Fréttablaðið - 12.02.2005, Síða 4
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
62,64 62,94
116,93 117,49
80,54 81,00
10,82 10,89
9,56 9,62
8,86 8,91
0,59 0,60
94,36 94,92
GENGI GJALDMIÐLA 11.02.2005
GENGIÐ
Heimild: Seðlabanki Íslands
SALA
111,02 -0,25%
4 12. febrúar 2005 LAUGARDAGUR
Formaður Félags eldri borgara um þrengsli á elli-
heimilum:
Endurreisn
baðstofumenningar
HÚSNÆÐISMÁL „Það er ekki nema
ein setning yfir það að hafa hús-
næðismál aldraðra í þessu formi,
það er bara verið að endurreisa
baðstofumenninguna,“ sagði Ólaf-
ur Ólafsson formaður Félags eldri
borgara um þá stöðu að um 1000
aldraðir deila nú herbergi með
öðrum á dvalar- og hjúkrunar-
heimilum hér á landi. Í sumum til-
vikum eru fleiri saman á stofu.
Ólafur sagði að landlæknis-
embættið hefði bent á þessa þró-
un fyrir 30 árum. Ítrekað hefði
verið að fólki yrði gefinn kostur á
einbýli, en tvíbýli fyrir hjón.
Betra hefði verið að reisa minni
byggingar heldur en gert hefði
verið til að fólkið gæti lifað svip-
uðu lífi og það hefði lifað áður.
„Þetta hefur nú heldur breyst
til hins betra, sérstaklega í
Reykjavík. Úti á landi tíðkast það
enn að 4–6 manns liggi á einni
stofu,“ sagði Ólafur. Hann sagði
að Landlæknisembættið og Félag
eldri borgara hefði skrifað þar til
bærum yfirvöldum fjölda bréfa
og átt með þeim fundi vegna
þessa, bæði í fyrri og seinni tíð.
„Ástæða þess hve langan tíma
tekur að breyta þessu er einfald-
lega sú, að aldrað fólk er ekki
framarlega í forgangsröðinni,“
sagði Ólafur. - jss
92 ákærðir
fyrir mútur
Rannsókn á mútuþægni tuga starfsmanna sænsku áfengiseinkasölunnar
hefur leitt til þess að 77 þeirra verða ákærðir. Starfsmenn norsku áfengis-
einkasölunnar hafa einnig sætt rannsókn en sleppa við ákæru.
NORÐURLÖND, AP Sænskir saksókn-
arar hafa ákært 92 einstaklinga í
hneykslismáli sem hefur umleikið
áfengisverslun sænska ríkisins,
Systembolaget. 77 starfsmenn Sy-
stembolaget hafa verið ákærðir
fyrir að þiggja mútur og fimmtán
starfsmenn þriggja birgja hafa
verið ákærðir fyr-
ir að greiða eða
bjóða mútur.
M e i r i h l u t i
þeirra 77 starfs-
manna System-
bolaget sem voru
ákærðir starfaði
sem verslunar-
stjórar. Þeir eru
ákærðir fyrir að
þiggja mútur frá
áfengisbirgjum
fyrir að taka vör-
ur þeirra til sölu í
verslunum sínum.
Janne Lehtinen, sem stýrði
rannsókninni, sagði að megnið af
mútunum hefði verið fólgið í pen-
ingagreiðslum inn á launareikn-
inga starfsmanna Systembolaget.
Múturnar námu andvirði um tíu
milljóna íslenskra króna á tveggja
ára tímabili.
Málið kom upp á yfirborðið í
janúar 2003 þegar stjórnendur Sy-
stembolaget ráku fimm verslun-
arstjóra og sögðu ástæðuna þá að
þeir hefðu þegið mútur frá birgj-
um sem vildu koma ákveðnum
vörum á framfæri. Samkvæmt
lögum um áfengissölu er verslun-
arstjórum stranglega bannað að
koma einstökum tegundum á
framfæri umfram aðrar.
Norðmenn rannsaka líka
meinta mútuþægni starfsmanna
norsku áfengiseinkasölunnar, Vin-
monopolet. Tíu starfsmenn sæta
refsingum án þess þó að sæta
ákæru, fyrir að hafa þegið gjafir
og ókeypis skemmtanir frá áfeng-
isinnflytjendum. Tveir kunna að
missa vinnuna, þrír kunna að sæta
stöðulækkun og fjórir fá skriflega
viðvörun. Enn á eftir að taka
ákvörðun um einn þeirra sem
sætti rannsókn.
Forstjóri Vinmonopolet, Knut
Grøholt, sætti einnig rannsókn
fyrir að hafa þegið utanlandsferð-
ir frá öðrum fyrirtækjum. Rann-
sóknarmenn komust að þeirri nið-
urstöðu að hann hefði ekkert brot-
ið af sér þar sem hann hefði farið
í ferðirnar til að byggja upp og
viðhalda viðskiptatengslum.
Fyrirtækin sem hann þáði ferðir
af voru meðal annarra símafyrir-
tækið Telenor og dótturfyrirtæki
þess. ■
Sandgerðishöfn:
Ólán í
óláni
SJÁVARÚTVEGUR Nína, lítill bátur
varð aflvana rétt fyrir utan
Sandgerði í gær. Haft var sam-
band við Tilkynningaskylduna,
en Hafborg, sem var stödd rétt
hjá tókst að draga Nínu til hafn-
ar í Sandgerði. Nína lagðist þar
við bryggju, en dráttarbátinn
tók hins vegar niður í höfninni.
Stafnesið var fengið til að
draga Hafborgina, en það tókst
ekki betur en svo að Stafnesið
fékk tóg í skrúfuna og sat fast.
Gera átti tilraun til að losa báða
bátana þegar tók að flæða að.
-ss
Skoðanakönnun:
Bush nýtur
minna fylgis
BANDARÍKIN, AP Meira en helmingur
Bandaríkjamanna er ósáttur við
frammistöðu George W. Bush í
embætti Bandaríkjaforseta sam-
kvæmt nýrri skoð-
anakönnun AP-
fréttastofunnar.
Mest er óánægjan
hjá fólki sem kom-
ið er yfir fimmtugt.
54 prósent að-
spurðra sögðust
ósátt við frammi-
stöðu Bush en 45
sátt. Þeim fjölgar
sem telja Banda-
ríkin á vitlausri
braut, fyrir mánuði
voru 51 prósent þeirrar skoðunar en
nú er sú tala komin upp í 58 prósent.
Eitt af því sem getur skýrt
minnkandi ánægju með störf forset-
ans er mikil umræða að undanförnu
um tillögur hans að breytingum á
lífeyriskerfinu sem eru mjög um-
deildar. ■
,,Megnið
af mútun-
um var
fólgið í
peninga-
greiðslum
inn á
launareikn-
inga starfs-
manna.
KOMINN UNDIR LÆKNISHENDUR
Pilturinn var nýfæddur þegar honum var
kastað út úr bíl. Kona sem átti leið hjá
bjargaði honum.
Nýfætt barn:
Kastað út
úr bíl
BANDARÍKIN, AP Ungt barn liggur illa
haldið á sjúkrahúsi í Norður-
Lauderdale í Flórída eftir að hafa
verið kastað út úr bíl. Læknar telja
að barnið hafi aðeins verið klukku-
tíma gamalt þegar því var kastað úr
bílnum og var naflastrengurinn enn
á sínum stað þegar barnið fannst.
Kona varð vitni að pari að rífast
í bíl í nágrenni hennar og sá ein-
hverju hent út í plastpoka sem lenti
rúman metra frá bílnum sem var
ekið á brott á miklum hraða. Hún
varð þess vör að nýfætt barn var í
pokanum og hafði þegar samband
við yfirvöld. ■
Höfðabakka 1 - sími 587 50 70
OPIÐ Í DAG
10-14.30
Stór humar
Opið laugardaga 10-14:30
Skoðanakönnun:
Vilja ekki
Karl konung
BRETLAND, AP Nær tveir af hverjum
þremur Bretum eru sáttir við
ákvörðun Karls prins um að kvæn-
ast Camillu Parker Bowles en vel
innan við helmingur vill að hann
verði næsti konungur Bretlands.
65 prósent svarenda í skoðana-
könnun The Daily Telegraph sögð-
ust sáttir við brúðkaupið en 24 pró-
sent voru því andvíg. Einungis 37
prósent sögðust vilja Karl sem
næsta konung sinn en 41 prósent
nefndi Vilhjálm, eldri son hans og
Díönu prinsessu. Nítján prósent
sögðust engan konung eða drottn-
ingu vilja. ■
Valentínusardagur:
Skipulagði
hópsjálfsmorð
BANDARÍKIN, AP Maður á þrítugs-
aldri var handtekinn eftir að upp
komst að hann hafði skipulagt
hópsjálfsmorð sem átti að eiga sér
stað heima hjá honum á Valent-
ínusardag, 14. febrúar
Lögregla gerði húsleit heima
hjá Gerald Krein í Klamath Falls í
Oregon eftir að henni barst
ábending um uppátæki hans.
Hann mun hafa notað tölvupóst
sinn til að reyna að skipuleggja
fjöldasjálfsmorð. Hann reyndi að
fá 32 einstaklinga í Bandaríkjun-
um og Kanada til að taka þátt.
Þeirra á meðal var kona sem ætl-
aði að fremja sjálfsmorð og
myrða börnin sín tvö um leið. ■
ÓLAFUR ÓLAFSSON
Aldrað fólk er ekki framarlega í forgangs-
röðinni.
GEORGE W.
BUSH
ÁFENGISVERSLUN
Mútuþægni starfsmanna sænsku áfengiseinkasölunnar fer nú fyrir dómstóla meðan
norskir starfsbræður þeirra sæta agaviðlögum innan fyrirtækisins. Myndin er tekin í versl-
un ÁTVR og tengist ekki efni fréttarinnar.
04-05 11.2.2005 22:00 Page 2