Fréttablaðið - 20.01.2005, Page 34

Fréttablaðið - 20.01.2005, Page 34
Það mun svo sannarlega svífa franskur andi yfir vötnum á vetingastaðnum Vox á morgun, föstudag þegar staðurinn býður upp á franska matar- og vín- skemmtun. Er það gert í tilefni af því, að dagana 24. og 25. janúar mun fara fram í Lyon ein virtasta matreiðslukeppni heims Bocuse d’Or. Af því til- efni mun Hákon Már Örvars- son, yfirkokkur á Vox og brons- verðlaunahafi úr Bocuse d’Or keppninni 2001, elda úr því hrá- efni sem keppt verður með í Lyon. „Þetta er frönsk matar- og v í n s k e m m t u n og er í raun skemmtilegt stílbrot við það sem er í boði á veitingastaðnum alla daga því það verður allt franskt,“ segir Hákon Már. Hákon er meðlimur í akademíu Paul Bocuse og segir að með þessari skemmtun vilji þeir vekja athygli á þessari keppni sem og Coupe de monde Patissier, eða eftirréttaheims- meistaramótinu, sem fer einnig fram í þessum mánuði. Það er þó ekki nóg með að allt hrá- efnið verði eldað á franska vísu heldur segir Hákon að hráefnið verði framreitt í samræmi við það sem farið er fram á í keppninni. „Sú uppsetning er unnin eftir sérstakri for- múlu,“ segir bronsverðlauna- hafinn 2001 en þess má til gamans geta að Ragnar Ómarsson, sem valinn var mat- reiðslumaður árs- ins 2002, mun keppa fyrir Íslands hönd og er hann farinn til Frakk- lands til þess að undirbúa sig. Það verður ekkert til sparað á Vox og verða aðalréttirnir tveir. Annars vegar er í boði skötuselur og hins vegar kálfur. Svo verða ýmsar útfærslur af franskri andalifur í forrétt. Þessari frönsku matar- og vín- skemmtun lýkur svo á Valhrone-súkku- laði í desert. „Með þessu öllu verða að sjálfsögðu sérvalin frönsk vín,“ segir Hákon. Auk matarins mun hljómsveitin Desmín spila undir borðhaldi og segir Hákon að léttleikinn verði alls- ráðandi, enda sé þetta fyrst og fremst til gamans gert. F2 8 20. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Ágúst Einarsson prófessor bjó á sama stað í Reykjavík þangað til hann kláraði stúdentsprófið. Þá fór hann til náms í Þýska- landi þar sem hann bjó í sjö ár. Hann segir að þeim hjónum líði jafnvel núna, í stóra húsinu á Seltjarnarnesi, og þegar þau bjuggu í kjallaraíbúðinni í Blankenese. Bárugata 2, 1952-1970 Ég er fæddur á Bárugötu 2 og ólst þar upp. Tvær elstu systur mínar fæddust í Vestmannaeyjum en foreldrar okkar voru nýfluttir frá Eyjum þegar við bræðurnir komum nr. þrjú og fjögur. Síðan bættust við sex systur auk eins lítils bróður sem dó í frumbernsku. Við vorum því tíu systkinin samtíma í hús- inu og öll á sitt hverju árinu og það var alltaf fjör. Þetta var þá Vesturbærinn eins og hann er bestur. Við lékum okkur út um allt, í öllum görðum og fórum út í KR í íþróttir, til Bryndísar Zoega á Drafnarborg og Miðbæjar- skólann. Þá var allt örstutt, miðbærinn við hliðina og allt iðaði af lífi. Landstrasse í Bremerhaven, 1970 Ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík utan skóla 18 ára og fór þá til náms í Þýskalandi. Ég bjó fyrst í Landstrasse í Bremerhaven en þar vann ég við höfnina um sumarið til að læra þýsku. Ég leigði þar eitt her- bergi og eldaði ofan í mig, að vísu ekki mjög fagmannlega, en ég lifði af, lærði þýskuna og kann enn þann dag í dag á alla skemmtistaðina við höfnina og víðar í Bremerhaven. Á þessum árum og síðar var mikið um að íslensk skip sigldu til Þýskalands og var ég oft í slagtogi með sjómönnunum þegar þeir komu til að selja á fiskimörkuðunum. Vogelstrasse í Schnelsen í Ham- borg, 1970 Um haustið fluttist ég til Hamborgar þar sem ég hóf nám í rekstrarhagfræði við Háskólann. Þá bjó ég fyrst í herbergi í Vogelstrasse í Schnelsen. Það var langt í skólann og tók um klukkustund að komast þangað og annan til baka á hverjum degi. Þá var allt frumstætt og ég man að ég varð að fara yfir lestarspor á leiðinni og líta vel til beggja átta til að gá að lestarferðum áður en ég fór yfir og ég man eftir dauðslysi við þennan veg. Schierichstrasse í Winterhude í Hamborg, 1970-1971 Síðan flutti ég nær skólanum i Schier- ichstrasse í Winterhude-hverfinu í Hamborg. Þar bjó ég í kommúnu með mörgum þýskum stúdentum einn vetur. Það var flott og skemmtilegt eins og nærri má geta. Þetta var á tímum 68- kynslóðarinnar og mikið líf í náms- mönnum í Hamborg og viðar, götu- bardagar og mótmæli nær vikulegir við- burðir. Hamborg er mín uppáhaldsborg. Burgweg í Blankenese í Ham- borg 1971 Ég var í enn einu herberginu þetta fyrsta rúmlega ár mitt í Þýsklandi og það var í Burgweg í Blankenese sem er mjög fínt hverfi þótt ég yrði ekki mikið var við það í mínu kjallaraherbergi. Þá var ég búinn að kynn- ast konuefninu mínu, Kolbrúnu Ingólfsdóttur, sem vann hjá Loftleiðum í Hamborg. Við urðum ekki svo mikið vör við óþægind- in í kjallaranum en við erum núna búin að vera gift í 33 ár. Mittelweg í Har- vesterhude í Ham- borg, 1971-1972 Um sumarið sagði ég upp herberginu í Blankenese og fór í þriggja mánaða ferð með einum þýskum vini mínum í gömlum Volkswagen um löndin í Austurlöndum nær, Júgóslavíu, Grikkland, Egyptaland og Tyrkland og þvældumst við um ein tíu lönd og skoðuðum okkur um. Það var mikið ævintýri og lentum við oft í ýmsu enda ekki hættulaust á þessum tíma. Þetta var fyrir Interrail-ferðirnar en síðan hef ég ferðast mikið og hef gaman af því. Um haustið fluttum við Kolbrún saman á Mittelweg mjög ná- lægt Háskólanum. Þar vorum við með tvö herbergi og aðgang að eldhúsi og baði. Þetta var fyrsta íbúðin okkar og dásamlegt að lifa en veturinn var svo kaldur að allt fraus í borginni. Við vorum á 5. hæð án lyftu og við urðum að sofa í öllum fötunum en húsið var meira en aldargamalt. Þá bjargaði okkur að við áttum tvö gæruskinn og gátum breitt þau yfir okkur. Við trúlof- uðum okkur um haustið og héldum heljarinnar trúlofunarveislu í tengslum við 1. des.-hátíð Íslendinga í Norður- Þýskalandi og margir landanna muna enn eftir þeirri veislu. Hermannstal í Horn í Hamborg, 1972-1975 Námið gekk alltaf vel hjá mér og við fluttum síðan í blokkaríbúð á Her- mannstal í hverfinu Horn. Elstu drengirnir okkar fæddust 1972 og 1974 og þarna vorum við með þá. Lítill bak- garður var við húsið og þar vorum við mörgum stundum með litlu hnokkana. Ohlestrasse í Eidelstedt í Ham- borg, 1975-1977 Eftir að ég lauk háskólaprófinu ákvað ég að fara í doktorsnám og þá fluttum við enn og aftur og nú á Ohlestrasse í Eidelstedt. Þetta var lítið raðhús með garði og þarna vorum við í okkar fyrstu virkilega góðu íbúð. Margir Íslendingar gistu hjá okkur á þessum árum. Mikið félagslíf var einnig í borginni hjá land- anum og meðal Íslendinga í Norður- Þýskalandi og tókum við mikinn þátt í því. Ég var meira að segja á námsárum mínum formaður Bandalags Íslendinga i Norður-Þýskalandi og var það líklega fyrsta opinbera embættið mitt. Háaleitisbraut 103 í Reykjavík, 1977-1980 Við fluttum heim í maí 1977 og ég tók við stjórn f jö l sky ldufy r i r tækis ins ásamt bróður mínum. Við bjuggum fyrst á 4. hæð í blokk á Háaleitisbraut 103. Þriðji sonurinn fæddist rétt áður en við fórum frá Ham- borg. Það var gott að vera í Háaleitishverfinu og stutt í allar áttir, sérstaklega miðað við vegalengdirnar úti. Barðaströnd 27 á Sel- tjarnarnesi, 1980-1995 Okkar langaði í sérbýli þegar árin liðu og fyrir 25 árum fluttum við út á Sel- tjarnarnes og bjuggum á Barðaströnd 27 í fimmtán ár í raðhúsi. Það er gott að vera á Nesinu, fínir skólar og skemmti- legt fyrir börn og þetta er gamli Vestur- bærinn í mínum huga. Ég lít alltaf á Seltjarnarnes sem Vesturbæinn, er enn gallharður KR-ingur og fer oft á völl- inn, enda spilaði ég með yngri flokkun- um í fótbolta á sínum tíma. Fornaströnd 19 á Seltjarnar- nesi, 1995 - Fyrir tíu árum langaði okkur að komast í einbýlishús og vildum vera á Nesinu en þá var erfitt að finna hús, en piltur úr nágrenninu vissi af löngun okkur og hann frétti af húsi sem var að losna. Þannig eignuðumst við Fornaströnd 19 þar sem við búum núna. Það er alveg við Valhúsahæð og við horfum upp í Holtið og á Valhúshæðina öðrum meg- in í húsinu og yfir bæinn og Esjuna hinum megin. Börnin eru farin að heiman og auðvitað er þetta orðið of stórt fyrir okkur hjónin en við ætlum ekki að fara héðan. Okkur líður alltaf jafnvel og þegar við vorum í kjallara- herberginu í Blankenese fyrir 35 árum og síðan kemur barnabarnið alltaf öðru hvoru í heimsókn og von er á fleiri slík- um og þá er lífið fullkomnað. Hamborg er mín uppáhaldsborg GÖTURNAR Í LÍFI Ágústs Einarssonar prófessors Bárugata Landstrasse Vogelstrasse Schierichstrasse Burgweg Mittelweg Hermannstal Ohlestrasse Háaleitisbraut Barðaströnd Fornaströnd Skeifan 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 www.babysam.is Útsalan er byrjuð og hægt að gera góð kaup. ÚTSALA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Matar- og vínskemmtun Allt franskt á gourmet-kvöldi Vox Góðlátlegt grín að stjórnmálafárinu í kringum Alfreð Þorsteinsson Fylkjum okkur um Alfred Á netinu gengur nú síða, þar sem bol- ur með andliti Alfreðs Þorsteins- sonar er til sölu. Er fyrirsögnin „Fylkjum okkur um Alfreð.“ Þegar nánar er að gáð, kemur í ljós að ekki er hægt að kaupa þennan bol heldur er um góðlát- legt grín að ræða, enda hafa fáir stjórnmálamenn verið undir jafnmiklum þrýstingi og Alfreð. Stefán Valberg eigandi Dogma sagðist ekki hafa leitt hugann að því að setja Alfreð á bol frá sér. „ Það eru aðrir s t jó rnmá lamenn sem eru í deigl- unni,“ segir hann en vildi ekkert láta meira eftir sér hafa. „Þetta er samt góð hugmynd.“ Alfreð Þorsteinsson kominn á bol?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.