Fréttablaðið - 12.02.2005, Page 40
SVIPMYND
16
Vissir þú ...
...að þyngsta kona í heimi er hin
bandaríska Rosalie Bradford sem
náði hámarksþyng sinni, 544 kíló-
um, í janúar árið 1987?
...að yngsti heimsmeistari í list-
skautahlaupi er Tara Lipinski frá
Bandaríkjunum sem vann einstak-
lingstitil 22. mars 1997 aðeins 14
ára og 286 daga?
...að David Huxley frá Ástralíu dró
187 tonna Boeing 747 þotu 91
metra á einni mínútu og 27,7 sek-
úndum 15. október árið 1997?
...að Sanjeev Baby á Indlandi lék á
gítar í 24 tíma og þrjátíu mínútur
14. til 15. ágúst árið 2000?
...að bjartasta stjarna stjörnu-
þokunnar er LBV1806-20, stjarna
sem er 45.000 ljósár frá jörðu?
...að lengsta elding sem skráð hef-
ur verið var árið 1956 í Bandaríkj-
unum en sú elding náði lárétt yfir
149 kílómetra svæði innan skýs?
...að það spendýr sem lifir í mestri
hæð er eyrnastóri músahérinn en
hann hefur sést í 6.130 metra hæð
í fjalllendi Asíu?
...að eitraðasti sporðdreki í heimi
er þykkhala sporðdrekin túnisíski
en hann er talinn bera ábyrgð á
áttatíu prósentum stungna og níu-
tíu prósentum dauðsfalla af völd-
um sporðdrekastungna í Afríku?
...að stærsta kalkúnabú í heimi er í
eigu Bernard Matthews en búið er
í Norður-Pickenham í Bretlandi og
skilar einni milljón kalkúna á ári?
...að hæsta hlutfalla hermanna er í
Norður-Kóreu en 5,05 prósent eða
2.138.000 Norður-Kóreubúar
munu vera í hernum?
...að Tyrkir borðuðu mest brauð
allra þjóða árið 2000 eða 199,6
kíló á mann?
...að Rungbuk-hofið á milli Tingri
og Shigatse í Tíbet í Kína er 5.100
metrar á hæð og aðeins fjörutíu
kílómetra frá Everest-fjalli?
...að stærsta bjórflaska í heimi var
afhjúpuð í Sheperd Neame-
bruggverksmiðjunni í Bretlandi 27.
janúar árið 1993 en hún var 2,54
metra há og 2,17 metrar að þver-
máli?
...að heimsins stærsta harmonikka
sem hægt er að leika á er 2,53
metrar á hæð, 1,9 metra breið og
85 sentímetra djúp og vegur um
tvö hundruð kíló?
Þórshöfn: Þorp á Langanesi, nán-
ar tiltekið við Lónafjörð sem
gengur inn úr Þistilfirði.
Elsta húsið í hreppnum: Sauðanes
sem er í eigu Þjóðminjasafnsins.
Íbúafjöldi: 414, fjölgaði um 44 á
síðasta ári.
Upphafið: Fyrstu húsin voru reist á
Þórshöfn um 1880, það voru vöru-
geymsluhús.
Landfræðilegir kostir: Hafnarskil-
yrði eru hin ákjósanlegustu því hlé
er fyrir norðaustanáttinni sem er
aðalhafáttin.
Stærsti atvinnurekandinn: Hrað-
frystistöð Þórshafnar sem meðal
annars gerir út tvö stór togskip;
Júpíter og Þorstein.
Gott að vita: Hafnarkráin heitir Eyrin.
Heimilislegt: Hótel Jórvík.
VILTU AÐ FYRIRTÆKIÐ ÞITT FÁI MEIRI ATHYGLI?
Núna er tilboð á þjónustuauglýsingum
» Hafið samband í síma 515 7500
40 Allt baksíða 11.2.2005 16.26 Page 2