Fréttablaðið - 20.01.2005, Side 65

Fréttablaðið - 20.01.2005, Side 65
FIMMTUDAGUR 20. janúar 2005 KRINGLUKRÁIN UM HELGINA • Fjölbreyttur sérréttamatseðill öll kvöld vikunnar • Tilboðsmatseðill fyrir Leikhúsgesti • Hópamatseðill • Sérsalur fyrir hópa Borðapantanir í síma 568-0878 www.kringlukrain.is Hljómsveitin TILÞRIF um helgina Viltu taka þátt í skemmtilegu starfi fyrir ungt fólk á aldrinum 14-20 ára. *Leiklist *Hljómsveit *Kór *Guðfræðihópur Starfið ber yfirskriftina KMS og ef þú vilt taka þátt í þessu skemmtilega listastarfi, skaltu koma í safnaðarheimili Áskirkju sem er við Vesturbrún 30, fimmtudagana 20. og 27. janúar kl. 17:00 og tilkynna þáttöku. Á þessari önn verður settur upp söngleikur og farið í helgarferð í sum- arbúðirnar í Vatnaskógi. Frekari upplýsingar veitir Jóna Hrönn Bolladótt- ir miðborgarprestur í síma 822-8865 eða gegnum netfangið midborgarprestur@kirkjan.is. Þáttakendur þurfa aðeins að greiða hluta af ferðakostnaði í Vatnskóg. Þjóðkirkjan Samtök um sorg og sorgarviðbrögð Fræðslufundur í Safnaðarheimili Háteigskirkju í kvöld 20. janúar kl. 20-22. Umfjöllunarefni: Sjálfsvíg. Fyrirlesarar: sr. Svavar Stefánsson og Ólafía M. Guðmundsdóttir. Allir velkomnir. Sjálfsvíg Bergmál Ragnhildar Einn þekktasti slagverksleikari heims, Stomu Yamashíta, kemur fram á Listahátíð í Reykjavík í vor, þar sem hann frumflytur nýtt verk eftir Ragnhildi Gísladóttur við texta eftir Sjón. Þessi þekkti slagverksleikari, sem sagður er hafa breytt ímynd slag- verksins, flytur með sér til landsins hljóðfæri sem búið er til úr þriggja milljón ára gömlum steinum og vegur um eitt tonn. Þetta er eitt af viðamestu verk- efnum Listahátíðar í ár og hefur það fengið nafnið Bergmál. Þátttakend- ur í þessu verkefni eru þau Stomu Yamash’ta, Ragnhildur Gísladóttir, Sigtryggur Baldursson og Sjón ásamt Barna- og kammerkór Bisk- upstungna og Skólakór Kársness. Verkið verður frumflutt í Skál- holtsdómkirkju laugardaginn 21. maí kl. 13.30. Aðrir tónleikar verða haldnir í Langholtskirkju þriðju- daginn 24. maí kl. 20.00. Stomu hefur unnið með fjöl- mörgum heimsþekktum listamönn- um, þar á meðal tónlistarmanninum Mick Jagger og kvikmyndaleik- stjóranum Robert Altman auk þess sem hann samdi tónlistina við „The Man Who Fell to Earth“. Að undan- förnu hefur hann í auknum mæli helgað sig japanskri tónlist og tón- list tengdri friði í heiminum. ■ Skrímslin innra með okkur Í sýningarými Gallerí Dvergs sem staðsett er í kjallara bakhúss að Grundarstíg 21 í Þingholtunum opnaði Sigga Björg Sigurðardóttir litla sýningu nú á dögunum. Hún kallar sýninguna „Lappir, línudans og fórnarlamb í gulri peysu“. Hún sýnir litaðar teikningar þar sem sviðsettar eru hálfnaktar verur, skepnur eða líkamspartar sem eru á mannlegum mörkum. Hún segist sjálf búa til: „verur/skepnur, sem líta út eins og fólk eða dýr en þurfa ekki endilega að vera annað hvort. Þær eru einfaldlega til þess að sýna ákveðið hugarástand“. Gott og vel, það er ánægjulegt að vera vitni að því þegar hlýir og yndisleg- ir listamenn taka upp á því að opinbera fyrir okkur hinum hvað þeir eru í góðu og fallegu sam- bandi við sinn innri demón. Og hverjir eru þessi demónar, þessi skrímsli innra með okkur? Það er mörg þúsund ára gömul spurning sem taugalíffræðin svarar ekki en allir vita að er samt sem áður fullkominn raunveruleiki. Listamenn allra tíma og allra menningarsamfélaga hafa fjallað um þessi skrímsli og baráttuna við þau. Við höfum fullt af dæmum úr fornri menningu, til dæmis Fáfni. Það skyldi þó ekki vera að þetta sé allt saman sami drekinn, sama skrímslið og heilagur Georg glímir við í miðaldabókmenntum? Eða við upplifum í styttu Einars Jóns- sonar á skemmtigöngu niðri við tjörn þar sem drekinn liggur stein- dauður með sverðið í miðjum hausnum. Því hefur verið hvíslað að þessi demón sé í raun og veru sá sami og Móse fann í launhelg- um Egypta og kristnir menn kalla djöfulinn. Að hann sé ekkert annað en hið breyska sjálf sem yfirvinnst aðeins með hinu æðra sjálfi í líki Georgs, Sigurðar eða Krists. En ég sel það svo sem ekkert dýrara en ég keypti það. Það sem við fyrstu sýn virðast vera litglaðar og loðnar myndir ljóstra upp við nánari athugun loðnari veruleika – fallega litaðar en afmyndaðar verur í undarlegum stellingum, krypplaðar en samt í hinum yndislegustu formum. Hún gælir við demóninn og sefar hann þannig. Þarna tekst listamanninum að sameina hið falllega og hið ljóta með lagi sem sjaldgæft er. Eins konar tragí-kómískir demónar, undurfallegir órar og martraðir. Sýningin kemur líka einkar vel út sökum þess að áhorfandinn neyð- ist til að nálgast verkin í hinu dverg- vaxna rými – því hærri sem áhorf- endur eru því lægra þurfa þeir að lúta. Sigga Björg Sigurðardóttir er eftirtektarverður listamaður sem hefur hefur sýnt verk sín í Skotlandi, Englandi, Kína og á Íslandi. Nýlega sýndi hún í CCA (Centre of Contemporary Arts) í Glasgow á samsýningunni „Noonday Demons“ og í Norræna húsinu á samsýningunni „Vetrarmessa“. Fram undan hjá henni er svo sýn- ingarþátttaka á vegum Bowiearts í London, í Ástralíu og í Japan. Þessi sýning stendur út janúar. MYNDLIST GODDUR Gallerí dvergur Sigga Björg Sigurðardóttir Niðurstaða: Þarna tekst listamanninum að sameina hið fallega og hið ljóta með lagi sem sjaldgæft er. VERUR/SKEPNUR Í minnsta galleríi bæjarins, Gallerí Dverg við Grundarstíg, sýnir nú Sigríður Björg Sigurðardóttir litaðar teikningar af ýmsum kynjaverum. RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR Slagverksleikar- inn Stomu Yamash’ta frum- flytur verk eftir hana í sumar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.