Fréttablaðið - 20.01.2005, Síða 61
FIMMTUDAGUR 20. janúar 2005
Battle Angel Alita er japönsk
hasarmyndasaga eftir Yukito
Kishiro. Hún gerist á 26. öldinni,
þegar jörðin er einn stór rusla-
haugur. Á ruslahaugnum dafnar
lifandi samfélag manna, vélmenna
og sæborga. Í þessum heimi er alls
ekki óalgengt að fólk fái sér gervi-
handlegg eða gervihaus því að
slíkt makeover þykir sjálfsagður
hlutur. Þarna þykir það jafnvel
óvenjulegt að vera alveg mennsk-
ur án nokkura hjálpartækja.
Aðalpersónan er stórhættuleg
stríðs-sæborg sem lítur út eins og
fjórtán ára stúlka. Góðhjartaður
vísindamaður finnur hana
skemmda og óvirka á haugunum
og endurbyggir hana til að ala upp
sem dóttur. Hann nefnir hana
Alitu. En Alita man ekkert um
uppruna sinn og þráir að komast
að því hver hún raunverulega er.
Sem tökubarni líður henni oft eins
og hún eigi hvergi heima, þrátt
fyrir góðan fósturföður. Hún er
viðkvæm og síhrædd en breytist í
grimma og banvæna stríðsskepnu
þegar hún neyðist til að berjast
fyrir lífi sínu í myrkum öngstræt-
um ruslahaugsins. Eins og svo
margar manga-sápur er erfitt að
leggja þessa frá sér. Alita er ein-
staklega tragísk og sæt, og ævin-
týri hennar eru full af sprenging-
um og hasar með tilheyrandi
hraðalínum.
En Alita er ekki bara enn eitt
sci-fi-unglinga-action-dramað frá
Japan. Terminator og Titanic leik-
stjórinn James Cameron féll fyrir
henni þegar hann las fyrstu þrjár
bækurnar og hefur nú ákveðið að
gera kvikmynd byggða á þeim.
Þar fáum við kynnast „fæðingu“
stúlkunnar, fyrstu ástinni í lífi
hennar og þátttöku hennar í
æsispennandi ofbeldis-boltaleik
(ekki ósvipuðum Rollerball).
Hljómar betur en Titanic. Myndin
verður nánast öll tölvugerð eins
og nýju Star Wars-myndirnar og
Alita sjálf verður tölvuteiknuð.
En hreyfingar hennar verða leikn-
ar af mennskri leikkonu þannig að
hún verður soldið svona eins og
Gollum. Einnig ber að geta þess
að myndin verður í þrívídd. Já,
þrívídd. Sjálfur lýsir Cameron
myndinni sem sögu um samband
föður og dóttur með brjálaðasta
hasar sem sést hefur. Hún verður
bönnuð innan tólf og full af blóði.
En blóðið verður reyndar blátt,
því þannig er sko vélmennablóð á
litinn.
Battle Angel Alita verður
frumsýnd árið 2007 en það eru til
staflar af Battle Angel Alita-bók-
um til aflestrar þangað til.
Hugleikur Dagsson
Næsti Tortímandi Camerons
BATTLE ANGEL ALITA
NIÐURSTAÐA: Eins og svo margar manga-sápur
er erfitt að leggja þessa frá sér. Alita er einstak-
lega tragísk og sæt, og ævintýri hennar eru full
af sprengingum og hasar með tilheyrandi
hraðalínum.
[ MYNDASÖGUR ]
UMFJÖLLUN
Aðeins 599 kr.
5 690691 2000
08
Lífsreynslusagan • Heilsa • • Matur • Krossgátur
3. tbl. 67. árg., 19. jan
úar 2005.
Aðeins 599 kr.
g•á~t
Persónuleikaprófið
Þórdís Kjartansdótt
ir hjálpar konum
sem misst hafa brjó
st
Eina konan í
lýtalækningum
Ragnheiður
Þórdís Stefáns-
dóttir söngkona
Losaðu þig
við streituna
Vikan gefur góð rá
ð!
Tískan fyrir vetrars
portið
Íslenskur kokkur
í meistarakeppni
Hvernig dekra þær
við karlana sína?
4
síður
a
f
mér
Kynntist ástinni
í Kólumbíu!
Íslensk stúlka fór í
afdrifaríka ungmen
naferð
00 Vikan03.
tbl.'05-1
7.1.2005 1
3:07 Page
1
Náðu í eintak á næsta sölustað
ný og fersk í hverri viku
S M Á R A L I N D
Sími 517 7007
Náttföt 4490 kr. 1990 kr.
Flísgalli 6990 kr. 3990 kr.
Áður Nú
Þolir ekki
Óskarinn sinn
Gwyneth Paltrow
skammast sín þegar
hún sér Óskarsverð-
launastyttuna sína því
hún minnir hana á
stundina þegar hún
grét í gegnum þakk-
arræðuna sína. Leik-
konan fékk Óskarinn
fyrir leik sinn í
Shakespeare in Love
árið 1999. „Ég geymi
hana á bak við bókahilluna í
svefnherberginu mínu af því að
mér finnst óþægilegt að hafa hana
fyrir augunum. Ég hafði hana í
geymslu í margar vikur og gæti
aldrei haft hana uppi á hillu,“
sagði Paltrow. „Af einhverri
ástæðu hef ég ekki verið fær um
að vera ánægð með hana. Ég
skammast mín bara einhvern veg-
inn og hún kveikir á óþægilegum
tilfinningum. Hún tengist erfiðum
hluta af lífi mínu.“ ■
Miðasala á Houdini að hefjast
Miðasala hefst í dag á sýninguna
The Return of Houdini sem verð-
ur frumsýnd í Borgarleikhúsinu í
mars. Þetta verður fjölskyldusýn-
ing sem sameinar leikhús, sirkus
og töfrabrögð.
Í sýningunni koma fram tveir
af helstu sjónhverfinga- og
hverfilistamönnum samtímans,
annars vegar Dean Gunnarsson
og hins vegar mexíkóski sjón-
hverfingamaðurinn Ayala. Dean
framkvæmdi einmitt áhættuatriði
fyrir almenning í Reiðhöllinni í
Víðidal um síðustu helgi. Nefndist
það Milli bíls og dauða og vakti
mikla athygli. ■
Lýsir yfir
sakleysi sínu
Rapparinn Young Buck, sem söng
í Laugardalshöll í sumar ásamt 50
Cent, hefur lýst
yfir sakleysi
sínu af ákæru
um að hafa
stungið mann
við afhendingu
Vibe-tónlistar-
verðlaunanna á
síðasta ári.
Hinn 23 ára Buck, sem heitir
réttu nafni David Darnell Brown,
er sakaður um að hafa stungið
mann sem hafði slegið læriföður
hans, Dr. Dre á hátíðinni. Verði
Buck fundinn sekur á hann yfir
höfði sér átta ára fangelsisvist. ■
■ SÝNING
DEAN GUNNARSSON Dean Gunnars-
son hlekkjaður við bíl í Reiðhöllinni um
síðustu helgi. Hann komst undan á síð-
ustu stundu.