Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2005, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 20.01.2005, Qupperneq 66
34 20. janúar 2005 FIMMTUDAGUR ■ FÓLK ■ TÓNLIST Opnunarmynd frönsku kvik- myndahátíðarinnar í Háskólabíói er Un long dimanche de fianç- ailles eða Langa trúlofunin. Leik- stjóri Amelié, Delicatessen og Borgar hinna týndu barna færir okkur hér nýjasta afsprengi sitt. Þrjú ár eru síðan hann gladdi mörg hjörtu með Amelié og eftir- væntingin því mikil. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir Sebastien Japrisot frá árinu 1994. Hún fjallar um unga konu, Mathilde, leikna af Audrey Tautou. Myndin gerist á tímum fyrri heimstyrjaldarinnar og hafði unnusti hennar verið dæmdur fyrir herrétti á meðan stríðinu stóð. Hann var ásamt fjórum mönnum dæmdur til dauða fyrir að veita sjálfum sér sár til að komast hjá bardaga. Mathilde fær aldrei sönnun fyrir því að pilturinn sé látinn og er staðráðin í að finna ást lífs síns. Á meðan á leitinni stendur kemst hún í kynni við margvíslegar skemmtilegar persónur. Myndin er að hluta til ansi blóðug eins og má búast við af stríðsmynd. Jean-Pierre Jeunet hefur tekist einstaklega vel að sýna hroðann sem stríði fylgir á sem raunverulegastan hátt. Einnig er frábært að sjá hversu vel honum tekst að fanga tíðar- andann og finnst manni eins og myndin sé í raun frá þessum tíma. Þó svo að myndin sé blóðug að hluta til er hún einnig gríðar- lega falleg eins og flestar mynd- ir Jeunet. Myndir hans eru oft svo fallegar að hver einasti rammi er listaverk. Þessi mynd er sennilega tekin með gulri linsu sem gefur henni einstakan gamaldags blæ. Það sérstaka við myndirnar hans Jeunet er að þó svo að þær fjalli um jafn hryllilegan atburð og stríð nær hann alltaf að lauma mörgum húmorískum at- riðum í þær. Þetta gerir hann með frábærri persónusköpun og litlum hnyttnum atriðum. Þessi mynd er engin undantekning að því leyti og margoft fær hann áhorfendur til þess að skella upp úr. Sagan í Un long dimanche de fiançailles er ein- staklega falleg en eilítið klisju- kennd. Það er ekki hægt að segja að söguþráðurinn sé ein- hver snilld en það eru litlu hlut- irnir sem bjarga honum; bréfin sem Mathilde finnur frá her- mönnunum, karakterarnir sem hún hittir á ferðum sínum og samband hennar við foreldra sína. Myndin er vel leikin að öllu leyti og greinilegt er að Jeunet á nokkra uppáhaldsleikara því marga hefur maður séð áður í hans myndum. Umgjörðin og sjónræni hlutinn eru samt það besta við myndina og allir þeir sem hafa áhuga á öðruvísi og fallegum myndum ættu að kíkja á þessa perlu. Borghildur Gunnarsdóttir Hrífandi kvikmynd UN LONG DIMANCHE DE FIANÇ- AILLES / LANGA TRÚLOFUNIN LEIKSTJÓRI: JEAN-PIERRE JEUNET LEIKARAR: AUDREY TAUTOU, GASPARD ULLIEL, JEAN-PIERRE BECKER OG DOMIN- IQUE BETTENFELD. NIÐURSTAÐA: Þessi fallega saga er vel leikin að öllu leyti og greinilegt er að Jeunet á nokkra uppáhaldsleikara því margir hafa áður sést í hans myndum. Umgjörðin og sjónræni hlutinn eru samt það besta við myndina og allir þeir sem hafa áhuga á öðruvísi og fallegum mynd- um ættu að kíkja á þessa perlu. [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN FRÁBÆR SKEMMTUN Sýnd kl. 4 og 6 Kl. 8 og 10 B.i. 14 Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15 B.i. 10 Hvað er málið með Alfie? Pottþétt rómantísk gamanmynd með Jude Law sem nýlega var kosinn kynþokkafyllsti karlmaðurinn. Frábær tónlist. Sýnd kl. 4, 6.15, 8.30 og 10.40Sýnd kl. 4, 6.15, 8.30 og 10.40 Sýnd kl. 8.30 og 10.40 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Lúxus VIP kl. 5.30, 8 & 10.30 Kl. 3.30 og 6 m/ísl. tali kl. 5.30, 8 & 10.30 m/ens. tali "séríslenskt Fönn, fönn, fönn!" HHH ÓHT Rás 2 HHH HL MBL Kl. 4, 6, 8, og 10 LÚXUS kl. 6, 8 og 10 Einkadætur (Filles Uniques) Sýnd kl. 6 Marie -Jo og ástirnar tvær (Mari Jo et ses deux amours) Sýnd kl. 8 Kórinn (Les Choristes) Sýnd kl. 10 Yfir 32.000 gestir Einstök ný kvikmynd frá Jean-Pierre Jeunet (“Amelie”) með hinni frábæru Audrey Tautou úr “Amelie” Stórbrotið meistaraverk sem enginn má missa af Kl. 5.45 og 8 Kl. 5.30 ísl. tal Langa trúlofunin HHH ÓHT - Rás 2 HHH HL - MBL HHH SV - MBL Fyrir besta frumsamda lagið Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 Tilnefnd til 5 Golden Globe verðlauna þ.á.m. besta mynd, leikstjóri og leikari í aðalhlutverki. il f til l l r l . . . t , l i tj ri l i ri í l l t r i. HHH NMJ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 ísl. texti Sýnd kl. 10.15 HHHHSV Mbl „Ein snjallasta mynd ársins... Ógleymanleg... ljúf kvikmyndaperla." Sýnd kl. 10.15 Nýársmyndin 2005 HHH HJ MBL LH-drykkurinn er gerður úr undanrennu sem sýrð er með venjulegum mjólkursýrugerli, Lacto- bacillus helveticus. Hann hefur þá eiginleika að geta klofið mjólkur- prótein í litlar prótein- einingar, lífvirk peptíð. Þessi peptíð geta hjálpað til við stjórn á blóðþrýstingi. Sjá nánar á www.ms.is Stjórn á blóð- þrýstingi Náttúruleg hjálp við stjórn á blóðþrýsting i H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Geta e kki búið s aman? NR. 3 - 20 05 • Verð kr. 599 Jón Ásge ir og Ing ibjörg Pá lma hvort í s inni villu nni: ÁSTFANGIN Í FJARBÚÐ! 20.-27.jan. Eiður Smári vinsæll: ÚTI Á LÍFINU Í LONDON 9 7 7 1 0 2 5 9 5 6 0 0 9 Sjáið myndirnar ! Nýtt par! Ósk Norðfjö rð og Gylfi Ein ars LUKKULEG SAMAN Í LEEDS! Ingibjörg í O asis og Jón Arna r: Nína Björk og Ragnar Ósk arsson ÁSTFANGIN Í KÖBEN! FLYTJA ÚR LANDI! 01 S&H F ORSÍ‹A0 305 TBL -2 16.1 .2005 1 5:22 Pa ge 2 Gerir lífið skemmtilegra! Gerir lífið skemmtilegra! Ge rir lí fið sk em mt ile gr a! Ge rir lí fið sk em mt ile gr a! ELDHUGI Í ENGLABORGINNI! Jón Óttar ... vikulega Góð sv eifla .. . Frammistaða Wesley Snipes ímyndinni New Jack City, sem kom út árið 1991, kveikti áhuga leikarans Jamie Foxx á því að ná frama í Hollywood. Eftir að hafa séð myndina var Foxx sannfærður um að þeldökkir leikarar gætu hæglega náð betri árangri en hvít- ir í kvikmyndaborg- inni. Foxx, sem fékk nýverið Golden Globe- verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Ray, segir að New Jack City hafi verið þeldökk útgáfa af hinni sígildu mynd The Godfather. Kylie Minogue segist enn horfa á aðra karlmenn þó hún sé í sam- bandi með franska leikaranum O l i v i e r Martinez. Popp- stjarnan sem er orðin 36 ára gömul, var spurð í ástralska út- varpinu hvort hún kíkti enn á aðra menn. „Ef maður gengur fram hjá mér get ég ekki annað en tekið eftir hon- um þó það fari ekkert lengra en það. Þegar eitt- hvað nær athygli þinni þó þú sért að horfa annað þá ertu ekki beinlínis að horfa á það,“ sagði hún og hló. Kylie sagði einnig í viðtalinu að hún hefði eytt hátíðunum í fríi með „Ollie“ í París og hefði flog- ið heim rétt eftir áramót til þess að eyða tíma með fjö lskyldunni . „Ég hef eytt tals- verðum tíma í París síðustu mánuði og við Ollie fórum í ferðalag með vinum hans. Ég neyddist til þess að tala frönsku. Þau hrósuðu mér í lok ferðarinnar og sögðu að franskan mín færi batnandi.“ Kylie segist líka vel í París vegna þess að „það skiptir ekki máli hvar mað- ur sé í París, það er alltaf róman- tískt og fallegt“. ■ Óvæntir tónleikar Tónlistarmaðurinn Beck hélt óvænta tónleika á litlum stað í Los Angeles á dögunum fyrir framan aðeins 250 manns. Þar spilaði hann efni af væntanlegri plötu sinni sem enn hefur ekki fengið nafn. Á meðal nýrra laga sem hann tók voru Guero, Hell Yes og Epro. Upptökur á plötunni hafa staðið yfir í Los Angeles og á hún að koma út í mars. Upptökustjórar eru The Dust Brothers og Tony Hoffer. ■ BECK Tónlistarmaðurinn Beck hélt óvænta tónleika fyrir framan 250 manns í Los Angeles á dögunum. KYLIE MINOGUE Segist enn kíkja á aðra menn þó hún sé í sambandi með franska leikaranum Olivier Martinez. Kylie horfir enn á aðra karlmenn FRÉTTIR AF FÓLKI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.