Fréttablaðið - 12.02.2005, Side 29

Fréttablaðið - 12.02.2005, Side 29
5LAUGARDAGUR 12. febrúar 2005 „Við erum með opið fyrir sím- ann allan sólarhringinn og get- um í raun alltaf hleypt fólki inn með bíla sína,“ segir Valgerður Kristjánsdóttir, sem ásamt sonum sínum Halldóri Fannari og Kristjáni Ragnari Kristjáns- sonum hefur sett á laggirnar bílaþjónustuna Sjálfshjálp. Þeir Halldór og Kristján fengu hugmyndina en verk- stæði af þessu tagi eru þekkt víða í útlöndum. Fólk getur leigt sér aðstöðu til skemmri eða lengri tíma og á staðnum er hægt að fá lánaðan tjakk og búkka. Svo er salerni og kaffi- stofa sem fólk hefur aðgang að. Halldór segir þá bræður verða mikið á staðnum og þá hafi þeir bæði bifvélavirkja og vélfræðinga sem þeir geta kall- að til ef viðskiptavinir óska þess. „Við byrjum þetta rólega og ef vel tekst til munum við auka við þjónustuna þegar fram í sækir,“ segir Valgerður. Síminn hjá Sjálfshjálp er 847 2335 og 661 0373. ■ Gerðu sjálfur við bílinn Bílaþjónustan Sjálfshjálp er nýtt fyrirtæki í Hafnarfirði sem leigir aðstöðu til bílaviðgerða. Ragnar og Kristján tilbúnir að taka á móti viðskiptavinum. Verkstæðið er við Skútahraun í Hafnarfirði. Stærri smábíll NÝR TOYTOTA YARIS KEMUR Í HAUST. Ný útgáfa af Toyota Yaris kemur á markaðinn í haust og verður bíllinn stærri og hagkvæmari en áður. Bíllinn er bæði lengri og breiðari og fimm sæta, en eldri útgáfan er fjögurra sæta. Innréttingin er öll fjölbreyttari og til viðbótar aftursætunum, sem hægt er að renna til, verður hægt að leggja niður sætisbök og skapa þannig stórt og flatt rými. Rými er einnig aukið með stærra og hag- kvæmara skotti. Mælaborðið í nýja Yaris-bílnum hefur verið uppfært og er mun flottara auk þess sem þar verður takki sem ýtt er á til að koma bílnum í gang. Til þess þarf þó lykillinn með fjarstýringunni að vera nálægt. Vélin í bílnum verður með svipuðu móti og áður en þó má búast við uppfærslum sem gera hana umhverf- isvænni. Nýtt og betra Porsche-safn EKKERT VERÐUR TIL SPARAÐ VIÐ BYGG- INGU NÝS BÍLASKÁLA Í STUTTGART. Framkvæmdir hefjast innan tíðar við byggingu nýs Porsche-safns sem mun rísa við Porsche-torg í Stuttgart í Þýskalandi. Safnið verður á fimm þús- und fer- metra fleti. Í forsal hússins mun gefa að líta sögu Porsche í máli og mynd- um fram til ársins 1948. Í aðalsalnum verða helstu sigrar fyrirtækisins raktir og þar verður til dæmis hægt að skoða hvernig Porsche 911 hefur breyst með árunum. Talið er að þetta nýja safn muni draga til sín meira en helmingi fleiri gesti en það gamla, sem um 80 þúsund gestir heimsækja árlega. Nýja safnið verður opnað að tveimur árum liðnum. Auglýsingar afturkallaðar SAMKEPPNISSTOFNUN KANNAR HVORT AUGLÝSINGAR BRJÓTI Á RÉTTI BARNA. Umferðarstofa hefur afturkallað sjón- varpsauglýsingar vegna tilmæla Sam- keppnisstofnunar á grundvelli kvört- unar umboðsmanns barna yfir efni auglýsinganna. Umræddar auglýsing- ar eru afturkallaðar tímabundið með- an Samkeppnisstofnun metur kvörtunina. Samkvæmt beiðni Umboðsmanns barna er Samkeppnisstofnun falið að skera úr um það hvort auglýsingarnar brjóti í bága við fimmtu málsgrein 22. gr. samkeppnislaga en þar segir: „Komi börn fram í auglýsingum skal þess gætt að sýna hvorki né lýsa hættulegu atferli eða atvikum er leitt geti til þess að þau eða önnur börn komist í hættu eða geri það sem óheimilt er.“ Að sögn Einars Magnúsar Magnús- sonar, upplýsingafulltrúa Umferðar- stofu, er ekki verið að sýna áhættu- hegðun barna í auglýsingunum, „heldur er fullorðinn einstaklingur sýndur viðhafa glæpsamlegt ábyrgð- ar- og kæruleysi þar sem barn er fórnarlamb - ekki gerandi. Lýst er eftir ábyrgð foreldra og fullorðinna gagn- vart sjálfum sér og börnum þeirra,“ segir Einar. Þetta kemur fram á vef- síðu Umferðastofu. 28-29 ALLT bílar ofl 11.2.2005 15.57 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.