Fréttablaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 12. febrúar 2005 Finnska hljómsveitin Apocalyptica sló í gegn árið 1996 þegar hún gaf út plötuna Plays Metallica by Four Cellos. Þar hristi hún upp í mörg- um af frægustu lögum Metallica, þar á meðal Enter Sandman og Master of Puppets, með því að spila þau eingöngu á selló án þess að raddir kæmu við sögu. Hinir fjölmörgu aðdáendur Metallica lögðu við hlustir og eru margir þeirra á meðal traustustu aðdáenda Apocalyptica enn þann dag í dag. Ekki er heldur ólíklegt að finnska sellósveitin hafi kveikt þá hugmynd Metallica að gefa út plötu með sinfóníuhljómsveit, sem varð raunin þremur árum síðar þegar S&M kom út. Tvær milljónir seldar Þetta fljúgandi start Apocalyptica í tónlistarbransanum kom sveit- inni á kortið og hefur hún ekki þurft af hafa miklar áhyggjur síð- an. Hljómsveitin hefur selt tvær milljónir platna og hefur haldið tónleika í yfir tuttugu löndum. Meðal annars hefur hún hitað tvisvar upp fyrir goðin sín í Metallica. Auk þess að spila lög eftir þá merku sveit hefur Apocalyptica gert sínar útgáfur af lögum eftir aðrar rokksveitir á borð við Sepultura, Faith No More og Pantera. Einnig hefur hún unn- ið með trommuleikara Slayer, Dave Lombardo, bæði á annarri plötu sveitarinnar, Inquisition Symphony, og þeirri fimmtu sem nýverið kom út og heitir einfald- lega Apocalyptica. Kynntust í tónlistarskóla Þeir Eicca Toppinen, aðallagahöf- undur sveitarinnar, Paavo Lötjönen og Perttu Kivilaakso kynntust í hinum virta Sibelius- tónlistarskóla í Helsinki og byrj- uðu að spila saman árið 1993. Eicca segir þá félaga hafa verið blauta á bak við eyrun er þeir gáfu út sína fyrstu plötu þremur árum síðar. Stefnan hafi síður en svo verið sett á heimsfrægð. „Við ætluðum aldrei að gera plötu og spiluðum bara ánægjunnar vegna. Síðan kom náungi frá litlu plötufyrirtæki í Finnandi og spurði hvort við vild- um búa til plötu. Við hefðum orðið ánægðir ef við hefðum selt þúsund eintök en núna höfum við selt 900 þúsund eintök af henni. Það er erfitt að búast við svona hlutum,“ segir Eicca rámri röddu, hálfkvef- aður. „Á fyrstu plötunni vorum við klassískir sellóleikarar nýbyrjaðir að spila rokktónlist,“ segir hann. „Við höfðum enga reynslu af því að vera rokkhljómsveit en núna höf- um við verið á ferðinni í átta ár og spilað á yfir 500 tónleikum. Á nýju plötunni finnst mér við loksins vera orðnir að alvöru rokkhljóm- sveit, bæði hvað varðar tónlistina og hljóminn. Ég tel að þessi plata sé vel samkeppnishæf við aðrar rokkplötur sem eru að koma út,“ segir hann. Þannig eru öll lög plötunnar eft- ir liðsmenn Apocalyptica, þar af átta af ellefu eftir Eicca, sem smám saman hefur verið að færa sig upp á skaftið í lagasmíðum. Engin Metallica lengur Nýja platan var unnin öðruvísi en áður. Þeir félagar tóku hana upp sjálfir í stofunni hjá Eicca og tóku upp demó í fyrsta sinn til að átta sig betur á lögunum. Einnig er söngurinn meira áberandi en áður. „Aðalatriðið var að finna lög sem hefðu sína eigin ímynd og stemn- ingu sem passaði á plötuna. Mér finnst hún sameina það besta frá plötunum Cult og Reflections. Þess vegna vildum við kalla plötuna Apocalyptica, því okkur finnst við núna vera Apocalyptica. Við erum orðnir að sjálfstæðri hljómsveit; engin Metallica-lög lengur og ekk- ert of mikið hugsað um sellóleik.“ Aðspurður hvort Apocalyptica hafi aldrei átt að verða þunga- rokkshljómsveit segir Eicca að á tímabili hafi þeir félagar íhugað það. „Við vorum að hugsa um það um miðbik ferilsins, fyrir svona fjórum til fimm árum. En þegar við bættum trommuleikara í hljómsveitina fannst okkur það ekki nauðsynlegt því við getum náð svipuðum hljóm úr gítar og við náum úr sellóunum.“ Undir áhrifum frá finnskri náttúru Að sögn Eicco semja liðsmenn Apocalyptica lög um sitt eigið líf og nota tónlistina sem síu á sína eigin reynslu. „Venjulega er ég ekkert að hugsa um eitthvað sérstakt efni. Ég sem tónlistina fyrst og síðan fer það eftir henni hvernig titilinn verður og textinn. Það getur verið erfitt að finna nöfn á lögin því það besta við ósungna tónlist er að hún gefur hlustandanum svo mikið rými til að ímynda sér um hvað lag- ið fjallar. Annars er ég undir mest- um áhrifum frá finnskri náttúru og samskiptum við mismunandi fólk í lagasmíðum mínum.“ Spiluðu á Íslandi Engir tónleikar með Apocalyptica eru fyrirhugaðir hér á landi á næstunni en Eicca hefur engu að síður mikinn áhuga á að koma. „Við spiluðum í partíi hjá Iceland- air fyrir 6 til 8 árum. Það var frá- bært að heimsækja landið ykkar og ég hefði mjög gaman að því að koma þangað aftur. En það verður mikið að gera á þessu ári og við stefnum á 100 til 120 tónleika.“ Það er því nóg fram undan hjá þessari óvenjulegu hljómsveit sem spekúlantar hafa átt erfitt með að staðsetja á tónlistarmælikvarðan- um. Helst mætti þó líkja sveitinni við þungarokksveitir níunda ára- tugarins þar sem sellóin hafa tekið við af vælandi gíturunum. ■ SPILAÐ Á SELLÓ Þeir félagar hafa spilað saman á selló síðan 1993. Loksins sjálfstæðir Margir muna eflaust eftir finnsku hljómsveitinni Apocalyptica sem sló í gegn þegar hún lék lög Metallica í sellóútgáfu. Freyr Bjarnason ræddi við Eicca Toppinen forsprakka sveitarinnar. Við erum orðnir að sjálfstæðri hljóm- sveit; engin Metallica-lög lengur og ekkert of mikið hugsað um sellóleik. ,, 42-43 (26-27) Kári/áhrifavaldur 11.2.2005 20.00 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.