála-
nefnd,“ segir Steingrímur J. Sig-
fússon, formaður Vinstri grænna,
sem átti sæti í nefndinni á tímabil-
inu. „Ákvörðunin sem slík var
ekki til staðar, né hafði verið boð-
að að hún væri í vændum,“ segir
Steingrímur.
Magnús Stefánsson, þingmað-
ur Framsóknarflokksins, sat í ut-
anríkismálanefnd á þessum tíma.
„Ég man ekki til þess að það hafi
verið lagt fyrir utanríkismála-
nefnd hvort Íslendingar ættu að
styðja innrásina í Írak, ég held að
þetta hafi komið mjög snöggt
upp,“ segir Magnús. Jónína Bjart-
marz hefur sagt hið sama opinber-
lega. Aðspurður segir Magnús að
ákvörðunin hafi heldur aldrei ver-
ið rædd í þingflokknum.
Sigríður Anna Þórðardóttir
var þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins og formaður nefndar-
innar á umræddum tíma. Hún
segist ekkert hafa um málið að
segja. Björn Bjarnason sat fyrir
Sjálfstæðisflokk í nefndinni. „Ég
ætla ekki að taka þátt í þessum
„leik“ sem skiptir engu máli og
breytir engu um vald ráðherra
eða annarra og svara því ekki
spurningum þínum um þetta
mál,“ segir Björn.
Einar K. Guðfinnsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, átti
sæti í nefndinni. „Ég tel að mál-
efni Íraks hafi verið rædd á breið-
um grundvelli í utanríkismála-
nefnd og á Alþingi og fyrir innrás-
ina og á eftir. Ég tel að með þeim
umræðum hafi þingskapará-
kvæði, þar sem kveður á um sam-
ráðsgildi við utanríkismálanefnd,
verið fullnægt að öllu leyti.“
Spurður hvort hugsanlegur stuðn-
ingur Íslendinga við innrásina
hafi verið ræddur segist hann
ekki vilja fara ofan í það efnislega
sem rætt var á fundunum.
„Framsóknarmenn og sjálf-
stæðismenn geta haldið því fram í
sífellu að Íraksmálin hafi verið
rædd þennan vetur,“ segir Þórunn
Sveinbjarnardóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar. „Þegar rætt
var um málefni Íraks var það
alltaf að frumkvæði stjórnarand-
stöðunnar, bæði í þinginu og í ut-
anríkismálanefnd. Það fyrir ligg-
ur að ákvörðunin um að styðja
innrásina var aldrei rædd í utan-
ríkismálanefnd, enda hefur for-
sætisráðherra, þáverandi utanrík-
isráðherra, margsagt að hann
teldi að ekki hafi verið þörf á því,“
segir Þórunn.
sda@frettabladid.is
Æðsti klerkur:
Vígaferli
helsta ógnin
SÁDI-ARABÍA, AP Ungir menn sem
eru lokkaðir til vígaferla eru
helsta þolraun íslams, sagði Sheik
Abdul-Aziz al-Sheik, æðsti klerk-
ur Sádi-Arabíu,
þegar hann
ávarpaði hluta
þeirra tveggja
milljóna mús-
lima sem lögðu
leið sína til
Arafat-fjalls í
Sádi-Arabíu í
pí lagrímsför
við upphaf
Hajj, trúarhá-
tíðar múslima.
Al-Sheik vísaði til ofbeldis-
verkja al-Kaídahreyfingarinnar
og annarra hópa með sömu áhersl-
ur. „Hvernig myndir þú mæta
Allah? Með blóð sakleysingja á
höndum þínum eða hafandi neitað
hjálp?“ spurði hann unga
múslima. ■
Eistland:
Stuðningur
Finna lítill
FINNLAND Fyrrverandi forsætis-
ráðherra Eistlands, Edgar Savisa-
ar, gagnrýnir Finna í nýútkominni
minningabók sinni fyrir að styðja
land sitt ekki nægjanlega til sjálf-
stæðis. Í bókinni, þar sem hann
rifjar upp atburði áranna 1990-
1992, segir Savisaar að sumir
finnskir stjórnmálamenn hafi
frekar staðið í vegi Eistlands í átt
að sjálfstæði en aðstoðað. Hann
nefnir þar sérstaklega Mauno
Koivisto, fyrrum forseta Finn-
lands, sem hann segir að hafi ekki
getað tekið ákvarðanir án sam-
þykkis Moskvu, en gagnrýnir
einnig þáverandi utanríkisráð-
herra Finnlands, Paavo Väyrynen,
og þáverandi forsætisráðherra
Finnlands, Harri Holkeri. ■
SR. HANS MARKÚS HAFSTEINSSON
Segir formann og varaformann sóknar-
nefndar, auk prests og djákna í Garðabæ,
ekki hafa sætt sig við úrskurð biskups
um sættir.
FYRIRGEFNINGAR
LEITAÐ
Fjöldi pílagríma kleif
hið helga fjall Jabal al
Rahma, fjall fyrirgefn-
ingarinnar.
SIGRÍÐUR:
„Ég hef ekkert um þetta að
segja.“
BJÖRN:
„Ég ætla ekki að taka þátt í
þessum „leik“.
EINAR K.:
„Ég tel að málefni Íraks hafi
verið rædd.“
ÞÓRUNN:
„Ákvörðunin um að styðja
innrásina var aldrei rædd.“
STEINGRÍMUR:
„Ákvörðunin sem slík var
ekki til staðar.“
MAGNÚS:
„Ég held að þetta hafi kom-
ið mjög snöggt upp.“
Prestadeila í Garðabæ:
Bara bréf frá
biskupi
KIRKJAN Matthías G. Pétursson, for-
maður sóknarnefndar Garðabæjar,
segir að greinargerð verði send úr-
skurðarnefnd þjóðkirkjunnar 8.
febrúar. Á meðan málið er enn í
þeim farvegi sé ekki rétt að gefa
upp hvaða ávirðingum hann og
aðrir sitji undir.
Þá segir Matthías að biskup hafi
ekki úrskurðað um neitt þann 14.
júlí. Hann hafi einungis sent sér
bréf. Á þriðjudagskvöld fundaði
sóknarnefnd Garðabæjar, þar sem
samþykkt var að styðja sóknar-
nefndarmennina og starfsmenn
kirkjunnar í málinu gegn sr. Hans
Markúsi Hafsteinssyni. -ss