Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2005, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 20.01.2005, Qupperneq 23
3FIMMTUDAGUR 20. janúar 2005 Nýtanleg listaverk Hinn breski James Tooze hef- ur hlotið lof fyrir verk sín. Tímaritið Wallpaper kaus á dög- unum breska húsgagnahönnuð- inn JamesTooze besta unga hönnuðinn. Hönnun hans er mjög skemmtileg og fersk og felur einna helst í sér að notk- unarmöguleikum venjulegra húsgagna er breytt og nýju og fersku sjónarhorni beitt á hluti sem í fyrstu virðast ósköp hefðbundnir. Hann hefur til að mynda mikið unnið með einfald- an stól og borð og setur þá í ann- að samhengi. Borð getur til dæmis orðið að stólbaki enda er hans hugmynd sú að hanna hluti sem eru ekki það sem þeir sýnast í fyrstu. Húsgögn hans eru vel nýtanleg en eru að vissu leyti á mörkunum að vera sjálfstæð listaverk. ■ Það virðist aldrei ætla að birta. Öll jólaljósin horfin inn í geymslu og það eina sem hlýjar manni er nokkur kerti hér og þar. Í skammdeginu er tilvalið að hressa upp á heim- ilið með afskornum blómum, gefa því lit og lífinu um leið. „Afskorin blóm eru mikið keypt þessa dagana. Fólk er farið að kaupa sér blóm frekar en styttu og skiptir reglulega út, sérstak- lega núna til að lýsa upp skamm- degið. Það hendir blómunum þeg- ar þau eru búin með líftíma sinn og kemur aftur viku eftir viku til að kaupa sér ný og falleg blóm,“ segir Berta Heiðarsdóttir hjá Blómagallerí á Hagamel 67 í Reykjavík. „Núna er túlípanatími og eru þeir tvímælalaust vinsælastir. Svo eru það svokölluð vorblóm sem eru í pastellitum og minna okkur á að vorið er á næsta leiti,“ segir Berta og bætir við að valið á blómum sé mismunandi eftir því hvort fólk kaupi þau fyrir sjálft sig eða aðra. „Ef fólk kaup- ir blóm fyrir sjálft sig kaupir það nokkur blóm og yfirleitt bara eina sort eins og túlípanabúnt eða tíu rósir. Mjög stílhreint og minimalískt. Ef fólk er að kaupa í gjöf þá vill það hafa vendina svo- lítið spes og blandaðri. Síðan eru pottablómin að koma sterk inn núna. Margir kaupa tvö saman og hafa í glugga og skipta svo út á nokkurra mánaða fresti. Það er miklu skemmtilegra að skipta sífellt um blóm en að hafa sömu styttuna í mörg ár.“ Starfsmenn Blómagallerís eru auðvitað fagmenn og geta vel leiðbeint fólki sem ef til vill hefur ekki tekist vel að halda lífi í sín- um blómum. „Það er alltaf von. Hver segir að blóm þurfi að lifa ár eftir ár? Það eru mörg blóm sem lifa kannski bara í tvo til þrjá mánuði þannig að fólk ætti alls ekki að vera hrætt við að lífga upp á heimilið sitt með blómum. Mér finnst að fólk ætti tvímæla- laust að kaupa blóm fyrir sjálft sig. Þau næra sálina.“ ■ Blómin næra sálina Topp fimm ítísku árið 2005 Innanhússkreytingar fylgja líka tískustraumum. 1. Blandaður stíll. Ekki hafa of miklar áhyggjur af því hvort allt passi saman í íbúðinni þinni. Gerðu bara það sem þú vilt. Blandaðu saman tré og plasti, nýju og gömlu, og hafðu það huggulegt. 2. Lítið og sætt. Stór og óper- sónuleg herbergi eru tvímæla- laust úti í kuld- anum. Lítil her- bergi með pláss fyrir arin eða setustofur undir súð eru málið. Skreyttu í mjúk- um og hlýjum tónum og fáðu þér vel bólstraða sófa og stóla. Rosa kósí! 3. Þetta er ódýrt og ég er stolt(ur) af því! Nú er það bara nokkuð flott að monta þig yfir einhverri mublu sem þú fékkst á eiginlega ekki neitt. Farðu í ódýrar búðir og leitaðu að gersemum. Góð hönnun þarf ekki endilega að vera dýr. 4. Einfalt, einfalt, einfalt. Ekki blanda of miklum litum og form- um í skreytingar. Hafðu það ein- falt og minimalískt. Það er lykill- inn. 5. Skreytingar á veggjunum. Veggfóðrið heldur áfram með hvaða munstri sem er. Fjárfestu í munstri sem er auðvelt að setja upp – og skipta út. Þú getur líka gripið í pensilinn og málað þitt eigið munstur. Túlípanarnir eru mjög vinsælir þessa dagana enda stendur túlípanatíminn sem hæst. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Hönnun James Tooze: Stóll merktur sem borð og borð merkt sem stóll. Veggfóðrið klikk- ar ekki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.