Fréttablaðið - 12.02.2005, Qupperneq 50
LAUGARDAGUR 12. febrúar 2005 33
ÚTSÖLUMARKAÐURINN
GLÆSIBÆ
Opnum í dag skómarkaðinn sem allir
hafa beðið eftir
Ótrúlegt úrval af vinsælum herra-,
dömu- og barnaskóm:
Frábær verð eða frá kr. 995,-
Mikið úrval af töskum,
eitt verð kr. 995,-
Opið sem hér segir:
Í dag, laugardag frá 10:00-18:00
Sunnudag frá 13:00-17:00
Alla virka daga frá 10:00 –18:00
Komdu og gerðu góð kaup!
Skómarkaðurinn Glæsibæ
S: 693-0997
ÓMISSANDI HANDBOLTAKAPPINN VIGNIR SVAVARSSON OG KÖRFUBOLTAKONAN HELENA SVERRISDÓTTIR VÖLDU ÞRJÁ ÓMISSANDI HLUTI
VIGNIR SVAVARS-
SON, landsliðsmaður
í handbolta, vinnur í
fatabúðinni Dogma á
Laugaveginum. Hand-
boltinn á einnig hug
hans allan og deildin
fer að byrja af fullum krafti eftir
tæpa tveggja mánaða pásu. Vignir
æfir með Haukum.
Geislaspilarinn í bílnum er algjör-
lega nauðsynlegur aðallega vegna
skorts á al-
mennilegum
útvarpsstöðv-
um. Mér finnst fínt að hlusta á
góða tónlist á leiðinni á æfingu. Ég
hlusta eiginlega á allt milli himins
og jarðar, fer bara eftir því hvernig
skapi ég er í.
Clay Ferry skíðaúlpan mín. Hún er
ómissandi þessa dag-
ana sökum kulda.
Þetta er svona skíða-
úlpa í anda níunda
áratugarins. Þetta er
hrikalega fín úlpa, ég
er ánægður með hana. Tvímæla-
laust uppáhaldsúlpan mín.
Kaffi á morgnana. Mér finnst voða
gott að koma við á Prikinu eða á
Te og kaffi og fá
mér einn bolla. Ég
get ekki gert
nokkurn skapaðan
hlut áður en ég
drekk morgunkaffið. Ég nota kaffið
til þess að opna daginn, reyndar
drekk ég kaffi allan daginn en það
er nauðsynlegast á morgnana.
HELENA SVERRIS-
DÓTTIR æfir körfu-
bolta með meistara-
flokki Hauka og er ein
sú efnilegasta í grein-
inni í dag. Hún stundar
nám í Flensborg í Hafn-
arfirði. Á sunnudaginn er mikilvægur
leikur hjá þeim stelpunum í Hauk-
um því þá keppa þær á móti Grinda-
vík í úrslitaleik bikarkeppninnar.
Helena valdi þrjá ómissandi hluti.
Körfuboltaskórn-
ir. Það eru ekki
beinlínis einhverjir
sérstakir skór sem
ég vil taka fram heldur
körfuboltaskór yfir höfuð. Þeir eru
náttúrulega nauðsynlegir fyrir
körfuboltann og ég á reyndar ansi
marga og er frekar mikil skófrík.
Nike er uppáhaldsmerkið mitt.
Boltinn minn. Körfubolti
yfir höfuð er ómissandi
fyrir mig og boltinn er
hluti af því. Ég er búin
að æfa í tólf ár eða síðan
ég var fimm ára þannig að körfu-
boltinn er stór hluti af lífi mínu. Ég
hef alltaf æft með Haukum.
Nike buxurnar mínar. Þær eru
rosa þægilegar, þykkar
og fínar. Ég er eiginlega
alltaf í þeim og aðallega
heima. Ég sef líka oft í
þeim. Þetta eru eigin-
lega svona þægilegar
heimabuxur sem er
nauðsynlegt að eiga.
Clay Ferry skíðaúlpa Nike körfuboltaskór
Var metró sexúal-maður-
inn ekki til?
Hetero metro
eða Uber –
Sexual
Nú þurfa þeir sem töldu sig hafa
misst af einhverri mestu tísku-
byltingu og hugafarsbreytingu
meðal karla ekki að gráta það
lengur. Metró sexúal-maðurinn,
sem tröllreið hér öllu, var senni-
lega aldrei til, og ef svo var, er
hann um það bil að deyja drottni
sínum. Hugtakið metró sexúal
var reynd-
ar fyrst
opinbert í
riti fyrir
rúmum tíu
árum síð-
an, en
varð síðan
tískuorð í
k j ö l f a r
rannsókn-
ar ein-
hvers vin-
s æ l a s t a
tískufröm-
u ð u r
Bandaríkj-
a n n a ,
M a r i a n
S a l z m a n
árið 2003.
Þar taldi hún að karlmenn yrðu í
auknum mæli tengdari sínum
tilfinningum, yrðu snyrtilegri,
myndu jafnvel fara í handsnyrt-
ingu, líkamsrækt og yrði annt um
húðina sína. David Beckham varð
táknmynd þessa hóps, sem gat
verið fullkomlega hreinskilinn
um þessar nýju „kvenlegu“
hliðar sínar.
En margt vatn hefur runnið til
sjávar síðan, og nú hefur Salzm-
an snúið bakinu við þessu hug-
taki, sem hún telur hafa farið
offari, og leitt til þess að markað-
urinn taldi í auknum mæli að
hægt væri að breyta körlum í
hálfgerðar konur. Það hafi ekki
verið ætlunin með þessari skil-
greiningu. „Karlmenn vilja vera
kynþokka-
fullir og
líta vel út,
svo þeir
komist í
kynni við
þá kven-
menn sem
þeir þrá,“
segir hún
og telur að
í stað þess
að nota
o r ð i ð
m e t r ó -
sexúal sem
sé orðið
merkingar-
laust fyrir-
bæri, séu karlmenn í dag, ýmist
hetero metro, eða uber sexual.
„Þetta eru hugtök sem eru nú
notuð yfir leikara eins og George
Clooney og Brad Pitt.“ Þess má
til gamans geta að Lake Michigan
Superior-háskólinn í Bandaríkj-
unum hefur einnig lýst því yfir,
að metro-sexúal hugtakið sé eitt
mest misnotaðasta orðið og of-
notaðasta orð dagsins í dag. Þá
hefur skólinn einnig úrskurðað
það sem merkingarlaust orð. ■
GEORGE CLOONEY
Er talinn vera eitt af táknum fyrir nýja kyn-
slóð, svokallaðra hetero metro
MARIAN SALZMAN
Var sú sem gerði metró-
sexúal að tískuorði, en
hefur nú úrskurðað það
merkingarlaust.
DAVID BECKHAM
Var talinn vera eitt helsta
tákn metró sexúal-kynslóð-
arinnar, en reyndist vera
hetero metro eða uber-
sexual.
48-49 (32-33) Fjargjaldur 11.2.2005 19.04 Page 3