Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2005, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 20.01.2005, Qupperneq 32
Ljós viður og náttúrusteinn Það er mikilvægt að athuga fyrst og fremst hvaða möguleikar eru fyrir hendi með gömlu innrétting- unni. Útlitið á eldhúsinu eru skáparnir og framhliðarnar á skúffunum. Eldhúsinnrétting- ar sem slíkar eru ekki ólíkar hver annarri, og með bættri lýsingu og nýjum lit er oft hægt að fá allt að því nýja inn- réttingu. Ef það á að gera stórtækar breytingar, ætti verður að hafa nokkra hluti í huga. Bið eftir arkitekt getur verið þó nokkur, og enn lengri bið getur verið eftir iðnaðar- mönnum. Fólk ætti því ekki að ráðast í framkvæmdir fyrr en það hefur fengið arkitekt til þess að rissa upp breyting- arnar og er komið á lista hjá iðnaðarmönnum, sem eiga að framkvæma hlutina. Við miklar breytingar er best að hafa samband við þá sem hafa smiði, rafvirkja og pípara á sínum snærum til þess að koma í veg fyrir árekstra. Hérlendis er opna eldhúsið langvinsælast og það þýðir oft, að það þarf að mölva niður nokkra veggi. Ef fólk velur að hafa opið eldhús, ætti það að leiða hugann að lýsingu, og þá dimmerum og óbeinni lýs- ingu. Undir skápa og ofan á. Þegar eldhúsið er orðið svona opið, þá er það orðið hluti af mun stærra rými, sem nýtist á fleiri máta en eingöngu sem eldunaraðstaða. Til þess að þetta fái að njóta sín sem allra best, þá er ekki nóg að hafa bara vinnulýsingu. Gaseldavélar njóta einnig sívaxandi vinsælda, en þar ber einnig að hafa nokkra hluti í huga. Gasið fyrir eldavélina á alltaf að vera staðsett fyrir utan íbúðina, og því þarf að huga að öllum lögnum fyrir það. Best væri ef kúturinn væri staðsettur utan á húsinu, eða inni í bílskúr. Ljós viður í eldhúsum nýtur enn mikilla vinsælda. Þó hefur einnig borið á því, að innréttingin hafi verið sprautulökkuð, og þannig fjarlægst við- inn aftur. Ljósa yfirbragðið er vinsælast en þá getur líka verið flott að hafa stakan lit á einstökum hlutum innrétt- inganna. Náttúrusteinn, eða stórar hellur er mjög vinsælt á gólfið í eldhús- inu. Fyrir þá sem vilja gera eitthvað flott fyrir veggina í eldhúsinu, þá þykir það mjög flott að hafa sandblásið gler, eða stálplötur þar á en flísarnar eru líka alltaf vinsælar. Nostalgían allsráðandi á baðinu Fólk er mjög háð lögnum þegar farið er út í breytingar á baðherberginu og það er erfitt að eiga við staðsetningar á kló- settum. Fólk þarf líka að hafa í huga, hverju er hægt að troða inn í baðher- bergið. Sumir vilja helst hafa bæði bað og sturtuklefa, en á litlu baði er mjög erfitt að koma þessu tvennu fyrir. Stóri sturtuklefinn hefur verið að koma mikið inn, enda er sturtan hentug fyrir þá sem eru á stöðugri hraðferð, og hafa ekki tíma til þess að dóla sér í baðkarinu. M i n i m a l i s k u r stíll á blöndunar- tækjum er mjög vin- sæll í dag. Þetta eru frekar dýr blöndun- artæki en þeir sem hafa ekki efni á þeim ættu að geta fundið ódýrar eftirlíkingar af þeim. Þá er í tísku að hafa klósettið innbyggt . Vaskalínan hefur gjörbreyst hjá stærstu framleiðend- unum og eru vask- arnir ekki lengur innfelldir, eða felldir ofan á borð. Þess í stað er núna vin- sælast að láta þá liggja ofan á borð- plötunum. Þetta er smá nostalgía og eru vinsælustu vaskarnir ferkantaðir, eða eins og skál á borði en þessi stíll sækir í fortíðina. Mikilvægt er að lýsingin sé rétt mið- að við það sem er að gerast á baðinu. Inn- felldar lýsingar á speglinum, dimmer- ar og þar fram eftir götunum getur leitt til þess að fólk getur nýtt baðherbergið til fleiri hluta en ein- göngu bursta tennurnar og greiða sér. Með réttri lýsingu getur baðið fengið nýtt yfirbragð og orðið óvænt viðbót í íbúðina sem glæsilega hannaður hlutur. Rétta lýsingin getur því skapað frábært baðherbergi. Rétt lýsing gerir gæfumuninn Landinn virðist vera orðinn mjög með- vitaður um innanhússhönnun og hafa arkitektar varla undan að teikna breyt- ingar. En lýsingin virðist einnig vera farin að skipta meira máli, enda getur vel hugsuð lýsing gjörbreytt heilu rýmunum og gert þau mun vistlegri. Rut Káradóttir, innanhússarkitekt, hefur unnið mikið með lýsingu, hvort sem er innanhúss eða utan. Hún segir mikla vakningu hafa orðið meðal Íslendinga hvað það varðar. Landinn sé í auknum mæli farinn að spá í hvaða ljós henti best hverju sinni. „Það þýðir ekki að vera með rándýran sófa og ranga lýsingu. Það leiðir til þess að sóf- inn fær ekki að njóta sín á réttan hátt. Þá er betra að vera með einhvern ódýr- ari sófa og þá í réttu samhengi við lýs- inguna,“ segir Rut og bætir því við að nú séu ljósahönnuðir fengnir á sama tíma og innanhússarkitektar til þess að ná fram hárréttri lýsingu í samhengi við húsnæðið. „Íslendingar eru orðnir mjög framarlega hvað varðar alla lýsingu og það hefur verið orðið algjör sprenging síðan 1997.“ Hún segir að í raun megi skipta lýsingunni í nokkra aðskilda hluti. Það sé alltaf ákveðin viss grunn- lýsing, sem svo er bætt ofan á eftir smekk og þörfum hvers og eins. Hún segir að vel sé hægt að skapa rétta stemningu án mikillar fyrirhafnar. „Ef fólk vill ekki eyða of miklum pen- ingum í þetta en vill þó hafa hana fallega, þá getur það bjargað sér með hangandi ljósum og lömpum.“ Hún segir að það sé komið mikið af hang- andi ljósum, með fallegum textíl í kring. Þar að auki séu flestir lampar komnir með dimmera sem auðveldi að ná fram réttu stemningunni. Rut bend- ir engu að síður á að það sé ódýrt að fá sér dimmera í dósirnar sem fyrir eru og það sé einnig hagkvæmara til lengri tíma litið, því það fari betur með perurnar. Hvað varði nýbyggingar hér á landi þá hefur minimalisminn verið allsráð- andi hér á landi. Rut segir að það leiði oft til þess að fólki finnist húsnæðið vera kalt og allt að því ópersónulegt. „Þó ég sé ekki sammála því, þá getur fólk keypt sér lampa með einhverju skrauti sem er í samræmi við persónulegan stíl þess.“ Rúmið undir borð Að lokum er hér smá hugmynd fyrir þá sem vilja fá meira út úr litlu íbúðinni sinni, án mikillar fyrirhafnar. Þessi hugmynd arkitektanna Andres Lohse og Jennifer Dahm sýnir ákaflega skemmtilegt hugvit. Hér er notast við innsetningu, þannig að rúmið hverfur undir skrifborðið, sem er það stórt, að hægt er að nota það sem gólf. Þessi hönnun hefur birst í dönskum og norskum arkitektablöðum og vakið mikla athygli fyrir hugvit. Þegar jólin eru að baki, hefur margur Íslending- urinn hugsað sér gott til glóðarinnar þegar kemur að framkvæmd- um. Það eru langir biðlistar hjá bygginga- vöruverslunum og flísa- búðirnar eru fullar út að dyrum. Eldhúsið og baðherbergið eru vin- sælustu fórnarlömb breytinga. Freyr Gígja Gunnarsson skoðar hér meginstrauma og stefnur í híbýlaumbæt- um landans. Framkvæmdaglaðir Íslendingar fara hamförum EINFALDLEIKINN VINSÆLASTUR F2 6 20. janúar 2005 FIMMTUDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.