Fréttablaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 38
Að margra sögn stafa þessi ónot oftar en
ekki af röngu mataræði. Fólk borðar of
mikið af unninni matvöru, skyndibitafæði
og innbyrða allt of mikið af aukefnum á
borð við MSG. MSG er kemískt, verk-
smiðjuframleitt bragðefni og því ekki
náttúrulegt krydd. Það getur valdið of-
næmi eða óþoli og getur stuðlað að sjúk-
dómum. Margir finna fyrir slappleika, lið-
verkjum, höfuðverkjum, vindgangi í kvið-
arholi og óútskýrðri þreytu eftir að hafa
borðað mat sem inniheldur MSG. Þeir
sem vilja forðast MSG þurfa að vera vel
vakandi og lesa vandlega utan á umbúðir
matvara.
MSG er merkt með ýmsu móti. Al-
gengasta merkingin er E-621 en það
gengur líka undir nöfnunum Mono Sodi-
um Glutomate, texture protein, mono
potassium glutamate, glutamate acid,
natural pork flavouring og flavour en-
hancer svo einhver nöfn séu nefnd. Þegar
vel er að gáð kemur í ljós að MSG er í
ótrúlegustu matvælum.
Ingólfur Gissurarson hjá Umhverfis-
stofnun segir að það sé allt í lagi að borða
aukefni eins og MSG innan vissra marka.
„MSG er óþolsvaldandi efni og þar af
leiðandi er ekki gott að borða of mikið af
því. Fólk er misnæmt fyrir MSG eins og
gengur og gerist. Aukefnareglugerðin er
þannig upp sett að hún þjóni hagsmunum
neytenda. Sannarlega þykir tæknileg þörf
fyrir notkun aukefnanna í vörunni og að
sýnt sé fram á að heilsu neytenda stafi
ekki hætta af. Ef menn fylgja reglunum
og borða eðlilega, eru ekki að raða í sig
MSG þá er í fullkomnu lagi að borða
það,“ segir hann.
Það vekur athygli hvað íslenskar mat-
vörur eru illa merktar. Ýmist stendur bara
krydd á umbúðunum sem segir ekkert um
innihaldið eða stafirnir eru svo litlir að
fólk þarf ofursterk gleraugu til að geta
lesið utan á umbúðirnar. Ingólfur full-
yrðir að ef aðeins stendur krydd á umbúð-
unum þurfi fólk ekki að óttast því MSG
sé ekki krydd heldur aukefni.
„MSG var fundið upp um 1940
þannig að ömmur okkar og mömmur
hafa notað þetta í talsverðum mæli og það
hefur engum orðið meint af því. Það sem
gerðist á sínum tíma var að MSG var
notað í of miklu magni á austurlenskum
veitingastöðum. Þá komu upp hausverkir
og annað því þetta er unnið úr glútamick
sýrunni sem vinnur upp í heila og gerir
það að verkum að fólk fær hausverk. Í dag
er ekki leyft að nota efni í slíku magni.
Þess vegna er nauðsynlegt að merkja
vöruna ef hún inniheldur MSG því það
eru svo margir með óþol fyrir vörunni,“
segir Ingólfur.
Ekkert nýtt undir sólinni
Helga Mogensen hjá Maður lifandi er
alls ekki hrifin af MSG. „MSG er al-
gerlega á bannlista hjá okkur og mað-
ur er þakklátur fyrir þá vakningu sem
er í gangi. Sumir fá hausverk, aðrir fá
ónot og fólk túttnar út, þetta er svona
það helsta. Þeir sem eru með óþol
finna einkennin strax og það ætti ekki
að vera notað. Þetta er bara eitur,“
segir hún og bætir við:
„Mannskepnunni er ekki ætlað að
taka inn öll þessi aukefni. Við náum
ekki að vinna úr þessu og einn daginn
brestur þetta, og fólk fer að finna fyrir
þreytu og orkuleysi.“ Hún segir þó að
það sé mikil vakning meðal almenn-
ings og margir séu að leita sér ráða hjá
næringarráðgjöfum, en fólk fari yfir-
leitt ekki fyrr en það er komið í þrot.
„Það má líkja þessu þroti við alkó-
hólista sem finnur ekki leið út úr
sínum málum. Fólk þarf að breyta um
lífsstíl. Fólk borðar of mikið og svo er
það ekki að borða réttar samsetningar.
Fæðan er of einhæf. Fólk borðar allt of
mikið af kolvetnum, það vantar meira
grænmeti og ávexti svo dæmi sé nefnt.
Annars er mannskepnan alltaf að
glíma við sama vandamálið, það er
ekkert nýtt undir sólinni. Margbreyti-
legt fæði og hreyfing er það eina sem
dugar. Skyndilausnir virka ekki,“ segir
Helga.
Það er ekki bara MSG sem veldur
mannslíkamanum óþægindum. Það
dettur eflaust fæstum í hug að skoða
innihaldslýsingu á ferskum kjúklinga-
bringum. Þegar miðinn er skoðaður
stendur að bringurnar innihaldi vatn,
salt (0.6%), sykur (0.3%) og bindiefni
(E-450). Hvað þýðir þetta? Jú, vatni,
salti, sykri og bindiefni er sprautað inn
í bringurnar og þær settar í tromlu svo
þær tútni út og líti betur út í umbúð-
unum. Eða er réttara að segja að neyt-
endur séu að kaupa fullt af vatni fyrir
2.290 kr. kílóið? Steinar Guðleifsson
hjá Matfugli segir að það sé ekki
annað hægt en að sprauta bringurnar
með vatni og bindiefnum því annars
verði þær svo þurrar að erfitt verður að
borða þær.
„Ég er ekki með nákvæma inni-
haldslýsingu en það er ákveðið efni
sem við setjum í vatnið og svo er þetta
allt sett í tromlu og þyngt um vissa
prósentu. Áður voru kjúklingabring-
urnar alltaf svo þurrar, en eftir að við
byrjuðum á þessu fór fólk að hringja
inn og segja okkur hvað kjúklinga-
bringurnar væru orðnar meyrar, góðar
og safaríkar,“ segir hann.
„Ég borða yfirleitt bringur en svo
prufaði ég að elda heilan fugl um dag-
inn. Þá fannst mér bringan á heila
fuglinum þurr og vond,“ segir Steinar.
Aðspurður hvort það sé ekki
ósanngjarnt að selja neytendum vatn á
uppsprengdu verði segir hann svo ekki
vera.
„Bringan er náttúrlega án allra
beina og á henni er ekkert skinn. Ætli
það sé ekki 0.5 % eða 0.6 % fita á
bringunni. Eðlilegast er þetta dýrasti
parturinn. Enda fer mikil vinnsla í
bringurnar. Það er gott að tala um
þetta því þetta er gæðamál. Það eru
allir framleiðendur að gera þetta því
varan verður margfalt betri,“ segir
Steinar hjá Matfugli.
Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir
er ekki sammála Steinari.
„Mér finnst þetta mjög slæmt. Mér
finnst að við ættum að geta valið hvort
við viljum sprautaðar eða ósprautaðar
kjúklingabringur úti í búð. Langflest-
ir vita ekkert um þetta. Fólk er ekkert
að lesa utan á pakkana og ekki vant
því ef það kaupir kjúkling að ferskur
kjúklingur sé ekki hreinn,“ segir hún.
Í versluninni Maður lifandi er
reyndar hægt að kaupa ósprautaðar
kjúklingabringur, bæði eldaðar og
frosnar ásamt lífrænu lambakjöti.
„Fyrst ósprautaðar kjúklingabring-
ur voru í boði ákváðum við að vera
með þær. Fólk gerir sér þó almennt
lítið grein fyrir að framleiðendur
sprauti kjúklingabringurnar með syk-
urvatni. En ef maður getur leyft sér að
vera með ósprautaðar bringur á maður
að notfæra sér það,“ segir Helga.
Ekki alveg eins og fólk býst við
Ingólfur Gissurarson matvælafræð-
ingur hjá Umhverfisstofnun segir að
kjúklingabringumálið sé tvíeggja.
„Meðan framleiðandinn telur að
þetta sé í fullkomu lagi og er tilgreint á
umbúðum þá er þetta í lagi og ekkert
við því að gera. Hins vegar eru þeir að
setja vatn í vöruna til að þyngja hana
sem kostar neytendur miklu meira.
Þeir eru að selja neytendum vatn. Það
er kannski ekki í mínum verkahring að
tala um hag neytenda,“ segir Ingólfur
og bendir á Neytendasamtökin. Hann
segir þó að það sé væntanleg reglugerð
um kjöt og kjötvörur.
„Þar verður ein grein þess efnis að
ef hrávara (kjúklingabringur eða
nautahakk) inniheldur viðbætt vatn
sem fer yfir 10 prósent verða menn að
skrifa það á umbúðirnar,“ segir hann
og bætir við:
„Eins og staðan er núna er þetta
lagalega í lagi. Þeir tilgreina það á um-
búðunum hvert innihaldið er. En það
er sama sagan með hamborgara. Þegar
búið er að steikja þá rýrna þeir töluvert
því það er svo mikið vatn í hakkinu.
Gæði vara á markaði eru ekkert meiri
en það sem neytendur gera kröfur
um,“ segir Ingólfur.
Hann segir jafnframt að Umhverf-
isstofnun hafi ekki fengið neina
kvörtun frá sykursjúku fólki varðandi
sykursprautuðu bringurnar.
„En vissulega er þetta ekki alveg
eins og fólk býst við. Fólk gerir ráð
fyrir því þegar það sér óunnið kjöt í
búðinni að það sé hreint,“ segir hann.
F2 12 20. janúar 2005 FIMMTUDAGUR
Það færist í vöxt að fólk greinist með fæðuóþol. Hver hefur ekki heyrt fólk tala um að það sé með gersveppaóþol,
mjólkuróþol, sykuróþol eða óþol fyrir MSG (þriðja kryddinu). Aðrir finna fyrir höfuðverkjum, magaverkjum, upp-
þembu og ónotalegheitum í kroppnum án þess að vita hvað sé raunverulega að. Hvað er til ráða?
Marta María Jónasdóttir kannaði málið.
ERU AUKEFNIN AÐ
SLIGA MANNSLÍKAMANN?
MSG er í gríðarlega mörgum fæðutegundum
Kjúklingabringur sprautaðar
með sykri, salti og vatni
ÞAÐ ÆTTI
AÐ BANNA
MSG
Kolbrún Björnsdóttir
grasalæknir segir að
MSG veiki ónæmis-
kerfið.
„Það fá næstum því allir einhver ein-
kenni sem neyta MSG. Það virkar eins
og salt og eykur vökvaþrýsting í lík-
amanum. Þar af leiðandi getur það
haft áhrif á rosalega margt, veldur
asma hjá sumum en exemi hjá öðr-
um. Það eru ekki mjög margir sem
hafa komið til mín sem eru með bein
ofnæmiseinkenni af MSG, alls ekki.
Fólk finnur oft ekkert fyrir því að það
hafi einhver áhrif fyrr en það hættir
að borða MSG í einhvern tíma og
byrjar svo aftur að neyta þess. Ef það
notar það reglulega finnur það
minna fyrir því. MSG getur líka hækk-
að blóðþrýsting. Mér finnst að það
ætti að banna MSG því það hefur svo
mikil áhrif á líkamann,“ segir hún.
Aðspurð um vítamín segir Kolbrún að
fólk eigi oftast að geta fengið öll
næringarefni úr fæðunni. Hún segir
jafnframt að ef fólk tekur alltaf
vítamín verði líkaminn háður þeim.
„Það eru samt allt of margir sem eru
að borða allt of lélegan mat og þá
þarf fólk vítamín. Fólk borðar lélegan
hádegismat eins og samloku með
eiginlega engu á milli, borðar jafnvel
ekkert grænmeti og lítið af ávöxtum.
Það vantar því steinefni. Að fá sér
samloku í hádeginu er ekki góð nær-
ing. Svo borðar fólk kannski bara fisk
og kartöflur á kvöldin. Fólk er að
borða allt of mikinn mat sem er búið
að taka allt líf úr,“ segir hún. Þegar
hún er spurð út í sykurinn segir hún
að hann sé alverstur. Verri en saltið
og þriðja kryddið. En hvað er til ráða?
„Fólk þarf að vera mjög duglegt í
tvær vikur og sleppa öllum aukefn-
um. Það er líka voðalega gott að
nota jurtir með til að hjálpa líkam-
anum að losa þetta rusl út. Fólki líð-
ur kannski ekkert sérstaklega vel
fyrstu tvær vikurnar en eftir mánuð
fer fólk að finna mun á sér. Fólk þarf
bara að vera ákveðið og losa þetta
út og fara í gegnum skápana hjá sér
og henda kryddunum, ekki setja þau
til hliðar því þá freistast fólk til að
nota þau. Það þarf alveg að skipta
um krydd,“ segir Kobrún
MSG ER KEMÍSKT, verksmiðjuframleitt bragðefni og því ekki nátt-
úrulegt krydd. Það getur valdið ofnæmi eða óþoli og getur stuðlað að
sjúkdómum. Margir finna fyrir slappleika, liðverkjum, höfuðverkjum,
vindgangi í kviðarholi og óútskýrða þreytu eftir að hafa borðað mat
sem inniheldur MSG. MSG er merkt með ýmsu móti.
• E-621
• Mono Sodium Glutomate,
• Texture protein
• Mono potassium glutamate
• Glutamate acid
• Natural pork flavouring
• Flavour enhancer
Allar kryddvörur og pakkasúpur frá Knorr innihalda MSG. Það er einnig MSG í
Doritos-snakki og sumum tegundum af Maarud, laxa- og rækjusalati frá Jóa Fel, SS-
kjötfarsi, kjúklingastrimlum frá Matfugli, kjöt og grænmetiskröftunum frá Oscar, í
Humarsúpu frá Ora og í súpunum frá Campbell’s, Lamba Nöggum og ýmissi unninni
kjötvöru. Hið sívinsæla frönsku-kartöflukrydd er einnig stútfullt af MSG.